Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 B 3 MANIMVIRKI ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Yfirbyggðir knattspyrnuvellir njóta æ meiri vinsælda í Noregi Betra að bíða enfara fjórðung leiðar FYRIR 15 árum var fyrsta fjöl- nota íþróttahúsið reist í Lahti í Finnlandi. Þar er m.a. knatt- spyrnuvöllur í fullri stærð og að- staða fyrir 4.000 áhorfendur. Fram- kvæmdum lauk í febrúar 1991 og var kostnaður 24 millj. finnskra marka (um 370 millj. kr.) en á núverandi verðgildi um 40 millj. finnskra marka (um 675 millj. kr.). Norðmenn og Svíar fóru fljótlega að dæmi Finna og sérstaklega hafa Norðmenn verið áhugasamir um byggingu yfirbyggðra valla fyrir knattspyrnu. Þeir hafa byggt á sér- fræðikunnáttu og rannsóknum og lært mikið af fyrri mistökum, að sögn arkitektsins Teije Rörby sem m.a. teiknaði „Víkingaskipið" í Hamar vegna Vetrarólympíuleik- anna í Lillehammer 1994. Terje, sem hefur verið í Mann- virkjanefnd Knattspyrnusambands Noregs í áratug, flutti erindi um byggingu og rekstur fjöinota íþróttahúsa á ráðstefnu sem Mann- virkjanefnd ISI, menntamálaráðu- neytið og Samband íslenskra sveit- arfélaga efndu til um efnið á Akur- eyri. Hann sagði við Morgunblaðið um yfirbyggða knattspyrnuvelli að aðstaða fyrir knattspyrnumenn væri fyrst og fremst höfð í huga, hvað verður að vera og hvað má missa sín, og síðan fjármagns- og rekstrarkostnaður. Hann sagði að Norðmenn hefðu dregið mikinn íær- dóm af höllinni í Tromsö, sem var tilbúin 1989, og nú væri markviss uppbygging í gangi. Annars vegar yfirbyggðir knattspymuvellir af fullri stærð í stærri borgum, bygg- ingar sem kosta um 320 millj. kr., og hins vegar hús með 64x40 m æfingavelli sem kosta um 10,5 til 11 millj. nkr. (um 105 til 110 millj. kr.) með 3,5 til 4 millj. kr. árlegum rekstrarkostnaði. Bylting í sandgrasi Teije sagði að bylting í gerð gervigrass hefði haft mikið að segja, en yfírlag á knattspyrnuvöll kostaði um átta milljónir króna. Fyrst hefði verið boðið upp á ámóta teppi og hefðu verið á svölum og við sundlaugar en tækninni hefði fleygt fram og með auknum tilraun- um og rannsóknum hefði tekist að framleiða gervigras sem væri nán- ast eins og náttúrulegt gras. „Knattspyrnumenn eru mjög ánægðir með sandgrasið sem nú er á boðstólum og er notað á yfir- byggðu vellina. Þetta gerir mönnum kleift að æfa við bestu skilyrði allan ársins hring.“ Er ekki alveg eins gott að byggja yfir malarvöll? „Nei, við gerum það ekki. I fyrsta lagi verður óhjákvæmilega mikið í kvöld Handknattleikur Evrópukeppni landsliða: Kaplakriki: ísland - Pólland.20.30 Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akureyri: Þór-ÍA.............kl. 20 Leiðrétting Sigmundur Már Herbertsson var annar dómari leiks Grindavíkur og Þórs í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina en nafn hans misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á mistökunum. Norski arkitektinn Terje Rörby sagði á mannvirkjaráðstefnu um helgina að kostnað- artölur vegna byggingar og rekstrar yfir- byggðs knattspymuvallar séu mun lægri en talað hefur verið um til þessa. í samtali við Steinþór Guðbjartsson kom fram að yfír- byggður knattspymuvöllur ætti ekki að kosta meira á íslandi en í Noregi. Morgunblaðið/Kristján TERJE RÖRBY ryk í loftinu sem er ekki gott fyrir heilsu manna og í öðru lagi þarf stöðugt að vera að vökva mölina.“ Fyrir utan „Víkingaskipið“ í Lillehammer, sem Teije hannaði, eru sex yfirbyggðir knattspyrnu- vellir af fullri stærð í Noregi og á áætlun er að byggja 12 til 14 til viðbótar, að sögn hans. Fyrirhugað er að reisa 10 minni yfírbyggða æfingavelli í Norður-Noregi og var sá fyrsti vígður í liðinni viku. „Það er mjög mikill áhugi á þessum Iitlu húsum og eftir vígslu þess fyrsta óskuðu margir staðir eftir að fá hús og þá er ég að tala um staði sem ekki hafa verið á dagskrá í fyrirhug- aðri áætlun.“ Minni völlur nægir flestum Teije sagði að Norðmenn væru almennt sammála um að knatt- spyrnumönnum hefði farið mikið fram með tilkomu yfirbyggðu vall- anna. Betri árangur landsliðsins hefði líka skilað meiri peningum í kassann og fyrir vikið gæti Knatt- spyrnusamband Noregs tekið þátt í kostnaði vegna byggingar yfir- byggðra valia og gerði það ásamt ríkisvaldinu og viðkomandi sveitar- félögum. „Veðurfarið í Norður-Nor- egi er svipað og á íslandi og það segir sig sjálft að ekki er hægt að æfa í-stöðugri úrkomu og roki með framfarir í huga. Því kemur mér ekki á óvart að Akureyri eigi ekki lið í 1. deild í knattspyrnu en sér- staklega skiptir það krakkana miklu máli að geta æft tækniæfingar við bestu aðstæður allan ársins hring og í því sambandi horfum við ekki eingöngu á skipulagðar æfingar félaganna heldur leggjum áherslu á að hafa þessi mannvirki opin á ákveðnum tíma dags fyrir almenn- ing. Því má taka undir það sem sagt hefur verið að þessi hús komi að nokkru leyti í staðinn fyrir götu- boltann." Hann sagði að staðsetning hús- anna væri yfírleitt í tengslum við skóla og íþróttahús. „Við vitum hvað er nauðsynlegt og hvað ekki og komum þekkingunni á fram- færi. Það er allra hagur að þessi mannvirki séu sem ódýrust og reksturinn sem hagkvæmastur og því skiptir máli að geta notað að: stöðu sem þegar er fyrir hendi. í því sambandi má nefna búnings- klefa og bílastæði og gott er að þurfa ekki að bæta við starfsliði. Hins vegar er ljóst að minni völlur hæfir flestum en keppnisvöllur í fullri stærð gæti verið æskilegur í stærri borgum. Eg veit að sumir íslendingar hafa einblínt á stærri gerðina en ég held að nóg væri að hafa slíkan völl í Reykjavík og síðan minni velli annars staðar.“ Frekar hús en skýli Knattspyrnumenn á íslandi eru orðnir óþolinmóðir eftir úrbótum en leggja fyrst og fremst áherslu á að komast í skjól fyrir veðri og vind- um. Teije sagði að í Noregi hefði mikið verið talað á sömu nótum án skynsamlegrar niðurstöðu og árétt- aði að bygging yfirbyggðs knatt- spyrnuvallar ætti ekki að vera dýr- ari á íslandi en í Noregi. „Það er alveg ljóst að lítið bæjar- félag hefur fulla þörf fyrir lítinn yfírbyggðan knattspyrnuvöll því þessi hús má nota í svo margt ann- að, svo sem aðrar íþróttagreinar, sýningar og veislur, og þá þarf meiri hita. Þó þessi hús séu þrisvar sinnum stærri en þessi hefðbundnu íþróttahús er verðið svipað og ég er viss um að það er ekki dýrara að byggja þessi hús hér en í Norð- ur-Noregi. Sjálfsagt má réttlæta einhvers konar skýli fyrir knatt- spymumenn en það er eins og að tjalda til einnar nætur, eins og að byggja íshokkívöll án þaks. Ef kostnaðurinn vefst fyrir mönnum er betra að bíða þar til íjármagn er tryggt en að fara fjórðung leið- ar.“ Sllllils '< •' 'r | Morgunblaðið/Þorkell RÓBERT Sighvatsson er kominn á ný í landsliðiö. Hér sést hann glíma viö Gunnar Beinteinsson og Einar Gunnar Sig- urðsson á æfingu í gær, Patrekur Jóhannesson er í baksýn. til IMoregs AFTURELDING fær norska iið- ið HK Drammen í átta liða úr- slitum í Borgarkeppni Evrópu, en dregið var í gær. Það má segja að Mosfellingar hafi ver- ið heppnir því þegar svona langt er komið í keppninni eru flest liðin sterk. Einar Þorvarðarson, þjálfari Aft- ureldingar, sagðist mjög ánægður með mótheijana frá Nor- egi. „Þetta var besti kosturinn að mínu mati, bæði peningalega og eins eru raunhæfir möguleikar á að kom- umst áfram. Ég tel svona fyrirfram, án þess að vita mikið um þetta norska lið, að möguleikar okkar séu jafnir. Við eigum síðari leikinn heima og það er betra og ætti að geta komið okkur til góða. Ef við leikum skynsamlega í útileiknum og höldum haus er aldrei að vita hvað gerist," sagði Einar. Drammen sló út franska liðið PSG í 16-liða úrslitum, gerði jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi en sigraði FELAGSLIF Adalfundur hjá Val Aðalfundur knattspyrnudeildar Vals verður haldinn að Hlíðarenda þriðju- daginn 5. desember kl. 20.30. Jólagledi Víkings Knattspymufélagið Víkingur verður með jólagleði í Víkinni á laugardag- inn, 2. desember, og hefst skemmtun- in kl. 19. M.a. verður boðið upp á di- skótek, skemmtiatriði og happdrætti. Miðar seldir hjá fulltrúaráði. Hátíð hjá Fram Handknattleiksdeild Fram heldur upp á 55 ára afmæli sitt í íþróttahúsi Fram á laugardaginn. Hátíðin hefst kl. 20.00. Boðið er upp á skemmtiatriði og verður Sverrir Stormsker ræðu- maður kvöldsins. Hljómsveitin 66 leik- ur fyrir dansi og mun Pétur W. Krist- jánsson stíga á stokk með hljómsveit- inni. Aðgangur er kr. 1.000. síðan með tveimur mörkum í Nor- egi. Liðið er ungt og að sögn Matthí- asar Matthíassonar, sem leikur með Elverum í Noregi, hefur því gengið vel að undanförnu og náði mjög góðum leikjum gegn PSG. „Þeir byijuðu illa í haust en hafa verið að ná sér á strik og léku mjög vel á móti PSG. Við sigruðum þá á útivelli í þriðju umferðinni en liðið er í 5. sæti núna með 8 stig eftir sex leiki, hafa tapað tveimur leikjum. Drammen er'spáð fyrsta eða öðru sæti í deildinni og í liðinu er stjörnu- mannskapur og ef til vill gekk því svona illa framan af þess vegna. Leikmenn liðsins léku ekki sem lið en það er allt að koma hjá því og ef liðið leikur eins gegn Aftureldingu og það gerði gegn PSG gæti þetta orðið erfitt fyrir Mosfellinga. Það er landsliðsmaður í hverri stöðu og sænskur þjálfari sem þykir mjög góður. Heimavöllurinn þeirra er erf- iður því þar rúmast um 2.500 áhorf- endur sem eru alltaf vel með á nótun- um,“ sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við að Drammen hefði komið mjög á óvart í fyrra en þá var liðið á fyrsta ári í úrvalsdeildinni. Mótheijar KA í 16-liða úrslitun- um, Kosice frá Slóvakíu, lenti á móti Lemgo frá Þýskalandi í Evrópu- keppni bikarhafa. Atta lið eru eftir í Evrópukeppni meistaraliða sem nú er skipt í tvo riðla þar sem allir leika við alla heima og að heiman. í A-riðli eru Kiel frá Þýskalandi, Didasoa frá Spáni, Veszprem frá Ungveijalandi og Braga frá Portúgal, en Portúgalir slóu Valsemenn út úr keppninni. í B-riðli leika Zagreb frá Króatíu, Barcelona frá Spáni, Winterthur frá Sviss og GOG frá Danmörku. Þess má til gamans geta að í meistaradeildinni verður fyrsta um- ferðin leikin 16. til 18. janúar og síðan næstu helgi þar á eftir. Þá kemur ein fríhelgi áður en næstu tvær umferðir eru leiknar og síðan líða þijár vikur þar til síðasta um- ferðin er leikinn. Valdimar hefur skorað mest FJÓRIR leikmenn hafa leikið alla tólf leiki íslands í Evrópukeppni landsliða - Valdimar Grimsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Gunnar Beinteinsson og Dagur Sigurðsson, síðan kemur Pat- rekur Jóhannesson með ellefu leiki, Bergsveinn Bergsveinsson, Geir Sveinsson og Július Jónasson með níu, Einar Gunnar Sigurðsson átta og Ólaf- ur Stefánsson sjö. Valdimar hefur skorað flest Evrópu- mörkin, eða 64, að meðaltali 5,33 mörk í leik. Hann hefur skorað nær einn fjórða af Evrópumörkum íslands, sem eru 277. Júlíus hefur skorað 36 mörk, Patrekur 27, Geir 26, Gunnar Bein- teinsson 24. Héðinn Gilsson hefur skor- að 22 mörk í fimm leikjum og Sigurður Sveinsson 19 mörk í þremur leikjum, eða að meðaltaii 6,33 mörk í leik. Ekki unnið á úti ÍSLENSKA landsliðið hefur unnið sjö leiki - alla á heimavelli, tapað fjórum og gert eitt jafntefli í Evrópukeppni landsliða. Liðið hefur ekki náð sigri í fjórum leikjum á útivelli - gerði jafn- tefli 23:23 gegn Finnlandi í Kaijá, tap- aði fyrir Króatíu í Zagreb 18:26, fyrir Rúmeníu í Vilcea 19:21 og fyrir Rússum íMoskvu 14:22. Sjö leikir undir stjórn Þorbjörns ÞORBJÖRN Jensson hefur sijórnað landsliðinu i sjö leikjum - fimm sigur- ■eikjum ogtveimur tapleikjum. Sigur- Ieikirnir eru gegn Noregi 27:23, Aust- urríki 29:19 og Italíu 23:20 í Voitsberg í Austurríki, gegn Rúmeníu 24:23 og Rússlandi 20:18 í Kaplakrika. Tapleik- irnir voru gegn Rúmeníu 19:21 í Vilcea og Rússum 14:22 í Moskvu. Pólverjar léku síð- ast hér 1993 PÓLVERJAR léku síðast hér á landi undir sljórn Bogdans 1993. Þá unnu íslendingar 30:15 og 28:24. Sex leik- menn sem nú eru í landsliðshópnum léku þá - Bergsveinn Bergsveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Bjarki Sig- urðsson, Geir Sveinsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Gunnar Beinteinsson. Þeir sem léku þá, en eru ekki í hópn- um, eru: Gunnar Gunnarsson, Sigurður Bjarnason, Konráð Olavson, Gústaf Bjarnason, Júlíus Jónasson, Sigurður Sveinsson og Héðinn Gilsson. Þorbjöm Jensson vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda Ofterþörf en nú er nauðsyn „VIÐ verðum að vinna báða leikina gegn Pólverjum, eða að ná minnst þremur stigum úr báðum leikjunum. Stuðningur áhorfenda er mikilvægur eins og kom berlega í ijós í heimaleikn um gegn Rússum. Ef við fáum svipaðan stuðning og síðasta stundarfjórðunginn í leiknum gegn Rússum þá get ég lofað því að við vinnum. Oft höfum við haft þörf fyrir stuðning áhorfenda en nú er hann nauðsyn," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf ari, um leikinn gegn Pólverjum í Kaplakrika íkvöld kl. 20:30. að er nánast lífsspursmál fyrir íslenskan handbolta að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins á Spáni og til þess þurfa strákarnir tónatansson okkar að legaa Po1; skrifar verja að velli 1 kvold og helst með nokkr- um mun til að eiga gott veganesti í síðari leikinn sem fram fer í Pól- landi á laugardaginn. Það hefur oft reynst þrautin þyngri að leika á úti- velli og það er ekkert gefið í Pól- landi. Það er því afar mikilvægt að áhorfendur styðji nú vel við bakið á íslenska liðinu og mæti til leiks í Kaplakrika í kvöld, það gæti ráðið úrslitum. Þorbjörn segist trúa því að ís- lenska liðið komist til Spánar. „Ég er alltént ekki farinn að spá í neitt annað á þessari stundu. En auðvitað getur sú staða komið upp að við komumst ekki áfram og þá verðum við ekki með í þessum stórmótum næstu árin. Þá verður að setjast nið- ur og sjá hvaða stefnu á að marka fyrir framtíðina. Þetta er síðasti möguleikinn sem við fáum á að kom- ast áfram. Við fengum möguleika á HM hér heima í vor, en þessi mögu- leiki er sá síðasti í stöðunni og við ætlum að nýta hann.“ Þjálfarinn segist ekki óttast það að Rússar tapi fyrir Rúmenum miðað við hvernig þeir hafa verið að leika að undanförnu. „Það lofar góðu fyr- ir okkur að Rússar sigruðu í „Super- Cup“ í Þýskalandi um síðustu helgi - unnu alla leiki sína í keppninni nokkuð örugglega á meðan Rúmenar töpuðu öllum. Eg á því frekar von á því að Rússar klári Rúmena í báð- um leikjunum. En við verðum ein- göngu að hugsa um okkar leiki því við megum ekki klúðra neinu í leikj- um okkar gegn Pólverjum og verðum helst að vinna þá báða,“ sagði Þor- björn. „Ég hef verið að skoða leiki með pólska landsliðinu á myndbandi og eftir þá yfirlegu er ég sannfærður um að við eigum að vinna Pólveija á eðlilegum degi. Þeir eru ekki með eins sterkt lið og Rússar og Rúmen- ar, en það er ljóst að það er rík hefð fyrir handbolta í Póllandi og það þýðir ekkert að fara í þessa leiki nema alveg á fullu. Þeir gefa ekki neitt og eru engir aular. Við þurfum helst að vinna þá með nokkrum mörkum hér heima því það eflir sjálfstraustið fyrir síðari leikinn. Það er alltaf verra að mæta þeim á úti- velli, sem sannast best á því að Rúmenar voru í basli með þá í Pól- landi og unnu með aðeins tveimur mörkum, 29:27, en unnu sannfær- andi í Rúmeníu, 30:22. Það er alltaf erfitt að fara á útivöll því þar eru allt aðrar aðstæður og aðbúnaður sem við erum óvanir.“ Landsliðið kom saman í gær og æfði tvisvar. Liðið er skipað sömu leikmönnum og léku heimaleikinn gegn Rússum nema að Róbert Sig- hvatsson úr Aftureldingu kemur inn fyrir Júlíus Jónasson sem er hand- arbrotinn. „Strákarnir eru ailir heil- ir og tilbúnir í slaginn. Við höfum verið að þjappa okkur saman fyrir stóru stundina. Við höfum farið yfir sóknarleikinn sem hefur ekki verið nægilega góður að undan- förnu og ég held að þetta sé allt á réttri leið. Ég reikna með að Pól- veijar leiki vörnina framarlega og við ætlum að gera það líka, en höf- um síðan fleiri varnarafbrigði upp á að hlaupa ef svo ber undir,“ sagði þjálfarinn. Pólverjar kalla á einn leikmann frá Þýskalandi EINN landsliðsmaður Póllands, sem leikur í Þýskalandi, er í lands- liðshópi Pólveija, sem leikur hér. Það er Piotr Badowski, sem leikur með utandeildarliðinu TSG Gross-Bieberau. Þess má geta að níu fyrrverandi landsliðsmenn frá Póllandi eru hjá 1. deildar- liðum í Þýskalandi — þrír með Essen, tveir með Bad Schwartau, tveir með Nettelstedt, einn með Niederwiirzbach og einn með Magdeburg. Níu landsliðsmenn leika með þýskum 2. deildarliðum, þannig að átján Pólverjar eru hjá liðum í 1. og 2. deild. Það er greinilegt að Pólverjar byggja lið sitt upp á heimamönnum. Landsliðsmenn í handknattleik á ferd og flugi ■ * I M * 1 ■ I ti Pollands áiidi fyrír 15 árum Póílands frá 1966 aldrei fyrr akandi Undankeppni HM' 66: ■ Pólland-ísland 27:19 Vináttuleikir 1980: I Pólland-ísland 28:19 Pólland-ísland 21:13 Landsleikur Póllands 09 íslands hefst í Poznan kl. 16.25 laugar- daginn 2. des. Að leik loknum verður ekið til Hamborgar að nóttu til. Áætlaður komutími þangað er um kl. 06, flogið um kl. 08.40 og lent á Keflavíkurflugvelli um kl. 13.05 á sunnudag 3. des. 500 km J -''111 Sex sigurleikir í röð í Kaplakrika ÍSLENDINGAR hafa leikið níu landsleiki í Kaplakrika, unnið sjö en tapað tveimur - gegn Noregi og Danmörku 1990. Landsliðið hefur leikið sex leiki í röð í Kapla- krika án þess að tapa - Egyptar voru lagðir þar að velli 24:23 1992, síðan kom sigur gegn Króatíu- mönnum í Evrópukeppni landsliða 1993, 24:22, þá sigur 22:19 gegn Spáni 1994 og nú í ár hafa þrír leikir farið þar fram; sigur gegn Austurríki 25:24, gegn Rúmeníu 24:23 og gegn Rússlandi 20:18. DAGUR Sigurðsson hefur leikið alla sigurleikina sex, hann var nýliði í landsliðshópnum gegn Egyptum 1992 ásamt Ólafi Stef- ánssyni, sem hefur heldur ekki tapað leik í Kaplakrika eins og Patrekur Jóhannesson, Einar Gunnar Sigurðsson_ og Jón Krist- jánsson. Patrekur, Ólafur og Einar Gunnar hafa leikið fimm sigurleiki þar, en Jón fjóra. Patrekur hefur náð að skora í öllum fimm leikjum sínum í Kaplakrika. Mættust fyrst í Gdansk ÍSLENDINGAR og Pólveijar mættust fyrst á handknattleik- svellinum 1966 - í Gdansk í Póllandi í undankeppni HM í Svíþjóð 1967. Pólveijar unnu þá 27:19. Guðjón hetja íslands ÞEGAR Pólyetjar léku sinn fyrsta leik á íslandi, 1966 í undankeppni HM, fögnuðu ís- lendingar sigri 23:21. Pólveij- ar voru yfir 18:21 þegar átta mín. voru til leiksloka, en með mikilli baráttu náðu íslending- ar að jafna og Guðjón Jónsson úr Fram átti lokaorðið - skor- aði tvö síðustu mörkin með lúmskum langskotum. Æfðu klukkan 5:30 á morgnana ÍSLENSKA landsliðið fór í æfingabúðir til Póllands 1977 æfði í sjö daga í Gdansk og lék tvo landsleiki gegn Pól- verjum f Varsjá. Liðið lék þá tvisvar á dag og voru fyrri æfingamar kl. 5:30 á morgn- ana. Astæðan fyrir því var að liðið varð að æfa áður en Jan- us Czerwinsky, fyrrum landsl- iðsþjálfari, fór að kenna við íþróttaháskólann í Gdansk. Þorbjöm í þriðja sinn til Póllands LANDSLIÐIÐ fór í þriðju ferð sína tU Póllands 1980 og lék þá tvo vináttuleiki í ferð sinni. Aðeins einn í landsliðshópnum nú, hefur farið með landsliðinu tU Póllands - þjálfarinn Þor- björa Jensson, sem fór þangað 1977 og 1980. Alfreð enn leikmaður AF ÞEIM leikmönnum sem léku í Póllandi 1980 er aðeins einn enn að leika - Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður með KA, en þrír leikmenn eru þjálfarar; Þorbjöra Jensson, Kristján Arason hjá Dormagen og Þorbergur Aðaisteinsson hjá ÍBV. Fertugasti leikurinn LEIKUR íslands og Póllands í Kaplakrika er fertugasti landsleikur þjóðanna. Af þeim 39 leikjum sem þjóðimar hafa leikið, hafa Pólveijar unnið 22, íslendingar 16, en einum lauk með jafntefli. Pólverjar unnu síðast í Bratislava ÍSLENDINGAR og Pólveijar hafa ieikið fimmtán leiki síð- ustu tíu ár - íslendingar hafa unnið ellefu leiki, en Pólverjar fjóra. Pólveijar unnu síðast í HM í Tékkóslóvakíu - 25:27 í Bratislava. Síðasti leikur þjóð- anna var í Danmörku í byijun árs 1995, þá unnu íslendingar 23:21. Sögulegasti sigur ís- lands á PóUandi er án efa úr- slitaleikur B-keppninnar í Frakklandi 1989, þegar sigur vannst í París 29:26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.