Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 C 7 STOÐ3 Laugardagskvöldið 2. desember verður sýndur léttur gaman- myndaþáttur um út- varpsmannin Martin. Segir frá Martin Payne og vinkonu hans Ginu Waters sem er ungur en háttsettur stjórnandi í stóru fyrir- tæki. í útvarpinu er Martin grófur og læst vera frægur kvennaflag- ari. Sömu ímynd sýnir hann vin- um sínum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Maitin er þægilegur og einlægur, og þá hlið sýnir hann Ginu. Martin tekst að móðga ríka og foreldra hennar í beinni útsend- ingu í útvarpinu og móðir hans er alls ekki hrifin af Ginu, sem hún telur að sé að stela syni sín- um. Martin kemst í kast við lögin út af stolnu krítarkorti og fer á taugum þegar þeirri sögu er kom- ið á kreik að Gina sé með mun hærri laun en hann. Engin lognmolla Á sunnudagskvöld verður sýndur á Stöð 3 þáttur um fréttakonuna Murphy Brown, sem er engum lík. Það er aldrei lognmolla í kringum hópinn sem sér um fréttaskýringaþáttinn „FYI“. Fyrir hópnum fer Murphy Brown í túlkun Candice Bergen. Murphy Brown er hörð í horn að taka og ósmeyk við að taka Khadaffi, Castro eða Clinton á beinið. Henni er ekkert heilagt, fréttin skal í loftið hvað sem það kostar. Henni gengur hins vegar ekki eins vel að ráða við einkalífið; hefur verið vistuð á Betty Ford stofnuninni vegna áfengissýki og einkamálin eru sífellt að flækjast fyrir. Félagar Murphy eru Jim Dial, gamall fréttahaukur sem fengið hefur öll hugsanleg verð- laun í gegnum tíðina, en skortir fótfestu í nútímafréttamennsku og Frank Fontana, ungur ein- hleypur rannsóknarblaðamaður sem hefur unun af því að vinna úti á ystu nöf. Corky Sheerwood er fyrrum fegurðardrotting sem heldur uppi áhorfinu með útlitinu en á í vandræðum með flest ann- að og Miles Silverberg sem er framleiðandi FYI er 25 ára undra- barn í viðskiptaheiminum en fremur utanveltu í fjölmiðlaum- ræðunni. Þetta er hópur sem get- ur ekki brugðist. Murphy Brown er fyrsta flokks gamanþáttaröð sem hlotið hefur fjölmargar viðurkenningar s.s. fyrir framúrskarandi gamanefni, og einnig hefur þáttaröðin hlotið mörg Emmy-verðlaun. Aðallei- konan, Candice Bergen hefur einnig hlotið frábæra dóma og verðlaun fyrir frammistöðu sína. SYN Erótík og fótbolti ERÓTÍSKA kvikmyndin Rauða dagbókin er á dagskrá Sýnar laugardagskvöld. Hún segir frá hinni ungu og fallegu Alex og ástarævintýrum hennar. Unnusti hennar, Jake, er snjall húsagerð- armeistari og tillitsamur elsk- hugi. Hinn maðurinn í lífi hennar er verkamaður sem hún kynnist af tilviljun á byggingarsvæði í borginni. Kynnin við hann veita henni þá spennu sem skortir í sambandi hennar og Jakes. Alex þarf að gera upp á milli þessara ólíku manna, en hvorugur veit af hinum. Á sunnudag verður leikur ít- ölsku liðanna Juventus og AC Milan í beinni útsendingu á Sýn en íþróttir skipa háan séss í dag- skrá Sýnar á sunnudögum. Klukkan 18 verður dagskrá frá NHL-deildinni í íshokkí en það er besta deild heims í þessari íþrótt. Klukkan 19.15 tekur síðan við bein útsending frá ítölsku H ELG ARDAGSKRÁIN Gamanþættir um fjölmiðlafólk FRÉTTAKONAN Murphy Brown er hörð í horn að taka. KRUMMI er fuglinn minn, orti Davíð Stefánsson í ljóðinu Krummi sem út kom í Svört- um fjöðrum árið 1919, fyrstu ljóðabók skáldsins. SVARTFELLINGURINN Dej- an Savicevic i liði AC Milan verður væntanlega á skots- kónum gegn Juventus. NOEL Gallagher, aðallaga- smiður hljómsveitarinnar Oasis, verður í Rokklandi. MARTIN læst mikill flagari en er í raun einlægur ungur maður. knattspyrnunni. Klukkan 21.30 tekur síðan við klukkustundar dagskrá frá knattspyrnuvöllum víðsvegar að í Evrópu. En klukk- an 22.30 verður sýnt frá amerísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. RUV Sjálfstæðissöngvar, „Oasis“ og kvennabókmenntir Á LAUGARDAG verður fluttur þáttur í minningu Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi því í ár eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. Davíð vakti strax á sér at- hygli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem hann gaf út aðeins 24 ára gamall árið 1919. í þætti Ingólfs Steinssonar Segið það móður minni sem útvarpað verður á Rás 1 kl. 14.00 verður fjallað um Davíð og lesin nokkur kvæði úr Svörtum fjöðrum auk þess sem sungin eru frumsamin lög við sex af kvæðum Davíðs. Davíð var afkastamikið skáld og auk kvæðanna samdi hann hina sögulegu skáldsögu Sólon ísland- us um ævi Sölva Helgasonar og nokkur leikrit, m.a. hið óborgan- lega leikrit Gullna hliðið. Kl. 16.20 verður fluttur síðari þáttur Unu Margrétar Jónsdóttur um söngva úr íslenskri sjálf- stæðisbaráttu á tímabilinu 1800- 1918. Eins og heiti þáttarins gef- ur til kynná verður sagt frá söngvum sem notaðir voru í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. í þætt- inum á föstudag var Islendinga- bragur Jóns Ólafssonar fluttur en sá bragur olli hneyksli og mála- ferlum á sínum tíma en laugardag fá hlustendur meðal annars að heyra lagið Öxar við ána eftir Helga Helgason leikið í sinni upp- runalegu mynd. Nokkur lög voru hljóðrituð sér- staklega fyrir þessa þætti og er enginn vafí á því að tónlistarunn- endur eiga eftir að njóta þáttanna. Oasis í Rokklandi Það er mikið um fjör í þáttum Ólafs Páls Gunnarssonar á laugardögum kl. 16.05 á Rás 2. Þátturinn er unninn í nánu sam- starfi við BBC og útvarpað er splunkunýjum tónleikaupptökum. í dag verður meðal annars útvarp- að nýrri upptöku BBC með hljóm- sveitinni Thunder. Flutt verður viðtal við Noel Gallagher gítar- leikara og aðallagasmið hljóm- sveitarinnar Oasis og rætt er við Brian May gítarleikara Queen um það hvernig hljómsveitin fer að án Freddy heitins Mercurys. Sunnudagsleikrit Útvarpsleik- hússins verður Öll sú þrá eftir breska leikritahöfundinn Alison Thirkell í þýðingu Elísabetar Snorradóttur. I leikritinu segir frá leikkonunni Marguerite, sem um langa hríð hefur orðið að taka hvaða hlutverki sem er til þess að sjá fyrir sér og fatlaðri móður sinni. Daglega leitar hún á vit hins gamalkunna flótta frá raun- veruleikanum til þess að halda út hlutskipti sitt. Með hlutverk Marguerite fer Ingrid Jónsdóttir. Aðrir leikendur eru Þóra Friðriks- dóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Bríet Héðinsdóttir og Örn Árnason. Upptöku annaðist Grét- ar Ævarsson og leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Ólétta í bókmenntun Klukkan 16.08 verða konur og bókmenntir í brennidepli á Rás 1. Helgina 20.-22. október í haust var haldin ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir. Nokkrir fyrir- lestrar á ráðstefnunni fjölluðu um bókmenntir. Þar á meðal voru er- indi um óléttu í íslenskum bók- menntum, mat og bókmenntir, orðræðu kvenna í Laxdæla sögu, íslenskar tröllkonur og fleira og fleira. Anna Margrét Sigurðar- dóttir hefur tekið saman þátt um þessa hlið ráðstefnunnar sem verð- ur á dagskrá Rásar 1 eftir fréttir kl. íjögur sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.