Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýstárleg hugmynd er komin fram um byggingu etanólverksmiðju sem gæti skapað á annað hundrað störf Lúpínu á tankinn FJOLUBLAAR breiður lúp- ínunnar blasa gjaman við þegar ekið er um hrjós- truga sanda sem þekja orðið stóran hluta landsins. Þessi jurt er líklegast ein harðgerasta landgræðslujurt hér á landi og sýnist sitt hvetjum um hversu mik- ið eigi að nota hana við upp- græðslu. Eflaust dettur þó fæstum í hug að þarna geti verið á ferð- inni hráefni í arðvæna framleiðslu. Þeir Baldur Líndal efnaverkfræð- ingur og Asgeir Leifsson verkfræð- ingur hafa hins vegar sett fram afar nýstárlega hugmynd um hvernig nýta megi lúpínuna til framleiðslu á etanóli. Þeir félagar telja að hér geti verið um mjög arðbæran iðnað að ræða, sem að auki slái tvær flugur í einu höggi; stuðli að aukinni landgræðslu ásamt því að skila talsverðum hagnaði. Kveikjan að þessari hugmynd, að sögn Ásgeirs, var mikið pappírs- fjall í Hollandi, sem þarlent fyrir- tæki átti í vandræðum með að losna við. „Hér var um óendurvinn- anlegan pappír að ræða og buðust fulltrúar fyrirtækisins jafnvel til að gefa pappírinn ef hægt væri að nýta hann í þessa framleiðslu," segir Ásgeir. „Áhugi þeirra á þessu verkefni dvínaði hins vegar mikið þegar Kínverjar fóru af einhveijum ástæðum að kaupa þennan pappír mjög dýru verði. Við leituðum því annarra lausna og sáum það fljótlega að hér þyrfti að fínna innlent hráefni vegna mikils flutningskostnaðar. Þar sem iðnaðarviður er ekki til staðar hér beindist áhugi okkar fljótlega að lúpínunni, enda er jurtin mjög harðgerð, hún þarf ekki áburð og hægt er að rækta hana á landsvæð- um sem ekki eru nýtanleg til ann- arra hluta.“ Þriggja milljarða fjárfesting Hér er á ferðinni nokkuð óvenju- leg hugmynd og því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort að rekstur verksmiðju af þessu tagi geti gengið upp. Þeir Baldur og Ásgeir hafa unnið forkönnun á mögulegri arðsemi af framleiðsl- unni miðað við verksmiðju sem framleiddi 50 þúsund tonn af etan- óli á ári hveiju og hefði um 160 manns í vinnu. Heildarkostnaður við að reisa slíka verksmiðju yrði að þeirra sögn um 3 milljarðar króna og því Verkfræðingamir Baldur Líndal og Ásgeir Leifsson hafa lokið við forathugun á hag- kvæmni þess að reisa etanólverksmiðju í Hveragerði. Hráefnið þekkja flestir, en varla fyrir þessa eiginleika, því hugmyndin er að framleiða etanólið úr lúpínu. Þorsteinn Víg- lundsson kynnti sér þessar hugmyndir. Hagkvæmniathugun á framleiðslu á 50.000 tonnum af etanóli úr lúpínu Hver lítri, 50 þús. GJOLD: kr. tonn á ári Hráefni, lúpína, 3,8 kg. þurrefni á kr. 4,00/kg ■. 15,20 • ■ 950,0 m.kr. önnur hráefni ■ ■ 2,00 ■ ■ 125,0 m.kr. Orka Jarðgufa, 12,6kg/l á 210,00/tonn $3,00/t) • • 2,64 • ■ 165,0 m.kr. Raforka,0,4kWh/lákr2,80/kWh ....... 1,12 ... 70,0m.kr. Vatn o.fl.................................... 0,16 • ■ • 10,0 m.kr. Vinnuafl/stjórnun 160 manns á kr. 200 þús./mán. + launatengd gjöld, 35% .... 8,19 Yfirstjórn og skrifstofuhald ........... 2,80 Ýmis kostnaður, 10% .................... 3,21 Fjármagnskostnaður, 15% af 3 milljörðum kr. Samtals . ID Etanól... Fóður ... Áburður . Lignin ... Samtala HAGNAÐUR 7,11 42,43 511,9 m.kr. 175m.kr. 200,6 m.kr. 444,4 m.kr. 2.651,9 m.kr. 1.250,0 m.kr. 1.062,5 m.kr. 371,9 m.kr. 156,3 m.kr. 2.840,6 m.kr. 188,7 m.kr. 200 þúsund krónur og starfsmenn yrðu 160, sem án efa er of mikið. Þá reiknum við með því að 20 krón- ur fáist fyrir hvern lítra af etan- óli, en heimsmarkaðsverðið í dag er 27 krónur,“ segir Ásgeir. Söluverðmæti hliðarafurðanna er einnig vísvitandi vanmetið. „Hvað fóðrið varðar er varla hægt að tala um hliðarafurð, því fóður- framleiðslan er nánast til jafns á við etanólframleiðsluna," segir Ásgeir. „Við verðlagningu þess miðum við við hefðbundið fóður- verð, sem er um 20 þúsund krónur á tonnið. Þá er ekki tekið með í reikninginn að hér er um lífrænt fóður að ræða sem getur verið talsvert verðmætara.“ Svipaða sögu er að segja af áburðinum. „Þar erum við einnig að tala um lífræna afurð og mér skilst að það sé einmitt skortur á lífrænum áburði sem standi lífræn- um landbúnaði fyrir þrifum. Þar gerum við hins vegar aðeins ráð fyrir að 7 krónur fáist fyrir hvert kíló. Beinamjöl, sem er önnur teg- und af lífrænum áburði, er hins vegar selt á 35 krónur kílóið,“ seg- ir Ásgeir. Þeir félagar segja það gríðarlega mikilvægt að verksmiðjan sé sam- keppnishæf á alþjóðlegan mæii- kvarða, enda ekki mikill markaður fyrir afurðirnar hér á landi. Þeir gera því ráð fyrir að etanólið verði að stærstum hluta flutt út, þá ýmist til íblöndunar í bensín eða til notkunar í snyrtivörur eða í lyíjaiðnaði. Veruleg hagræðing væri af flutningi hráefnisins um pípulögn Möguleg ræktunarsvæði lúpínu Nokkur óvissa er um ræktun austan Mýrdalssands því að Mýrdalssandur þar eru ár óstöðugar • HONNUN * G Æ D I • NOTAGILD ^>húL.t, 3 s&eAut SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Á.GUDMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiöja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 er hér um mjög stórt verkefni að ræða á íslenskan mælikvarða, en niðurstöður forathugunarinnar bendir til þess að hér gæti verið á ferðinni þokkalega arðbær fram- Ieiðslugrein. Yfirlit yfir helstu kostnaðar- og tekjuliði má sjá í meðfylgjandi töflu. Framleiðsluferlið er nokkuð ein- falt, að sögn Ásgeirs. Lúpínan yrði ræktuð á véltækum ökrum, slegin, hökkuð og geymd þar í gryfjum. Hún yrði síðan flutt með pípum til verksmiðjunnar, jafnóðum og þörf væri á hráefninu. í verksmiðjunni er lúpínan síðan látin geijast og að lokum er etanólið eimað frá. Eftir verða þijár hliðarafurðir, sem gera þessa framleiðslu ekki síður vænlega, en þær eru fóður, áburð- ur og lignin. Þessar afurðir gætu allar gefið af sér nokkrar tekjur. „í flestum tilfellum höfum við vísvitandi van- metið tekjurnar en ofmetið kostnaðinn í útreikningum okkar. T.d. gerum við ráð fyrir því að meðallaun í verksmiðjunni yrðu um Ódýr jarðgufa mikill kostur Þeir Baldur og Ásgeir segja þijá kosti við lúpínurækt til framleiðslu etanóls hér á landi. í fyrsta lagi sé nægt landrými til staðar, þar sem sæmileg sátt gæti náðst um lúpínurækt. Fyrst og fremst sé þá litið til uppsveita Rangárvallasýslu, þar sem mikil gróðureyðing hefur átt sér stað, auk Mýrdalssands. Þessi svæði myndu duga til að sjá verksmiðjunni fyrir nægu hráefni og að auki sé til staðar mikið land- rými víða á Suðurlandi sem mætti nýta. Skyggðu svæðin á kortinu sýna hvaða svæði koma til greina. I heildina er verið að tala um tæp- lega 1.000 ferkílómetra landsvæði, sem gæti gefið af sér allt að 390 þúsund tonn af þurrefni, en til framleiðslu á einum lítra af etan- óli þarf um 3,8 kg af þurrefni. í öðru lagi skiptir hið mikla magn fóðurs sem fellur til í fram- leiðslunni verulegu máli, en í því geta falist umtalsverð verðmæti. Þriðji kosturinn, og'sá sem ef til vill vegur hvað þyngst, að mati Baldurs, er lágt verð á jarðgufu hér á landi. Jarðgufan er notuð í geijunarferlinu og í eimingunni, og einnig til þurrkunar á áburðin- um og fóðrinu. Baldur segir þetta vera orkufrekan iðnað og því gagn: ist ódýr jarðgufa vel í honum. „I raun má segja að kostnaðurinn við gufuna sé ein helsta fyrirstaðan fyrir því að hægt sé að framleiða etanólið svo ódýrt annars staðar,“ segir Baldur. Til þess að nýta inegi þetta lága orkuverð sem best hefur verið rætt um að staðsetja verksmiðjuna við Hveragerði. „Ástæðan er ekki aðeins nálægðin við þau svæði sem ætlunin er að nýta til ræktunar heldur er einnig talsvert magn af gufu þar til staðar. Okkur sýnist að það sé hagkvæmara að stað- setja verksmiðjuna nálægt gufu en nærri höfn, því það þarf ekki að fylgja því mikill kostnaður að flytja etanólið til strandar," segir Baldur. Mjög vistvænn iðnaður Etanólframleiðsla úr lífrænum hráefnum er mjög vistvæn stóriðja. Lítil sem engin mengun hlýst af starfsemi hennar og hráefnin og afurðirnar eru lífrænar. í dag er etanól notað sem eldsneyti á bíla í Brasilíu,_ýmist hreint eða blandað bensíni. Áhugi vestrænna ríkja á þessum möguleika hefur farið vax- andi að undanförnu sökum þess að íblöndun dregur verulega úr mengun sem hlýst af útblæstri bíla. Eitt helsta áhyggjuefnið varðandi þessa mengun eru gróðurhúsa- áhrifin, þ.e. hin mikla aukning koldíoxíðs í andrúmsloftinu sem veldur hækkandi hitastigi á jörðu. Þeir Baldur og Ásgeir benda á að með notkun etanóls skapist , meira jafnvægi í myndun koldíoxíðs í andrúmsloftinu. „Við bruna etan- óls myndast koldíoxíð, líkt og við bruna bensíns. Hins vegar er koldí- oxíð sem losnar við brana bensíns hrein viðbót við það sem fyrir er í andrúmsloftinu, þar sem olían kem- ur úr iðrum jarðar,“ segir Ásgeir. „Lífrænt framleitt etanól veldur hins vegar engri aukningu koldíox- íðs við bruna, því plönturnar, sem notaðar era til framleiðslunnar, vinna það úr andrúmsloftinu og viðhalda því ákveðnu jafnvægi.“ Undirbúningstíminn nokkur ár Þeir félagar gera ráð fyrir að það taki nokkur ár að koma upp viðunandi ræktarsvæði. Reikna megi með því að hægt yrði að slá lúpínuna í fyrsta sinn 3 árum eftir sáningu, en ætla megi að það taki u.þ.b. 8 ár að rækta upp nægilega stórt svæði fyrir verksmiðju af þessari stærð. Ásgeir segir að enn eigi eftir að skoða íjölmarga þætti í þessum rekstri betur. Hins vegar séu þeir komnir eins langt og hægt sé að komast með þetta verkefni á papp- írunum. Nú verði að gera ýmsar athuganir, bæði á lúpínunni, geij- unarferlinu og ýmsu öðru. Reikna megi með því að sú vinna taki um tvö ár en það sem standi í vegi fyrir frekari athugunum sé skortur á Ijármagni. Um 20 milljónir þurfi til að ljúka við arðsemiskönnun og þær tilraunir sem henni fylgja og sé nú verið að vinna í því að afla þessari hugmynd fylgis. „Okkur finnst þetta mjög gott mál og jákvætt hvernig sem á það er litið. Þegar upp er staðið er þetta landgræðsla sem borgar sig. Ef við skoðum etanól sem fram- leitt úr afgangi af sykurframleiðslu þá hefur okkar framleiðsla tvennt fram yfir það. Við fáum próteinin og þar með fóðrið. Hins vegar höfum við jarðgufuna líka. Við teljum því að það sé rétt að athuga vel hvort að þessi hugmynd sé ekki samkeppnishæf miðað við aðrar framleiðsluaðferðir,“ segir Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.