Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Straumur og staðreyndirnar PÓLITÍKIN um menningarmál í Hafn- arfirði er sígildur reyf- ari. Nýjasta útgáfa hans birtist sem „fréttatilkynning" í Morgunblaðinu þann 23. nóv. sl., þar sem Sverrir Ólafsson var sagður ráðinn „for- stöðumaður" Straums og Höggmyndagarðs, skv. meðmælum menn- ingarmálanefndar Hafnarfjarðar. Enn- fremur var fréttin sögð send frá menningar- málanefndinni. Þar sem ég starfa í menningarmálanefnd Hafnarfjarð- ar og var því að ósekju borinn fyr- ir fréttinni þykir mér full ástæða til að Ieiðrétta það sem hefur verið ranghermt - okkar Sverris vegna. I fyrsta lagi sendi menningarmála- nefnd þessa „frétt“ aldrei til Morg- unblaðsins. Leiðréttingu þessa efnis gátu glöggir lesendur lesið undir pennavinadálki Morgunblaðsins daginn eftir. Þar kom fram að fréttatilkynningin væri „frá Hafn- arfjarðarbæ, enda rituð á bréfsefni Hafnarfjarðarbæjar", en ekki var getið um sendanda að öðru leyti og því verða lesendur að telja hús- ráðendur á þeim bæ ábyrga fyrir spauginu. í öðru Iagi hefur menningarmála- nefnd aldrei mælt með ráðningu Sverris til að veita Straumi, Högg- myndagarði eða öðrum eignum bæjarins forstöðu. Þvert á móti, þá var ákvörðun nefndarinnar að taka sjálf yfir stjórn þessara staða af Sverri, meðan starfsemi þeirra yrði mótuð til frambúðar, og voru allir nefndarmenn ásáttir um þetta. Sverrir yrði hins vegar ráðinn til bráðabirgða í eitt ár til þess að hafa umsjón og eftirlit með mann- virkjum, tilkynna nefndinni um at- riði sem þörfnuðust lagfæringar og sinna öðrum húsverkum sem nefnd- in setti honum. Sverrir hefur um árabil fengið inni fyrir liststarfsemi sína í Straumi. Þar hefur hann notið góðs af aðstöðu Hafnarfjarðarbæjar og veitt öðrum með sér á prívatvísu. Þegar fyrrverandi meirihluti bæjarstjómar í Hafnarfirði tók við völdum, fyrir einu og hálfu ári, var það að frumkvæði sjálfstæðis- manna að sérstök menningarmála- nefnd var sett á laggirnar, hlið- stætt því sem tíðkast í Reykjavík og stærri sveitarfélög- um. Eitt verkefna nefnd- arinnar var að koma starfsemi Straums í það horf sem væri bænum til sóma. Að- staða til liststarfsemi í Straumi skyldi opnuð stærri hópi en þar hef- ur átt inni til þessa, starfsaðstaðan kynnt listamönnum og reglu komið á úthlutun henn- ar þannig að umsækj- endur gætu gengið að öllum skilmálum vís- um. Ennfremur var hafizt handa við úttekt á nauðsynlegum endurbótum hús- næðis fyrir listamenn og gesti, en þær voru löngu orðnar tímabærar. Annað markmið sjálfstæðismanna með stofnun menningarmálanefnd- ar var að gera stuðning bæjarfé- lagsins til liststarfsemi markvissari en verið hafði undanfarin ár og Menningarmálanefnd veitir Listamiðstöðinni Straumi forstöðu, segir Krístinn Andersen, ekki Sverrir Ólafsson. breikka hóp þeirra sem njóta hans, fremur en að stunda óformlegar sporzlur til tiltölulega fárra ein- staklinga. Menningarmálanefnd hefur því tekið upp þá vinnureglu að auglýsa reglulega eftir umsókn- um um styrki til liststarfsemi, þar sem umsækjendur sitja allir við sama borð, og hafa þessi umskipti mælzt vel fyrir. Varðandi Listamiðstöðina í Straumi hefur menningarmála- nefnd Hafnarfjarðar verið sammála um að starfsemin þar verði í mótun á komandi mánuðum og að hún verði undir stjóm nefndarinnar, en ekki Sverris Ólafssonar. „Fréttatil- kynning" sú sem greint var frá að ofan er því annaðhvort marklaus brandari á bréfsefni Hafnarfjarðar- bæjar eða teikn um afturhvarf til fyrri stjórnarhátta Alþýðuflokksins í menningarmálum bæjarins. Ef svo er, bíða lesendur framhaldsins. Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í menningarmálanefnd Hafnarfjarðar. Kristinn Andersen Helgi Hálfdanarson Blindi farþeginn UM LEIÐ og ég flyt Erni Ól- afssyni beztu þakkir fyrir lofsam- leg ummæli um ljóðþýðingar min- ar, þau sem birtust í DV 22. þ.m., langar mig til að minnast á smá- atriði sem þar kemur fram. Örn undrast, sem vonlegt er, að ég skuli þýða „Der blinde Passagier" í Ijóði Heines með „blindi farþeginn" en ekki „laumufarþeginn". Sá sem hér um ræðir er ástar- guðinn Amor. En hann hefur verið sagður „blindur" vegna þess að svo virðist sem örvum hans sé skotið blindandi. Eða eins og Shakespeare segir á einum stað um Amor, sem á ensku er einnig nefndur Cupid: Love looks not with the eyes, but with the mind, and therefore is wing’d Cupid painted blind. Mér þótti rétt að gera ráð fyrir að Heine hefði í huga þýzkan orðaleik, þar sem „der blinde Passagier" þýddi í senn „blindi farþeginn" og „laumufarþeginn". Þeim orðaleik yrði vart við komið á íslenzku. Ef sagt væri „laumu- farþeginn" þótti mér þetta ein- kenni Amors, blindnin, tapast illu heilli; þama kviknaði sem sé ást fyrir tilviljun. En með því að segja „blindi farþeginn" taldi ég því bjargað sem bjargað yrði, því „laumufarþegi" segði sig nokkum veginn sjálft, eins og orðum og atvikum er hagað á þessum stað. Einhver kann að segja, að ég hafi, a.m.k. jafnframt, látið stjórnast af „stuðlanauð", því að línan á undan er í þýðingunni: „að baki’ okkur blundaði Amor,“ og má vera að nokkuð sé til í því. Ég bið Örn Ólafsson afsökunar að ég hef orð á þessu lítilræði, því að sjálfsögðu er athugasemd hans fullkomlega réttmæt. Oldrunarþj ónusta Borgarspítala- Landakots sameinuð Pálmi V. Anna Birna Jónsson Jensdóttir VIÐ sameiningu Borgar- spítala og Landakots rennur öldrunarþjónusta beggja stofnana saman í eina heild og myndar öldrunarlækninga- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hinn 11. september síðastlið- inn var öldrunarlækningadeild frá B-álmu Borgarspítala flutt á 3-B á Landakotsspítala og hinn 19. nóvember síðastliðinn var sjúkradeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum flutt á 2-A á Landakotsspítala. Báðar deild- imar voru endurnýjaðar með tilliti til þarfa aldraðra með fjármögnun úr Framkvæmda- sjóði aldraðra. Hátíðlegur opn- unardagur á Landakoti verður 29. nóvember, en þá munu heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og borgarstjórinn í Reykjavík heiðra starfsemina með komu sinni. Öldrunarlækningadeildin tekur lif- andi þátt í stuðningi við hina öldruðu í samfélaginu. Starfsemi öldrunar- lækningadeildar Innan öldrunarlækningadeildar eru 6 deildir, ein í B-álmu Borgarspít- ala, þijár á Landakoti, ein á Hvíta- bandi og ein dagspítaladeild. Öldrun- arlækningadeild B-4 hefur 25 rúm og er rekin á Borgarspítalanum í Fossvogi. Deildinni nýtist vel ná- lægðin við bráðadeildir sjúkrahússins hvað tækni og sérfræðiráðgjöf varð- ar. Þaðan er einnig veitt öldrunar- læknis- og hjúkrunarfræðileg ráðgjöf við aðrar deildir sjúkrahússins. Margir sjúklingar koma á deildina til mats og endurhæfingar eftir að bráðaveikindum hefur verið bægt frá á öðrum deildum sjúkrahússins, en aðrir koma úr heimahúsi til rann- sókna. Loks koma sjúklingar brátt á deildina þegar um fjölþættan heilsuf- arsvanda er að ræða ásamt með fæmitapi og félagslegum vanda og þeir eiga ekki beint erindi á aðra Sj úkrahúsatengd heimahlynning er góður — kostur, að mati Onnu Birnu Jensdóttur og Pálma V. Jónssonar, og spornar gegn stofnanavistun. deild. Þennan þátt starfseminnar vildum við sjá vaxa, en viss tregða og bið eftir hjúkrunarrýmum fyrir þá sem ekki geta verið heima hefur háð starfseminni nokkuð. Öldrunarlækningadeild 3-B með 20 rúm er nú rekin á Landakotsspítala í stað deildar B-5 á Borgarspítala, sem tekið hefur við barnadeild Landa- kots. Helstu verkefni deildarinnar eru greining, mat, meðferð og endurhæf- ing aldraðra sem leggjast inn brátt, eru innkallaðir úr heimahúsi eða frá öðrum deildum spítalanna. Deild 1-A á Landakoti er hjúkr- unardeild með 22 rúm. Reynt verður að halda fjórum til sex plássum opn- um fyrir skammtímadvöl hjúkrunarsjúklinga sem búa heima, en þurfa á viðhaldsend- urhæfingu að halda eða að stuðningsaðilar þurfa tíma- bundna hvíld. Miðað verður við að velja þá einstaklinga á deildina, sem þurfa sérstak- lega á langtímahjúkrun að halda á sjúkrahúsi. Deild 2-A á Landakoti hefur 22 rúm þar sem fram fer langtímahjúkrun aldraðra, skammtímadvöl í sex rúmum og þar bíða einstakl- ingar sem best verður hjálpað á hjúkrunarheimilum borgar- innar, en eru ófærir að bíða vistunar heima. Stefnt er að því að deildin breytist smám saman. í öldrunarlækninga- - deild eftir því sem úrræðum á hjúkr- unarheimilum fjölgar. Nítján rúma sjúkradeild fyrir aldr- aða er rekin á Hvítabandinu við Skólavörðustíg. Þar fer fram grein- ing, mat og meðferð aldraðra með heilabilun ásamt langtímahjúkrun heilabilaðra og bið eftir vistun á hjúkrunarheimili. Ennfremur sinnir deildin stuðningi við aldraða með heilabilun sem búa heima og fjöl- skyldur þeirra með því að bjóða upp á skammtímadvöl. Dagspítaladeild fyrir aldraða með 12 rými er rekin í Hafnarbúðum. Deildin sinnir viku- lega allt að 24 einstaklingum sem búa heima og þarfnast verulegs stuðnings og endurhæfingar við. Þannig býr deildin nú yfir 108 rúmum sérstaklega ætluð öldruðum og 12 dagspítalarýmum. Deildin er fullopin, en annar hvergi nærri eft- irspurn. Hin margbreytilegu úrræði sem deildin býr nú yfir og samteng- ing allra eininganna ætti að auka verulega skilvirkni og sveigjanleika Sjúkrahúss Reykjavíkur og gera það betur í stakk búið til að mæta þörfum þeirra sjúku og öldruðu sem leita til sjúkrahússins. Kristilegt umburðarlyndi á sér skjól í Þjóðkirkjunni ÓSKARI Guðmunds- syni tekst sl. þriðjudag að skrifa hálfsíðu í Morgunblaðið um borg- aralega fermingu án þess að koma að kjama málsins sem er þessi: Kirkjan sættir sig ekki við það að aðilar utan hennar taki upp og geri að sínum guðfræðileg og kirkjuleg hugtök eins og fermingu. Fermingin (confirmati- on) er staðfesting skím- arinnar og á ekki rétt á sér í neins konar öðm samhengi. Þeir sem vilja láta bömin sín gangast undir einhvers konar utan kirkjulega manndóms- vígslu ættu því að sjá sóma sinn í því að nota eitthvert annað heiti. Hefðir og hugtök Ég get upplýst Óskar um það að umburðarlyndið sem hann auglýsir svo rækilega eftir á sér skjól í Þjóð- kirkju íslands. Þjóðkirkjan er opin og rúmar margvíslegar kristnar áhersl- ur. Kirkjan boðar kenningu sína en ástundar hvorki nöldur eða nagg í garð annarra trúarbragða né í garð þeirra sem telja sig heiðna. En um- burðarlyndi er ekki það sama og að láta sér á sama standa um hefðir sín- ar og hugtök. Þess vegna mótmælir kirkjan því að aðrir en hún noti hug- takið fermingu. í fermingunni er stað- fest að undangenginni kristinni uppfræðslu að skírður einstaklingur sé tekinn í guðs ríki. í öðm samhengi er einfaldlega ekki um neina fermingu eða staðfestingu að ræða. Ræða menntamála- ráðherra Bjöm Bjamason menntamálaráðherra flutti góða ræðu við upp- haf kirkjuþings þar sem fram kom góð tilfinning _ ,, fyrir starfi kirkjunnar __ . f/,ur og markmiðum. Þar Kristjansson gagnrýndi hann ráða- menn Reykjavíkurborgar fyrir það að standa ekki með kirkjunni en opna ráðhús borgarinnar fyrir svokallaðri borgaralegri fermingu. Ástæðan fyrir því að þessum orðum var ekki mót- mælt á kirkjuþingi var ekki sú að Bjöm er sjálfstæðismaður, eins og Óskar gefur í skyn, heldur einfaldlega sú að kirkjuþingsmenn voru sammála ráðherranum í þessari gagnrýni. Á kirkjuþingi kemur þó fólk saman sem hneigist að margvíslegum stjómmála- flokkum eins og gengur. Þessi stað- reynd mætti verða Óskari Guðmunds- syni umhugsunarefni. Kirkjuþingsmenn era og verða ósáttir við það að utankirkjulegir aðilar trimmi burt með hugtakið fermingu og þeir ætlast til þess að opinberir aðilar á hveijum tíma styðji Þjóðkirkjan er kirkja fólks úr öllum stjórn- málaflokkum. Baldur Kristjánsson fjallar hér um kirkjuna o g ferminguna. Þjóðkirkjuna þegar hún reynir að vemda sérstöðu sína. Vantar nýtt stríð? Á tímum marxisma spyrtu vinstri- sinnaðir menntamenn Þjóðkirkjuna gjarnan saman við hægrisinnuð borg- araleg öfl. Á þeirri tíð vora mikil hugmyndafræðileg átök í veröldinni, Þessi svart hvíti tími er Iiðinn eins og Óskar Guðmundsson bendir rétti- lega á sjálfur, heimurinn er ekki leng- ur svart hvítur. En þeim líður illa í lygnum sjó sem ólust upp við ölduna. Þá kann að vera ráð að hefja stríð við kirkjuna. Þá er nærtækt að grípa til gamalla vopna, reyna að spyrða kirkjuna saman við Sjálfstæðisflokk- inn. Óskar Guðmundsson gerir engum greiða með slíkri háttsemi. Kirkjan er og verður vonandi kirkja allra hvar í flokki sem þeir standa. Hún er umburðarlynd en henni stendur ekki á sama um hefðir sínar og hugtök. Höfundur er biskupsritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.