Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtrgttiiMbiMfe 1995 FIMMTUDAGUR30. NÓVEMBER BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Klukkan tifar Morgunblaðið/Sverrir ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, lítur á klukku sína eftir sigurinn gegn Pólverjum í Kaplakrlka og hið sama gerir Marinó Njálsson, sem sœti á í dómarnefnd HSÍ. Siðasti leikur Islands í riðlakeppnl Evrópumðtslns verður í Póllandi á laugardag og i sunnudaglnn mætast Rússar og Rúmenar f Moskvu. Hœtt er vlð að Þorbjðrn og lærisveinar hans eigl oft eftir að líta á klukkuna eftlr lelklnn f Póllandi þar tll úrsllt llggja fyrir í Moskvu um það bil sólarhring síðar því nái ísland að slgra veltur framtíð landsllðslns næstu tvö ár á lelknum í Moskvu. Þráinn hættur ÞRÁINN Hafsteinsson er hættur sem landsliðs- þjálfari íslands í frjálsiþróttum eftir tæplega þriggja ára starf. Samningur hans rann út fyrir skömmu og var Þráinn tilbúinn að halda áfram með því skilyrði að Frjálsíþróttasambandið setti meiri pening í verkefni varðandi landsliðsmál, unglingamál og FRÍ 2000 sem hann hefur haft með höndum auk þess sem starfið yrði metið meira en hálft starf. Hvorugt var tekið til greina á ársþingi FRÍ11. nóvember sl. og þar sem samn- ingar tókust ekki eftir þingið varð úr að Þráinn hætti. „Ég sé heihnikið eftír þessu starfi en ég var ekki tílbúinn að halda áfram að óbreyttu," sagði Þrainn við Morgunblaðið í gær. „Ríkjandi ástand þýðir kyrrstaða og það þarf meiri fjármuni í starfið." Knútur Óskarsson, f ramk væmdastjóri FRÍ, sagði að þingið hefði samþykkt fjárhagsáætinn sem gerði ráð fyrir svipaðri upphæð og áður í störf Þráins og hann hefði þvi ekki treyst sér tíl að halda áfram. Staða sambandsins leyfði ekki aukinn kostnað og verið væri að skoða næsta skref. Eins væri beðið eftir svðrum frá Ólympíunefnd í slands um það hvað hún ætiaði að gera varðandi undirbúning frjálsíþrótta- manna vegna Ólympíuleikanna í Atianta næsta sumar en engir pcningar hefðu komið frá nefnd- inni á þessu ári. Knútur sagði ennfremur að tíl greina kæmi að skipta landsliðsþjálfarastarfinu á inilli nokkurra manna en ekkert hefði enn verið akveðið í því efni. Stefán og Rögn- vald íáttunda skipti á HM STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, handknattleiksdómarar, halda i dag áleiðis tíi Austurr íkis, þar sem þeir dæma á heimsmeistara- keppni kvenna. Þeir félagarnir koma reyndar við í Noregi, þar sem þeir dæma tvo landsleiki þar sem kvennalið Noregs og Kóreu eigast, í kvðld og á morgun en fara á sunnudag til Austurríkis. Leik- ir á HM verða bæði þar í landi og handan landa- mæranna í Ungverjalandi, og hefst keppni á þriðjudáginn, 5. desember. Stefán og Rógnvald taka nú þátt i áttundu heimsmeistarakeppninni saman siðan 1989 er þeir hófu samstarf; tvisvar hafa þeir verið á HM karla, í Sviþjóð 1993 og hér heima i vor, þetta er þriðja A-keppni kvenna, einu sinni hafa þeir verið á B-heimsmeistarakeppni karla og tvisvar á HM unglinga. Þess má reyndar geta að þetta verður tíunda heimsmeistarakeppni RSgnvalds. Aðeins fimm dómarapör eru þau sðmu á HM kvenna nú og á HM karla hér á landi i maí síð- astliðnum. HM í Austurríki lýkur 17. desember og þeir Stefán og Rðgnvald koma heim mánudaginn 18., eftir 19 daga útiveru. Þorbjörn Jensson eftirað íslendingarsigruðu Pólverja og Rúmenar lögðu Rússa Úrslitin í Rúmeníu óeðlileg ÞORBJORN Jensson, landsliðsþjálfari, sagði að það hafi verið erf itt að ná upp stemmningu í liðinu fyrir leikinn gegn Pólverjum ígærkvöldi, eftir að Rúmenar sigruðu Rússa í riðlinum fyrr um daginn, en úrslitin úr þeim leik bárust leikmönnum í íþróttahús í Kaplakrika skömmu fyrir leik. „Þegar ég kom í íþróttahúsið var það fyrsta sem blasti við mér í búningsklef anum, að leikmenn sátu þar hvítir íframan með hangandi haus. Ég hélt bara að það hefði komið eitthvað alvarlegt fyrir. Það var þó ekki meira áfall en að Rúmenar hefðu unnið Rússana, þó svo að það sé vissu- lega sæmilegt áfall," sagði Þorbjörn. B%jálfarinn sagði að alla baráttu W~ hefði vantað í íslenska liðið í gærkvöldi og skýringin væri óvæntu úrslitin í Rúmeníu. Það hafí slegið íslensku leikmennina út af laginu. „Það var eingöngu í lok- in sem mér fannst að það kæmi upp smá neisti og barátta sem var nóg til þess að við náðum að hala inn þennan sigur. Við spiluðum vörnina illa en sóknarleikurinn var skárri en hann hefur oft verið áð- ur. Við vorum þó að gera mörg óþarfa mistök. Pólska liðið er ekki eins lélegt og menn bjuggust við og það verður erfítt að vinna þá í Póllandi." - Trúir þú því að Rússar hafi tap- að viljandi með fjórum mörkum í Rúmeníu? „Það er aldrei hægt að fullyrða neitt um það. En mér finnst skíta- lykt af málinu. Rússar unnu öll bestu liðin í heiminum í „Super Cup" [sem var í Þýskalandi um sl. helgi] en Rúmenar töpuðu þar fyrir öllum þessum liðum. Síðan mætast þau nokkrum dögum seinna og þá er það lið sem vann orðið það lé- legt að það tapar með fjórum mörk- um fyrir hinu. Eg trúi því ekki að það geti verið svona miklar sveiflur hjá bestu liðum í heiminum á milli leikja. Þetta eru óeðlileg úrslit. Ég er hins vegar ekki búinn að leggja árar í bát. Ég spái því að Rúmenar vinni Rússa 23:22 í Moskvu og við vinnum Pólverja og Rússar komi til með að sitja eftir." - Ef þú spólar til baka eru það þá ekki úrslitin gegn Rúmeníu sem hugsanlega ráða úrslitum? „Ef við skoðum dæmið þá er ég mest svekktur yfir því að hafa ekki unnið Rúmena í Rúmeníu'eða náð öðru stiginu þar. Mér fannst við eiga meiri möguleika á móti Rúm- enum í Rúmeníu heldur en hér { Kaplakrika." - Ef við gefum okkur það að ís- lenska Hðið komist ekki til Spánar, hvað er þá framundan hjá liðinu? „Það er h'óst að það þarf þá að marka einhverja stefnu í framhald- inu. Við þurfum að setjast niður og skoða hvað hægt er að gera. Það þarf að skapa liðinu verkefni. Við erum með tiltölulega ungt lið og það á vissulega framtíðina fyrir sér, flestir leikmanna liðsins eiga tíu ár eftir í boltanum." ¦ Lelkurinn/D4 Staðan Island - Pólland.................31:26 Rúmenía - Rússland..........22:18 Rúmenía...5 4 0 1 125:110 8 Rússland...5 3 0 2 120:100 6 ísland........5 3 0 2 108:110 6 Pólland......5 0 0 5 119:152 0 •Leikir sem eftir eru: Pólland - ísland í Poznan á laugardag, Rússland - Rúmenía í Moskvu á sunnudag. •Til að íslendingar komist í úrslitakeppni Evrópumótsins í vor verður hvort tveggja að ger- ast — að þeir sigri í Póllandi og Rússar fái í mesta lagi annað stigið í heimaleiknum gegn Rúmenum. KNATTSPYRNA: IMEWCASTLE SLÓ LIVERPOOL ÚT ÚR DEILDARBIKARKEPPNINNI / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.