Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 56
N__G L«TT* alltaf á Miövikudögxun MORGUNBLABIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIA VÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Leggja til aukningu á loðnukvótanum Gæti þýtt 3,5 milljarða útflutn- ing’stekjur HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur lagt það til við sjávarútvegs- ráðuneytið að heildarloðnukvóti verði hækkaður upp í 1.150.000 tonn, en áður hafði verið gefinn út bráðabirgðakvóti upp á 800.000 tonn. Aukningin, sem lögð er til, gæti fært þjóðarbúinu um 3,5 millj- arða í útflutningstekjur. Verð á fiskimjöli og lýsi er nú hið hæsta sem um getur í mörg ár. Verð á mjöli er nálægt 40.000 krónum tonnið og verð á lýsi um 35.000 krónur. Verð á venjulegu mjöli hefur hækkað mjög ört að undanförnu, vegna skyndilegs skorts á markaðnum, en búizt er við að það ástand vari aðeins í skamman tíma. Einnig er sjald- gæft að bæði verð á lýsi og mjöli sé í hámarki á sama tíma. Öll þessi aukning kemur í hlut íslendinga vegna ákvæða í samningi okkar við Norðmenn og Grænlendinga um sameiginlega nýtingu loðnu- stofnins. Þeir fá hærri hluta upp- hafskvótans, en aukningin síðar rennur öll til íslands sé hún ekki meiri en 33%. Verð á Ioðnu upp úr sjó er nú um 6.000 krónur á tonnið, þannig að til útgerðar og sjómanna renna um tveir milljarðar króna, náist þessi viðbót öll. Tekjur vinnslunnar af bræðslu loðnunnar yrðu þá 1,4 milljarðar króna að frádregnu hrá- efnisverðinu. ■ Leggja til 350.000/C2 Jólatré sótt UM mánaðamótin nóvember/des- ember eru jólatré Garðabæjar sótt upp í Skógrækt ríkisins í Skorradal. í ár voru tíu tré valin. Tréð á myndinni er tæpir 10 metrar að hæð og var fellt í Stálpastaðahlíð. Agúst Árnason, skógarvörður, Sigurður Magnús- son, starfsmaður garðyrkjudeild- ar Garðabæjar og Ingi Ágústsson, starfsmaður Skógræktarinnar, drógu jólatréð til byggða. Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika leysir vanda minnihluta umsækjenda Greiðslubyrði meirihluta áfram illviðráðanleg Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Þrettán radda pípu- orgel á bænum JÓHANN Ólafsson, kúabóndi og organisti á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, er að setja upp gamla orgelið úr Eyrarbakka- kirkju í einu herbergjanna á bænum, en það ætlar hann að nota til æfinga. Orgelið er 13 Tradda, með tveimur spilaborð- um og fótspili og eru pípurnar hátt á annað hundrað talsins. „Ég hef verið að leita eftir hljóðfæri og var að velta fyrir mér að kaupa rafmagnsorgel, en þau eru mjög dýr,“ segir Jóhann, sem fékk orgelið á Eyrarbakka gegn því að sókn- arnefnd kirkjunnar þar þyrfti ekki að bera kostnað af brott- flutningi þess. Jóhann er organisti í tveimur kirkjum í Svarfaðardal og stundar nám í orgelleik í Tón- listarskólanum á Akureyri. Hann er nú á 7. stigi „og stefni að því að klára fyrir aldamót," segir hann. Jóhann segir orgel- ið spara sér heilmikla fyrirhöfn og ferðir, hann hafi fengið að æfa sig í Dalvíkurkirkju, en geti gert það heima þegar hljóðfærið sé komið upp, sem vonandi verði fyrir jól. ■ Setur pípuorgel/12 ÍBÚÐAREIGENDUR, sem sækja um aðstoð hjá Húsnæðisstofnun rík- isins vegna greiðsluerfiðleika, bera að jafnaði greiðslubyrði af lánum, sem svarar til 9'8% af heildarlaunum þeirra. Eftir að fólkið hefur fengið aðstoð tekst aðeins 42% að koma greiðslubyrði sinni niður fyrir 30% af heildartekjunum, en 58% — þar með talinn sá þriðjungur umsækj- enda, sem ekki uppfyllir skilyrði til að fá aðstoð — eiga áfram að borga lánardrottnum meira en þriðjung heildarlauna sinna í mánuði hverj- um. í greiðslumati vegna húsbréfalána er hins vegar miðað við að greiðslu- byrði íbúðarkaupenda fari ekki yfir 18% af heildartekjum og talið er að margir geti ekki staðið undir 20-30% greiðslubyrði til lengri tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Hús- næðisstofnunar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Þar er gerð úttekt á greiðsluerfiðleikaaðstoð, sem veitt var frá því í október 1993, en þá hófst samstarf lánastofnana um sérstakar aðgerðir til að leysa vanda íbúðareigenda, og fram í sept- ember á þessu ári. Meðalgreiðslubyrðin 98% Á þessum tíma afgreiddi Hús- næðisstofnun tæplega 2.500 um- sóknir um aðstoð vegna greiðsluerf- iðleika. Greiðslubyrðin af húsnæðis- lánum, lífeyrissjóðslánum og banka- lánum þessa fólks er að meðaltali 98% af heildartekjum þess, þ.e. tekj- um fyrir skatta. Meðallaun umsækjendanna voru á bilinu 160-170 þúsund krónur, en algengt var að þeir væru með marg- föld mánaðarlaunin í vanskilum. Þannig voru lántakar í húsbréfakerf- inu að meðaltali komnir með rúma milljón króna í vanskil, en þeir, sem skulduðu eingöngu Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna, voru með 700-800 þúsund krónur í vanskilum að meðaltali. Um 70% umsóknanna voru sam- þykkt, en þeim þriðjungi umsækj- enda, sem var synjað, hefur væntan- lega verið nauðugur einn kostur að reyna að losna við húseignir sínar. Þau 28%, sem fengu fyrirgreiðslu en tókst ekki að lækka greiðslubyrði sína niður fyrir 30% markið, fengu aðstoð í von um að úr rættist í launa- málum þeirra eða að þeir ættu auð- veldara með að selja eignir sínar fijálsri sölu. 62% í erfiðleikum vegna tekjumissis Talið er að um 62% þeirra, sem sóttu um aðstoð, hafi lent í erfiðleik- um vegna lækkandi tekna eða at- vinnumissis, 10% vegna veikinda og 28% af öðrum orsökum, til dæmis vegna ótímabærra fjárfestinga, óráðsíu eða offjárfestingar. Bent er á það í skýrslunni að fjöldi umsækjenda, sem fengið hafi hús- bréfalán til íbúðakaupa, sé aðeins tvöfaldur fjöldi þeirra, sem hafi ein- göngu fengið Byggingarsjóðslán. Mátt hafi ætla að hlutfall umsækj- enda með Byggingarsjóðslán væri lægra. Skýrsluhöfundur telur þetta benda til að vandi íbúðareigenda sé á vissan hátt óháður því húsnæðis- lánakerfi, sem í boði sé. Minnsta atvinnuleysi frá 1991 ATVINNUÞÁTTTAKA hefur aukist umtalsvert á þessu ári samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu ís- lands í nóvember. Könnunin leiðir í ljós að 3,9% vinnuaflsins voru án at- vinnu og er það minnsta atvinnuleysi sem Hagstofan hefur mælt síðan 1991. Hlutfall fólks á vinnumarkaði af öllum svarendum í könnuninni var 83% sem jafngildir um 149.500 manns. Starfandi fólki hefur fjölgað um 5.000 frá því í nóvember 1994 eða úr 138.700 í 143.700 manns. Frá því í apríl síðastliðnum hefur starf- andi fólki fjölgað um 3.500. Skv. könnun Hagstofunnar telst fólk hafa atvinnu ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunar- vikunni sem könnunin tekur til. Skv. niðurstöðum hennar eru 87,2% karla og 49,8% kvenna í fullu starfí en 43,9% kvenna sögðust vera í hluta- starfi. Atvinnuleysi jafngildir því að um 5.800 einstaklingar hafi verið án atvinnu um miðjan nóvember en í samskonar könnun fyrir ári mældist atvinnuleysið 4,8%. ■ Starfandi fólki fjölgaði/28 - Starfshlutfall eftir kyni í nóvember 1995 Karlar Konur Alls Fullt starf 87,2% 49,8% 69,8% Hlutastarf 4,9% 43,9% 23,0% Óskilgreint 5,3% 3,1% 4,3% ihlaupavinna 2,6% 3,3% 2,9% Alls 100,0 100,0 100,0 Heimild: Hagstolan, nóvember 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.