Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Að tryggja líf og heilsu Fróðlegir þættir Braga Þórðarsonar á Akra- nesi í Ríkisútvarpinu Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: HVER er munurinn á slysum og mistökum, mætti spyija, þegar heilsufarslegt tjón er annars veg- ar? Þegar til kastanna kemur virð- ist því miður vera nokkur munur þar á. En árið 1995 er ekki að finna hér á íslandi samræmi í trygg- ingamálum til handa þegnum samfélagsins. Hver einasti maður er ekur bíl í þessu landi er tryggður í bak og fyrir, svo kveða lög á um, enda tekst hann á við þá miklu ábyrgð er því fylgir að aka vélknúnu ökutæki. Á honum hvílir einnig sú skylda Frá Sigurði Magnússyni: RÍKISREKIN kerfi sem hafa verið notuð við skoðun og eftirlit eru ódýr í rekstri. Starfsmenn þeirra eru hlutlausir hvað varðar gjald- töku og þeir forðast óþarfa vinnu. Þessu er öfugt farið hjá einka- reknum fyrirtækum þar sem hagn- aður skiptir mestu máli, þeirra starfsmenn leita að arðsömum verkefnum samkvæmt eðli einka- rekstursins og verða þau þeirra gullmolar. Nú er fákeppnin í eftirliti alls ráðandi í okkar litla þjóðfélagi. Er þá réttlátt að unnið sé að því með öllum ráðum að þvinga á að aka allsgáður, þ.e. hvorki í áfengis- né lyfjavímu. Skyldi slíkt hið sama gilda um lækna og aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustu, er sinna flóknum störfum á hátækni- sjúkrahúsum nútímans? Er virkt eftirlit með því að þeir hinir sömu séu vel vakandi í sínum störfum, og ef þeir sofna á vaktinni, hvað þá? Það er spurning, kannski eru þeir einir til frásagnar, ásamt sjúklingnum, sem hefur ekkert um málið að segja, fyrr en eftirköstin koma í ljós. Ef sjúklingur fer síðan og kvart- ar yfír meðferð, þá er tekin saman skýrsla um málið og send yfirvöld- um. Yfirvöld heilbrigðismála vega síðan og meta viðbrögð sín, í ljósi gefinna upplýsinga. Hvort það okkur einkavæddan skoðunar- stofuiðnað, sem verður margfalt dýrari en þau kerfi sem við höfum búið við undanfarna áratugi? Með þessu ráðslagi munu mjaltamenn skoðunarstofanna fá tækifæri til að starfa sem einræð- isherrar og sjúga buddur heimila og fyrirtækja í skjóli laga. Það ræður enginn við einka- væðingarskrímslið, verði því gef- inn laus taumurinn í innheimtu gjalda í skjóli laga og reglugerða EES, ESB eða samkvæmt lögum samþykktum á Alþingi, sem „ef til vill“ eru samin af forstjórum og starfsmönnum hagsmunaaðila. skal vera áminning eða ábending, alvarleg eða ekki alvarleg, allt þarf að vega og meta, á læknis- fræðilegum, siðferðilegum, og „hagsmunalegum“ forsendum. Þetta síðastnefnda er stórt at- riði því það getur kostað mikið að gera mistök, á þessum vettvangi, fyrir þjóðfélagið í heild. Er því til of mikils ætlast að til séu trygg- ingar til handa þeim er verða fyr- ir mistökum sem slíkum? Ef trygg- ingafélögin tækju til dæmis allt í einu upp þá viðskiptahætti að bæta eingöngu tjón í dagsbirtu, en ekki í myrkri, kæmi til álíka ástand og nú er í tryggingamálum sjúklinga er verða fyrir mistökum í heilbrigðiskerfinu íslenska. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, formaður Samtakanna Lífsvogar. Þegar einkavæðingarskrímslið hefur fitnað af ofáti, og því vaxið fiskur um hrygg, gín það yfir stjórn ríkisins og selur auðlindir okkar og land. Spurningar. Hvað verður frelsi okkar ís- lendinga mikið þegar einræðið hefur haslað sér völl í nafni einka- væðingarinnar? Hveijir eru verðir velferðar okkar? Fáum við að hafa alþingi þegar einkavæðingaraflið tekur völdin? Hvers er að vænta af Hæstarétti íslands? SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 18A, Reykjavík. Frá Sveini Ólafssyni: UNDANFARIÐ hafa verið frá- sagnarþættir í Ríkisútvarpinu á rás 1 á miðvikudögum kl. 15.03 og staðið í um 50 mínútur, sem Bragi Þórðarson, bókaútgefandi á Akra- nesi, hefur samið og flutt. - Þetta munu nú vera orðnir alls um átta þættir og var sá síðasti í gær, 22. nóvember, en mér skilst að þeir muni alls verða um tíu, svo a.m.k. tveir eru eftir. Sem dæmi um efn- ið má nefna, að nafn þessa síðasta þáttar var: „Blandað geði við Borg- firðinga: Fyrstu vélbátarnir og síð- asta sjóferð Bjarna Ólafssonar." Því er þetta ritað, að ég hef aðeins náð að hlusta á fáa af þess- um þáttum, þar sem ég vissi ekki af þeim. En þeir eru þess eðlis að ég hef- hrifist af. - Bæði er frá- sögnin af samfélagsháttum og að- stæðum íslenzks fólks á fyrri tíma þarna tekin til meðferðar á einkar skilmerkilegan og lifandi hátt, og flutningur afbragðs góður og skemmtilegur. Er þetta einkar fróðlegt fyrir fólk í samfélagi nú- tímaþæginda og bættra samfélags- hátta og lærdómsríkt að sjá, að þótt ýmislegt megi finna að hlutun- um nú til dags, þá hafa hlutimir samt batnað svo fyrir einstakling- ana, að vart er hægt að trúa mið- að við hlutina í dag, að þessir þjófé- lagshættir hafi verið tii hér á þessu landi sem þarna er lýst, svo margt frumstætt og oft ömurlegt hefur verið að beijast við það sem nú er næsta óþekkt með öllu. Þessir þættir eru lítið auglýstir í útvarpinu sjálfu, svo eflaust hafa þeir farið framhjá mörgum, og ég sakna þess að hafa misst af flest- um þeirra. Er verulegur missir að þessu í mínum augum. - Að vísu frétti ég nú, að þættirnir væru endurteknir á föstudagskvöldum kl. 20.45, en ég sakna þess sannar- lega, að hafa ekki getað náð að heyra fleiri af þessum fróðlegu og skemmtilegu frásögnum af þjóðfé- lagsháttum og félagslegum að- stæðum á tíma sem er ekki langt á undan okkar stórkostlega breyttu tímum nýrrar tækni og þeirra margvíslegu umbóta til almennrar samhjálpar, sem samtíminn á að fagna, - þrátt fyrir allt. Mig lang- ar til að vekja sérstaklega athygli fólks á þessum þáttum, um leið og mig langar einnig til að mælast til þess við Ríkisútvarpið, að þessir þættir verði fluttir aftur strax og hentugleikar leyfa, því þótt margir hafi hlustað á þá, þá eru líka án efa fjölmargir sem misst hafa af þeim og vildu gjarnan geta fengið tækifæri til að heyra þá, þegar þeir vita deili á um hvaða efni þeir fjalla. Vil ég hér með mega flytja Braga Þórðarsyni þakkir fyrir mik- ið framtak við að rita og koma þessum merkilega og sérstæða fróðleik á framfæri og einnig þakk- ir til Ríkisútvarpsins fyrir að taka þetta efni til flutnings, - og í von um góðar undirtektir þar við þess- ari málaleitan. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, 200 Kópavogur. Guðrún María Óskarsdóttir Heimila lög ríkisins rán? — B ó k m c n n t a k v c > 1 d I ÞJ OÐLEIKHU SKJ ALLARANUM í kvöld kl. 20:30 Höfundar lesa úr nýjum íslenskum skáldverkum sem eru að koma út hjá Máli og menningu og Forlaginu um þessar mundir. Björn Th. Björnsson - Hraunfólkið Didda - Lastafans og lausar skrúfur Finnur Torfi Hjörleifsson — I meðallandinu Gyrðir Elíasson - Kvöld í Ijósturninum Ingibjörg Haraldsdóttir - Höfuð konunnar Isak Harðarson - hvítur ísbjöm Kristín Marja Baldursdóttir — Mdvahlátur s Kristín Omarsdóttir - Dyrnar þröngu Olga Guðrún Arnadóttir - Peð á plánetunni jörð Sigurður Pálsson — Ljóðlínuskip Stefán Sigurkarlsson - Hólmanespistlar Steinunn Sigurðardóttir - Hjartastaður Súsanna Svavarsdóttir - Skuggar vögguvísunnar Thor Vilhjálmsson — Snöggfærðar sýnir Málogmenning FORLAGIÐ ^ Bókmenntakvöldið stendur í u.þ.b. tvo tíma með hléi. Aðgangur er ókeypis Aliir bókmenntaunnendur hjartanlega velkomnir — allir leystir út með lítilli bókagjöf 'Sd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.