Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR JOHANNES JENSSON + Jóhannes Jens- son, bílamálari, fæddist á ísafirði 29. október 1910. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. nóvember síðast- liðinn. Jóhannes var eldri sonur hjónanna Jens Jenssonar bónda og kennara I Tungu í Onundar- firði og konu hans Sesselju Jónsdótt- ur. Yngri sonur þeirra var Jens sem lést 26. ágúst 1982. Hinn 5. júní 1943 kvæntist Jóhannes Viktoríu Runólfs- dóttur, f. 16.12. 1908, d. 9.6. 1994, frá Hálsum í Skorradal. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, á Seljavegi 33 og í Sörlaskjóli 38. Jóhannes og Viktoría eignuðust einn son, Jens, f. 7.12. 1950, kvæntur Erlu Magnúsdótt- ur, f. 29.1. 1950, og eiga þau þijú börn: Jóhannes, f. 14.6. 1960, sambýliskona hans er Evelyn Hermannsdóttir, f. 23.6. 1970; Vikt- oría, f. 26.5. 1972; og Jens, fæddur 27.4. 1978. Barn Jóhannesar og Eve- lyn er Karen Björk, f. 16.8. 1995. Jóhannes ólst upp í foreldrahús- um í Onundarfirði en síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann stundaði vinnu til lands og sjávar uns hann hóf störf við bílamálun hjá Agli Vilhjálmssyni og starf- aði síðan hjá Bifreiðastöð Steindórs Einarssonar yfir fjörutíu ár. Utför Jóhannesar fór fram í kyrrþey. orðna fólkið í Hafnarbúðum oft og spilaði fyrir það. Þessi skemmtun var mjög vel þegin og sjálfur hafði hann bæði gagn og gaman af þess- um stundum með eldra fólkinu. Hann var þar síðast nokkrum dög- um áður en hann lést. Jóhannes var mjög vel greindur, fylgdist ævinlega með þjóðmálum og því sem var efst á baugi á hverj- um tíma. Hann ræddi oft þessi mál við mig og aðra. Síðustu árin tók sjón hans að deprast og upp á síð- kastið var hann orðinn nær blind- ur. Það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir hann. Við Þórdís og börn okkar sendum Jens syni hans og Erlu, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum Jóhannesi guðsbless- unar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Erlingur Þorsteinsson. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. NÚ ER hinn gamli og góði vinur minn, Jóhannes Jensson bílamálari, látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. þessa mánað- ar í íbúð í húsi Jens sonar síns. Við Jói, eins og hann var venju- lega kallaður, höfðum þekkst frá því að við vorum ungir báðir. Mig minnir að ég hafi fyrst kynnst hon- um á verkstæði hjá Agli Vilhjálms- syni bifreiðakaupmanni en þar hóf hann störf meðal annars sem bíla- málari. Þá var enn ekki farið að "^enna bflamálun í Iðnskólanum og hefur Egill sennilega haft einhvern starfsmann sem lært hefur erlendis að sprautumála bíla og Jói notið tilsagnar hans í byijun. Jóhannes var einn af fyrstu bíla- málurum hér á landi og telst því til frumheija og brautryðjenda í þeirri starfsgrein. Síðar tók hann próf og varð meistari í faginu en þegar hann hætti hjá Agli eftir nokkurra ára starf réð hann sig til Steindórs, hins landskunna bíl- stöðvareiganda til þess að halda bílaflotanum hans vel útlítandi. Hjá Steindóri starfaði Jóhannes í áratugi og var „bílakóngurinn" ósvikinn af að hafa hann í vinnu því duglegri, iðnari og samvisksam- ari maður var vandfundinn og allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann mjög vel. Marga bíla sprautaði hann fyrir mig um dagana en hann málaði fleira en bíla, því hann hjálpaði mér oft með að mála eitt og eitt herbergi og ýmislegt fleira sem of langt yrði upp að telja. Jóhannes var mikill tónlistarunn- andi, var sífellt að hlusta á ein- hveija tónlist ef þess var nokkur kostur frá grammófóni, útvarpi eða segulbandi og að sjálfsögðu einnig ef hann gat verið nærstaddur þar sem leikið var á hljóðfæri. Það var þó ekki sama á hvaða hljóðfæri leik- ið var því langmesta unun hafði Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÉTEL L0FTLE1Ð1H hann af harmóníkuleik og átti að sjálfsögðu plötur með hljómlist frægra harmóníkuleikara. Hana fékk ég oft að heyra þegar ég kom á heimili hans og frú Viktoríu en þar var mér ævinlega mjög vel tek- ið og hafði ég einnig afar gaman af að hlusta á þá tónlist. Jói fór sjálfur að spila á harmón- íku á unglingsárunum. Hann flutt- ist til Reykjavíkur frá Tungu í Ön- undarfirði nokkru fyrir fermingu en um tvítugt var hann farinn að spila vel á harmóníku. Þegar við kynntumst fyrst sagði hann mér að hann spilaði oft bæði í samkomuhúsum og •einkaheimil- um, aðallega innanbæjar. Hann hélt því áfram lengi og hefur spilað á nikkuna öðru hveiju alla tíð síðan. Á efri árum heimsótti hann full- Þá hefnir sín að hafa margs að sakna. En hinn, sem aldrei líf sitt jörðu batt, fær sofnað rótt án óskar um að vakna, fær óttalaust án fyrirvara kvatt. Hann á hér engu framar til að tjalda, og trúir ekki á neitt, sem glatast má, og þarf því ekki á heiminum að halda, en heilsar glaður því, sem koma á. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veizt einn, hvað sál hans hinzta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregztu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér lízt. (Tómas Guðmundsson) Blessuð sé minning afa. Viktoría, Jens, Jóhannes, Evelyn og Karen Björk. t Fósturmóðir og frænka okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sigurjónsdóttir, Sigurður Jón Guðmundsson, Meyvant Lúther Guðmundsson, Sigurjón Úlfar Guðmundsson, Berglind Harpa Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Útför systur okkar og móðursystur, HELGU STEFÁIMSDÓTTUR, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudag- inn 30. nóvember kl. 13.30. Jónas Kári Stefánsson, Ása Sigri'ður Stefánsdóttir, Kristmann Ágúst Stefánsson, Unnur Sveinsdóttir og fjölskyida. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR MARGRETAR ÞORSTEINSDÓTTUR verður lokað frá kl. 12.00 í dag, miðvikudaginn 29. nóvember. Volti hf., Vatnagörðum 10. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ENGILBERT EGGERTSSON, Funafold 37, Reykjavík, lést á heimili sínu 22. nóvember sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Þórunn Böðvarsdóttir, Hafdís Engilbertsdóttir, Baldvin Steindórsson, Kristján Engilbertsson, Björk Engilbertsdóttir, Örn Engilbertsson, Sveinbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALTÝR GUÐMUNDSSON, Álftamýri 58, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlega bent á Systrasjóð St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði eða önnur líknar- félög. Ingunn Valtýsdóttir, Þórir Ólafsson, Guðmundur R. Valtýsson, Ásdi's Einarsdóttir, Böðvar Valtýsson, Hólmfrfður Guðjónsdóttir, Gunnar Valtýsson, Sólveig Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. SIGURÐARDÓTTIR, Hólmgarði 13, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Ágúst Guöjónsson, Sigurður Grétar Eggertsson, Vilberg Ágústsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Erna K. Ágústsdóttir, Ólafur Már Magnússon, Þuri'ður Jóna Ágústsdóttir, Valdimar K. Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRU ÞORLEIFSDÓTTUR, Öldugötu 37, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á Sólvangi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Þorsteinsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÍSBJARGAR HALLGRÍMSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Jón Kristinsson, Hallgrímur Þorsteinsson, Rósa Jónsdóttir, Sigurleif Þorsteinsdóttir, Sigurður Hlöðversson, barnabörn og barnbarnbörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samkennd og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur og barnabarns, FANNEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR, Tjarnarlundi 15E, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við Flugleiðum, Flugfélagi Norðurlands og öllum þeim, er hlúðu að henni á Borgarspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Óli'na Jónsdóttir, Halldór M. Rafnsson, systkini, afar og ömmur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.