Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/ívar Kristrún Friðriksdóttir til vinstri og Gígja Gunnarsdóttir. Stúlkumar víta ekki hvers þær fara á mis Tækniverðlaun Júdósambands ís- lands fyrir árið 1994 voru veitt um síðustu helgi. í flokki 7-10 ára komu þau í hlut Daða Snæs Jónsson- ar úr Grindavík og í flokki 11-14 ára féilu þau í skaut Snævars Más Jóns- sonar, JFR. Hjá stúlkunum fékk Kristrún Friðriksdóttir verðlaunin i flokki 15 ára og yngri og Gígja Gunn- arsdóttir í eldri flokki, báðar æfa þær hjá Armanni. Þess má geta að Gígja fékk verðlaunin nú fjórða árið í röð. „Því miður eru alltof fáar stúlkur sem æfa júdó og þær vita svo sann- arlega ekki hvers þær fara á mis að vera ekki með. Júdó er ekki síður íþrótt fyrir stúlkur en pilta,“ sagði Gígja Gunnarsdóttir með bros á vör, er hún hafði tekið á móti verðlaunum sínum. „Svona viðurkenning hvetur mig tvímælalaust til að halda áfram. Ég hef reyndar ekkert æft upp á síðkast- ið vegna meiðsla í öxlunum,“ sagði Kristrún, og bætti við: „Þau meiðsli hlaut ég ekki í júdó.“ „Júdó er mjög erfið íþrótt, en í Þýskalandi eru fast að því jafn marg- ar stúlkur og strákar sem æfa þessa íþrótt og hvers vegna ætti það ekki að vera svipað hér á landi?“ bætti Gígja við. Þær stöllur sögðu að e.t.v. væri ástæðan sú að stúlkur verða að æfa með drengjum, „en þeir eru voða miklir herramenn þegar þeir taka á okkur, það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ sögðu þær stöllur og brostu í kampinn og stöðust ákveðnar í að haida áfram og vera með á Smá- þjóðaleikunum sem verða hér á landi eftir tæp tvö ár. Júdómenn úr KA unnu gull og silfur Júdómenn frá KA komu, sáu og sigruðu annað árið í röð á ís- landsmeistaramótinu í sveita- keppni 15 ára og yngri um síðustu helgi. í fyrra höfnuðu A- og B- sveit KA í fyrsta og öðru sæti og endurtóku leikinn að nýju nú er keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg. Alls tóku átta sveitir þátt í keppninni, auk tveggja sveita frá KA voru Ar- menningar og JFR með tvær sveit- ir hvort félag, Grindavík og Sel- foss með eina sveit hvort. Til úrslita glímdu A- og B-sveit KA og var viðureign þeirra ójöfn og A-sveitarmenn náðu því gullinu léttilega. „Við erum ekkert sárir út í félaga okkar þó við höfum tapað fyrir þeim, þetta gerðist líka í fyrra,“ sögðu norðlensku harðj- axlarnir í B-sveitinni er Morgun- blaðið hitti þá að keppni lokinni. „Við erum alveg sáttir við silfrið,“ sögðu þeir einum rómi. Piltarnir kváðu mikinn áhuga vera á Akur- eyri fyrir júdó en það vaniaði fleiri gunktamót. Þjálfari þeirra er Jón Óðinn Jónsson. B-sveinta skipuðu þeir Hálfdán Pétursson, Jóhannes Gunnarsson, Elmar Dan Sigþórs- son, Ágúst Fannar Ágústsson og Davíð Júlíusson. í þriðja sæti voru B-sveit Ár- manns og A-sveit JFR, en alls tóku fjörutíu drengir þátt í þeim átta sveitum sem mættu til leiks. Morgunblaðið/ívar GULLSVEIT KA, efrl röð frá vinstri: Brynjar Ásgelrsson, Jón SigurAsson, Björn Blöndal, fremstir t.v.: KarlS. Ólafsson og Ómar Karlsson. Morgunblaðið/ívar SVEIT UMSK sigraði í 2. deildar bikarkeppni Sundsambandsins sem fram fór um síðustu helgi, hlaut 20.888 stig, 789 stigum fleira en Ármenningar sem næstir komu. Margt ungt fólk var í sveit UMSK og virtist góð stemmning á meðal þess er keppnin fór fram og allir staðráðnir í að endur- heimta sætið í 1. deild er tapaðist í fyrra. Morgunblaðið hitti tvær stúlkur í liðinu, Evu Björk Björns- dóttur, 16 ára, og Gígju Hrönn Árnadóttur, 13 ára, en þær höfðu haft í mörg horn að líta um helg- ina og bætt sig verulega í nokkr- um greinum. „Eg keppti í þremur einstakl- ingsgreinum og báðum boðsund- unum. Ég náði öðru sæti í átta hundruð metra skriðsundi og bætti mig þar um sautján sekúnd- ur,“ sagði Eva Björk. „Síðan sigr- aði ég í eitt hundrað metra bak- sundi og tvö hundruð metra fjór- sundi og bætti mig einnig þar, um tvær sekúndur í fjórsundinu og um eina í baksundi. Svo að ég er mjög ánægð.“ Gígja Hrönn var ekki síður Höldum áfram með- an við bæt- um okkur ánægð með helgina, bæði hjá hópnum og hjá sjálfri sér. Hún hafði synt undir lágmarki í 200 m bringusundi fyrir Norðurlanda- meistaramótið í næsta mánuði, en þess má geta að Gígja Hrönn hef- ur ekki langt að sækja sundhæfi- leika sína því móðir hennar, Guð- rún Magnúsdóttir, var á árum áður ein fremsta sundkona lands- ins með KR og islenska landslið- inu. „Ég var að hugsa um það fyrir mótið að ég hefði möguleika að ná lágmarkinu, en til þess þurfti ég að bæta mig um níu sek- úndur og það tókst. Strax að bringusundinu loknu fór ég í eitt hundrað metra flugsundið og var þreytt eftir fyrra sundið og náði ekki að bæta mig, synti á sama tíma og ég átti best fyrir,“ sagði Gigja Hrönn og hafði ástæðu til að brosa. „Mér tókst líka að bæta mig um fimm sekúndur i eitt hundrað metra bringusundi." Gígja sagðist hins vegar ekki vera viss um að verða send á Norður- landamótið þrátt fyrir að hafa náð lágmarkinu því hún væri sú fjórða sem næði þvi og aðeins mætti senda tvo keppendur i hverja grein. Þær stöllu sögðust æfa sex sinn- um í viku, tvo klukkutíma í senn og stundum væru þrekæfingar áður en farið væri í sundlaugina. Þær ætluðu sér að halda áfram að æfa sund og ekki hefði áhuginn minnkað núna þegar framfarir _ væru greinilegar á milli móta. „Á meðan ég bæti mig held ég tví- mælalaust áfram,“ sagði Eva Björk og Gígja tók í sama streng. Þær stöllur eru ámyndinni að ofan, Gígja Hrönn Árnadóttir til vinstri og Eva Björg Björnsdóttir. Spuming um næsta vetur vegna áhuga á læknisfræði Eg er fyrst og fremst sprett- sundsm_aður,“ sagði Ómar Þorsteinn Árnason, nítján ára sundmaður úr Óðni á Akureyri er Morgunblaðið hitti hann í sund- höllinni og spurði hann hverjar hans upp áhaldsgreinar væru. „Hundráð metra flugsund er mín upp áhaldsgrein, en einnig þykir mér gaman af fimmtíu og hundrað metra skriðsundi. Ég hef æft í tíu ár og stefni að því að vera með á fullu í vetur, en ég set spurningar- merki við næsta vetur, því þá lang- ar mig í læknisfræði í Háskólanum í Reykjavík og ég hygg að þá verði nóg að gera,“ bætti Omar við, en hann er nú á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri. „Ég hef verið í landsliðinu síðan í fyrra og keppt nokkuð með því og það hefur verið mjög ánægju- legt. Nú æfi ég sund sex sinnum í viku, einn og hálfan til tvo tíma í hvert skipti og er jafnframt í lyftingum sex sinnum í viku. Þetta er talsverð vinna með námi en ég hef bara svo gaman að þessu. Stundum þarf námið að sitja á hakanum í miðri viku og þá endar það með því að sunnudagarnir, sem eru frídagar frá æfingum, verða býsna erilsamir og fara í heimalærdóminn, en ég er vanur að hafa nóg að gera. Við hjá Oðni settum okkur eng- in markmið fyrir þetta mót og ég stefndi bara á að gera mitt besta Morgunblaðið/ívar Ómar Þorsteinn Árnason er nú um stundir einl landsllös- maAurinn i sundi sem kemur frð Akureyri. Hann hefur æft sund í tíu ár. og ég held að það hafi tekist. Breiddin í hópnum hjá okkur er svipuð og undanfarin ár, en það er nokkur hópur yngri krakka að koma upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.