Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kúabóndi og organisti í Svarfaðardal Setur pípuorgel upp í stofunni heima JÓHANN Ólafsson, kúabóndi og organisti á Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal, er að setja upp gamla orgelið úr Eyrarbakkakirkju í einu herbergjanna á bænum, en það ætlar hann að nota til æf- inga. Eiginkonan, Unnur María Hjálmarsdóttir, er mest hrædd um að rúðurnar í húsinu springi þegar farið verður að leika á hljóðfærið, en sveitungar Jó- hanns hafa spurst fyrir um hvort hann geti ekki rofið gat á þakið þannig að pípurnar standi upp úr húsinu svo orgelhljómarnir berist um sveitina. „Ég hef verið að leita eftir hljóðfæri og var að velta fyrir mér að kaupa rafmagnsorgel, en þau eru mjög dýr. Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, benti mér á dögunum á þetta orgel, þeir á Eyrarbakka eru að fá sér nýtt hljóðfæri og það sýndi enginn áhuga á að kaupa það gamla. Mér var því sagt að ég mætti sækja orgelið og flytja það burt úr kirkjunni, én eina skilyrðið var að sóknar- nefndin bæri ekki af því neinn kostnað," sagði Jóhann um til- drög þess að hann er nú í óða önn að púsla gamla orgelinu úr Eyrarbakkakirkju saman heima á Ytra-Hvarfi. Ketill Sigurjónsson, orgel- smiður í Forsæti, aðstoðaði Jó- hann við að taka orgelið niður og voru þeir heilan dag við verk- ið. Það var sett í gám og flutt með skipi tíl Dalvíkur og þaðan heim í hlað á Ytra-Hvarfi. „Ég er enn að tina saman pípurnar," sagði Jóhann, en Tryggvi sonur hans hefur lagt föður sínum lið við að koma orgelinu fyrir. Orgelið er 13 radda, með tveimur spilaborðum og fótspili og eru pípurnar hátt á annað hundraðið. Það er smíðað hjá J. W. Walker & Sons í Lundúnum árið 1948 og var keypt sama ár til Eyrarbakka. Jóhann sagði að m.a. hefði Haukur söngmála- stjóri haldið sína fyrstu tónleika á þetta orgel, en þá var hann staddur heima í fríi frá námi í Þýskalandi. Jóhann er organisti í tveimur kirkjum í Svarfaðardal, að Völl- um og Urðum, en við því starfi tók hann haustið 1991. Þá hóf hann jafnframt nám í orgelleik I Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Birni Steinari Sólbergssyni, organista Akureyrarkirkju. Hann er nú á 7. stigi „og stefni að því að klára fyrir aldamót," sagði hann, en að jafnaði ekur hann í tíma til Akureyrar einu sinni til tvisvar í viku. Aður hafði hann numið fræðin í Tónlistar- skólanum á Dalvík árið 1965. Sparar fyrirhöfn ogferðir „Það breytir miklu fyrir mig að fá orgelið heim, það sparar mér heilmikla fyrirhöfn og ferð- ir, ég hef fengið að æfa mig í Dalvíkurkirkju, en get gert það hér heima þegar hljóðfærið er komið upp,“ sagði Jóhann og vonar að það verði fyrir jól. „Ég get þá ekki lengur fundið mér það til afsökunar að hafa ekki komist í kirkju til að æfa mig þegar hljóðfærið er hér í næsta herbergi." Jóhann og Unnur María eiga sex börn. Þau hafa í mörg ár búið á ættaijörðinni, Ytra-Hvarfi þar sem ætt Jóhanns hefur búið óslitið frá árinu 1847. Nú eru þau með um 30 mjólkandi kýr og töluvert af kálfum. Hjónin taka bæði mikinn þátt í félagsmálum í dalnum og á Dalvík, m.a. hefur Unnur Maria starfað með leikfé- laginu og ungmennafélaginu. Þá er Jóhann stjórnandi Karlakórs Dalvíkur sem endurreistur var síðasta vor. Hann hefur líka sung- ið með Heimskórnum, m.a. á tón- leikum í Spektrum í Osló þar sem tenórinn Placido Domingo söng með. „Það er nóg að gera, en alltaf hægt að finna tíma ef áhugi er fyrir hendi,“ sögðu þau. Sóttu kind- ur á trillu í Fjörður og Keflavík ÞRÍR bændur í Grýtubakka- hreppi fóru á trillu í Fjörður, bæði í Þorgeirsfjörð og Hval- vatnsfjörð og í Keflavík í gær að sækja kindur. Komu þeir heim með alls 19 kindur og lömb, en urðu að skilja 6 eftir. Jón Sæmundsson, bóndi í Fagrabæ og einn leiðangurs- manna, sagði að ferðin hafi gengið vel og að kindurnar væru vel á sig komnar. „Við urðum að skilja 6 kindur eftir en þær voru svo illa staðsettar að ekki tókst að handsama þær. Við gerum bara aðra til- raun síðar enda er mjög gam- an að þessu,“ sagði Jón. Með bændunum í för voru tveir björgunarsveitarmenn frá Grenivík og útgerðarmaður trillunar sem notuð var við verkið. Morgunblaðið/Kristján Lýst upp í skammdeginu Félags- og kjaramál til umræðu á fundi kartöflubænda Sundurlyndi og óstjóm stendur rækt- un fyrir þrifum Grytubakka. Morgunblaðið. STARFSMENN Rafveitu Akur- eyrar eru þessa dagana að setja upp lýsingu frá afleggjara Akur- eyrarflugvallar og suður að af- leggjaranum í Kjarnaskóg en verkið er unnið fyrir Vegagerð rík- isins. Fyrr í haust lýsti Rafveitan upp leiðina að Kjarnalundi og að sumarhúsabyggðinni norðan Kjarnalundar og með þeirri fram- kvæmd sem nú er í gangi er verið að tengja þær lýsingar saman. I ÞEIM samningaviðræðum sem nú standa yfir á milli Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins, vegna verkefna fyrir reynslusveitarfélagið Akureyri, er m.a. gert ráð fyrir að tekin verði upp ráðgjöf fyrir atvinnulausa og að ráðinn verði félagsráðgjafi í 50% starf til að sinna því verkefni. „Þessi ráðgjöf verður fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir í 3-4 mán- uði, þá sem eru 25 ára og yngri og svo aftur þá sem eiga enga atvinnu- sögu,“ segir Þórgnýr Dýríjörð, starfsmaður framkvæmdanefndar um reynslusveitarfélagið Akureyri. „Með þessu erum við að reyna að forða ungu fólki frá áhrifum Svanbjöm Sigurðsson, rafveitu- stjóri, segir að einnig sé áhugi fyrir því að lýsa upp Leiruveginn, austur að afleggjaranum suður Eyjafjörð en Vegagerðin hafi ekki treyst sér að fara í þá framkvæmd að sinni. Alls verða settir upp rúmlega 20 staurar á leiðinni að Kjarna- skógi og er kostnaðurinn við hvern staur rúmar 100 þúsund krónur, þegar ljósið er komið á hann. langtímaatvinnuleysis og ég held að allir geri sér grein fyrir mikil- vægi þess verkefnis. Þessi vinna tengist strax þeim úrræðum sem við þegar höfum í bænum, þ.e. Punktinum og Menntasmiðju kvenna. Jafnframt hugsum við okkur að þróa afleysingakerfi, þannig að starfsfólk með langan starfsaldur hjá bænum geti farið í endurmennt- un og fólk af atvinnuleysisskrá leyst það af á meðan. Loks er lagt til að ungu fólki gefíst kostur á starfs- tengdu námi á atvinnuleysisbótum og þá í lengri tíma en áður,“ segir Þórgnýr. FELAGS- og kjaramál voru til umræðu á fundi sem Landssam- band kartöflubænda boðaði tii á Hótel KEA sl. mánudagskvöld. Heildaruppskera kartöflubænda á þessu hausti varð um 7.000 tonn, sem er um 30% af kartöfluneyslu landsmanna á ári og því er fyrir- sjáanlegt að skortur verður á ís- lerskum kartöflum með vorinu. Breytinga er þörf Til að fá fram skoðun kartöflu- bænda á félagsmálum sínum var skoðanakönnun sem stjórn sam- bandsins hafði unnið dreift á fund- inum en hann var illa sóttur af kartöfluframleiðendum á Eyja- fjarðarsvæðinu. Frummælendur fundarins voru tveir stjórnarmenn landssambandsins, þeir Sighvatur Hafsteinsson formaður og Svein- FULLTRÚAR Barnaheilla heim- sóttu vinnustaði á Akureyri í gær og kynntu Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þegar er búið að heimsækja á þriðja hundrað fyrirtæki og stofnanir á Reykja- víkursvæðinu og í framhaldi af þvi var haldið með kynninguna út á land. Barnaheillafólkinu hefur verið afar vel tekið og miklar umræður spunnist um málefni barna hér á landi. Stefnt er að því að ljúka kynningardögunum í Iok fyrstu viku desembermánaðar og að þá berg Laxdal en einnig sat Ólafur Vagnsson ráðunautur fundinn. I máli formannsins kom fram að stjórnin hyggst halda fleiri fundi meðal annarra aðildarfélaga landssambandsins og verða þeir haldnir á næstu misserum. Einnig kom fram í máli þeirra manna sem til máls tóku að breytinga væri þörf og það fyrr en seinna - málið þyldi orðið litla bið. Hins vegar voru skoðanir manna mjög skiptar eins og oft áður. Ólafur ráðunautur fór mjög vel yfir mikilvægi þess að kartöflu- framleiðendur hefðu með sér sterkan félagsskap og þá ekki síst þegar að fagmennsku ræktunar kæmi. Mátti á honum skilja að sundurlyndi og óstjórn framleið- enda stæði framþróun ræktunar fyrir þrifum. Fijálsræði ríkir í verði búið að heimsækja hátt á fjórða hundrað vinnustaði. Myndin var tekin á fundi með starfsfólki Félagsmálastofnunar Akureyrar. F.v. Kristrún Leifs- dóttir, Steingerður Steinarsdóttir og Pálmi Finnbogason, fulltrúar Barnheilla, Guðrún Jónsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Jakobína Káradóttir, María Árnadóttir og Helga Jóna Sveinsdóttir, starfs- konur Félagsmálastofnunar og Guðfinna Nývarðsdóttir, starfs- kona á ungbarnavernd Heilsu- gæslustöðvarinnar. sumum löndum þar sem kartöflu- rækt og önnur garðyrkja er stund- uð og í mörgum löndum er kart- öfluframleiðslu stjórnað með ýmsu móti og þá með hag allra að leiðar- ljósi. Má þar nefna lönd eins Bret- land, Noreg og Danmörk en í Danmörk leyfist engum að fram- leiða matarkartöflur öðruvísi en að sýna fram á kaup á faglega ræktuðu útsæði. Stjórnin Ieiti til Bænda- samtakanna og ráðunauta Á fundinum var stjórn Lands- sambandsins hvött til að leita meira til Bændasamtakanna við að koma félagsmálum kartöflubænda í við- unandi horf og þá leita einnig til ráðunautanna víða um land og var Ólafur Vagnsson tilbúinn að veita þá aðstoð sem hann gæti. Leikfélag Akureyrar ' > Atta sækja um stöðu leikhússljóra ÁTTA sóttu um stöðu leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, en umsóknarfrestur er nýlega runninn út. Þeir sem sækja um stöðuna eru Halldór Laxness, Hörður Torfa- son, Jakob S. Jónsson, Saga Jóns- dóttir, Skúli Gautason, Sunna Borg, Trausti Ólafsson og Valgeir Skagfjörð. Leikhúsráð mun fara yfir um- sóknir næstu daga, en formaður þess, Sunna Borg, víkur sæti úr ráðinu meðan val á leikhússtjóra fer fram. Viðar Eggertsson lætur af starfi leikhússtjóra hjá LA um næstu áramót, en hann hefur sem kunn- ugt er verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Verkefni reynslusveitarfélags Bærinn veiti atvinnu- lausum ráðgjöf Monjunblaðið/Kristján Bamasáttmáli kynntur I f fi t f I i i ( ( f ( í ( ( ( ( i( ( i( ( ( ( ( ( ( ( ( i(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.