Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1
Taka lagið5 hvert með sínu nefi 2 KRÖFTUGUR söngurinn berst '"w út á götu og það fer ekki fram- ¦¦g hjá neinum sem á leið þarna *«fiE um a^ ' turninum í Hljómskála- 58 garðinum er saman komið fólk Ul sem nýtur þess að syngja. Það g! eru félagar í söng-, og '~Z skemmtifélaginu Samstillingu *^? sem taka saman lagið þarna á ¦I mánudagskvöldum. 3S „Þetta er ekki kór heldur opinn félagsskapur fyrir þá sem vilja koma saman og syngja sér til skemmtunar. Við syngjum ekki fyrir fólk heldur með fólki. Það eru engin inntökuskilyrði, engin aldurstakmörk og ekki brottrekstrarsök að vera ólagviss," segir Hilmar Sigurðsson einn af stjórnarmeðlimum félagsins. Engin mætingarskylda Samstilling hefur starfað í rúman áratug og upprunalega var það söng- konan Bergþóra Árnadóttir sem hó- aði saman í félagsskapinn. Frá þeim tíma hefur sönghópurinn verið við lýði þótt endurnýjun hafi orðið og félagar komið og farið enda engin mætingarskylda. „Það er enginn skuldbundinn til að mæta heldur kemur hver og einn ef þannig liggur á honum að hann langi að taka lagið." Það er allur gangur á því hversu margir láta sjá sig á mánudagskvöld- Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ ERU engin inntökuskilyrði, engin aldurstakmörk og ekki brottrekstrarsök að vera ólagviss. um en ef vel er mætt eru kannski allt að þrjátíu manns sem hittast til að hefja upp raust sína. Allir velja lag Setið er í hring og hver og einn vel- ur lag sem allir syngja saman, hver með sínu nefi. Félagsskapurinn hefur komið sér upp mýndarlegri söngmöppu með hressum og skemmtilegum lögum og þeir sem vilja geta komið með sín uppáhalds- lög sem lenda síðan í möppunni ef þau ná vinsældum hópsins. „Það eru allir velkomnir og ekki verra ef fólk leikur á hljóðfæri. Fyrsta skiptið er ókeypis en síðan kostar 200 krónur kvöldið sem er fyrir leigu hússins og kaffi. Við byrj- um að syngja klukkan hálf níu á mánudagskvöldum og erum að fram til ellefu. Fólk getur á þessum tíma komið og farið að vild." Af og til hefur hópurinn verið beðinn að mæta út í bæ og syngja með fólki og árvissir viðburðir eru þorrablót, grillveisla og vorfagnaður. I síðustu viku var stofnaður Sam- stillingar sönghópur í Keflavík og næst hittist hópurinn 8. desember klukkan 20.30 í tjaldmiðstöðinni við Samkaup. ¦ Smíðað, málað og föndrað fyrir jólin Morgunblaðið. Kópasker. JÓLASKAPIÐ lætur ekki á sér standa þegar komið er á heimili þeirra hjóna Ástu Björnsdóttur og Björns Bene- diktssonar í Sandfellshaga í Öxar- firði. Ásta er snillingur í höndunum og hefur föndrað, málað og smíð- að allt sitt jóla- skraut. Það ekkert smávegis gna- .. yndið, sem gleður á þeim bæn- um, handmálaðir jóladúkar og þeir fallegustu jóladiskar sem fréttaritari hefur nokkurn tíma séð, en Ásta brennir litina í disk- ana í eigin brennsluofni. Jólatréð hjá Ástu og Birni er mjög skemmtilegt. Það er alíslenskt, úr skógi í nágrenninu, og skraut- Morgunblaðið/Hörður Sigurðsson ið allt gert af Ástu sjálfri úr filti, tréog fleiru. Ásta hefur leiðbeint konum í Öxarfirði og á Kópaskeri við jólaföndur. Þá starfar hún með Heimilisiðnaðarfélagi Öxarfjarð- ar, Heimöx, en félagið heldur jólamarkað á handverkum fé- lagsmanna fyrir hver jól. ¦ Tonlistardeild hjá Úrval-fltsýn „TONLISTARFOLK er markhópur í ferða- þjónustu, sem hefur verið látinn afskipta- laus hingað til. Við vildum bæta úr því og stofnuðum því tónlistardeild með formleg- um hætti síðastliðið haust. Ætlunin er að aðstoða íslenskt tónlistarfólk við að skipu- leggja tónleikaf erðir til útlanda og til dæm- is tónleikahald erlendis. Á sama hátt kom- um við til með að aðstoða erlent tónlistar- i'ólk sem hefur áhuga á að halda tónleika á íslandi," segir Þórir Jónsson hjá ferða- skrifstofunni Úrval-Útsýn. Nýlega var gefinn út bæklingur á ensku, þar sem tónlistardeild f erðaskrif stofunnar er kynnt ásamt tónlistarlífi á íslandi. „Við erum meðal annars í samstarfi við Con- certworld, fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í tónlistarferðum og tónlistarhátíðum um allan heim í áratugi," segir Þórir. Hann kveðst gera ráð fyrir að starf semi hinnar nýju deildar muni smám saman aukast, því markhópurinn sé stór, bæði utan lands og innan. „Hér á landi eru um 200 kórar starfandi og álíka margar lúðrsveitir. Tónlistarfólk hefur gaman af að fara til útlanda til að sýna sig og sjá aðra og ég efast ekki um að margir muni notfæra sér möguleikann á að láta skipuleggjaslíka ferð fyrir sig. íþróttadeild Úrvals-Útsýnar, sem hefur verið starfrækt um nokkurt skeið skipu- leggur nú íþróttaferðir, þátttöku í æfinga- leikjum og mótum fyrir meira en 100 íþróttamenn á ári." Þórir segir að tónlistarráðgjafi starfi á vegum tónlistardeildar ferðaskrifstofunn- ar. „Jón Karl Einarsson er tónlistarráð- gjafi okkar, en hann er skólastjóri Tónlist- arskóla Seltjarnarness. Auk þess er hann kórstjóri og hefur í mörg ár verið farar- stjóri. Hann kemur til með að annast fag- lega ráðgjöf, enda hefur hann þekkingu á þörfum og óskum tónlistarfólks." ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.