Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Silli LÁRA Sóley Jóhannsdóttir Nemandi í fiðlu- leik heiðraður Á NEMENDATÓNLEIKUM Tónlistarskóla Húsavíkur var nú nýlega ungur og efnilegur nemandi í fiðluleik, Lára Sóley Jóhannsdóttir, heiðruð af Menningarmálanefnd Húsa- víkur og afhenti formaður nefndarinnar, Gunnar Rafn Jónsson læknir, henni fjár- hagslegan viðurkenningar- styrk fyrir frábæran árangur á tónlistarsviðinu. Lára sóley er aðeins 13 ára en hefur stundað tóniistarnám við Tónlistarskóla Húsavíkur síðan hún var 6 ára. Hún hefur sótt námskeið á vegum Is- lenska Suzukisambandsins undir stjórn Lilju Hjaltadóttur og fyrir tilstuðlan hennar þreytti hún inntökupróf síðast- liðið haust í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og stóðst það próf og síðan spilað með henni á tónleikum undir sljórn Guðnýj- ar Guðmundsdóttur. Hún hef- ur undanfarin þrjú ár einnig stundað píanónám. Þótt ung sé hefur Lára Sóley víða leikið einleik og með öðr- um á fiðlu sína bæði á Húsa- vík, í Reykjavík, í Skálholts- kirkju og víðar. * Utvarpssögukvöld í Kaffileikhúsinu UTVARPSSÖGUKVÖLD verður í Kaffíleikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld, miðvikudagskvöld. í haust var ákveðið að efna til starfsgreinasögu- kvölda í bland við önnur og er þetta þriðja slíka sögukvöldið. Það fyrsta var prestasögukvöld, síðan komu alþingismenn og nú er það sagna- fólk af Ríkisútvarpinu sem lætur gamminn geisa. Utvarpssagnafólkið er Gissur Sig- urðsson fréttamaður, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðar- kona, Sigríður Ámadóttir frétta- maður, Þorsteinn G. Gunnarsson á Rás 2 og Ævar Kjartansson ritstjóri. Góð grafík MYNPLIST Norræna húsið GRAFÍK Samsýning. Opið alla daga kl. 14-19 til 3. desember. Aðgangur kr. 100 GRAFÍKIN hefur verið mikilvægur þáttur mynd- listarflórunnar hér á landi um árabil, og vaxandi fjöl- breytni á þessu sviði hald- ist í hendur við batnandi aðstöðu til að sinna þessari grein. Félagið íslensk graf- ík hefur m.a. komið upp myndarlegri aðstöðu í húsakynnum sínum sem einstakir listamenn njóta örugglega, og aukinn fjöldi sýninga á þessu sviði hefur verið áberandi. Nú hafa þau Benedikt G. Kristþórsson, Elín Perla Kolka, Gréta Mjöll Bjamadóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir og Krist- bergur Ó. Pétursson tekið höndum saman um að fylla kjallara Nor- ræna hússins með sýningu sem þau nefna „Samtímis". Ólík vinnubrögð þeirra og viðfangsefni greina verk þeirra vel um leið og til verður heildarsýn, þar sem skiptast á lit- ríki, ærslafull teikning, sköpun tákna og frjálsara flæði í miðlinum. í ytri salnum taka verk Grétu Óskar Sigurðardóttur fyrst á móti gestum með bamslegri teikningu og skrautlegum texta á bláum grunni, þar sem gulldropar lýsa upp ímyndimar. Stærri verkin mætti taka sem heildstæða ástar- játningu, en í smærri myndunum eru mættar frúmar góðu og fleira fólk, sem listakonan hefur áður gætt svo skemmtilegu lífí; raunar taka fjórar slíkar á móti gestum utan salarins. Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir hér tvenns konar verk, sem þó tengjast sterklega saman í ríkulegu táknmáli. Nokkur fjöldi smærri mynda sýnir mismunandi röðun þessara tákna, sem og samansafn þeirra, sem er líkt og endanleg SÝNINGARHÓPURINN í Norræna þúsinu. uppflettiskrá um táknmyndir lista- konunnar. Hún sýnir einnig stærri verk, sem eru nefnd minningar- greinar og æviminningar, en þar myndar táknmálið sögur, sem minna á hellamálverk; einkum eru myndir nr. 18 og 19 athyglisverðar í þessu sambandi, enda sýnd mis- munandi og afar persónuleg örlög tveggja einstaklinga. Elín Perla Kolka sýnir tvenns konar grafíkmyndir, þar sem fjöl- breyttir möguleikar miðilsins eru nýttir með skemmtilegum hætti. Annars vegar er um að ræða mynd- ir unnar með þurmál í ál, þar sem einföld teikning skilar fínlegum ímyndum í litlum flötunum, en hins vegar verk unnin með Carborund- um, en þar njóta sterkir litir sín sérstaklega í skarplega dregnum myndum, eins og t.d. í „Vatnaskil" (nr. 28). Það er dimmara yfír innri saln- um, sem hýsir myndir þeirra Krist- bergs og Benedikts. Kristbergur sýnir röð verka sem hann nefnir „Viðstöðulausar myndir“, og eiga að fjalla um „óstöðugleika, mót- sagnir og öngþveiti ..." Þessar litlu grafíkmyndir eru vissulega samansafn ólíkra forma og óreiðu, og minna um sumt á línuskrift Vassily Kandinsky í málverkinu; hins vegar ná þær sér tæplega á flug í svo smáu formi, og hefðu þurft meira rými í fletinum til að njóta sín sem skyldi. Benedikt sýnir stór og efnismik- il steinþrykk, þar sem flöturinn er fylltur af línuneti, sem síðan er byggt ofan á. Þessi ákveðni mynda- flokkur skapar drungalega heild, þar sem stigmögnun efnisatriða leiðir frá einu verki til annars; tak- mörkuð notkun lita verður einnig til að draga athyglina frekar að því línuspili, sem einfalt myndmálið byggir á. Sýningarskrá er einföld og þægi- leg; þar er að finna almennar upp- lýsingar um sýnendur, sem og smáskrítinn inngang eftir Hannes Lárusson, þar sem hann setur fram forvitnilegar vangaveltur um slíka innganga, sýningaropnanir og fleyg orð um listina. Þessar línur eiga raunar ætíð við, en ættu hér að hjálpa gestum að ganga hressir á vit ágætrar sýningar á góðri grafík. Eiríkur Þorláksson Sigurður Ami sýnir í Tókýó Tókýó. Morgunblaðið Drápstónlist farandsöngvarans > NYLEGA hófst samsýnmg nokk- urra listamanna í einu af gallerí- um Tokýóborgar og þar á Sig- urður Árni Sigurðsson myndlist- armaður nokkur verk. Sigurður Árni er þar í boði MARUNUMA Artist-in-Resid- ence Program. Frakkar og Jap- anir bjóða árlega fjórum mynd- listarmönnum til sex mánaða dvalar og sýningahalds hér í Jap- an. Sigurður Árni hlaut styrk frá menntamalaráðuneytinu á ís- landi til farannnar og um þessar mundir dvelst hann í Marunuma við störf sín. Þess má geta að Sigurður Árni hélt einkasýningu á Kjarvals- stöðum í fyrra og eins í Lista- safninu á Akureyri. Þá var sýn- ing á verkum hans síðastliðið sumar í Galleríi Sævars Karls. Auk þess hefur hann haldið tvær einkasýningar í París og Lyon í Frakklandi á þessu ári. Sýningin stendur til 29. nóv- ember. KVIKMYNPIR Stjörnubíó DESPERADO ★ ★'/í Leikstjóri, handritshöfundur, klipp- ari Robero Rodriguez. Tónlist Los Lobos. Aðalleikendur Antonio Banderas, Jouaquim de Almeida, Steve Buscemi, Salma Hayek, Che- ech Marin, Quentín Tarantíno.. Bandarísk. Columbia 1995. ÞROTLAUS leit bandarískra kvikmyndaframleiðenda að karl- kyns kyntákni virðist lokið að sinni, þeir sætta sig við spánska kyntröllið Antonio Banderas. Alla- vega eru kjaftasíður og dægurblöð veraldar uppfull af afrekum garpg- ins um þessar mundir. Einkum eru þó tíunduð ástamál hans og Mel- anie Griffith en minna farið fyrir umfjöllun um árangur stjörnunnar á hvíta tjaldinu. Eitt af því ánægjulega við hinn nýja nútíma- vestra Robertos Rodriguez er að hér sést loks lífsmark með hinum lokkaprúða Miðjarðarhafsbúa frá því hann lét að sér kveða í mynd- um landa sinna, Carlos Saura og ennfrekar Pedrós Almodóvars.. Einkum var hlutverk hans í Philadelphiu lítið og lágt en veitti honum notadijúga athygli. Desperado er endurgerð EI Mariachi, hraðrar, fyndinnar og blóðugrar mexíkóskrar smámynd- ar sem öllum á óvart varð minni- háttar kassastykki fyrir örfáum árum. Það var í rauninni ótrúlegt hvað kvikmyndagerðarmanninum Roberto Rodriguez tókst að gera fyrir sjö þúsund dali og aðstoð vina og vandamanna. Desperado er lúxusútgáfa sömu myndar, að mörgu leyti betri, einkum tækni- lega, en skortir frumleikann og sköpunargleðina. Hún vill hverfa þegar ekkert lát er á silfrinu. Myndin gerist í smábæ sunnan við landamæri Bandaríkjanna. Leyndardómsfullur farandssöngv- ari kemur í bæinn með drápstól í gítartöskunni. Á hanna að hefna gagnvart glæpagenginu sem öllu ræður í bænum og nýtur aðstoðar kráareigandans Karólínu (Salma Hayek). Sem sagt gamli, góði vestrinn um borgartemjarann sem kemur utan af mörkinni. Ekkert nýtt á ferðinni hvað efniviðinn snertir. Stóru kostir Desperado, fyrir utan mannborlega túlkun Banderas á söngvaranum/drápsmanninum er þrumugóð tónlist Los Lobos og einhver albesta hljóðrás sem heyrst hefur í kvikmynd, auk þess sem hin nýju hljómflutningstæki í Stjömubíói og uppsetning þeirra virka með ólíkindum vel. Bestu hlutar myndarinnar eru á léttu tónunum. Langt upphafsatriði með hinum meinfyndna Steve Buscemi gefur forsmekk að verð- ugri framhaldsmynd um farand- söngvarann byssuglaða, en því miður vill húmorinn kafna í blóð- rauðri drápshljómkviðunni. Þó stutt sé í gamansemi höfundar er ofbeldið heldur stórkarlalegt og tilbreytingarlaust er til lengdar lætur og ekki frítt við að myndin taki sig fullalvarlega í fáein skipti.. Af öðrum leikurum má nefni hina íðilfögru, mexíkósku Sölmu Hayek og leikstjórann Qu- entin Tarantino sem virðist jafnó- þarfur framan við myndavélarnar og hann er óborganlegur handan þeirra. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.