Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJARAMALIN TAÐAN í kjaramálum er ískyggileg. Eins og nú horfir bendir flest til þess, að verkalýðshreyfingin hyggist segja upp kjarasamningum þeim, sem gerðir voru í febrúar sl. og eiga að gilda til ársloka næsta árs. í kjarasamningnum sjálfum er einungis gert ráð fyrir því, að segja megi upp samningum á ákveðnum verðlagsforsendum. Þær forsend- ur eru ekki fyrir hendi. Þess vegna hefur verkalýðshreyf- ingin gripið til þess ráðs að halda því fram, að hún geti sagt samningunum upp með þeim rökum, að ríkisstjórnin hafi ekki sfaðið við yfirlýsingu, sem hún gaf í tengslum við kjarasamningana. í kjarasamningnum sjálfum kemur ekkert fram um, að honum megi segja upp á þeim forsend- um. Þá heldur verkalýðshreyfingin því fram, að hún geti sagt samningum upp á þeim forsendum, að þeim hafi ver- ið ætlað að stuðla að launajöfnuði en síðan hafi aðrir feng- ið mun meiri kauphækkanir. í þessu sambandi er sérstak- lega vísað til ummæla forsætisráðherra, hér í Morgunblað- inu hinn 22. febrúar sl. í kjarasamningnum sjálfum kemur heldur ekkert fram um, að honum megi segja upp á þeim forsendum. Uppsögn verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði er nú fyrir félagsdómi. Segi verkalýðshreyfingin í heild samning- unum upp á ofangreindum forsendum má ganga út frá því sem vísu, að VSÍ vísi þeirri uppsögn einnig til félags- dóms. Það þarf ekki löglærða menn til að sjá, að verkalýðs- hreyfingin getur ekki unnið þetta mál fyrir félagsdómi. Hún hefur gert samninga með ákvæðum um uppsögn á ákveðnum forsendum. Þær eru ekki til staðar. Það er ekki hægt á þessu stigi málsins að búa til nýjar forsendur utan samningsins sjálfs og vísa til þeirra um rökstuðning fyrir uppsögn. Efnisleg staða verkalýðshreyfingarinnar í þessu máli er því afar veik. Það breytir hins vegar ekki því, að forystu- menn verkalýðsfélaganna hafa markað ákveðna stefnu í þessu máli eftir úrskurð Kjaradóms um launakjör ráð- herra, þingmanna og æðstu embættismanna og ákvarð- anir, sem Alþingi tók um kostnaðargreiðslur til þing- manna. Þótt þingið hafi síðar breytt þeim ákvörðunum hefur það að því er virðist engin áhrif haft á verkalýðsfor- ystuna. Vinnuveitendur hafa brugðizt við þeirri stöðu, sem upp er komin með því að bjóða ákveðnar viðbótarkauphækkan- ir í formi hækkaðrar desemberuppbótar nú í næsta mán- uði og í desember að ári. Þetta tilboð VSÍ svarar til þriðj- ungs af nýrri kröfugerð verkalýðsfélaganna. Ætla má, að ríkisstjórnin vilji bæta þar einhverju við, þótt ekki sé af miklu að taka, þannig að verkalýðshreyfingunni standi nú til boða jafngildi um helmings þess, sem hún hefur farið fram á. Þetta til viðbótar 3% kauphækkun 1. janúar nk. er umtalsvert. Hverju fórna verkalýðsforingjarnir fyrir hönd félags- manna sinna, ef þeir hafna þessum boðum? í fyrsta lagi fórna þeir 3% kauphækkun í byrjun næsta árs. I öðru lagi fíórna þeir viðbótarkjarabótum, sem nú standa til boða. í þriðja lagi efna þeir til uppnáms og óvissu á vinnumark- aði, sem getur leitt til aukinnar verðbólgu á næstu misser- um og mánuðum. í fjórða lagi kalla þeir þar með yfir laun- þega hættu á því, að lán hækki vegna verðtryggingar umfram það, sem þau ella mundu gera og jafnvel að vext- ir hækki líka. í fimmta lagi hlýtur ætlun þeirra að vera sú að stefna félagsmönnum sínum út í ólöglegar verkfallsað- gerðir, sem þýða tekjutap fyrir þá launþega, sem taka þátt í slíkum aðgerðum. I sjötta lagi efna þeir til margra mán- aða samningaþófs á vinnumarkaði til þess að ná fyrst 3% hækkuninni, sem þeir fórnuðu um áramót, síðan þeim hækkunum, sem nú standa til boða og þeir vilja ekki taka við, þá tekjutapi félagsmanna sinna^ af þessum sökum og vegna hugsanlegra skæruverkfalla og loks kostnaðarauka vegna verðbólguhækkana lána. Hvernig í ósköpunum eiga launþegar í landinu að koma út í plús eftir þessa meðferð mála? Þegar á allt er litið getur það ekki verið hagur launþega að fara þá leið nú að segja upp samningum og efna til átaka á vinnumarkaði með þessum afleiðingum. Hið eina skynsamlega fyrir launþega er að taka þær viðbótarhækk- anir, sem í boði eru, tryggja áframhaldandi vinnufrið og stöðugleika út næsta ár. Þegar kemur að kjarasamningum á ný geta þeir sagt sem svo, að þeir séu reynslunni ríkari og vilji búa betur um hnútana í næstu umferð en samninga- menn þeirra gerðu að þessu sinni. Ef verkalýðsforingjarn- ir vilja ná fram því bezta fyrir félagsmenn sína kjósa þeir þessa leið í stað ólögmætrar uppsagnar. AVEGUM átaksverkefnisins Áforms hófst í mars á þessu ári könnun á mögu- leikum á sölu lambakjöts á erlenda markaði. Hefur þetta verið forgangsverkefni hjá Áformi frá því stofnað var til þess með lögum frá Alþingi á síðasta vetri. í upphafi var reynt við Band|iríkjamarkað, einkum New York og nágrenni. Kjötið er selt frosið í neytendapakkningum og kynnt undir vörumerkinu „All Natur- al Icelandic Lamb“ í 30 verslunum Red Apple. Illa pakkað og hár á kjöti í framhaldi af því var efnt til ann- arrar kynningarherferðar í fjórum verslunum Shop Rite í New Jersey í lok ágústmánaðar. Baldvin Jónsson segir að kynningin hafí gengið það vel að flestar verslanir Shop Rite, eða alls 167 verslanir, muni hafa íslenskt lambakjöt á boðstólum fram að páskum 1997. Dreifingarfyrir- tækið í New York, Cooking Exel- lence Ltd., ræðst í vörukynningu í þessum verslunum fyrrihluta des- embermánaðar. Vart varð við ákveðin gæðavanda- mál eftir að fyrsta sendingin fór. Baldvin segir að kjötinu hafí verið illa pakkað svo plastpakkningar hafi opnast og kjöt skemmst. í einhveij- um pakkningum hafi hár fundist á kjötinu. Viðkomandi söluaðili hefur nú fengið sýnishorn af vörunni og er verið að rannsaka það gaumgæfi- lega, að sögn Baldvins. Ferskt kjöt til Belgíu og Danmerkur Jafnhliða hefur verið unnið að markaðssetningu lambakjöts í Evr- ópu og Asíu. Það hefur borið þann árangur að verslanakeðjurnar Delha- ize í Belgíu og SuperBrugsen í Dan- mörku hafa sýnt áhuga á að kaupa ferskt kjöt í sláturtíðinni. Fór til- raunasending til Belgíu og segir Baldvin að varan hafi fengið góðar viðtökur. Hann segir að það hafi valdið vandræðum að útflutnings- pappírar frá utanríkisráðuneytinu voru ekki réttir og það orðið til þess að belgíska verslunin varð að greiða toll og virðisaukaskatt. Þetta hafi þó fengist leiðrétt að einhverju leyti. Fleiri vandamál komu upp við þessa tilraunasendingu. Ekki hafi verið hægt að vinna og fiytja út allt það kjöt sem fulltrúar Delhaize höfðu fengið upplýsingar um að þeir ættu kost á. Loks skiluðu þeir hluta af kjötinu vegna þess að það aflitaðist. Segir Baldvin að fulltrúar verslunar- innar telji að það sé vegna þess að kjötinu var pakkað í plast sem ætlað er fyrir fryst kjöt en ekki ferskt og pakkningin af þeim ástæðum orðið of þétt. Einnig hafi þeir bent á þann möguleika að notað hafi verið of heitt vatn við pökkunina. Segir Baldvin að búið sé að senda afsökunarbréf til verslunarinnar og annarra þeirra sem að málinu komu og segist hann von- ast til að hægt verði að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Kjöt hefur enn ekki verið sent til SuperBrugsen. Segir Baldvin að það sé meðal annars vegna þess að ann- ar íslenskur söluaðili hafi boðið lægra verð fyrir lambakjöt í Danmörku. Fyrirhugað er að senda kjöt í þessar verslanir næsta haust og vill Baldvin undirbúa það með myndarlegri kynn- ingu. Segir hann að íslendingar eigi til dæmis kost á að auglýsa í út- breiddum kynningarblöðum um- ræddra verslanakeðja. Þarf að lengja sláturtíðina Góðir möguleikar eru á sölu á umtalsverðu magni af kjöti í dönsku og belgísku verslununum, einkum fersku, og á hærra verði en á hefð- bundnum mörkuðum, að mati Bald- vins Jónssonar. Byggist það á gæð- um kjötsins. Segir Baldvin að til þess að nýta þessa möguleika verði að lengja sláturtíðina. Hefja slátrun í byijun ágúst og láta hana standa fram eftir nóvember og helst fram undir jól ef það reynist mögulegt. Aðeins fjögur sláturhús hafa leyfi til að slátra fé fyrir erlenda mark- aði. Baldvin segir æskilegt að breyta því, fækka sláturhúsunum og styrkja, og gera kröfur um að öll ÚTFLUTNINGUR LAMBAKJÖTS Morgunblaðið/Áskell Þórisson AUGLÝSINGASPJOLD til kynningar á náttúrulega íslenska lambakjötinu blöstu við fólki í gluggum verslana Red Apple í Bandaríkjunum. Þurfum að læra af mis- tökunum Margvíslegir erfíðleikar hafa mætt þeim sem skipulagt hafa útflutning á unnu lambakjöti til Bandaríkjanna og Evrópu á þessu ári. í samtali við Helga Bjamason leggur Baldvin Jónsson markaðsfulltrúi áherslu á, að menn læri af þeim mistökum sem gerð hafa verið og noti næstu mánuði til að vinna að breyting- um hér heima, jafnt í gæðamálum sem skipu- lagsmálum, því hann telur að möguleikar séu til útflutnings á lambakjöti við viðunandi verði. húsin uppfylli kröfur um slátrun til útflutnings, hvort sem þau selji á innanlandsmarkaði eða erlendis. Vill hann gera sömu kröfur til þeirra afurða sem seldar eru innanlands og fara á erlenda markaði. ísland hefur haft tollfijálsan kvóta fyrir 600 tonn af kindakjöti í Evrópu- sambandinu, en þar af mega einung- is 60 tonn vera ferskt kjöt, afgangur- inn frosið. Islendingar hafa haft jafn mikinn tollfijálsan kvóta í Svíþjóð og er hann ekki bundinn sömu skil- yrðum og ESB-kvótinn. Baldvin seg- ir að eftir sé að fá úr því skorið hvernig farið verður með sænska kvótann okkar eftir að Svíþjóð gekk í Evrópusambandið. Ef hann héldi sér yrði þokkalegt svigrúm til þess útflutnings sem nú er verið að tala um. Telur hann brýnt að fá þessi mál á hreint. Eigum langt í land Þegar Baldvin Jónsson hóf af- skipti af útflutningi lambakjöts á fyrri hluta þessa árs gekk hann út frá því sem vísu að útflutningur síð- ustu áratuga og tilraunir sem gerðar hafa verið með útflutning hafí skilið eftir þekkingu sem hægt væri að byggja á. „Eg verð að viðurkenna að það hefur komið mér verulega á óvart hversu greinin er illa undir það BALDVIN Jónsson með fulla poka af kynningarefni fyrir verslanir í New York. búin að takast á við útflutning á fullunnu kjöti. Við eigum lengra í land en ég gerði mér grein fyrir.“ Hann segir að skipulagið miðist við að flytja út frosið kjöt í heilum skrokkum og það virki ekki í því nákvæma og erfiða ferli sem sé við útflutning unninna afurða, hvort heldur þær eru seldar ferskar eða frosnar. Segir að nú verði að nýta þá reynslu sem fengist hafi og skipu- leggja upp á nýtt. Hefur Baldvin lýst þeirri skoðun sinni við forystu bændasamtakanna og fleiri að komið verði á fót sjálf- stæðu útflutningsfyrirtæki bænda sem taki að sér öflun markaða og sölu erlendis, nokkurs konar Sölu- miðstöð landbúnaðarins. Vísar hann til reynslunnar af sölusamtökum sjávarútvegsins í því sambandi. Telur hann líkur á að með þessum hætti mætti koma til dæmis vöruþróun og gæðastjómun fyrr í gott horf en með núverandi fyrirkomulagi. Slíkt fyrir- tæki þyrfti að hafa bolmagn til að leggja út í nauðsynlegt markaðsstarf og vöruþróun. Segir Baldvin að starf- ið kosti nokkurt fé. Telur hann eðli- legt að sjóðir landbúnaðarins eða opinberir sjóðir leggi fram fjármagn í upphafi enda verði menn að líta á það sem fjárfestingu í markaði. Eftirspurn meiri en framboð Þær tilraunir sem gerðar hafa ver- ið til útflutnings á þessu ári byggjast á því að selja náttúrulegt íslenskt lambakjöt. Baldvin segir að mun meiri möguleikar felist í því að selja kjötið lífrænt eða vistvænt og þurfi að stefna að því í framtíðinni. Fyrir það fáist að minnsta kosti 20% hærra verð. Enn meira máli skipti þó að auðvelt væri að selja kjötið því eftir- spurnin er meiri en framboðið. Ýmislegt þarf að gera til þess að unnt verði að bjóða lífrænt framleitt kindakjöt. Hætta þarf notkun tilbú- ins áburðar og segir Baldvin ekki óhugsandi að hægt yrði að fá undan- þágu til að skipta um áburð á nokkr- um árum en fá kjötið strax vottað sem lífrænt. Finna þyrfti annan áburð og nefnir Baldvin að framleiða mætti áburð úr lífrænum úrgangi. Til þess að slík aðlögun geti farið fram þurfi stefnumörkun, ákvörðun um það hvað íslenskur landbúnaður ætli sér í þessum efnum í framtíð- inni. Eftir það gætu allir róið í sömu átt. Margir bændur hafa verið hálf hræddir við áróðurinn fyrir lífrænni ræktun og hafa viljað fara sér hægt í breytingum. „Ég lít á þetta sem gæðastjórnun og markaðssetningu en ekki trúarbrögð. Ef vel tekst til í upphafi sjá menn það og fleiri koma með,“ segir Baldvin. Dýrt að slátra og pakka Baldvin Jónsson telur að viðun- andi verð fáist fyrir lambakjötið. Aðstæður hafi verið að breytast. Eftirspurn eftir hreinum landbúnað- arafurðum fari vaxandi, hér ríki stöðugleiki í efnahagsmálum og gengi íslensku krónunnar sé rétt skráð fyrir útflutning. Nefnir hann sem dæmi að fengist hafi 480 krónur fyrir kíló af lamba- læri í Belgíu, þegar búið væri að draga frá flutning og annan kostnað við að koma vörunni þangað. í Bandaríkjunum fást 420 krónur fyr- ir lærið. Baldvin segir að verðmynd- un sé nokkuð ólík á þessum mörkuð- um og vestra sé mun meiri munur á milli dýrari og ódýrari stykkja en í Evrópu. Því geti verið hagkvæmt að hafa vinnsluna undir sama hatti og senda mismunandi hluta skrokks- ins þangað sem best verð fæst fyrir þá. Hann segir að mikill kostnaður við slátrun og pökkun kjöts hér á landi leiði til þess að gott verð á mörkuðum skili sér ekki til bænda. Kostnaður við slátrun og pökkun er 143 kr. á hvert kíló, þar af er slátur- kostnaður 78 krónur og kostnaður við pökkun 65 kr. Segir Baldvin að þetta sé óheyrilega dýrt og ef hægt yrði að lækka kostnaðinn um 50-60 krónur, meðal annars með fækkun sláturhúsa, myndi það skila sér í hærra afurðaverði til bóndans og gera honum kleift að framleiða kjöt til útflutnings. „Þær tilraunir sem gerðar hafa verið sýna að markaður er fyrir hendi. Einnig að hægt er að fram- leiða afurðir sem markaðurinn óskar eftir og koma þeim til neytenda," segir Baldvin. Hann er bjartsýnn á að í framtíðinni verði hægt að selja 1.500-2.000 tonn af lambakjöti á erlenda markaði á ári. Til þess þurfi ákveðið skipulag og þolinmæði. En ekki-sé réttlætanlegt annað en að láta reyna á það því ef vel tækist til myndi útflutningurinn skapa at- vinnu og gjaldeyristekjur, auk þess sem fjöldi bænda og byggða ætti tilveru sína undir því. Atvinnuþátttaka jókst sl. ár samkvæmt könnun Hagstofu Starfandi fólkí fjölgaði um 5000 UMTALSVERÐ fjölgun hefur orðið á vinnumark- aði á þessu ári eftir stöðnun undanfarinna ára, samkvæmt vinnu- markaðskönnun sem Hagstofan gerði dagana 11.-22. nóvember. Könnunin leiðir í ljós að 3,9% vinnuaflsins voru án atvinnu og er það minnsta atvinnuleysi sem Hagstofan hefur mælt síðan 1991. Atvinnuleysi á Islandi I nóvember og apríi 1992-1995 Aætlaöur heildarfj. IfNep. atvirmu- 2 3 4 5 % lausra Ásetiað vinnuafl Einstaklingar áskrá í miðjum mánuði Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnulausir skv. skilgr. ILO Skráð atvinnuleysi skv. Félagsmálaráðuneyti. Hlutfall skráðra atvinnulausra af vinnuafli * í lok mars ** i lok október Atvinnuþátttaka eftir aldri >r* A^ci’ Utan Áætl. Aldur 16-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-74 Heimild: Vinnumarkaðskönnun Hagstolunnar, nóv. 1995. IKÖNNUN Hagstofunnar í nóv- ember á seinasta ári varð vart við aukna atvinnuþátt- töku og hélt sú þróun áfram skv. könnun sem gerð var í apríl sl. Þessi aukning er umfram fjölgun þeirra sem bætast í hóp fólks á vinnualdri á hveiju ári. „Allar vísbendingar í þessari könnun benda til þenslu á vinnu- markaðinum," segir Ómar Harðar- son, starfsmaður á Hagstofunni. Hann bendir á að heildarfjöldi fólks á vinnumarkaði fer vaxandi en engu að síður fer atvinnuleysi minnkandi á sama tíma, sem bendir til að störf- um hafi fjölgað. Atvinnulausum fækkað um 2.900 frá apríl Hlutfall fólks á vinnumarkaði af öllum svarendum í könnuninni nú voru 83% en það jafngildir að um 149.500 manns séu nú á vinnu- markaði en til samanburðar var áætlað vinnuafl landsmanna í nóv- ember á síðasta ári 145.600 talsins. Starfandi fólki hefur fjölgað um 5.000 frá því í nóvember 1994 eða úr 138.700 í 143.700 manns. Frá því í apríl síðastliðnum hefur fjölgun starfandi fólks numið 3.500 manns. Atvinnuleysi sem mældist í könn- uninni jafngildir því að um 5.800 einstaklingar hafí verið atvinnu- lausir um miðjan nóvember saman- borið við 6.900 manns í sama mán- uði í fyrra og 8.700 atvinnulausa í apríl sl. en það er fækkun um 2.900 manns frá apríl. Atvinnuleysi er mest meðal yngstu aldurshópanna eða um 14% meðal 16-19 ára og tæplega 5% meðal 20-29 ára. Hagstofan kannaði einnig fjölda vinnustunda á viku. Niðurstöðurnar urðu þær að karlar vinna að jafnaði 49,1 stund á viku í aðalstarfi sínu en konur 33,1 stund. Karlar veija að jafnaði 1,5 stundum í aukastarfi en konur 1,9 stundum. Á undanförnum árum hafa vinnumarkaðskannanir Hagstof- unnar undantekningalaust sýnt meira atvinnuleysi en fram kemur á skrám Vinnumálaskrifstofunnar. Ein af skýringum þessa er sú að vinnumarkaðskannanirnar ná einn- ig tii fólks sem er án atvinnu en hefur ekki skráð sig atvinnulaust. Skv. upplýsingum Gunnars Sigurðs- sonar, forstöðumanns Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins, byggir hún útreikninga sína á áætl- uðum fjölda ársverka þegar reiknað er hlutfall atvinnulausra og mann- afli á vinnumarkaði. í þessari nýjustu könnun Hag- stofunnar, sem tók til stöðunnar á vinnumarkaði 4.-18 nóvember, kemur aftur á móti ekki fram telj- andi munur á hlutfalli at- vinnulausra og á skráðu atvinnuleysi í október sl. samkvæmt yfírliti Vinnu- málaskrifstofu. í könnun Hagstofunnar mældist 3,9% atvinnuleysi í nóv- ember samanborið við 4% skráð atvinnuleysi í október og er munur- inn innan skekkjumarka. Fram kom á yfirliti Vinnumálaskrifstofunnar um atvinnuástandið í október að atvinnuleysisdagar hefðu ekki áður mælst fleiri 5 þeim mánuði. 49,8% kvenna í fullu starfi í könnun Hagstofunnar telst fólk hafa atvinnu ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í við- miðunarvikunni sem könnunin tek- ur til, skv. upplýsingum Ómars Harðarssonar. Könnunin leiðir í ljós, að tæp 70% starfandi fólks eru í fullu starfi. Er mikill munur á kynj- unum hvað þetta varðar því 87,2% karla eru í fullu starfi á móti 49,8% kvenna. 43,9% kvenna eru í hluta- starfí og 3,3% hafa íhlaupavinnu. Að sögn Gunnars Sigurðssonar hefur færst í vöxt að fólk sem skráð hefur verið atvinnulaust fái hluta- störf eða íhlaupavinnu í einhvern tíma, sem dregst þá frá skráðum atvinnuleysisdögum þeirra. Skv. könnun Hagstofunnar er atvinnuleysi örlitlu meira meðal kvenna en karla eða 4,2% á móti 3,6% en munurinn er það lítill að hann er innan skekkjumarka. Þá kemur fram í könnuninni að ekki er teljandi munur á atvinnuleysi fólks eftir búsetu. Sam- kvæmt yfirliti Vinnumála- skrifstofunnar yfir skráð atvinnuleysi, hefur aftur á móti verið verulegur mun- ur á atvinnuleysi á ein- stökum landsvæðum. Þannig var 4,8% atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu í seinasta mánuði en 2,9% á landsbyggðinni. Vinnutími virðist hafa lengst Að sögn Ómars segist um helm- ingur þeirra sem mælast atvinnu- lausir í könnun Hagstofunnar jafn- framt vera á atvinnuleysisskrá. Hann sagði að könnunin benti til að fjölgunin á vinnumarkaði hefði átt sér stað í flestum aldurshópum og fólki í fullu starfí færi hlutfalls- lega fjölgandi miðað við fyrri kann- anir, auk þess sem vinnutíminn virt- ist hafa lengst. Heildarártakið í könnuninni vai 4.383 manns á aldrinum 16-74 áre sem voru valdir af handahófi úr þjóð- skrá. Nettóúrtakið var 4.260 mann; og fengust svör frá 3.822, sem jafn- gildir 89,7% endanlegri svörun. 87,2% karla og 49,8% kvenna eru í fullu starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.