Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ H ANTON AXELSSON + Anton G. Axels- son fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember síðastlið- inn og fór útförin fram 24. nóvember. VIÐ FRÁFALL Ant- ons Axelssonar flug- stjóra leita á hugann minningar frá liðnum áratugum, minningar um vel gerðan mann, þar sem saman fór hjálpsemi, hlýja og einstaklega ják- vætt hugarfar í garð manna og málefna. Vorið 1946 kynntist ég Antoni, þá rétt kominn til Reykjavíkur, 16 ára gamall, til starfa við flugskól- ann Cumulus. Anton varð flugkenn- ari skólans þetta sumar, þá nýkom- inn frá námi í Bandaríkjunum. Hann fór strax að kenna flug og það var honum að þakka að ég tók sólópróf þá um haustið á Tiger Moth flugvél. Á afmæli Reykjavíkur þetta sum- ar, 18. ágúst, var flugsýning á Reykjavíkurflugvelli, þar sem An- ton sýndi listflug á Stearman flug- vél, og auk þess var hann í hóp- flugi þriggja Tiger Moth flugvéla þar sem sú sem í miðju var fór í bakfallslykkju, en hinar tvær veltu sér hringinn á sama tíma. Anton hóf flugmannsstarf hjá Flugfélagi íslands í janúar 1947. Það ár gengu Anton og unnusta hans Jenný Jónsdóttir í hjónaband og bjuggu í Eskihlíð 12. Við Sverr- ir heitinn Jónsson flug- maður leigðum þar hjá þeim í nokkur ár og nutum gestrisni þeirra og alúðar. Sumarið 1948 verð- ur Anton flugstjóri á Catalina flugbátunum og er mér minnisstætt hve mikið þeir flugu, Sverrir, sem þá var nýráðinn til Flugfé- lagsins og Anton, þeir flugu daga og nætur, þá var ekki spurt um hámarksflugtíma eða svefn. Ég varð aðstoð- arflugmaður Antons 1952 og 1953. Það var ætíð gott að vera í stjórn- klefanum með honum, þar ríkti glettni og glaðværð, en það reyndi oft mikið á flugstjórana þessi ár, en Anton var bæði kraftmikill og áhugasamur og hreif menn með sér. Ég ætla að minnast á nokkrar flugferðir sem við fórum saman. 24. júlí 1952 fórum við Anton til Meistaravíkur á Norðaustur-Græn- landi á Catalina-flugbátnum TF- ISJ. Um borð voru 20 danskir iðn- verkamenn, en á þessum tíma var verið að byggja flugbrautina í Meistaravík. Fljótlega eftir flugtak frá Reykjavík vorum við í skýjum, þá lét Ánton stýrin í mínar hendur, hann vildi vita strax hvort ég væri nothæfur. Þegar kom norður undir Meistaravík vorum við að mestu í skýjum, en yfir Kong Oskars firðin- um tókst Antoni í mörgum hringj- um að komast niður úr lagskiptum skýjabreiðum. Þegar neðar kom voru þokubönd í fjöllum og erfitt að þekkja sig, ég hafði ekki komið t Elskulegur sonur okkar og bróðir, ORRI STEINN HELGASON, er látinn. Auður Atladóttir, Helgi Þórðarson, Atli Helgason, Finnur Helgason. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Ijósmóðir, Þingvallastræti 16, Akureyri, áður Nýrækt, Fljótum, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Sfmon Jónsson og börn. t Bróðir okkar, HALLSTEINN SVEINSSON smiður, síðast til heímilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 30. nóvem- ber kl. 14.00. Sigurður Sveinsson, Þorgerður Sveinsdóttir. t GUDRÚN ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR frá Fjalli, verður jarðsungin frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Ólafur Þ. Ólafsson, Grétar Benediktsson, Lina Þorkelsdóttir, Helga Þorkelsdóttir, Ingimar Þorkelsson og barnabörn. til Grænlands áður og ég held að þetta hafí líka verið hans fyrsta ferð til Meistaravíkur. Vatnið sem ætlunin var að lenda á var í þokum- istri, en blæja logn var. Við sáum hvorki bát né mannabústaði en lent- um samt og það passaði, við vorum á hárréttum stað. Með sinni ein- stöku bjartsýni og áræðni_ tókst honum þetta giftusamlega. Á með- an farþegarnir voru að tínast frá borði lagðist þokan meira inn, og það var vandaverk að komast í burtu, en við flugum út í Kong Oskars fjörðinn og klifruðum þar upp á miklu hreyfílafli, það gekk að óskum því nú var Katan orðin létt, engir farþegar til íslands. Þetta sama haust vorum við Anton að lenda eitt sinn á Fagur- hólsmýri á Douglas flugvélinni Gunnfaxa, þegar bremsurör fór í sundur og bremsuvökvinn rann nið- ur. Þetta var rétt fýrir myrkur. Helgi Arason, hinn ágæti og lag- henti Öræfingur, gat skrúfað rörið frá hjólinu og lokað því. Síðan var vökva bætt á kerfið og svo farið í loftið, en illa gekk að ná hjólunum upp, ég held að þau hafi verið að hluta niðri alla leiðina heim. En í Reykjavík lentum við í myrkri, bremsulausir öðrum megin. Og svo eitt atvik í viðbót. Þá vorum við á sitt hvorri Douglas flugvélinni, nán- ar tiltekið 14. desember 1954, rétt eftir að Akureyrarflugvöllur var tekinn í notkun. Ég var þá að koma frá Egilsstöðum á leið til Akureyrar en Anton var þá nýfarinn frá Akur- eyri sjónflug út Eyjaíjörð á leið til Sauðárkróks. En um það leytið var farið að snjóa á Akureyri, og slapp ég þar inn í snjókófi, og er rétt lentur þegar Anton kallar í Akur- eyri og segist verða að snúa frá úti í firði vegna snjókomu, ætli að lenda á Akureyri. Það var glórulaus snjó- koma, ég fór til hliðar við flugbraut- ina og beið þar, var í sambandi við Tona á leiðinni inn til lendingar. Jónas Einarsson í flugturninum gat lítilsháttar aðstoðað hann með rat- sjá vallarins en ég skaut út um gluggann öllum merkjaskotunum sem um borð voru til þess að að- stoða hann við að finna brautar- endann, og það tókst. Þegar svo Toni var lentur stansaði hann til hliðar við okkur og kallaði til mín út um gluggann: „Ég er búinn að panta fyrir okkur á hótel KEA.“ Það var stutt í gamansemina hjá honum, en þama áttum við báðir fárra kosta völ því veður var ört versnandi í Reykjavík. Flogið var svo suður daginn eftir. Anton átti merka og farsæla flugsögu, bjartsýnin hjálpaði hon- um oft, og eftir því var tekið. 1951 verður hann flugstjóri á Skymaster- flugvélinni Gullfaxa, 1957 á Visco- unt-flugvélunum, 1964 á DC6B flugvélunum og svo 1967 á Boeing 727 þotum Flugfélagsins. Ég held að þar hafí hann kunnað vel við sig, aflið í hreyflunum nánast óþijótandi, hann vildi fara hratt og flaug heldur hraðar en flestir aðrir þegar hann átti þess kost. En hann var kappsamur og geysilega dug- legur alla tíð. Og nú er þessi góði vinur horfinn okkur. Ánton er kvaddur með virðingu og einlægu þakklæti fyrir áratuga vináttu, hann verður öllum sem honum kynntust minnisstæður, samfylgdin var ánægjuleg alla tíð. Jenny konu hans, börnum þeirra og fólki hans öllu eru fluttar innileg- ar samúðarkveðjur. Snorri Snorrason. Þegar við emm börn skynjum við heim fullorðna fólksins allt öðru vísi en við gerum síðar þegar við komumst sjálf til vits og ára sem kallað er. Hins vegar er enginn Stóridómur til um það að skynjun barnanna sé eitthvað ómerkilegri en hin, nema síður sé; hver veit nema skynjun barnsins sé að mörgu leyti réttari og sannari en hinna sem eldri eru? Meðal annars finnst mér oft þetta eiga vel við um þekkingu okkar á öðru fólki. Er það ekki í rauninni barnið eða unglingurinn sem sér best innri manninn í þeim sem við mætum á lífsleiðinni? Þessir þankar verða mér efstir í huga þegar ég minnist Antons Axelssonar. Móðir mín og Jenný kona hans eru systradætur og ekki síður miklar vinkonur allt frá barns- aldri. Anton var því tíður gestur á bemskuheimili mínu og ævinlega fylgdi honum léttleiki, gleði og lítil- læti, ekki síst gagnvart okkur börn- unum. Það varð sannarlega ekki á honum fundið að hann ynni starf sem krefðist mikillar sérhæfingar og sem margir litu upp til. Árin liðu og hinn alvörugefni frændi Jennýjar sem hér stýrir penna hleypti heimdraganum og hóf nám í Kaupmannahöfn. Þá var ekki ónýtt að þekkja flugstjóra í milli- landaflugi sem var ævinlega boðinn og búinn að sinna hvers konar furðulegum flutningum til að efla tengsl námsmannsins við heima- slóðirnar, hvort sem flutt var hangi- kjöt eða óhreinn þvottur, flatkökur eða föt. En í endurminningunni skiptir auðvitað mestu að þannig sköpuðust enn sem fyrr með okkur ánægjuleg kynni. Ég man til að mynda glöggt eftir skemmtilegum kvöldstundum þegar Anton bauð mér jafnvel út að borða á stöðum sem voru ekki á færi venjulegra Hafnarstúdenta í þá daga. Þá lék hann á als oddi og hreif með sér viðstadda um leið og sjónhringur Hafnarstúdentsins stækkaði. Ekki var síður fengur að því að lenda í flugvél sem Anton stýrði. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÚLÍUS SCIÖTH LÁRUSSON, Einibergi 3, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 28. nóvember. Guðbjörg Bjarnadóttir, Hulda Júlíusdóttir, Bjarndfs Júli'usdóttir, Erna Júlíusdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGVAR BRYNJÓLFSSON, siðast til heimilis á Hrafnistu íReykjavík, lést miðvikudaginn 22. nóvember. Útför hans verður gerð frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Auður G. Arnfinnsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir, Ingþór ísfeld, Karen Guðmundsdóttir, Eyjólfur Halldórsson og barnabörn. Einu sinni sem oftar bauð hann mér fram í flugstjórnarklefann og í sjálft flugstjórasætið. Fór síðan aftur í að spjalla við farþegana og sagði mér að stýra. Þetta var auð- vitað á miðju flugi og ekkert að gera í flugstjórasætinu auk þess sem aðstoðarflugmaðurinn var við hliðina á mér. Ég vildi þó ekki sitja alveg aðgerðalaus þar sem ég var nú einu sinni að læra eðlisfræði. Ég fór því að prófa hvort ég gæti til dæmis látið vélina beygja lítils- háttar. Nokkru síðar kom Toni fram og sagði á sinn góðlátlega hátt að einhverjirxif farþegunum hefðu ver- ið að kvarta yfir því að undarlega væri flogið. Hitt hygg ég þó senni- legra að hann hafi sjálfur fundið stefnubreytinguna á undan öðrum og þetta hafi verið hans háttur á að setja hæfilega ofan í við mig. Anton var áhugasamur um starf sitt og helgaði sig því af heilum hug. Ég hef fyrir satt að hann hafi verið góður flugstjóri, glöggur og laginn. Það var á meðan hann og aðrir af hans kynslóð stýrðu íslensk- um vélum sem það orð komst á að íslenskir flugstjórar væru til muna lagnari en aðrir, til dæmis við lend- ingar þar sem einna mest reynir á í starfínu. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Antoni Axelssyni og ég veit að hið sama á við um systur mín- ar. Móðir okkar sér á bak einum af bestu vinum sínum og samferða- mönnum. Við og ijölskyldur okkar sendum Jennýju og afkomendum þeirra Antons hugheilar samúðar- kveðjur. Þorsteinn Vilhjálmsson. Tona minnist ég strax úr bernsku. Hann var flugmaður og vinur pabba svo það var oft sem ég hitti hann. Síðar er ég óx úr grasi fækkaði óðfluga þeim skiptum sem maður hitti félaga foreldra sinna. En mér þótti alltaf gaman að hitta Tona. Þetta var einstaklega ljúfur maður og manni leið svo nota- lega í návist hans. Mig langar sér- staklega til að minnast þess þegar Toni og pabbi voru á ferð og komu við í Lundúnum þar sem ég var þá búsett. Þá ákváðum við að fara og skoða ýmislegt, þ.á m. flugminja- safn og síðan annað í borginni. Það var sama hvar okkur bar niður, Tona fannst allt svo áhugavert. Hvort sem við vorum að skoða merkilegar flugvélar eða sátum bara í strætó. Tona fannst hvoru- tveggja stórskemmtilegt; þannig að það að taka þátt í því með honum hvernig hann upplifði hlutina gerði þennan dag að einum eftirminnileg- asta degi mínum í þeirri borg. Það eru góðar minningar tengdar Tona og með hlýjum huga sendi ég fjöl- skyldu hans samúð mína. Inga Dagfinnsdóttir. Maður sem tekur 5 ára snáða sem vini, leyfir hönum að koma með sér að fljúga og sýnir honum allt milli himins og jarðar hlýtur að vera stór. Slíkir menn eru ekki á hveiju strái en Anton var einn af þeim. Hann nennti oft ekki að vafstra mikið i smáatriðum og fannst þarflaust af móður minni að klæða mig sérstaklega upp á þótt hann ætlaði að lofa mér með sér í skreppitúr. Ég var honum auðvitað hjartánlega sammála og velktist aldrei í vafa um að ég væri afar mikilvægur vinur í hans augum enda umgekkst hann mig ætíð þannig. Hann kom oft í heimsókn í Láland 23 en þóttist stundum ætla að stoppa stutt og skildi Volvo- inn eftir í gangi fyrir utan. En oft teygðist úr þeim heimsóknum og fyrir kom að Volvoinn gekk lang- tímum saman úti á meðan Toni ræddi við heimilisfólkið. En nú hefur húmað að kveldi. Toni er allur en hann skildi okkur ekki eftir tómhent. Við eigum um hann dýrmætar minningar og þar lifir hann áfram. Ég kveð elskulegan vin og félaga og óska honum góðrar heimkomu. Guð styrki fjölskyldu hans. Sveinbjörn Snorri Grétarsson. £ C c i í i i i < < < i i ( i i t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.