Morgunblaðið - 29.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.1995, Síða 1
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Morgunblaðið/Þorkell ÞORBJÖRN Jensson, landsllösþjálfari, spáir í spilin ásamt Geir Sveinssyni, fyrirliða. Eydís með íslandsmet ÞRJÚ íslandsmet í sundi voru sett á móti sem SH stóð fyrir í Sundhöll Hafnarfjarðar á mánudagskvöldið. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, synti 50 m skriðsund á 28,22 sekúnd- um. Bróðir hennar, Magnús Konráðsson, bætti metið í 50 m bringusundi er hann synti á 29,54 sekúndum. Þriðja metið setti Ríkharður Ríkharðsson, Ægi, í 50 m flugsundi, var ekki nema 25,36 sekúndur að fara þá leið. Með árangri sínum tryggði Ríkharður sér keppnis- rétt á EM í spettsundi í febrúar næstkomandi. Oldham vill fá Þorvald OLDHAM, sem nú er um miðja 1. deildina í Englandi, hefur áhuga á að fá Þorvald Örlygs- son til liðs við sig. Þorvaldur gaf lítið útá þetta í gærkvöldi en samkvæmt heimildum blaðsins er málið komið lengra á veg en áður hefur verið þjá Þorvaldi eftir að hann ákvað að yfirgefa Stoke. „Ég vil segja sem minst um þetta núna. Ég vonast til að málin skýrist eitthvað í vikunni og þá ætti að koma í Jjós hvort af þessu verður," sagði Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið. Keilismenn urðu tólftu SVEIT Keilis I Hafnarfirði endaði í 12. sæti á Evrópumóti félagsliða f golfi sem lauk á Vilamaura II veUinum í Portúgal á laugardag- inn. Björgvin Sigurbergsson náði bestum ár- angri þjá Keili, lék á 77-75-77-75 eða 304 höggum sem dugði honum í 8. til 9. sæti f einstaklingskeppninni. Sveinn Sigurbergsson lék á 320 höggum (83-79-79-79) og Tryggvi Traustason á 334 höggum (85-84-90-75) og sveitin því alls á 620 höggum. Frakkar sigruðu, Skotar urðu í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja en alls tóku 22 lið þátt f mótinu. Þýðingarmikill leikurgegn Pólveijum í Krikanum Róbert kemur inn fyrir Júlíus RÓBERT Sighvatsson, línu- maður úr Aftureldingu, kemur inn í landsliðshópinn í stað Júl- íusar Jónassonar sem er hand- arbrotinn. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagðist að öðru leyti vera með sama hóp og lék fyrri leikinngegn Rúss- um í Hafnarfirði. „Eg var búinn að velja Pál Þórólfsson í hópinn en þar sem hann er meiddur kallaði ég á Róbert,“ sagði Þorbjörn. Tólf manna landsliðshópur- inn fyrir leikinn í kvöld er þann- ig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafn- kelsson, Val, og Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu. Aðrir leikmenn: Bjarki Sig- urðsson, Aftureldingu, Valdi- mar Grímsson, Selfossi, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Jón Kristjánsson, allir úr Val, Patrekur Jóhannesson, KA, Einar Gunnar Sigurðsson, Sel- fossi, Gunnar Beinteinsson, FH, Geir Sveinsson, Montpellier, og Róbert Sighvatsson, Aftureld- ingu. Tveir leikmenn til viðbótar eru í landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar, Halldór Ingólfsson úr Haukum og KA-maðurinn Björgvin Björgvinsson, sem bætt var í æfingahópinn í gær vegna meiðsla Páls. ■ Lelkurinn / B2,B3 Bestiárang ur Kristins KRISTINN BJÖRNSSON. Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, varð í öðru sæti á alþjóð- legu stigamóti í Copper Mountain í Col- orado í gær. Hann fékk fyrir það 15,05 styrkstig (fis-stig) sem er besti árangur hans til þessa. Hann átti áður best 18,00 stig. Hann var í þriðja sæti eftir fyrri umferð en náði sér vel á strik í síðari umferð og endaði í öðru sæti eins og áður segir. Arnór Gunnarsson frá Isafirði gerði það einnig gott í sviginu í gær. Hann var í öðru sæti eftir fyrri umferð og endaði í fjórða sæti eftir síðari umferðina og hlaut 23,00 stig sem er besti árangur hans. Haukur Arnórsson úr Ármanni keppti einnig á mótinu, en keyrði út úr og hætti í fyrri umferð. Þremenningarnir keppa aft.ur í svigi á sama stað í dag. HBHHi AFTURELDING NIÆTIR NORSKA LIÐINU DRAMMEN / B2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.