Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR Fabio Capello, þjálfari AC Milan, vill skipta um umhverfi Hefði áttað hættaá toppnum FABIO Capello, þjálfari AC Milan, sagði í liðinni viku að vel gæti farið svo að liann hætti hjá félaginu á næsta ári eftir finun frábær tímabil sem skutu liðinu á topp evrópskrar knatt- spyrnu. í samtali við ítalska iþróttablaðið Gazzetta dello Sport sagði Capello að AC Milan hefði boðið sér nýjan samning til tveggja ára og hann yrði að ákveða sig fyrir 30. aprfl en nokkur atriði í samn- ingnum væru óviðunandi. Því kæmi til greina að taka tilboði annars staðar frá því það gæti verið of seint að taka ákvörðun um framhaldið í vor. Að undanförnu hafa heyrst háværar raddir um að AC Milan sé þegar farið að huga að eftir- manni og hafí nokkra þjálfara í huga, m.a. landsliðsþjálfarann Arrigo Sacchi, sem fór frá AC .Milan til að taka við landsliðinu. Capello tjáði sig ekki um þennan orðróm en sagði að fé- lagið hefði ekki staðið heils hugar á bak við sig á liðandi tímabili. Hann sagði ennfremur að sennilega hefði hann átt að hætta eftir að AC Milan vann Barcelona 4:0 í úrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða í maí 1994. „Það var ótrúleg stund. Við höfðum náð á toppinn og vorum í raun komnir svo hátt að hærra verður ekki komist. Já, sennilega var það rétti tíminn og ekki vantaði tilboð- in.“ AC Milan varð Ítalíumeistari 1992 til 1994 og Evrópumeistari 1994 undir stjórn Capellos. Hann sagðist ekki hafa áhuga á að verða landsliðsþjálfari en það kitlaði að taka erlendu tfl- boði. „Ég er með tilboð frá it- ölskum félögum en það gæti líka verið ögrandi að taka við liði utan ítaliu." Öldungadeildin samþykkti frjálst flæði leikmanna ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins samþykkti í vikunni að engar takmarkanir ættu að vera á fjölda erlendra leik- manna fró löndum Evrópusam- bandsins í ítölskum íþróttafé- lögum, en eins og sakir standa er hverju knattspyrnuliði heim- ilt að vera með þijá erienda ieikmenn í deildarleik hveiju sinni. Málið á eftir að fara fyr- ir fulltrúadeildina, en sam- þykki hún það verður það að lögum.' Manchester City á í miklum erfiðleikum um þessar mundir Staða Alan Ball virðist samft ekki vera í hættu ÞJÓÐVERJINN Eike Immel, fyrrum landsliðsmarkvörður hjá Stuttgart, stendur á milli stanganna í marki Man. Clty. MANCHESTER City er aldar- gamalt félag sem á sér merka sögu en staða þess er allt ann- að en glæsileg um þessar mundir. Liðið er í fjórða neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og stendur höllum fæti fjár- hagslega. Engu að síður hefur Francis Lee mikla trú á félaginu sem hann hefur m.a. sýnt með því að leggja persónulega und- ir miklar fjárhæðir, 3,5 millj. punda (tæplega 360 millj. kr.) í þeirri von að koma því á rétt- an kjöl á ný. „Með það íhuga að ég hef unnið fyrir þessum peningum í Bretlandi og borg- að af þeim opinber gjöld hef ég þurft að þéna fimm milljón- ir punda (um 556 millj. kr.) til að geta lagt fyrrnefnda upp- hæð ífélagið. Þeir eru ekki margir sem hafa tekið úr eigin vasa, ekki fyrirtækisvasa, svo mikla peninga til að setja í knattspyrnufélag,11 sagði Lee í samtali við The Daily Te- legraph fyrir skömmu. Yfirtaka Lees var með öðrum hætti en gengur og gerist í enska knattspyrnuheiminum. í fyrsta lagi á Peter Swales, fyrrum formaður, enn um 10% hlut í félag- inu og Stephen Bowler, fyrrverandi stjórnarmaður, 15%. í öðru lagi gætti félag Lees þess að kaupa minna en 30% eignarhluta því ann- ars hefði það þurft að kaupa alla hluti annarra eigenda og Lee að leggja fram sex milljónir punda. Lee greiddi strax tvær milljónir punda og ein milljón punda gjald- fellur í febrúar á næsta ári en þessi háttur var hafður á vegna opin- berra gjalda. í fyrra var um sex millj. punda tap á rekstri City, en í maí sem leið var hagnaður ársins um 250 þúsund pund. Lee sagði að áður hefði félagið gert furðulega samn- inga og nefndi í því sambandi samn- ing vegna minjagripa- og búninga- sölu sem hefði gefið City 60.000 pund. „Við hefðum ekki fengið meira í okkar hlut þó við hefðum sigrað tvöfalt í fyrra,“ sagði hann en sambærileg tala vegna sömu hluta hjá nágrönnunum í Manchest- er United er 30 miHjónir punda. Lee sagði enn fremur að leik- mannasamningar hefðu verið flókn- ir og óhagstæðir fyrir félagið. „Við verðum að lækka launin. Allir pen- ingar sem við fáum fyrir miðasölu fara í að borga leikmönnunum og við værum búnir ef við hefðum ekki styrktaraðila og sjónvarps- samninga.“ Hann sagði nauðsyn- legt að selja nokkra leikmenn en það væri hægara sagt en gert varð- andi samningsbundna menn því þeir sættu sig ekki við að lækka I launum. „Við höfum þurft að kaupa menn til að styrkja liðið og fyrir vikið hefur launakostnaðurinn hækkað um milljón pund á árinu en ekki lækkað um sömu upphæð eins og ég vildi.“ Formaðurinn er sannfærður um að City haldi sæti sínu í úrvalsdeild- inni en fall virðist samt ekki angra hann. „Við náum árangri með tím- anum og því skiptir ekki máli hvaða leið við förum þegar til skemmri tíma er litið. Við gætum fallið en ef það gerist gæti það hjálpað félag- inu að losna við launaháa Ieikmenn. Sumir gætu sagt: „Ég vil ekki leika í 1. deild.“ Aðrir gætu sagt: „Ef við förum niður verður félagið að leyfa mér að fara frjálsri sölu.“ Enn aðrir gætu eflst við það að fara niður." Þrátt fyrir slæmt gengi hafa stuðningsmenn City ekki látið sitt eftir liggja og hafa um 26.000 manns verið á heimaleikjum liðsins að meðaltali en Lee ákvað að endur- bæta stúkuna go fóru í það 11 milljónir punda. Hann réð Alan Ball sem yfirþjálfara og staða hans virðist ekki vera í hættu, jafnvel þótt liðið falli. „Þegar ég réð hann útskýrði ég stöðuna fyrir honum og hann veit að mikið verkefni er fram undan. Það sem við þurfum eru leikmenn sem mæta ekki til leiks með sama hugarfari eins og til daglegrar vinnu. Fólk skilur hvaða áfanga við erum að reyna að^ná. Talað er um Manchester City sem stórt félag en það er það ekki. ímyndin er stór og völlurinn er stór en tekjurnar eru lágar. Verði ekki breyting þar á getum við ekki staðið undir ímyndinni." ENGLAND staðan Úrvalsdeild 15 8 0 0 20-3 Newcastle 4 2 1 13-7 38 14 6 1 0 17-5 Man. Utd. 4 1 2 14-8 32 15 5 3 0 14-6 Arsenal 3 1 3 7-4 28 14 4 2 1 9-4 Aston V. 4 1 3 10-7 27 15 3 1 3 9-9 Tottenham 4 4 0 13-8 26 15 5 2 1 10-4 Middlesbro 2 3 2 4-5 26 15 5 1 1 17-4 Liverpool 2 2 4 10-10 24 14 5 0 2 10-7 Leeds 2 3 2 10-9 24 13 4 2 0 14-6 Notth For. 2 4 1 9-14 24 15 2 3 3 8-12 West Ham 3 2 2 7-4 20 15 3 4 1 10-8 Chelsea 2 1 4 4-9 20 15 3 2 3 11-11 Everton 2 2 3 8-8 19 15 5 1 1 20-5 Blackburn 0 2 6 2-12 18 15 3 2 3 9-9 Southamptn 1 1 5 6-16 15 15 1 2 4 4-9 Sheff. Wed 2 3 3 10-11 14 15 2 2 3 9-11 Wimbledon 1 1 6 10-22 12 15 3 2 3 4-5 Man. City 0 1 6 2-17 12 15 1 2 4 7-14 QPR 2 0 6 4-9 11 15 1 3 4 9-16 Coventry 0 3 4 6-16 9 15 2 2 3 l.deild 6-9 Bolton 0 0 8 8-20 8 19 4 3 2 10-8 Millwall • 5 4 l 13-9 34 19 5 3. 1 11-6 Norwich 4 3 3 19-14 33 19 5 4 0 11-5 Grimsby 4 2 4 12-14 33 19 4 4 1 12-7 Sunderland 4 4 2 9-8 32 19 3 2 4 13-14 Leicester 6 3 1 18-127 32 18 5 3 2 20-11 Tranmere 3 4 1 9-5 31 19 4 5 0 17-12 Birmingham 4 2 3 13-10 31 19 7 1 2 20-12 Huddersfld 1 4 4 6-13 29 19 4 4 2 12-6 Stoke 3 3 3 17-18 28 19 4 4 1 12-6 Derby 3 3 4 14-18 28 19 4 5 1 15-11 Charlton 2 4 3 8-8 27 19 5 4 1 13-12 Barnsley 2 2 5 11-18 27 19 4 4 2 17-12 Oldham 2 4 3 10-10 26 19 4 2 3 20-16 lpswich 1 4 4 12-14 24 19 5 1 4 13-12 WBA 2 2 5 10-15 24 19 4 3 2 10-9 Southend 2 3 5 9-15 24 18 2 4 3 10-12 C. Palace 3 3 3 10-11 22 19 3 2 4 13-15 Reading 1 6 3 8-10 20 19 3 3 3 11-11- Wolves 1 3 6 11-17 18 19 3 2 5 14-16 Sheff. Utd 2 1 6 11-17 18 19 2 5 3 12-12 Watford 1 3 5 10-16 17 19 2 4 3 14-14 Portsmouth 1 3 6 12-20 16 19 1 3 5 8-13 Luton 2 3 5 4-12 15 19 0 3 6 8-16 Port Vale 2 5 3 12-12 14 Le Saux og Batty í tveggja leikja bann TIM Sherwood, fyrirliði Blackburn, skammar Le Saux, eftir að hann barði Davld Batty. GRAEME Le Saux og David Batty fá ekki að leika næstu tvo Evrópuleiki Blackburn vegna framkomu þeirra í leik liðsins gegn Spart- ak Moskvu í Meistardeild Evrópu í liðinni viku. Ensku iandsliðsmennirnir rákust saman og lenti saman í kjölfarið. Enska félagið sektaði þá í byrjun vikunnar og var talið að meira yrði ekki gert en Knattspyrnusamband Englands hafði óskað eftir að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tæki á málinu og svo fór með fyrrnefnd- um afleiðingum. Leikmennirnir verða ekki með Blackburn gegn Rosenborg í Meistaradeildinni eftir viku og missa síðan af næsta Evrópuleik liðsins, hvenær sem hann verður. UEFA gaf út yfirlýsingu um málið þar sem sagði að ákveðið hefði verið að skoða það nánar í ljósi nýrra gagna en ekki var greint nánar frá hvaða gögn um væri að ræða. Démari leiksins minntist ekki á atvikið í skýrslu sinni og eftirlitsmaðurinn minntist lítillega á það en aganefnd UEFA byggði úrskurð sinn á óíþrótta- mannslegri hegðun leikmannanna. Blackburn vildi ekki gefa upp hvað leikmönn- unum var gert að greiðaU sekt en Robert Coar, formaður félagsins, sagði að óánægju gætti vegna niðurstöðu UEFA. „Fréttirnar koma sem þruma úr heiðskíru lofti vegna þess að í öllum yfirlýsingum sem við höfum séð frá UEFA kom fram að meira yrði ekki aðhafst og refsing félags- ins látin nægja. Leikbannið veldur okkur von- brigðum en við verðum að kyngja því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.