Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson AFTAKANÍ ATTICA DRAMA Stillt upp við vegg (Against the Wall) kkk Leikstjóri John Frankenheimer. Handrit Paul Hutkinson. Tónlist Gary Chang. Aðalleikendur Kyle MacLachlan, Samuel L. Jackson, Clarence William, III., Frederic Forrest, Philip Bosco, Harry Dean Stanton, Tom Bower. Bandarisk kapalmynd. HBO 1995. Bergvík 1995.110 mín. Aldurstakmark 16 UPPHAFSMÍNÚTUR Stillt upp við vegger upprifjun á fréttamyndum frá seinni hluta sjöunda- og upphafi átt- unda áratugarins. Einkum um ólguna meðal þeldökkra Bandaríkjamanna á þessum tímum, Svörtu hlébarðamir höfðu aldrei meiri hljómgrunn, Mar- teinn Lúter King var myrtur, þeldökk- ir íþróttamenn steyttu hnefann á verðlaunapöllum. Geijunin náði inn fyrir veggi fangelsanna og endaði í blóðugustu fangauppreisn á seinni tímum, í Attica 1971. Það sem hleypti þó öllu í bál og brand var aðbúnaður fanganna sem bjuggu við mikil þrengsli og hinar ómannannúðlegustu aðstæður að öllu leyti. Aðalpersónurnar í þessari lang- bestu mynd leikstjórans Johns Frank- enheimer um árabil, er Michael Smith (Kyle MacLachlan), afskiptalítill fangavörður sem fetar í fótspor föður síns er hann tekur að sér starfíð. Hann er undir stjórn hörkutólsins Weisbacks (Frederic Forrest), sem auðsýnir fangelsislimum engar tils- lakanir og á sinn skerf í að uppreisn brýst út. Fangamir ná um tíma Attiea á sitt vald undir forystu hins herskáa Chaka (Clarence Williams II:) og Jaa- mals X. (Samuel L. Jackson), sem reynir að beita skynseminni. Þeir Mike tengjast trúnaðarböndum undir stígandi spennunnni innan múrsins. Ohugnanleg mynd sem skellir skuldinni á fangelsisyfírvöldin og þá stjómmálamenn sem réðu ríkjum í New York er ósköpin dundu yfir, en þá stjómaði Nelson Rockefeller fylk- inu. 39 fangar voru drepnir í blóðbað- inu í kjölfar innrásar lögreglu og þjóð- varðliða, grárra fyrir járnum og 80 LAUGARDAGUR 2/12 særðust meira og minpa. Málaferli sótt af föngunum em enn í gangi. Kyle MacLachlan undirleikur af fagmennsku hæglátan mann sem dregst nauðugur, viljugur inn í aðal- atburðarásina og reynist fastur fyrir er á reynir. Vinnur sig í álit hjá Jama- al, sem Samuel L. Jackson leikur af kunnri getu. Milli mannanna tekst skilningsríkt samband sem er hjarta myndarinnar. Ágætir leikarar fara með minni hlutverk, eins og Philip Boseo, Calerence Williams III., og Frederic Forrest. Ljót en athyglisverð mynd og ánægjulegt að sjá Franken- .heimer aftur kominn á strik. TILGANGSLÍTIL ENDURKOMA HROLLVEKJÁ Durant snýraftur (Darkman II. -The Return of Durant) k 'h Leikstjóri Bradford May. Hand- rit Steven McKay. Aðalleikendur Larry Drake, Kim Delaney, Arn- old Vosloo. Bandarísk sjónvarps- mynd. MCA 1995. CIC myndbönd 1995.90 mín. Aldurstakmark 16 ára. HROLLVEKJA með flest B-myndar einkenni spjaraði sig ágætlega fyrir nokkmm árum í kvikmyndahúsum, enda með Liam Neeson á aðaihlut- verki. Þetta var Darkman og hér er framhaldið komið. Þetta er metn- aðarlítij sjónvarpsmynd þar sem Arn- old nokkur Vosloo fer með titilhlut- verkið. Kominn köttur í ból bjarnar. Hinsvegar er kunningi sjónvarpsá- hugamanna úr þáttunum LA Law, Larry Drake, mættur að nýju í hlut- verki óbermisins Durants og leikur það skaplega. Westlake karlinn (Darkman) er kominn vel á veg með að sleikja sár sín er hann kemst á snoðir um að Durant erkióvinur hans (úr fyrri myndinni)_er í fullu fjöri og aldrei illvígari. Ágætar tæknib- rellur eru til sóma, þar fyrir utan er Durant snýr aftur lítið annað og meira en skuggi af sterkri frum- mynd. Yfirsetan því líklega flestum til takmarkaðrar ánægju öðrum en þeim sem sáu ekki fyrri myndina hans Sams Raimis um árið. TILGANGSLÍTIL ENDURKOMAII. HROLLVEKJA Candyman - holdið kvatt (Candyman - Farewell to the Fíesh)+'A Leikstjóri Bill Condon. Handrit Rand Ravich og Mark Kruger. Aðalleikendur Tony Todd, Ver- onica Cartwright, Kelly Rowan, Tiomothy Carhark. Bandarísk. Polygram 1995. Háskólabíó 1995. 91 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞAÐ VAR ekki stætt á að stía þeim í sundur frændunum Candyman og Darkman, enda margt líkt með skyldum. Báðar framhald líflegra B-hrollvekja sem vöktu nokkra at- hygli en hafa sjálfar upp á fátt að bjóða. Nú hefur leikurinn borist niður til New Orleans þar sem hin magnaða afturganga, Candyman (Tony Todd), hrellir kennslukonu nokkra og sker upp herör gegn ættingjum hennar. Helftin af blóðslubbinu væri yfrið nóg, myndin er eingöngu fyrir hroll- vekjufíkla, ef þeir fyrirfinnast orðið. Hefðbundnar hrollvekjur eru orðnar fágætar, annaðhvort, gerast þær úti í geimnum eða eru unnar af slíkum listrænum metnaði að þær þjóna vart sínu upphaflega taugatrekk- ings-hlutverki. Þessar tvær myndir mega þó eiga það að þær halda sig á kunnum, hefðbundnum slóðum hryllingsmyndanna. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson GAMANMYND raui ivici>anney McCartney á Bylgjunni Don Juan De Marco k k'h Leiksljóri Jeremy Leven. Aðal- leikendur Johnny Depp, Marlon Brando, Faye Dunaway. Banda- rísk. New Line Cinema 1995. Myndform 1995. 95 mín. Öllum leyfð. ÞÁÐ VAR bráðsnjöll hugmynd að láta þá leiða saman hesta sína, tvo af helstu stórleikurum (og kvenna-'1 gull) sinnar kynslóðar, þá Johnny Depp og Marlon Brando. Efniviður- inn er frumlegur og fjarstæðukennd- ur. Ungur maður (Depp) er vistaður á geðsjúkrahúsi þar sem hann geng- ur með þá meinloku (eða hvað?) að hann sé sjálfur Don Juan endurbor- inn. Fær geðlæknirinn, Brando, manninn sem sitt síðasta verkefni á ferlinum. Og veit ekki hvetju skal trúa. Minnisstæðust fyrir stórkost- lega takta hjá Depp, einkum í forfær- ingaratriði í byijun. Gamla ljónið er orðið rámt - en það lætur enn vel í sér heyra. „Oobu Joobu“ heitir nýr útvarps- þáttur sem er á dagskrá Bylgjunnar á föstudögum kl. 18-19 og sunnu-1 daga kl. 16-17 í boði Skífunnar. Þátturinn er jafnóvenjulegur og. nafnið sem hann ber, því stjórnand- inn er enginn annar er bítillinn Paul McCartney. Paul kemur víða við í þáttunum, hann segir sögur af Bítlunum, leikur uppáhaldslögin sín og slær á létta strengi. Kona hans, Linda McCartney kemur einn- ig fram í þáttunum og færir hlust- endum uppskriftir að heilsuréttum. Þættirnir eru uppfullir af óvenju- legri fýndni og skrítnum uppákom- um. Gríðarlegur áhugi er nú fyrr sögu Bítlanna um allan heim og hefur Stöð 2 haft hijómsveitina að þema nóvembermánaðar í dag-,- skránni. Þátturinn „Oobu Joobu“ er frumlegt og óvenjulegt innlegg í það þema og ætti að vekja mikinn áhuga aðdáenda Bítlanna. Paul kemur víða við I þáttunum, hann segir sögur af Bítl- unum, leikur uppá- haldslögin sín og slær á létta strengi BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN „Dangerous Minds“ ++'A Michelle Pfeiffer leikur nýjap kennara í fátækraskóla 'sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Sýningarstúlkur k Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan er lapþunn og ieikurinn slappur. Brýrnar í Madisonsýsiu kkk Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. BÍÓHÖLLIN Nautn kk Popptónlist, léttúð og áhyggjuleysi setur mark sitt á skemmtilega stutt- mynd um helgarsport æskufólks. Daniel Ágúst og Emiliana Torrini eru flott í aðalhlutverkunum. Klikkuð ást k * Andleg vanheilsa setur strik í reikn- inginn í vegamynd um unga elskendur í leit að hamingjunni. Sýningarstúikur (sjá Bíóborgina) Tölvunetið ++'A Þokkalegasta afþreyingarmynd með Söndru Bullock í vondum málum. Sýn- ir hvernig má misnota tölvusamfélagið og skemmtir í leiðinni. Bullock er ágæt sem sakleysinginn er flækist inn í at- burðarás sem hún hefur engin tök á. Benjamín dúfa k k tr'A Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og fé- iaga. Strákarnir ungu í riddararegl- unni standa sig frábærlega og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Hundalíf kkk Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Ógnir í undirdjúpum -k-k-k'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðarnefndi í essinu sínu. Hlunkarnir kk Feitir strákar gera uppreisn þegar nýir aðilar taka við sumarbúðunum þeirra. Sakiaus og oft lúmskfyndin fjölskylduskemmtun. HÁSKÓLABÍÓ „Jade“ kr kr Spennumynd sem hefur alla hefð- bunda þætti Eszterhazhandrita og kemur því ekki á óvart. Leikstjórn William Friedkins þó prýðileg og leik- urinn ágætur. Fyrir regnið kr kr k- kr Frábær mynd sem spinnur örlagavef persóna og atburða í sláandi stríðsá- deilu og minnir á hvers er ætlast til af okkur hvar og hver sem við erum. Að lifa krkrk'A Enn eitt listaverkið frá Zhang Yimou og Gong Li fjallar um djöfulskap ómennskra stjórnvalda og endalaus áföll saklausra borgara. Lætur engan ósnortinn. Glórulaus kk Alicia Silverstone bjargar annars fá- fengilegri unglingamynd frá glötun með góðum leik og Lólítusjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 kkkk Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Vatnaveröld kk'A Dýrasta mynd veraldar án þess að líta út fyrir að vera það. Þokkaleg skemmtun í framandi umhverfi. LAUGARÁSBIÓ Feigðarboð k Einkar viðburðarsnauð en kynferðis- lega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindar- leg endalok. Hættuleg tegund kk'A Spennandi og vel gerð blanda af hryll- ing og vísindum heldur fínum dampi fram á lokamínúturnar. Góð afþrey- ing. Einkalíf kk Brokkgeng gamanmynd um unga krakka sem gera heimildamynd um fólkið í kringum sig. REGNBOGINN Krakkar kkk'A Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal ungl- inga á glapstigum í New York. Kalinn á hjarta k'A Samræðustykki sem tekur á taugam- ar. Dauðyflislegar persónur í dauð- yflislegu umhverfí að tala um ást og ástleysi á franska vísu. Leynivopnið kk Útlitslega vel gerð teiknimynd um skærur apafjölskyldna í frumskógin- um skilur lítið eftir en hugnast smá- fólkinu. Að yfirlögðu ráði k k\4 Hrottafengin og óþægileg sannsögu- leg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz og hvernig ungur lögfræð- ingur berst gegn ofurefli til að fá hið sanna í ljós. Kevin Bacon er góður sem bæklaður fanginn. Ofurgengið k'h Sæmilegar tölvuteikningar halda þess- ari ómerkilegu ævintýramynd á floti en flest í henni hefur verið gert áður í betri myndum. Frelsishetjan kkk'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. . SAGABÍÓ Boðflennan k k Grallaraleg gamanmynd um svert- ingja sem treður sér inn á fjölskyldu í úthverfi og veldur miklum usla. Sinbad og Phil Hartman halda uppi fjörinu. „Dangerous Minds“ (sjá Bíóborg- ina) STJÖRNUBfÓ „Desperado“ k k'A Hollywoodútgáfa Farandsöngvarans hefur litlu við að bæta öðru en frá- bærri hljóðrás. Antonio Banderas er ábúðamikill sem skotglaði farand- söngvarinn. Benjamín dúfa kkk'A Einstaklega vel heppnuð og skemmti- leg kvikmyndaútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Strákarnir ungu í riddarareglunni eru frábærir í hlutverkum sínum og myndin er hin- besta skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Tölvunetið kk'A Þokkalegasta spennumynd með Söndru Bullock f vondum málum. Teygist óþarflega á henni en hún seg- ir ýmislegt um taumlausa tölvudýrkun og sannar að það er vonlaust að mót- mæla því sem tölvurnar segja. Tár úr steini k k k'A Tár úr steini byggir á þeim þætti f ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- tenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.