Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter MARIANNE Jelved, fjármálaráðherra Danmerkur, og finnskur starfsbróðir hennar, Iiro Viinanen, ræðast við fyrir fjármálaráð- herrafurid ESB á mánudag. Finnar vinna nú að því að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í EMU og Iýsti forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, því yfir á mánudag að upptaka sameiginlegrar mynt- ar væri forsenda fyrir stækkun ESB austur á bóginn. Fjármálaráðherrar um myntbandalagið Stöðugleikasáttmáli samþykktur en deilt um tímasetningu Brussel. Reuter. MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Clinton leitar eftir stuðningi við friðargæslu í Bosníu Færri andvígir því að senda hermenn Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti flytur sjónvarpsávarp sitt um fyrirhugaða þátttöku Bandaríkjahers í friðargæslu í Bosníu. FJARMALARAÐHERRAR Evrópu- sambandsríkjanna tóku vel í tillögur Þýzkalands um „stöðugleikasátt- mála“ til að tryggja að aðildarríki væntanlegs Efnahags- og mynt- bandalags (EMU) stefni því ekki í hættu með of miklum fjárlagahalla. Hins vegar stóðu Frakkar í vegi fyrir samkomulagi um tímasetning- ar og viðmiðanir við upptöku sam- eiginlegs Evrópugjaldmiðils. Hugmyndir Theos Waigel, fjár- málaráðherra Þýzkalands, um „stöð- ugleikasáttmála" hlutu braut- argengi á fundinum. Þær fela í sér að ríki, sem hafa fjárlagahalla, sem er meira en 3% af landsframleiðslu, lengur en í tvö ár, verði sektuð um háar fjárhæðir. Þá verði stefnt að því til lengri tíma að hallinn verði ekki meiri en 1%. „Enginn var á móti [sáttmálanum] í grundvallar- atriðum,“ sagði Waigel eftir fundinn. „Allir eru sammála um þörfina á stöðugleika til langs tíma.“ Ekki er með öllu ljóst hversu skil- yrðislaus stuðningur fjármálaráð- herranna er við sáttmálann, sem Waigel vill láta innsigla á næsta ári. Kenneth Clarke frá Bretlandi sagði að „skoða yrði smáatriðin" og Göran Persson frá Svíþjóð sagðist óánægður með sektirnar. Ágreiningur var um þijú megin- atriði á fundinum: • Öll ríkin önnur en Frakkland voru sammála um að ákvörðun um það, ÁR VAR liðið í gær, 28. nóvem- ber, frá því að Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá var meirihlutinn tæpur, 52% gegn 48%. Nú sýnir skoðanakönnun, sem Meningsmálinginstituttet gerði fyrir Dagbladet hins vegar að 67% Norðmanna séu sáttir við að standa utan sambandsins, en 33% vilji ganga í það. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í samtali við Arbeiderbladet að hún sæi ekki fyrir sér að Noregur gengi í ESB í sinni forsætisráð- herratíð. „Afsvar þjóðarinnar er það, sem gíldir í fyrirsjáanlegri framtíð," sagði Brundtland. Hún varaði ESB-andstæðinga hins vegar við að beija sér á brjóst vegna þess að allt gangi vel í Noregi þessa dagana. „Eg er ekki viss um að Noregi eigi eftir að ganga svo vel utan ESB. Það er alltof snemmt að segja til um það,“ sagði Brundtland. „Furðulegt ástand“ Aftenposten sagði í leiðara í hvaða ríki tækju þátt í þriðja og síð- asta stigi myntsamrunans, ætti að byggjast á raunverulegum hagtölum ársins 1997 en ekki aðeins á spá. Ráðherrarnir töldu að taka átti ákvörðun „eins snemma og unnt er á árinu 1998.“ Þetta orðalag mætir kröfum Þýzkalands um að aðeins áreiðanleg gögn um frammistöðu einstakra ríkisstjórna liggi ákvörð- uninni til grundvallar. Frakkar óttast hins vegar að þetta þýði að upptöku Evrópumynt- arinnar seinki, ekki sízt vegna þess að talið er að a.m.k. ár þurfi að líða frá ákvörðuninni þar til myntin er tekin upp. Þeir sögðust því myndu leggja þetta ágreiningsatriði fyrir leiðtogafund ESB í Madríd í næsta mánuði. • Enn er óskýrt hvort nýja Evrópu- myntin verði lögmætur gjaldmiðill strax er hún verður tekin upp í við- skiptum fyrirtækja og fjármála- stofnana í ársbyrjun 1999 (seðlar og mynt til almennra nota verða gefin út síðar). Þetta atriði getur þó ráðið miklu um trúverðugleika myntarinnar á markaði. • Evrópska peningamálastofnunin, EMI, hefur lagt til að strax í ársbyij- un 1999 verði allar opinberar skuld- ir aðildarríkja EMU skráðar í Evr- ópumyntinni. Mörg aðildarríki vilja þó fá að halda áfram að skrá skuld- ir sínar í eigin mynt um nokkurra ára skeið. tilefni dagsins að furðulegt ástand ríkti nú í tengslum Noregs við ESB. Noregi hefði aldrei verið síður unnt — og ríkissljórnin vildi ekki — veijast þeim áhrifum frá ESB, sem flæddu alls staðar inn yfir landamærin. „Það eina, sem við í raun sleppum við, er að taka pólitíska ábyrgð á þróun mála í okkar heimshluta. Meira formlegt fullveldi Norðmanna var það, sem vó einna þyngst í afstöðu þeirra sem greiddu atkvæði gegn aðild," segir blaðið. „Nú höfum við þetta fullveldi, en til hvers notum við það? Ríkisstjórnin notar það til að sækjast eftir eins nánu sam- starfi og hægt er við ESB, um efnahagsmál í EES, um landa- mæri í Schengen-samningnum, um varnir og öryggi með því að leggja Vestur-Evrópusambandinu til hersveitir, o.s.frv. AHt er þetta hið bezta mál og ólikt þvi, sem gerðist 1972, en það undirstrikar hversu sérkennileg þróunin verð- ur þegar ríkisstjórn heldur bara áfram eins og áður — eftir að hafa tapað sögulegri þjóðarat- kvæðagreiðslu." Sáttatónn í leið- tognm repúblik- ana á þingi Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, flutti sjónvarpsávarp í fyrri- nótt og hvatti Bandaríkjamenn til að styðja áform hans um að senda 20.000 hermenn til að framfylgja friðarsamningunum í Bosníu. Hann viðurkenndi þó að þátttöku í friðar- gæslunni fylgdi hætta á mannfalli. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar voru eftir ávarpið, eru færri Bandaríkjamenn andvígir þátttöku Bandaríkjamanna í friðar- gæslunni, en forsetinn nýtur þó ekki stuðnings meirihlutans í þessu máli. Sáttatónn var í leiðtogum repúblikana á þingi eftir ávarpið. Clinton lagði áherslu á að það væri siðferðileg skylda Bandaríkja- manna að leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Bosníu og sagði að þeir ættu áfram að gegna for- ystuhlutverki í heiminum. „Við getum ekki stöðvað öll stríð um alla framtíð," sagði forsetinn. „Við getum þó bundið enda á sum stríð. Við getum ekki bjargað öllum konum og börnum. Við getum þó bjargað mörgum. Við getum ekki gert allt. Við verðum þó að gera það sem við getum. Við eigum að veita forystu. Það er skylda okkar sem Bandaríkja- manna.“ Varar við mannfalli Sjónvarpsávarpið er ein mikil- vægasta ræðan á forsetaferli Clint- ons og hann sagði það skyldu Bandaríkjanna að taka þátt í friðar- gæslunni í Bosníu, þótt henni gæti fylgt meiri hætta en í friðargæsl- unni í Sómalíu. Clinton sagði að hann myndi fá lokaútgáfu áætlunar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) um aðgerðir í Bosníu síðar í vikunni. Ef hann styddi áætlunina myndi hann senda hana strax til þingsins og óska eft- ir stuðningi þess. Friðarum- leitunum þokað London. Reuter. BRESKA stjórnin sagði í gær, að tilraunum til að þoka friðar- umleitunum á Norður-írlandi hefði miðað.í rétta átt en sagði þó að enn' væru mikilvæg ágreiningsefni óútkljáð. John Major forsætisráð- herra sagði í þinginu að hann hefði átt símasamtal við John Bruton, írskan starfsbróður sinn, og myndu þeir ræðast við aftur síðdegis í þeirri von að leysa úr ágreiningi er kom- ið hefur í veg fyrir að viðræð- ur allra fylkinga deiluaðila hæfust. Major sagði í fyrirspurna- tíma í þinginu í gær, að hann myndi ekki hrapa að niður- stöðu í máli þessu. „Samkomu- lag verður að vera ásættanlegt á okkar forsendum. Og það verður að leggja grunn að því að allir deiluaðilar geti sest að samningaborði. Það er til- gangslaust að semja um eitt- hvað sem nær því markmiði ekki,“ sagði hann. Forsetinn sagði að á meðan þing- ið ræddi áætlunina myndi hann senda tiltölulega fáa hermenn til Bosníu til að undirbúa friðargæsl- una, koma upp höfuðstöðvum og fjarskiptakerfí. Hafist yrði handa við að senda þangað um 20.000 bandaríska hermenn, aðallega frá herstöðvum í Þýskalandi, fyrstu dagana eftir að friðarsamningarnir yrðu undirritaðir í París um miðjan næsta mánuð. Clinton sagði að það fylgdi því alltaf hætta að senda hermenn til friðargæslu og í þetta sinn mætti búast við einhveiju mannfalli, sem hann myndi bera pólitíska ábyrgð á. Hann hét því að refsa þeim sem réðust á bandaríska hermenn. 46% með, 40% á móti Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir CNN, USA og Gallup eft- ir ávarpið, eru 46% Bandaríkja- manna hlynnt því að bandarískir hermenn verði sendir til Bosníu en 40% á móti. 6. nóvember höfðu 47% verið hlynnt þátttöku Bandaríkja- hers í friðargæslunni og 49% á móti. 53% aðspurðra voru þeirrar skoð- unar að friðargæslan tæki langan tíma en 35% töldu að henni lyki innan árs. í skyndikönnun CNN sögðust ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, sem var lagð- ur inn á sjúkrahús fyrir níu dögum vegna lungnabólgu, hefur hrakað mjög að undanförnu. Gripið var til þess ráðs að setja hann í nýrnavél í gær, í annað sinn á tveimur dög- um. Haft var eftir lækni á sjúkra- húsinu að ástand forsætisráðherr- ans væri mjög alvarlegt. Papandreou virtist á batavegi um helgina eftir að hafa þjáðst af lungnabólgu en á mánudagskvöld kom í ljós að hann átti einnig við nýrnaveiki að stríða og var strax settur í nýrnavél. „Nýrnaveikin gæti haft alvarleg- ar afleiðingar vegna þess að hann er þegar mjög .veill," sagði læknir sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við gætum staðið frammi fyrir keðjuverkun sem hefði áhrif á önn- ur mikilvæg Iíffæri. Ástand hans er mjög alvarlegt." Talsmaður sjúkrahússins sagði 52% þeirra, sem hlýddu á ávarpið, styðja áform Clintons, en 39% voru á móti þeim. Meðal þeirra sem hlýddu ekki á ávarpið, eða helmings úrtaksins, voru stuðningsmenn og andstæðingar áformanna jafn margir, 41%. Leitað leiða til sátta Sáttatónn var í helstu leiðtogum repúblikana eftir ávarpið. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild- inni, kvaðst vilja finna leið til að styðja þá ákvörðun Clintons að senda hermenn til Bosníu, hvort sem hann gerði það með stuðningi þingsins eða ekki. „Það leikur eng- inn vafi á því að hermennirnir fara til Bosníu, hvort sem þingið sam- þykkir það eða ekki,“ sagði Dole. „Við verðum að finna leið til að geta stutt forsetann og ég tel að við þurfum að bíða og sjá hver við- brögð Bandaríkjanna verða.“ Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, léði einnig máls á stuðningi við ákvörðun Clintons. „Forsetinn verður að útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna ungir menn ættu að hætta lífi sínu í Bosníu. Flestir Bandaríkjamenn vilja ekki að Bandaríkin hætti að veita NATO forystu eða missi af tækifæri til að stuðla að friði í þessum heimshluta." starfsemi hjartans „nógu góða“ nu sem stendur. „Við vitum þó ekki hvað gerist á morgun eða næstu daga.“ Óvissa um eftirmann Papandreou var í öndunarvél fyrstu dagana eftir að hann var fluttur á sjúkrahús en var tekin úr henni á föstudag. Læknar voru þá bjartsýnir á að forsætisráðherrann gæti hafið störf að nýju. Afturkippurinn í bata forsætis- ráðherrans varð til að auka enn óvissuna um eftirmann hans. Pap- andreou hefur neitað að tilnefna eftirmann og sagði áður en hann veiktist að hann tæki ákvörðun í málinu þegar hann teldi það tíma- bært. Hann hefur þó ekki getað tekið neinar ákvarðanir á sjúkra- húsinu, enda hefur hann lengst af verið með öndunarslöngu i hálsi, ekki getað talað, og oft verið undir miklum áhrifum lyfja. Ár frá norska nei-inu Andreas Papandreou hrakar Astand hans sagt „mjög alvarlegt“ Aþenu. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.