Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 39 LILLY SVAVA SNÆVARR + Lilly Svava Snævarr fædd- ist í Reykjavík 21. febrúar 1940. Hún andaðist á Borgar- spitalanum 18. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 27. nóvember. MIG langar til að minn- ast Lillyjar nokkrum orðum. Þegar mér barst andlátsfregn hennar koma margar minning- ar fram. Lilly var glæsileg kona, vel gefin, skemmtileg og umfram allt hreinskilin um menn og málefni. Kynni okkar hófust fyrir alllöngu er hún kom inn í fjölskyldu vinkonu minnar þegar hún og Sverrir gengu í hjónaband. I hugann koma minningarbrot þegar ég hóf nám í sagnfræði við háskólann. Fyrsti fyrirlestur var hjá Birni Þorsteinssyni prófessor og stofan yfirfull af ungu fólki en sem ég leit yfir hópinn reis Lilly óvænt upp úr sæti sínu. Þá hófust raunveruleg kynni okk- ar. Eftir það fylgdumst við að í nám- inu. Lilly var góð námsmanneskja og hrókur alls fagnaðar. Hún sem var með 3 litlar telpur opnaði heim- ili sitt ef halda skyldi kvöldfund sem var okkur ekki minna virði en fyrir- lestrar. Önnur minning tengist próflokum. Tvær þreyttar stúdínur sem langaði ekki beint í heimilisstörfin sem biðu okkar. Lilly hafði hringt til mömmu sinnar og hún boðið okkur að líta inn er við hefðum lokið prófinu. Það gerðum við og áttum einstaklega skemmtilega stund sem varð okkur báðum minnisstæð. Heimili foreldra Lillyjar var sannkallað menningar- heimili, verk bestu listamanna blöstu hvarvetna við og gestrisni og hlýja foreldra hennar var alveg einstök. Við slökuðum á og nutum þessa jan- úardags á Laufásveginum. Lilly Svava var þeim eiginleika gædd að finna gleðina í lífinu og miðla öðrum. Það var ailtaf gaman að hitta Lilly og Sverri hvort sem var á fallegum degi niður við tjörn, í áramótasamkvæmum hjá Elínu og Þorgeiri eða á leiksýningu í Þjóðleik- húsinu. Ég minnist leiksýningar, „Allir synir mínir“, eftir Miller. Þá var klappað létt á öxl mína fyrir sýningu, þar voru Lilly og Sverrir og við áttum mjög ánægjulegt kvöld fyrst í leikhúsinu og síðan heima í Granaskjóli, þar sem þau sýndu okk- ur Sigurði stolt og ánægð miklar endurbætur á húsinu og garðinum sem þau nutu bæði. Ég minnist þess að ég las einu sinni ævintýri eftir H.C. Andersen. Þar var talað um lífsljós mannanna. Sum væru stór og brynnu hægt, önnur lítil og brynnu ört. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa sögu. Þetta er sennilega einskonar for- lagatrú að líf okkar allra sé ákveðið og einn góðan veðurdag lýsi ljósið * ekki lengur. Ljós Lillyjar lýsti fallega en nú er það slokknað en minningin um hana lifir. Sverri, Unni, Laufeyju, Brynju og Svövu Guðlaugu votta ég innilegustu samúð. Sigrún Magnúsdóttir. Það var í mai að glaður hópur 35 ára stúdenta frá Mennntaskólan- | um á Laugarvatni safnaðist saman heima hjá okkur, áður en lagt var af stað upp að Laugarvatni til að vera við skólaslit þar. Þessi hópur hefur ávallt verið samheldinn og haldið tryggð síðan á menntaskóla- árunum. Lilly tengist inn í þennan bekk á þann hátt að hún giftist Sverri Ingólfssyni, endurskoðanda, rétt eftir að hann varð stúdent. Þau eignuðst svo sitt fyrsta barn og Lilly I lauk við stúdentspróf, þannig að nóg | var að gera hjá þeim hjónum. En ■ þrátt fyrir annríki þeirra var heimili þeirra alltaf opið. Þar áttum við skólasystkini þeirra alltaf athvarf og gestrisni þeirra var fram úr hófi. Þar áttum við margar gleðistundir og setti Lilly stóran svip á hópinn og var hrókur alls fagnaðar. Aldrei heyrðum við hana hallmæla nokkr- um manni. Þannig var viðkynning við þau Lilly og Sverri að þau vildu öllum gott gera og ætíð reiðubúin til hjálpar, ef með þurfti. Lilly var drífandi og dugleg. Hún var mikil sjálfstæðis- kona og var þar ávallt föst fyrir. Ef hún sá að aðrir áttu bágt var hún mild og góð. Hún eign- aðist góðan mann í Sverri, aldrei sáum við þau skipta skapi þau voru samhent og ástrík áttu fallegt og gott heimili. Bak við húsið í Granaskjóli átti Lillý garðhús þar sem hún ræktaði rósir, sem voru hennar stolt, og hún hafði ánægju af að hlúa að. Hún naut þess að hugsa um og hafa barnabörin hjá sér í þessu um- hverfi, sem þau hjónin höfðu í sam- einingu komið upp. Það óraði áreiðanlega engan úr hópnum, sem kom saman í maí til þess að treysta gömul vinabönd og riija upp gamlar minningar, að svo stutt yrði þar til við kveddum Lilly í hinsta sinn. Það var í byijun júlí að Lilly fékk heilablóðfall í svefni heima hjá sér, hún komst aldrei til meðvitundar. Svo var það aðfaranótt 18. nóvem- ber, sem lífsneistinn slokknaði og Lilly fékk lausn. Þegar Sverrir hringdi og tilkynnti okkur lát hennar komu þessi orð upp í hugann. „Meistarinn er hér og vill fínna þig“ Jóh. 11. 28. Hvers vegna hann kallaði hana á brott er hulin ráðgáta, en svarið fáum við ef til vill seinna. Elsku Sverrir, dætur og barna- börn. Þið hafið staðið ykkur óskiljan- lega vel allan þennan erfiða vonar- tíma. Þið hafið misst mikið, góða konu, ástríka móður og ömmu. Við biðjum góðan guð að styðja ykkur í sorginni, hugga og blessa. Sigurður og Fjóla. Látin er, langt um aldur fram, góð vinkona, Lilly Svava Snævarr. Við Lilly ræddum það stundum, að við hefðum í raun þekkst frá því í vöggu enda fædd á sama árinu og ágætur kunningsskapur milli for- eldra okkar. Það var þó ekki fyrr en í háskólan- um er ég kynntist eiginmanni henn- ar, Sverri, að raunveruleg kynni komust á sem þróuðust upp í einlæg- an vinskap milli okkar hjóna. Marg- ar ángæjustundir höfum við átt sam- an fjögur bæði hér á landi og erlend- is eða á þá í góðum, sameiginlegum vinahópi. Lilly ræktaði sín vináttu- sambönd framúrskarandi vel og átti því oft frumkvæðið að við hittumst vinahópurinn og gerðum okkur dagamun saman. Fjölskyldan og heimilið var henni mikils virði og höfðu þau hjónin komið sér notalega fyrir í Grana- skjólinu. Þar var því oft gestkvæmt enda fóru saman hlýjar móttökur og einstök gestrisni þeirra hjóna. Lillý hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, sem hún var ófeimin að tjá sig um. Hún var greind og skemmtileg með góða kímnigáfu og ætíð ánægjulegt að vera í návist hennar og er því sökn- uður okkar mikill. Sverrir minn, megi guð styrkja þig og fjölskyldu þína á þessari sorg- arstundu og minningin um góða eig- inkonu og móður verða ykkar styrk- ur. Óskar Gunnar. „Skipt er ljósi og skuggum skammt á milli hrina.“ í annað sinn á þessu ári kveðjum við á Skólavörðustígnum félaga okk- ar, þegar við á morgum fylgjum Lilly Svövu. Ég stóð við hlið hennar í jarðarför Jóhönnu Smith fyrir nokkrum mánuðum þegar hún tók fyrir andlitið og sagði. „Ég get ekki horft á elsku börnin án þess að gráta.“ Þegar ég heyrði þessi orð datt mér ekki í hug að næst væri það hún sem við myndum kveðja. Kynni okkar Lillyar hófust þegar ég hóf störf á Skólavörðustígnum með Sverri, eiginmanni hennar. Sverri þekktu allir „Verzló“-nem- endur af minni kynslóð sem kenn- ara. Síðastliðin riíu ár höfum við starfað með Sverri og á þeim árum höfum við notið ógleymanlegra sam- verustunda með Lillý í hvert sinn sem eitthvað var gert til að gleðj- ast. Yndislegra samverustunda minnist ég bæði við skoðun gamalla húsa í Edinborg, svo ekki sé minnst á kræklingavöldverðinn í Brussel. Þegar hausta tekur og líða fer að jólum hefur það gjarnan verið aðal- spurningin í kaffistofunni: „Sverrir, hvenær ætlar Lillý að hafa jóla- glöggið?“ Hún tók það að sér fyrir mörgum árum og gerði það með þvílíkum glæsibrag bæði í mat í og drykk að ógleymdri spurninga- keppninni. Erfitt verður að hugsa sér jólagleði án Lillyjar. Þá sá maður hvað þau voru samhent og nutu þess að taka á móti gestum og lögðu metnað sinn í að gera það sem best. Elsku Sverrir, Svava, Brynja, Unnur og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi Guð gefa ykkur styrk. Anna Kristín Traustadóttir. Kær vinnufélagi er látinn eftir erfið veikindi. Leiðir okkar Lillyjar lágu saman 1974 er við hófum störf á Póstgíró. Lilly var ekki bara góður vinnufélagi heldur Iíka góður félagi. Hún var glæsileg kona, víðsýn, skiln- ingsrík, skemmtileg og félagslynd. Lilly var boðin og búin að leggja okkur vinnufélögunum lið og veita okkur stuðning ef á þurfti að halda. Hún var einnig dugleg að efla félags- anda innan fyrirtækisins. Ósjaldan bauð hún okkur vinnufélögunum heim til sín í Granaskjólið og var það mikið tilhlökkunarefni að fá að heimsækja þau heiðurshjón eins og við kölluðum þau hjón gjarnan. I vor bauð Lilly okkur nokkrum vinnufélögum sínum heim á laugar- dagssíðdegi til þess að samgleðjast vegna afmælis eins okkar. Var það eins og venjulega að okkur var sýnd einstök gestrisni og hlýja, en Lilly hafði einstakt lag á því að láta gesti sína finna hve velkomnir þeir væru. I þetta skipti sagði Lilly okkur frá árum sínum í Noregi en þar bjó hún um tíma er maður hennar var við nám og ýmsu fleiru en einnig rædd- um við um framtíðina en Lilly hafði hugsað sér að láta af störfum tíman- lega og rækta sinn innri mann ásamt listagyðjunni. Engum okkar sem þarna var gat dottið í hug hve stuttur tími væri eftir. Það er einstaklega ljúft að eiga í minningunni þessa stund sem við áttum þarna saman. Lilly hafði næmt auga fyrir falleg- um hlutum sem við vinnufélagarnir urðum vel varir við því oft þurfti að setja upp nagla hér og þar fyrir myndir eða færa þær úr stað. Jóla- undirbúningur var þó sérgrein Lillyj- ar og má segja að hún hafi á þeim árstíma lýst upp skammdegið, þar sem hún sá um að koma kertaskreyt- ingum á skrifborð og aðventuljósum í glugga og annaðist annað það er þurti að gera til að færa vinnustað- inn í jólabúninginn. Lillyjar verður sárt saknað af okkur vinnufélögunum og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu sem fór frá okkur alltof fljótt. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir." (Einar Benediktsson.) Ég votta Sverri, dætrum, tengda- syni, barnabörnum og systkinum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Sigursteinn Sævar Einarsson. Mig langar að minnast Lillyjar Svövu Snævarr sem ég vil kalla vin- konu mína þó hún hafi verið móðir minnar bestu vinkonu. Ég kynnist Lilly fyrst þegar ég er tíu ára og kem heim með Brynju úr skólanum. Lilly var þá nýbúin að lenda í slæmu bílslysi og var rúmföst svo að fyrst um sinn voru kynnin fólgin í því að hafa ekki hátt á Kaplaskólsveginum svo að mamma hennar Brynju gæti hvílst. Sem betur fer varði þetta ástand ekki lengi og ég kynntist yndislegri og góðri manneskju sem ég gleymi aldrei. Ég og Brynja Urð- um strax góðar vinkonur og varð heimili Lillyjar og Sverris strax eins og manns eigið. Lilly tók alltaf vel á móti okkur vinkonunum og ekki stóð á henni að bjóða okkur í mat ef hún vissi af einhverri okkar einni heima. Lilly var alveg einstök mann- eskja og hún var með húmorinn í lagi og stríðnispúkinn var til staðar hjá henni. Hún hafði alveg einstaka ánægju af því að stríða okkur og notaði hvert tækifæri sem gafst. Gott dæmi um það er þegar hún sendi okkur Brynju út í Hjartarkjör til þess að kaupa gúrku, sem er nú lítið mál út af fyrir sig en við áttum að kaupa b-gúrku Jjví að agúrka var gúrka í a-flokki. Ég og Brynja jafn grænar og gúrkan fórum í búðina og gerðum okkur að fíflum við að útskýra hvernig gúrku við ættum að kaupa. Ég gleymi aldrei ánægju- svipnum og hlátrinum hjá Lilly þeg- ar við komum tómhentar til baka, því þarna hafði hún náð að plata okkur upp úr skónum. Ég gæti sagt frá fleiri svona sögum en þær væru efni í heila bók. Ýmislegt höfum við nú brallað vinkonurnar bæði gott og miður gott og hafði Lilly nú oft vit fyrir okkur og ræddi við okkur af skynsemi og lét okkur sjá hlutina í réttu ljósi. Lilly bjó fjölskyldu sinni yndislegt heimili í Granaskjóli 7 og þeir sem þekkja til hafa séð húsið breytast frá því að vera venjulegt gamalt sænskt timburhús í eitt glæsilegasta húsið við Granaskjól, bæði að innan og utan. Hún lagði mikla vinnu í að endurskipuleggja það að innan og gera garðinn glæsi- legan. Hún var stolt af heimili sínu og það mátti hún líka vera. Elsku Lilly, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Takk fyrir öll matarboðin og grillin í gróðurhús- inu og síðan á pallinum. Takk fyir jóladagskvöldin og gamlárskvöldin og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Þú varst mér sem önnur móðir á meðan við Brynja vorum að þroskast og breytast frá því að vera krakkar í fullornar manneskjur og heimili þitt stóð mér alltaf opið sem mitt eigið. Elsku Liliy, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og foreldrar þínir hafa tekið vel á móti þér, en samt á ég eftir að sakna þín mikið. Elsku Brynja, Sverrir, Svava, Unnur, Steini, Sverrir yngri og Unnur Ásta, missir ykkar mikill og stórt skarð hefur verðið höggvið í samheldna fjölskyldu. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Bentína Pálsdóttir (Bebba). Hugurinn leitar aftur í tímann og minningarnar hrannast upp. Ég sé unga stúlku með ljósa lokka ganga suður Laufásveginn. Þar fór Lilly Svava Snævarr, frjáls í fasi og tígu- leg. „Það var hennar gata.“ Hún hafði þá nýlega kynnst mannsefni sínu, Sverri vini mínum, á Mennta- SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sítni 568-9066 -Þar fœrðu gjöfina - skólanum á Laugarvatni. Úr því varð hjónaband. Þau voru afar sam- hent í öllu, þar sem annað var voru bæði. Að Lilly stóðu sterkir stofnar í báðar ættir. Hún fékk gott vega- nesti í vöggugjöf sem nýttist henni vel í lífinu. Hún átti stóran sjóð af lífskrafti og gleði sem hún miðlaði til fjölskyldu sinnar og vina af hjart- ans örlæti. Einn sterkasti þátturinn í fari Lillyjar var trygglyndi og það hversu vinföst hún var og ræktar- söm. Þau hjón voru afar félagslynd og nutu þess að taka á móti gestum af rausn og glæsileik og ekki spillti leiftrandi kímni þeirra beggja. Lilly hafði góða skipulagshæfileika sem nutu sín bæði í starfi og leik. Kom það glöggt fram í árlegum veiðiferð- um vinahópsins, á Gíslastöðum við Hvítá, þar sem stórveislur voru haldnar og oft glatt á hjalla. Ein slík ferð var einmitt í sjónmáli þegar óhappið vildi ti. Sú ferð var aldrei farin, en upphaf annarrar og lengri hófst, ferðar sem við eigum öll fyrir höndum. Sá sem þetta skrifar var svo lán- samur að vera fjölskylduvinur á heimili þeirra hjóna og njóta trygðar þeirra og vináttu um áratugaskeið og verður ávallt þakklátur fyrir. Allt of fljótt hafa þær leiðir skilist sem hófust á Laufásveginum forðum og lágu víðar síðar. Lilly lést 18. nóvember eftir stutt en þungbær veikindi. Við Sigurveig kveðjum hana með söknuði og þakklæti. Sverri, Unni og fjölskyldu, Brynju og Svövu og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð og biðjum þeim guðsblessunar. Pétur Magnússon. Fyrstu kynni mín af Lilly Svövu voru fyrir 14 árum þegar hún og fjölskylda hennar fluttu í Grana- skjólið. Fljótlega tókst vinskapur með mér og Brynju dóttur hennar. Við vorum nokkrar vinkonur úr hverfmu sem eyddum dijúgum tíma í rauða húsinu. Ekki var það að ástæðulausu því þar vorum við alltaf velkomnar á hvaða tíma sem var. Lilly var mikill fagurkeri og sat aldrei auðum höndum og var unun að fylgjast með þeim störfum sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði alltaf óþijótandi hugmyndir um breytingar og það sem betur mætti fara og lét verkin tala. Heimili þeirra Sverris ber þess glögglega merki. Þau voru einstaklega samheldin hjón sem kunnu að njóta félagsskapar hvors annars. Lilly var listakokkur og gott var að leita til hennar þegar matreiðslu- kunnáttuna þraut því hún hafði ýmsar uppskriftir að ljúffengum réttum á takteinum og kunni ýmis- legt til að gera tilveruna skemmti- legri. Þegar ég heyrði um andlát Lillyjar varð mér hugsað til þess hve tilveran er undarleg. Síðustu minningar mín- ar um hana eru þegar hún var við vinnu í garði sínum sem var í fullum blóma. Þá var hún að snyrta falleg- an rósarunna og velta vöngum yfir því hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur næst. Ég tel það mikið lán að hafa fengið að kynnast þessari lífsglöðu og atorkusömu konu. Elsku Sverrir, Unnur, Brynja og Svava, ég sendi ykkar mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Ingibjörg Anna. Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. . MORKINNI3 VIRHA (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.