Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 53 líM&ÍMáilíkMm STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX Rebecca Antonio DeMornay Banderas Antonio Banderas (Interview with á Vampire, Philadelphia), Rebecca DeMornay (Hand that rocks the Cradle, Guilty as Sin).í fyrsta sinn á ævi sinni hittir Sara Taylor mann sem hún treystir. En stundum getur traust... verið banvænt. TALK TO STRANGERS Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ara ÞRAiNH BERTELSSON Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skemmtilegur og vel fluttur djass TÖNOST Gcisladiskur KOSS Djasstónlist Ólaflu Hrannar Jónsdóttur og Tómasar R. Einarssonar. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir söngur, Tómas R. Einarsson kontra- bassi, Þórir Baldursson pianó, Hanunond B3, Einar Valur Scheving trommur. Útsetningar Tómas R. Einarsson, að auki Ólafía Hrönn í einu lagi og Þórir Baidursson í einu lagi. Upptaka og hljóðblöndun Ari Daníelsson. Japis gefur út. Verð 1.999 kr. ÓLAFÍU Hrönn Jónsdóttur er greinilega ekki fisjað saman hvað listræna hæfileika varðar og er sífellt að koma á óvart. Ekki hafði maður hugmynd um að þessi stór- skemmtilega leikkona gæti samið tónlist, hvað þá djasstónlist með slíkum glæsibrag, sem nýr geisladiskur hennar og Tómasar R. Einarssonar ber vitni um. Vitað var að Tóm- as hafði þessa hæfileika, enda hefur hann verið lengi í framvarðarsveit íslenskra djass- leikara, en hér hefur þeim í sameiningu tek- ist að búa til afar áheyrilega og hressilega djasstónlist, með vönduðum textum og skondnu ívafi. Djasstónlist er af ýmsum og mismunandi flóknum gerðum, og það er vandi að semja slíka tónlist á þeim nótum að almenningur leggi við hlustir. Þau Ólafía Hrönn og Tómas hafa valið þann skynsamlega kost að semja „melódískan" djass, sem allir ættu að geta haft gaman af, þótt djassgeggjun sé annars fjarri eðli þeirra og lífsstíl. Á móti er viðbúið að einhveijum, sem lengra eru komnir í djass- fræðunum þyki minna til koma, en það er að sjálfsögðu þeirra vandamál. Að mínu mati er hér um afar vél heppnaða hljómplötu að ræða, og leggst þar allt á eitt: Góð lög, vandaðir og skemmtilegir textar, tilþrifamik- ill söngur og frábær hljóðfæraleikur þeirra Tómasar, Þóris Baldurssonar og Einars Vals Scheving. Af tólf lögum á plötunni eru séx eftir þau Ólafíu Hrönn og Tómas saman, það er ýmist lag eða texti og að auki á Ólafía tvö lög, annars vegar við tvær ferskeytlur eftir Hall- sími 551 9000 Umtaiaðasta og umdeildasta kvikmynd Bandaríkjanna í seinni tíð. Óhugnanleg og raunveruleg samtímalýsing. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. UN COEUR EN HIVER ísl texti. Sýnd kl. 5 og11 Sýnd kl. 5 og 7. MEL GIBSON RAVEHEART Sýnd kl. 9. b.í. 16. LEYÁÍUOPIVÍÐ Sýnd kl. 5. > ATIf> HHH Picture Bride C1e rks Sýnd kl. 7. N Y T T /DD/ H L I 0 Sýnd kl. 9. R F I ÓLAFÍA Hrönn og Tómas R. Vel heppnuð samvinna í textum og tónum. dór Laxness og hins vegar við þýddan texta eftir Helga Hálfdanarson. Tómas á þijú lög auk hinna sex sameiginlegu, en í einu þeirra semur hann bæði lag og texta, annað er við texta Steins Steinars og hið þriðja er með texta eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. í einu kem- ur svo Ásdís Óladóttir við sögu og lokalagið er hinn gamalkunni „standard" What a differ- ence a day makes. Lögin virka auðvitað misjafnlega á mann, kannski fer það eftir því hvemig skapi mað- ur er í, en yfirhöfuð frnnst mér þau láta afar vel í eyrum. í textunum er stundum slegið á lauflétta strengi, í öðram er alvarlegur undir- tónn, en í öllum tilfellum falla þeir vel að lögunum og eftirminnilegustu dæmin hvað það varðar er Alveg bit, Happdrættisvísur og Stundum. í sumum laganna njóta leikhæfi- leikar Ólafíu Hrannar sín vel svo sem í Halló litli karl og auðvitað mætti nefna fjölmörg önnur dæmi um velheppnaða texta og góða lagasmíð þar sem þau bæði, hún og Tómas, eiga hlut að máli og vil ég ekki hætta mér út í vangaveltur um hvort sé betri textahöfund- ur eða lagasmiður. Þau eiga bæði afbragðs góða spretti á báðum þessum sviðum. Ólafa Hrönn er prýðileg djasssöngkona, með skemmtilega raddbeitingu og skíran textaframburð, en það sem gerir gæfumun- inn, fyrir utan góðar tónsmíðar og texta, er að platan er að mínu mati afar vel leikin af hálfu þeirra Tómasar, Þóris og Einars Vals. Þar hvílir hitinn og þunginn að mestu á Þóri, sem sannar hér enn og aftur að hann er í allra fremstu röð íslenskra hljómlistarmanna, ekki síst þegar djasstónlist er annars vegar. Gæti ég nefnt fjölmörg dæmi af þessari plötu þar sem leikur Þóris gleður eyrað og hreyfir- hressilega við manni, en læt nægja að nefna leik hans á Hammond-orgel í Man ég mann og Stundum auk snilldarlegra tilþrifa á píanó- ið á víð og dreif um plötuna, sem alltof langt mál yrði að telja upp hér, en skal láta nægja að nefna lagið Ef það sé djass, sem dæmi. Auðvitað mætti einnig telja upp valda kafla þar sem Einar Valur fer á kostum á trommun- um, en þar fer piltur sem á greinilega mikla framtíð fyrir sér í djasstónlistinni. Sveinn Guðjónsson í KVÖLD Fjallkonan, F.milíana Torrini og Páll Óskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.