Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR kosið í stjórn yfir einu sveitarfélagi og íbúamir eiga að tryggja sér fylgi við sjónarmið sín eftir sömu lögmál- um og almennt gilda í stjórnmálum og velja sér fulltrúa til þess að fylgja þeim eftir. Hrepparíg verður að leggja að baki við sameiningu, því það er eitt af markmiðum hennar. Skólamál og samgöngur Á ráðstefnu um skólamál í Vest- ur-ísafjarðarsýslu og framtíð- arskipan þeirra, sem haldin var á vegum Fræðsluskrifstofu Vest- fjarða síðastliðið vor kom fram sú skoðun margra fundarmanna að þörf væri á samvinnu milli núver- andi byggða til að reka efstu bekki grunnskóla svo vel færi á. Stöðug fækkun íbúa og þar með nemenda' sú breyting verður á að hann verði nú heimaskóli alls þessa svæðis eins og verið hefur með ísafjörð og Bolungarvík. En eru þessar breytingar ekki mögulegar án sameiningar? Svar mitt er neitandi og ástæðan er sú, að ég geri þá kröfu til nýs samein- aðs sveitarfélags að tryggðar verði öflugar almenningssamgöngur inn- an þess frá upphafi. Það þurfa að vera a.m.k. tveir bílar í stöðugum ferðum frá morgni til kvölds, svo fólk geti treyst á að komast milli staða, hvort heldur er til vinnu, í skóla eða til þess að nýta sameigin- lega þá möguleika sem gefast á öllu svæðinu til menningar og af- þreyingar. Snúum vörn í sókn Kostirnir eru mun fleiri en annmarkamir, segir Pétur Bjarnason, sem hvetur Vestfírðinga til að styðja sameiningu sveitarfélaga. styður þessar skoðanir auk þess sem bættar samgöngur gera sam- vinnu mögulega með daglegum akstri milli heimila og skóla. At- hygli skal vakin á því að þó haldið hafí verið úti mjög fámennum deild- um í 9. og 10. bekk af hálfu ríkis- ins er hreint ekki gefið að sveitarfé- lögin sjálf telji sig hafa efni á því eftir að þau hafa tekið við rekstri grunnskóla. Möguleikar íbúanna til að nýta sér þjónustu Framhaldsskóla Vest- fjarða munu einnig stórbatna og Vafalaust eru margir annmarkar við sameiningu, en í mínum huga eru kostirnir fleiri og stærri auk þess sem tæpast er lengur um raun- hæft val að ræða úr því sem komið er. Á næsta ári taka sveitarfélög við rekstri grunnskólans að fullu og það verður hinum smærri mjög erfitt. Þetta er eitt þeirra atriða sem ég tel styðja sameiningu nú. Við verðum að snúa vörn í sókn í byggðamálum og við erum sterkari í einni byggð heldur en með núver- andi skipulagi. Kosningarnar næsta laugardag munu ráða miklu um búsetu á þessu svæði á næstu árum og niðurstaðan er þýðingarmikil fyrir okkur sem hér búum. Þar verður hver að gera upp hug sinn á þeim forsendum sem hann velur. Sjálfur hef ég fyrir löngu ákveðið að kjósa sameiningu, því ég tel það eina raunhæfa kost- inn í stöðu okkar nú. Höíundur er fræðslustjóri Vest- fjarðaumdæmis og býr á ísafirði. íslenskt. Á dögunum hafa tvær nýjar „íslenskar" sjónvarpsstöðvar hafið útsendingar. Þar með erum við víst komin með jafnmargar stöðvar og Bretar. Munurinn er hins vegar sá, að bresku stöðvarnar senda út breskt efni á ensku, en eftir því sem séð verður, hafa þess- ar nýju „íslensku" stöðvar ekkert íslenskt efni. Þar af leiðandi eru þær í raun engar alvöru sjónvarps- stöðvar, heldur einungis endur- varpsstöðvar fyrir erlenda afþrey- ingu. í því ljósi var svolítið dapur- legt að sjá íslenska ráðherra ræsa þessar stöðvar, sem í raun vinna gegn íslenskri menningu, þótt það sé ef til vill ekki meðvitað. Við til- komu þessara nýju stöðva vaknar óhjákvæmilega sú spuming hvaða skilyrði skuli fylgja leyfi til sjón- varpssendinga. í mínum huga er grundvöllur íslensks sjónvarps ís- lenskt efni. Endurvarpsstöðvar eru óþarfar, þar sem fólk getur nú náð fjölda erlendra sjónvarpsstöðva með gervihnattadiski. Eini munurinn er íslenskur texti, sem að vísu getur skipt máli. En það eitt réttlætir ekki sjónvarpsleyfi að mínu áliti. Þess vegna vaknar sú spuming hjá mér, hvort ekki sé nauðsynlegt, að sjónvarpsleyfi fylgi krafa um að ákveðinn hluti dagskrár sé íslensk- ur. Myndum við vilja sjá íslenskt dagblað eða tímarit sem einungis endurbirtir efni úr erlendum blöð- um? Eða að íslenskir bókaútgefend- ur keyptu hluta af upplögum er- lendra bóka til dreifingar á íslandi í stað þess að gefa út bækur á ís- lensku með ærnum tilkostnaði og mikilli áhættu? Kannski ekki alger- lega sambærilegt en samt ekki út í hött. Krafa okkar hlýtur að vera, að íslensk sjónvarpsstöð flytji ís- lenskt efni. Að myndefni ömmu- drengsins sé ekki eingöngu amer- ískt afþreyingarefni. Það er hvorki vel til þess fallið að skapa sér heims- mynd né sjálfsímynd. Nauðsyn ríkissjónvarps Við þessar aðstæður beinast augu okkar að Ríkisútvarpinu, sem hefur kallað sig besta vin þjóðarinn- ar. Við tilkomu þessara nýju stöðva eykst enn ábyrgð þess og nauðsyn. Nú ætti fólk að skilja, hversu brýnt er að halda áfram skylduáskrift að ríkisútvarpi og -sjónvarpi. Þannig er málum einnig háttað í Bret- landi. Þar getur enginn keypt eða leigt sjónvarpstæki án þess að greiða afnotagjald. Slíkt er enn nauðsynlegra hérna vegna tungu- máls og sjálfstæðs menningarlífs. En þá verður Ríkisútvarpið líka að axla ábyrgð sína og skilja hlut- verk sitt. Ég er ekki viss um að stjórnendur þess geri það alls kost- ar um þessar mundir. Að vísu verð- ur að segja þeim til afsökunar, að fé til innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi er naumt. Og vera má, að nauðsynlegt sé að styrkja inn- lenda dagskrárgerð með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði. En það er ekki nema hluti vandans. Svo er að sjá sem sem stjómend- ur Ríkisútvarpsins telji, að sam- keppnisaðstaða þeirra batni með því að líkjast einkastöðvunum. Það held ég að sé mesti misskilningur. Ég held að Ríkisútvarpið eigi þvert á móti að stefna í þveröfuga átt. Einkastöðvamar eru hver annarri líkar. Þær auka ekki fjölbreytni í efnisvali, hvorki í útvarpi né sjón- varpi. Þær bjóða einungis meira efni af svipuðu tagi. Því ætti Ríkis- útvarpið að fara sínar eigin leiðir í dagskrá í stað þess að eltast við útþynnta afþreyingu og aulafyndni. Það er svona ámóta og ef Morgun- blaðið færi að líkjast Helgarpóstin- um. Sú var tíð að Ríkisútvarpið náði til allra landsmanna og var samein- ingartákn þjóðarinnar. Þeirri stöðu hefur sú stofnun glatað. Ekki að- eins vegna tilkomu nýrra stöðva, heldur einnig vegna mistaka í stefnumörkun. Þess vegna verða stjómendur Ríkisútvarpsins að spytja sig að því, hvernig þeir geti náð aftur fyrri stöðu. Það verður aðeins gert með stóraukinni vöndun dagskrárgerðar, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Svo mikið er víst, að það verður ekki gert með því að hafa að háði og spotti þann mann, sem mest og best hefur unnið íslenskri menningu á þessari öld. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla fslands. C| mmarMtíðin er 6 föstudag! Fjölskylduhátíð jólasveinsins í Hveragerði hefst föstudaginn 1. desember kl. 17.55 með glæsilegri flugeldasýningu. Hundruð kyndla varpa ævintýraljóma á umhverfið og jólaljósin í bænum verða tendruð. Jólasveinninn Sankti Kláus fluttíst nýlega sunnan úr Evrópu til íslands og settist að í Hveragerði. Þar kynntist hann Grýlu, Leppalúða og jólasveinunum þrettán og komst að raun um að þau eru fjarskyldir ættingjai. Af ánægju yfir að hafa fundið fjölskyldu sína býður hann til fjölskylduhátíðar allan desember og fram á þrettándann. uát»ð,n hæ - o«n a"a° b* Til að komast inn í Jólalandið í tívolíhúsinu þarf VEGABRÉF sem veitir aðgang að allri skemmtidagskrá sem þar fer fram í einn dag. Vegabréfinu fýlgja frímiðar í tívolí, sérstök tilboð í verslunum og fyrirtækjum í Hveragerði og fleira óvænt. Börn, 5 ára og yngri fá ókeypis vegabréf, 6-12 ára greiða kr. 200 en aðrir greiða 550 krónur. ÓLATRÉ Á ÍSLANDI NN • VEITINGAHÚS MARKAÐSTORG • MÖGULEIKHÚSID BÖRNIN FARA Á HESTBAK JÓLAPÓSTHÚS • HÚSDÝRAGARÐUR TÍVOLÍ BEINT FRÁ ENGLANDI SANNKALLAÐ JÓLAÆVINTÝRI iferðarm*ðst°d Hveragorðis 15,18 og 20 og OÓLALAIMD I YðVOLfelðSMU Jólaland verður opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13-19. Skemmtidagskrá á mörgum leiksviðum! A stóra sviðinu verða leikritin: „í Grýluhelli", „Smiður jóla- sveinanna" og „Fyrir löngu á fjöllunum..." þáttur um íslensku jólasveinana í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Einnig verða tónlistaratriði, hljómplötukynningar o.fl. Þá verða dagskráratriði á Bryggjunni, á hringsviði við jólatréð, á Brúsapallinum, við arininn og Óskabrunninn. Sankti Kláus verður á ferli um Jólalandið og kynnir verður Iri itMMm A A Xl^^vll. im EIMSKIP FLUGLEIDIR INNANLANDSi Ssmvlniuilerllir Laedsýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.