Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 1
Varnarbarátta Vonandi tekst okkur að koma viti fyrir stjórnvöld, segir Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, er fædd á Hlíðarenda i Ölfusi árið 1946 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Þá fór hún í endurhæfingu á Reykjalundi og siðan út á vinnumarkaðinn. Hún gekk í skóla í Hveragerði og einn vetur i Hliðardalsskóla. Guðríður er spastískt lömuð frá fæðingu. Hún er gift Viðari Hörgdal Guðnasyni og eiga þau eina uppkomna dóttur, Kristínu Björk. Árið 1963 gekk Guðríður i Sjálfsbjörg í Reykjavik og í mai 1967 byrjaði hún að vinna á skrifstofu landssambandsins, sem fulltrúi fyrir Reykjavíkurfélagið, eftir að hafa leyst af í sumarleyfi þar árið áður. „Það tognaði nú úr þessu starfi," segir Guðríður. „Ég vann sam- fleytt í 22 ár hjá Sjálfsbjörg, fyrst i fjórtán ár hjá landssambandinu og svo rak ég skrifstofu Sjálfsbjargar í Reykjavík i átta ár." Árið 1988 hætti hún störfum hjá Sjálfsbjörg og réðist til starfa hjá Félagi eldri borgara stuttu siðar. Guðríður er fram- kvæmdastjóri félagsins. Enginn í sporin hans Jóhanns Péturs Hún sat i stjórn Sjálfsbjargar í Reykjavík frá 1971 og um árabil eftir það, með hléum. Eftir að hún hætti störfum hjá Sjálfsbjörg 1988 var hún kosin vararitari landssam- bandsins og síðar varaformaður. Þegar Jóhann Pétur Sveinsson lést í fyrrahaust tók Guðríður við formennsku Sjálfsbjargar. - Var ekki erfitt að taka við formennsku á slíkum tímamótum? - Það fetar enginn í fótsporin hans Jóhanns Péturs, segir Guðríður. - Ég held að það hafi verið huggun mín, að ég reyndi aldrei að keppa að því að standa jafnfætis honum. Sjálfsbjörg er auðvitað fyrst og fremst hagsmunasamtök. Skyldi Guðríður hafa orðið vör við miklar breytingar á þeim drjúga tíma, sem hún hefur starfað í þágu Sjálfsbjargar? -Já, hinn almenni félagsmaður er farinn að sækja félagsstarf sitt miklu víðar í þjóðfélaginu en áður var. Þegar ég var að byrja að starfa fyrir samtökin, þá voru samkomur hjá Sjálfsbjörg oft einu viðburðir sem hreyfihamlaðir sóttu. Margir þeirra fóru ekkert annað. - Eru hreyfihamlaðir allflestir í Sjálfs- björg? - Nei, stór hópur þeirra er ekki í Sjálfsbjörg, þvi miður. Ástæðan er m.a. sú, að sprottið hafa upp fleiri félög hreyfihamlaðra, eins og MS-félagið, SEM-samtökin og MND- félagið. Nú fyrir skömmu voru einmitt stofnuð ný samtök í Sjálfsbjargarhúsinu, Samtök Perthes-sjúklinga. Sum þessara sam- taka eru að hugleiða samstarf við Sjálfsbjörg. Ekki lengur þjóðarsátt Eg tel að öll þessi félög verði að taka höndum saman í hagsmunabaráttunni. Það sem af er þessum áratug hafa hreyfihamlaðir orðið að þola æðimikla réttindaskerðingu og hækkun þjónustugjalda, bæði af hálfu rík- isins og margra sveitarfélaga. Þar má nefna tekjutengingu á heimaþjónustu og ýmislegt fleira. Fyrir nokkrum árum ríkti þjóðarsátt um að fólk ætti að greiða til samneyslunnar á meðan það væri heilbrigt, en síðan fengi það stuðning ef eitthvað bjátaði á í lífinu. Þessi sátt er ekki lengur fyrir hendi. Nú er rætt um að eðlilegt sé að þjónustugjöld séu greidd. Hreyfihamlaðir hafa viljað fá stjórn- völd til að viðurkenna þann umframkostnað, sem af fötlun þeirra hlýst og er býsna mikill. Það þykir ekki lengur sjálfsagt að svo sé gert. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sendi Sjálfsbjörg öllum stjórnmálaflokkum bréf með nokkrum spurningum. 1 svörum allra flokka kom skýrt fram, að það bæri að taka tillit til þess umframkostnaðar sem fatlaðir yrðu fyrir. Eftir að fjárlög voru lögð fram nú í haust, sendum við mótmælaályktanir til allra Alþingismanna og annarra, sem málið varðar. Baráttunni verður haldið áfram með við- ræðum og samningaumleitunum við stjórn- völd. Fjárlög skerða tekjur - Hvar bítnar skerðingin helst á Sjálfs- bjargarfélögum ? - Ef við tökum það sem kemur fram í fjárlögum, þá er fyrst að nefna aftengingu bótagreiðslna við almenn laun í landinu. Með því móti verða tekjur lífeyrisþega skertar um samtals 450 milljónir króna og lækka fjárhæðir eingreiðslu jafnframt. í öðru lagi boðar frumvarpið skertar tekjur lífeyrisþega um samtals 285 milljónir með því að fjármagnstekjur skerði tekju- tengdarbætur og með sérstakri skerðingu hjá þeim sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð eftir að það varð lagaskylda. Þar óttumst við um lítinn hóp fatlaðs fólks, sem hefur aldrei fengið leyfi til að greiða í lífeyrissjóði, en þetta er fólk sem hefur unnið á vernduðum vinnustöðum. í þriðja lagi er ætlunin að lækka heimildarbætur lífeyrisþega um samtals 250 milljónir króna. Þessi áform munu, ef þau komast til framkvæmda, skerða tekjur lífeyrisþega um nær einn milljarð króna, eða sem svarar ríflega 7% af heildarupphæð til bótaþega. Þetta þrennt kemur fram í fjárlagafrum- varpinu, en auk þess hefur heilbrigðisráð- herra lýst yfir, að lækka eigi styrki hreyfi- Guðriður Ólafsdóttir: „Við verðum að reyna að sannfæra stjórnmálamenn um að þetta sé ekki rétta leiðin til sparnaðar." hamlaðra til bifreiðakaupa og lengja úthlut- unartíma úr þremur til fjórum árum í fimm. Bifreiðalán burt? A fundi tryggingaráðs 5. október sl. var samþykkt að hætta að lána til bifreiðakaupa fatlaðra. Við, sem erum hreyfihömluð, höfum kallað þetta endurkræfan styrk. Fyrir þennan styrk höfum við borgað 1% vexti til þriggja ára og hann er verðtryggður. Nú hefur trygg- ingaráð ákveðið að óeðlilegt sé að það sjái um bifreiðalán og visar okkur út á almennan markað, sem er mun dýrari. Við óttumst að margir muni freistast til þess að taka hærri lán en þeir ráða við af sínum litlu tekjum. Heilbrigðisráðherra hefur nú reyndar beðið tryggingaráð að endurskoða afstöðu sína í þessu máli, en þó er enn óvíst hvort lánin verði áfram við lýði til frambúðar. Niðurskurður bílastyrkja Heilbrigðisráðherra hefur viðurkennt, að fyrirhugað sé að skera heildarfjárhæð bílastyrkja niður um 100 milljónir, úr 160 milljónum í 60 milljónir króna. Á sama tíma er það ljóst, að ef styrkir til bílakaupa væru framreiknaðir samkvæmt þeim hækkunum sem orðið hafa á verði bifreiða undanfarin tvö ár, þyrfti hærri styrkurinn að hækka um 136 þúsund og lægri styrkurinn um 46 þúsund kr. til þess að halda verðgildi sinu frá árinu 1993. A þessum tíma hafa bílar hækkað í verði um 19,5%. Þá á að taka upp innritunargjald á sjúkrahús. Slík ráðstöfun bitnar mjög illa á öryrkjum og lífeyrisþegum. - Hvað getur Sjálfshjörg gert til að spyrna viðfótum? - Við verðum að reyna að sannfæra stjórnmálamenn um að þetta sé ekki rétta leiðin til sparnaðar. Vonandi tekst okkur að koma vitinu fyrir stjómvöld í þessum efnum, áður en skaðinn er skeður. Fatlaðir og ófatlaðir félagar í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, eru rúmlega 3000 félagsmenn, fatlaðir og ófatl- aðir. Þeir síðarnefndu voru áður kallaðir styrktarfélagar, en eru nú réttir og sléttir félagsmenn. „Við höfum verið að þokast i átt til þess, að allir hafi jafnan rétt innan sam- takanna, hvort sem um fatlaða eða ófatlaða er að ræða," segir Guðríður. Hún segir að nú sé að koma upp mjög sterk og öflug ungliðahreyfing innan Sjálfsbjargar. „Þetta er fólkið sem tekur við af okkur sem höfum verið í fremstu víglinu og það er afar mikilvægt að fá það inn í starfið með okkur," segir Guðríður. - Er Sjálfsbjargarhúsið orðið úrelt að ein- hverju leyti? - Stjórn Vinnu- og dvalarheimilisins hefur unnið að því að gera húsið heimilis- legra en það var. Auðvitað er húsið barn síns tima, en við verðum að reyna að laga það að þróuninni. Ríkið greiddi okkur húsaleigu i sautján ár. Það var gert með vitund og vilja heil- brigðisráðuneytisins og samþykkt, að það væri rekstrarkostnaður heimilisins, en leigan gekk til Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Við höfum ekki fengið þessa húsaleigu nú i nokkur ár og af þeim sökum hefur ríkinu verið stefnt fyrir dóm. Málið verður tekið fyrir fljótlega. Við vonum að þar getum við sótt sanngjarnan rétt okkar. - Hvernigferfjáröflun Sjálfsbjargar fram? - Aðalfjáröflunin er happdrættismiða- sala. Síðan erum við að byggja upp holl- vinakerfi, þar sem fólk styður við bakið á okkur með mánaðarlegum eða árlegum fram- lögum. Loks erum við með klemmusölu einu sinni á ári. Þá höfum við fengið fjárveitingu á fjárlögum undanfarin ár, rúmar þrjár milljónir króna. Varnarbarátta \ algleymingi - Hver eru helstu framtíðarverkefnin? - Sjálfsbjörg er fyrst og fremst hags- munafélag og fjárráðin eru takmörkuð. Við verðum að leggja aðaláherslu á baráttumálin og getum þar af leiðandi lagt niinna st; rf í að byggja samtökin upp innan frá. Varnar- baráttan er í algleymingi hjá Sjálfsbjörg núna. - Að lokum, Guðríður, - afþví að þú ert að starfa bæði fyrir aldraða og öryrkja; nú, þegar rdðist er á kjör þessara hópa, er hugsanlegt eiífhverf samstarf meðal þeirra ogjafnvelfleiri um aðgerðir eða þrýsting a stjómvóld? - Landssamband aldraðra, sem hefur 38 félagsdeildir innan sinna vébanda, Öryrkja- bandalag íslands, ASÍ, BSRB og BHM hafa samstarf sín á milli og við bindum miklar vonir við það hvað varðar kjarabaráttuna. Formenn þessara samtaka eiga sæti i sam- starfsnefnd og hittast reglulega. Haldreipi okkar er innan verkalýðshreyfingarinnar og samtakamátturinn skiptir öllu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.