Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 8
t í SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Morgunblaðið/Frfmann Ólafsson BALDUR Hjaltason, forstjóri Lýsis hf., tekur á móti mynd, sem sýnir unga knattspymumenn í Grindavík ásamt Pele og Ásgeiri Sigurvinssyni, úr höndum Svavars Sigurðssonar, formanns knattspyrnudeildar UMFG. Vínna saman að söfnun fískilifrar til lýsisvinnslu Grindavík, Morgunblaðið ÖLLUM ætti að vera Lýsi hf og knattspymumenn SJMKX'fií: í Grindavik í góðri samvinnu * •« hafi verið lífgjafi þjóðarinnar. íþróttamönnum ætti einnig að vera ljóst hollustu- gildi lýsis fyrir íþróttaiðkun sína. Lýsið fæst úr lifur og er þorskalifur talin eitt besta hráefnið. Fyrirtækið Lýsi hf. í Reykjavík hefur um árabil haft náið samstarf við knattspyrnudeild UMFG í Grindavík og hefur hvor um sig mikinn ávinning af. Samstarfið hófst á árinu 1986 og hef- ur því staðið í tæp 10 ár. Af þessu tilefni kynntu Lýsi hf. og knattspymu- deild UMFG framleiðslu fyrirtækisins og annað sem lýtur að markaðs- og þróunarmálum. Einnig voru veittar við- urkenningar fyrir samstarf milli út- gerðarmanna og knattspyrnudeildar- innar. 15 krónur fyrir lifrarkílóið Samstarfið um lifraröflun gengur út á það að sjómenn safna þeirri lifur sem til fellur og selja síðan Lýsi hf. Sjómennirnir fá greiddar 15 kr. fyrir hvert kíló og þegar ákveðnu lágmarki er náð greiðir Lýsi hf. bónus sem renn- ur til knattspyrnudeildarinnar. Þannig hefur deildin fengið tæpar 800 þúsund krónur á þessu ári. Þessi lifraröflun hefur að mestu leyti miðast við troll- og línubáta en nánast ekkert af togur- um og veldur það áhyggjum forráða- manna Lýsis því nú er svo komið að fyrirtækið fær aðeins um þriðjung þeirrar lifrar sem það fékk fyrir fimm árum. Það hefur aftur leitt til þess að framboð lýsis frá Noregi hefur aukist og Island hefur misst það forystuhlut- verk sem það hefur haft í framleiðslu þorskalýsis í heiminum. 100 þúsund upp í sólarlandaferð Skipverjar á Oddgeiri, sem er gerður út frá Grindavík, hafa haft gott af þessu samstarfi milli deildarinnar og Lýsis. Þeir hafa komið með rúmlega 70 tonn að landi á þessu ári. Þannig hefur áhöfnin, 9 manns, fengið 100 þúsund krónur í sinn hlut hver sem voru notaðar í sólarlandaferð sem hún fór í síðastliðið haust. Hjálmar Haraldsson, skipstjóri á Oddgeiri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta hefði gengið svona vel því útgerðin hefði gefið eftir sinn hluta af verðinu auk þess sem upphæðinni hefði verið skipt jafnt milli manna. Þar með hefði þetta fengist. Þetta væri misjöfn vinna, stundum ekkert fyrir þessu haft en puð á móti. Besta lifrin kæmi úr þorskinum og þegar áhöfnin væri í aulaþorski næði lifrin oft einu kílói að þyngd niður í það að það tæki sig varla að hirða hana eins og úr ýs- unni. Ávinningurinn væri tvíþættur. Annarsvegar að drýgja tekjurnar og hinsvegar að vinna að framgangi fót- boltans i Grindavík. Ef hinsvegar ætti að fara að klípa af þessari upphæð væri þetta varla gerandi. Lýsi til 100 landa Á samkomunni sagði Svavar Sig- urðsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, að frá því samstarfið hófst á árinu 1986 hefði knattspyrna í Grinda- vík verið á uppleið. Á því ári var haf- ist handa um uppbyggingu grasvallar, liðið hefði verið í 2. deild þá en hægt og bítandi unnið sig upp á við. Liðið vann sér sæti í 1. deild fyrir ári, það lék einnig til úrslita um bikarinn og eignaðist loks íslandsmeistara í 4. flokki kvenna á nýliðnu sumri. Ekki væri hægt að segja annað en samstarf- ið gæfi vel af sér. Allir flokkar félags- ins leika í búningum sem merktir eru Lýsi og vonandi væri félagið góð aug- lýsing fyrir fyrirtækið. Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis, sagði að fyrirtækið hefði frá stofnun þess árið 1938 selt vörur sínar til um 100 landa en seldi nú afurðir sínar til um 40 landa og kvað lýsi líklega þá vöru sem færi víðast af íslenskum út- flutningsvörum. Fyrirtækið hefði í rík- ara mæli farið að flytja út vörur í eig- in neytendapakkningum á erlenda markaði. Þróunar- og rannsóknarstarf væri unnið innan fyrirtækisins í sam- vinnu við Háskólann og margt nýtt væri í deiglunni. Fullvinna lýsi í matvæli „Það helsta sem við erum að vinna að núna er í fyrsta lajgi að vinna vörur fyrir snyrtiiðnaðinn. I ljós hefur komið að í lýsi eru ýmis efni sem hafa góð áhrif á húðina og áhugi er að aukast á sjávardýraolíum. Þá höfum við í sam- vinnu við fiskeldi Eyjafjarðar um lúðu- eldi verið að finna fæðublöndu fyrir lúðulirfur á því stigi þegar lirfan mynd- hverfist í lúðuseiði. Það er erfiðasta stig lúðueldis og mikil afföll á þeim tíma. Síðan erum við að fullvinna lýsi í matvæli s.s. mæjones, sósur og barna- mat. Til þess þarf hátækni og við erum þar í samvinnu við erlenda aðila. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að við fullvinnum hráefnið sem við erum með,“ sagði Baldur í samtali við Morg- unblaðið. „Við teljum okkur hafa ávinning af því að vera í samstarfi við fótboltann í Grindavík. Við fáum aukið lifrarmagn af svæðinu og erum um leið í nánari tengslum við bæjarlífið. Þá er ekki síðra að fylgjast með þeirri miklu uppbygg- ingu sem á sér stað í íþróttalífinu í Grindavík," sagði Baldur. FOLK Ölafur kýs íslenskt • ÓLAFUR Arnbjörnsson, skipstjóri á togaranum Boul- onnais frá Walvis Bay í Namibíu hef- ur notað 240 metra Pelík- an-troll frá Hampiðjunni um nokkurt skeið með ágætum ár- angri. Það er einkum talið Benedikt Valsson Ólafur Arnbjörnsson henta vel við veiðar að nætur- lagi þegar lýsingurinn lyftir sér frá botni. Hann segist vera að fá allt að þrefalt meira en aðrir togarar á næturna, en sama magn og aðrir á daginn þegar fískurinn liggur á botninum. Þetta kemur fram í Pokahorn- inu, tækniriti Hampiðjunnar um veiðar og veiðarfæri. Þá notar Ólafur Poly-Ice toghlera frá J. Hinrikssyni sem eru 1.500 kg að þyngd. Hann segir Pelíkaninn léttann í drætti, en stærstu möskvarnir eru 1.000 mm að lengd oger Ólafur aðhuga að stækkun á trollinu. Útgerð Boulonnais, Northern Fishing, á fjóra aðra togara af svipaðri stærð og keypti þijú Pelíkan troll til við- bótar. Þau voru send utan í sept. sl. og þegar eru farnar að berast fyrirspurnir frá öðrum útgerðum í Namibíu og Suður- Afríku. Benedikt í stjómina ytra • NORRÆNA flutninga- sambandið, sem eru samtök 44 aðildarsambanda á Norð- urlöndum með um 335 þúsund fé- lagsmenn, hélt tíunda þing sitt í Lilleham- mer í Noregi dagana 21. og 22. nóvem- ber. Á þinginu var gerð laga- breyting varðandi stjómarþátt- töku og gekk það sæti til Is- lands. Þar af leiðandi var ís- lendingur kjörinn í fyrsta skipti í stjórn sambandsins, en það var Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Far- manna- og fiskimannasam- bands Islands. Hann verður þá fulltrúi íslensku aðildar- sambandanna í stjórninni, en. það eru Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkamanna- samband íslands, Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands og Flug- freyjufélag íslands. Hans Wahlström, formaður Sænska flutningamannasambands- ins, var kjörinn nýr forseti samtakanna og Per-Erik Nel- in, formaður Finnska far- mannasambandsins, nýr varaforseti. Framkvæmdastjóri sambandsins er Borgþór S. Kjæmested og er skrifstofa sambandsins staðsett í Stokk- hólmi. Friðrik Pálsson áfram í stjórn Groundfish Forum • GROUNDFISH Foram fór fram 4. til 6. október síðastlið- inn. í framkvæmdanefnd ráð- stefnunnar var kjörinn Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumið- stöðvar hrað- frystihús- anna, og er hann sá eini sem hefur verið frá upphafi í nefndinni eða í fjögur ár. Auk hans voru kjömir í fram- Friðrik Pálsson kvæmdanefnd ráðstefnunnar: Jurgen Kleinebenne, frá Frozen Fish International í Þýskalandi, Svein G. Nybo frá Frionor A/S í Noregi og Vict- or L. Young frá Fishery Products Intemational Ltd. í Kanada. Starf framkvæmda- stjómarinnar felst meðal annars í því að undirbúa næstu Gro- undfish Fomm ráðstefnu, en þær em haldnar árlega, fá menn til að halda erindi og skipu- leggja söfnun upplýsinga á ráð- stefnunni. rosapipar og madeirasósu SUMARLIÐI Rúnarsson, sem er matreiðslunemi hjá föður sínum Rúnari Marvinssyni á veitingastaðnum PfyWfTTM Við 'fíörnina lét Verinu I té uppskrift r* * að blálöngu að þessu sinni, en Sumar- liði mun útskrifast í vor frá Hótel- og veitingaskóla íslands. Blálanga er frekar óalgeng fisktegund, en hún kemur einna helst á línu og í troll. Blálöngu má gjam- an finna á matseðlum fiskveitingahúsa og hafi menn áhuga á að prófa blálöngu heima í eldhúsi, þá má fá hana I sumum fískbúðum. I Fiskbúðinni okkar í Kópa- vogi er kg af blálöngu á um 450 kr. Uppskriftin er fyrir fjóra. 800 g blálanga hveiti heilhveiti fiskikrydd smjör Sósa rósapipar 10 sveppir madeiravín 4 hvítlauksgeirar picanta grænmetissalt 20 rækjur Blálangan er flökuð, roðflett, beinhreinsuð og skorin niður í hæfilega bita. Hveiti og heilhveiti blandað til helminga og fiskikryddi bætt út í. Fiskstykkjunum velt upp úr mjölblöndunni og léttsteikt í smjöri. Sósan er búin til þannig að mulin rósapipar og svepp- ir er brúnað á pönnu. Fisksoði síðan bætt út á pönn- una og smáskvettu af madeiravíni og hvitlauksolíu. Þetta er síðan látíð sjóða niður og svo er kryddað eftir smekk með picanta grænmetissalti. Að því búnu er rækjunum bætt út í og þær hitaðar í gegn. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og gufusoðnu grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.