Morgunblaðið - 29.11.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.11.1995, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG 1 í PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 BLAD i -I- Aflabrögð 3 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál Viðtal Greinar 7 Valdimar Samúelsson Morgunblðið/HG 150 fiskvinnsluhús enn Á SALTFISKMARKAÐNUM 6 Hvalveiðibannið minnkar afrakst- ur þorskstofnsins 5 Alda Möller ritstjóri Ground- fish forum á undanþágu tíl áramóta AF UM það bil 400 fiskvinnsluhúsum,. sem starfandi eru á landinu, eru um 150 þeirra enn á undanþágu. Um 250 hús hafa fengið endanlegt vinnsluleyfi á síðustu þremur árum eða frá því að lög um meðferð sjávarafurða og eftir- lit með framleiðslu þeirra tóku gildi um áramótin 1992-1993. Þau 150 fiskvinnsluhús, sem enn eru á bráðabirgða- leyfi, hafa frest til áramóta til þess að koma málum í lag. Líklegt að 20 til 25 fyrirtæki hætti um komandi áramót Að sögn Þórðar Friðgeirssonar, for- stöðumanns gæðastjórnunarsviðs Fiski- stofu, er það aðallega tvennt sem sker sig úr og bæta þarf. í fyrsta lagi er það innra eftirlit og skráningar og í öðru lagi er algengt að gerðar séu athuga- semdir varðandi búnað og byggingar. Staðan könnuð Þórður segir að Fiskistofa sé nú að kanna stöðuna hjá þeim húsum, sem enn eru á undanþágu og telur hann að mörg þeirra hafi gert nauðsyn legar úrbætur þó enn hafi ekki verið sótt um fullnaðarvinnsluleyfi. „Menn hafa tíma fram til áramóta til þess að uppfylla þær kröfur, sem settar eru fram í íslensku lögunum, áður en heimild er gefin fyrir fram- leiðslu matvæla til lengri tíma. Fljótt á litið sýnist mér að um 20 til 25 fyrir- tæki muni hætta um áramót. Við mun- um því í sjálfu sér ekki loka neinum fyrirtækjum um áramót, en þau fá ekki endurnýjuð vinnsluleyfin nema húsin séu komin í það horf, sem ásættanlegt er. Er þá starfseminni sjálfhætt. Endan- leg staða verður því ekki ljós fyrr en þá.“ Gæðastjórnun og hrelnlætl Svo dæmi séu tekin um kröfur Fiski- stofu, er gert ráð fyrir að menn noti ákveðna aðferð við gæðastjórnun, svo- kallaða HACCP-aðferð, sem Þórður seg- ir að sé að ryðja sér til rúms hvarvetna í heiminum. Öll hreinlætisaðstaða þurfi jafnframt að vera til fyrirmyndar til að forða matvælunum, sem verið er að vinna með, frá mengun. Hvorki megi gólf vera sprungin né málning á veggj- um flögnuð auk þess sem salernisað- staða kvenna og karla þarf að vera aðskilin, svo dæmi séu tekin. Þórður segir að í mörgum tilfellum hafi fyrirtæki þurft að leggja í geysilega mikla fjárfestingu til þess að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru í lögunum skv. ESB stöðlum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi byggt ný hús yfir starf- semina. Eitt gangi yfir alla „Þess vegna verðum við að gæta þess að skerða ekki samkeppnisaðstöðu þessara fyrirtækja með því að leyfa þeim fyrirtækjum, sem ekkert hafa gert til þess að laga aðstöðuna og ekkert hafa fjárfest, að halda áfram starf- semi. Það kemur auðvitað fram í verði afurðanna á einn eða annan hátt ef menn hafa kostnað miklu til. Skylda okkar er að sjá til þess að eitt gangi yfir alla. Þetta fer mikið til eftir því í hversu slöku ásigkomulagi húsin voru fyrir og hvaða kröfur menn setja sér. Oft þarf ekki nema breyttan hugsana- hátt til.“ Fréttir Vilja auka loðnukvótann • HAFRANNSÓKNA- STOFNUNIN hefur lagt það til við sjávarútvegsráðu- neytið að heildarloðnukvóti verði hækkaður upp í 1150 þúsund tonn, en áður hafði verið gefinn út bráðabirgð- akvóti upp á 800 þúsund tonn. „Við höfum lagt þær tillögur fyrir okkar viðsemj- endur, þ.e. Norðmenn og Grænlendinga, því þeir þurfa að samþykkja hækk- unina. Við væntum svars í vikunni," segir Jón B. Jónas- son, skrifstofusijóri í sjávar- útvegsráðuneytinu./2 Óvirkt eftirlit • HVORKI tollayfirvöld né Fiskistofa eru með virkt eft- irlit með fiskútflutningi. Heilbrigðisvottorð eru gefin út af Fiskistofu án þess að hún skoði fiskinn. Tollayfir- völd kanna ekki hvort inni- hald sendinga og fylgiskjöl stemmi saman, enda beinist eftirlit tollsins fyrst og fremst að innflutningi. Fisk- framleiðendur geta því, selt verðmiklar fiskafurðir úr landi sem verðminni afurðir, til dæmis þorsk sem ufsa, án þess að eiga það á hættu að verða gripnir fyrir kvóta- og sölusvik./2 Vekur athygli í Noregi • NORSKU sjávarútvegs- blöðin Fiskeríbladet og Fiskarenslá. upp fréttum af kaupum Samherja á 50% hlut í þýska útgerðarfyrir- tækinu Deutsche Fischfang Union. Kemur þar fram, að ekki hilli enn undir samn- inga um Smuguna en íslend- ingar séu hins vegar farnir að kaupa sér kvóta í Bar- entshafi í stórum stíl./3 Vinna saman að lifrarsöfnun • FYRIRTÆKIÐ Lýsi hf. í Reykjavík hefur um árabil haft náið samstarf við knatt- spyrnudeild UMFG í Grinda- vík og hefur hvor um sig mikinn ávinning af. Sam- starfið hófst á árinu 1986 og hefur því staðið í tæp 10 ár. Af þessu tilefni kynntu Lýsi hf. og knattspyrnudeUd UMFG framleiðslu fyrirtæk- isins og annað sem lýtur að markaðs- og þróunarmál- um. Einnig voru veittar við- urkenningar fyrir samstarf milli útgerðarmanna og knattspyrnudeildarinnar./8 Markaðir Frystingin dregst saman • EF skoðuð er ráðstöfun heildaraflans það sem af er þessu almanaksári í saman- burði við sama tíma á síð- asta ári, kemur í ljós að frystingin hefur dregist saman, söltunin stendur í stað, bræðslan eykst og einnig eykst útflutningur á ferskum fiski, það er á fiski í í flugi eða beinar sölur skipa. Hinsvegar dregst gámasalan saman og einnig sjófrystingin og er ástæðan fyrir því fyrst og fremst samdráttur í veiðum á út- hafskarfa. Sjófrysting og söltun eykst • í ÞORSKI dregst frysting saman, en söltun vex ásamt sjófrystingu og flugi. í karfa eykst frystingin og útflutn- ingurinn, en sjófrystingin dregst saman ásamt gámun- um. Frysting í landi á rækju, veiddri í okkar lögsögu, dregst hinsvegar saman, en sjófrystingin eykst. Bjarni Kr. Grímsson, fiskimála- stjóri, segir að á þessum tölum sé ekki að sjá neina stöðnun í íslenskum sjávar- útvegi og stöðugt sé unnið að nýjum verkefnum og far- ið milli verkunaraðferða eft- ir því sem hagkvæmast er hveiju sinni. Verkun heildarafla jan.-sept. 1994-95 CD I Söltun -25 1 í i 1994 i 1995

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.