Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 1
BÆKUR Prentun úr landi? /3 ELPSNEYTI Etanól úr lúpínu /4 HÖNNUN Nýjar víddir í sókn /8 fHmgftitiIMbiMfr Vörumerki Breska verslunarkeðjan „Iceland Frozen Foods“ hefur fallið frá umsókn sinni um skrásetningu á vörumerkinu „Iceland" í Banda- ríkjunum vegna mótmæla ís- lenskra aðila. Umrætt vörumerki hefur þegar verið skráð í Bret- landi og tilraunir til að hnekkja þeirri skráningu hafa reynst ár- angurslausar. Lánasýslan Alls var tekið tilboðum í ríkis- víxla fyrir um 2.767 milljónir króna hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Þar af keypti Seðlabankinn víxla fyrir 922 milljónir á meðal- verði samþykktra tilboða. Meðal- ávöxtun 3ja mánaða ríkisvíxla hækkaði um 0,03 punkta, í 7,10% en meðalávöxtun 6 mánaða víxla lækkaði um 0,02 punkta, í 7,26%. Meðalávöxtun 12 mánaða var óbreytt, 7,51%. Námstefna Rúmlega 200 manns sóttu nám- stefnu Stjórnunarfélags íslands með dr. Edward de Bono, sem fjallaði um skapandi liugsun og virkjun hugvits. Þetta var fjöl- mennasta námstefna Sljórnunar- félagsins í nokkur ár. SÖLUGENGI DOLLARS % Hagvöxtur Verðbólga Launaþróun Meðalgengi Atvinnuleysi '91 '92 '93 '94 '95 '91 '92 '93 '94 '95 '91 '92 '93 '94 '95 '91 '92 '93 '94 '95 '91 '92 '93 '94 '95 Rauntölur ----------Spástefna Stjórnunarfélags íslands Spá Þjóðhagsstofnunar UNDANFARIN ár hefur Stjómunarfélag íslands efnt til spástefnu þar sem forsvarsmenn í atvinnulífinu hafa spáð fyrir um efnahagsþróun næsta árs. Þegar litið er yfir spár síðustu ára sést að þær hafa verið nokkm svartsýnni en raun varð á og hið sama á einnig við um spár Þjóðhagsstofnunar. Þetta á einkum við um spár síðustu þriggja ára en þá áætluðu menn að hagvöxtur yrði lítill og jafnvel neikvæður. Hann varð hins vegar mun meiri en þeir spáðu. Þá var meiri verðbólgu spáð en raun varð á. Spá um launaþróun hefur verið nær lagi og atvinnuleysisspár hafa verið nálægt raunvemleikanum. Sjá bis. 2. Jólahrinan í sölu hlutabréfa fer óvenju snemma af stað þetta árið Bjartsýni og meiri fjárráð hjá fjárfestum HLUTABRÉFASALAN fyrir þessi jól virðist ætla að fara óvenju snemma af stað. Hjá þeim verð- bréfafyrirtækjum sem Morgun- blaðið ræddi við kom fram að þessi sala væri þegar farin að aukast talsvert og fólk virtist vera farið að huga að þessum málum mun fyiT en á undanförnum árum. Astæða þessa er meðal annars sögð vera aukin bjartsýni og betri íjárhagsstaða. Algengast virðist vera að einstaklingar fjárfesti í hlutabréfasjóðum verðbréfafyrir- tækjanna. Ásgeir Þórðarson, forstöðumað- ur verðbréfamiðlunar VÍB, segir að þar sé þegar farið að gæta aukningar í hlutabréfasölu. „Við sjáum að fleiri eru farnir að af- greiða þessi kaup miklu fyrr og eru jafnvel löngu búnir að því,“ segir Ásgeir. „Við höfum líka ráð- lagt fólki að bíða ekki of lengi með þessi kaup því bréfin hækka yfir- leitt eitthvað í verði þegar kemur fram í desember, og því betra að vera fyrr á ferðinni." Ásgeir segist allt eins reikna með því að salan verði í við meiri í ár en á undanförnum árum og þeir sem Morgunblaðið ræddi við taka undir það sjónarmið. Hann bendir á að tiltrú fólks á markaðn- um sé greinilega að aukast, enda hafi fólk verið að horfa upp á mjög góða ávöxtun hlutabréfa á undanförnum tveimur árum. Þá segir hann að betri fjárhagsstaða einstaklinga nú skili sér í aukinni sölu. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við eru þó almennt sammála um að það sem mestu máli skipti sé meiri bjartsýni meðal fólks. Svo virðist sem fólk hafi trú á því að afkoma fyrirtækjanna muni fara batnandi á næsta ári og því sé meiri eftirspurn eftir bréfum nú en oft áður. Mest keypt í hlutabréfasjóðunum Almennt virðist sem einstakling- ar leiti fyrst og fremst í hlutabréfa- sjóðina en kaupi minna af hluta- bréfum í einstökum fyrirtækjum. Talsmenn verðbréfafyrirtækjanna benda á að meiri áhættudreifing sé við kaup slíkra bréfa, en Anna Heiðdal, hjá fjárfestingarfélaginu Skandia, bendir einnig á að boðið sé upp á greiðsludreifingu við kaup á þeim bréfum og það kunni að hafa áhrif. Hins vegar virðist hluti fólks frekar kjósa kaup á hlutabréfum í einstokum fyrirtækjum. Þar virð- ast stærri fyrirtæki svo sem Flug- leiðir og Eimskip ásamt útgerðar- fyrirtækjunum verða einna helst fyrir valinu. Sú regla að fólk þurfi að eiga hlutabréfin í minnst 3 ár til þess að fá skattafrádrátt, virðist heldur ekki hafa leitt til samdráttar í sölu hlutabréfa. Kristján Guðmunds- son, markaðsstjóri hjá Landsbréf- um, segir að þessi breyting sé frek- ar af hinu góða, því hún venji fólk við þá hugsun að fjárfesting í hlutabréfum sé langtímafjárfest- ing. Hann segir það því vera æski- legt að viðhalda þessari reglu í stað þess að afnema hana í áföng- um líkt og ætlunin sé að gera. H1HLUTABREFA HJ SJOÐURINN Skattfrádráttur með fjölmennasta hlutabréfasjóði landsins lægri kostnaður — hærri ávöxtun Nokkrar góðar ástæ.ður til að Ijárfesta I f I lutabréfasjóðmt m fi í.: • Lægri kostnaður - hærri ávöxtun. • Stærsti hlutabréfasjódur landsins. • Góö eignadreifing. • Markviss fjárlestíngarstefna. • Allt að 90.000 kr. skattfrádráttur. Með kaupum li hlutabréfum í H!uta-\ bréfasjóðnum hf. getttr |xi tryggt þér allt að 45.000 kr. frádrátt frá tekjuskatti fvrir árið 1995, Hjá hjónum gctur þessi upphæð numíð allt aö 90.000 kr. I llutnbréf í hllutabréfa$jó<)num lij. rru seld i nfgmAslu VlH ú Kirkjusaiuli, i útibúum Islmulslutnbii um ullt Ltiiciogá Shóltwmjusrif' 12 jmrsm lilutabnjasjóthtrinn b\. var til húsa, Eitl sítttíal er nóg tíl að fjanga frá kaupum ef þú t’ill: •láta taka ttt aj tékkareikningi í íslanthbanka •fá smdan gírósttóil Pér býðst eínnig ad ganga frá kauputn með baðgrelðslum. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VFRÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili ad Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavik. Sími: 560-8900, myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.