Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sýndu mér fötin og ég skal segja þér hver þú ert FÖTIN skapa kannski ekki B manninn, en maðurinn getur sem hægast notað föt til að Oí skapa ímynd. Að mati ítalskra sálfræðinga við rannsóknar- stofnun sálfræðideildar há- ÍJl skólans í Tórínó nota margir föt til að senda skilaboð um að þeir séu árásargjarnir. Nýlega rannsökuðu þeir áhrif fatnaðar á viðhorf barna og unglinga og greindi ítalska sálfræðiritið Psico- logia frá niðurstöðum. Nakinn í martröð Bent er á mikilvægi fatnaðar og þá staðreynd að algengasta mar- tröð fólks sé vandræðaleg uppá- koma sem tengist því að vera nak- inn á óviðeigandi stað og stund. „Föt eru eins og annað húðlag, sem hylur okkur. Okkur finnst við geta falið sjálfið (egóið) með fötum og gerum það gjarnan. í þau fáu skipti sem við erum nakin nálægt öðru fólki, t.d. þegar móðir og korna- barn eru saman, eða par í ástar- leik, myndast tengsl sem eru miklu nánari en önnur tengsl. Þeir sem forðast mjög náin tengsl hafa rík- ari tilhneigingu til að fela sjálf sitt með fötum. Það er ekki að ástæðu- lausu að algengasta martröð fólks snýst um að vera nakinn á við- kvæmum stað og viðkvæmri stundu. Því fylgir mikil skömm, sem fólk finnur oft fyrir þegar það hrekkur upp af martröðinni," segir í greinargerð með niðurstöðum rannsóknarinnar. Sagt er að kiæðaburður geti einnig gefið vísbendingu um menn- ingarsamfélag okkar, skapgerð, þjóðfélagslega stöðu og áhuga á að tilheyra ákveðnum hópi. „Maður sem gengur í gallabuxum getur verið að leita að viðurkenningu annarra og gefa þörf fyrir hana í skyn, til dæmis ef flestir í kringum hann eru líka í gallabuxum. Galla- buxur geta líka verið merki um þörf til að skera sig úr hópnum, til dæmis ef farið er í gallabux- um í kirkjubrúðkaup, eða annað þar sem flestir eru formlegar til fara,“ segja sálfræðingarnir. Vaxtarlag og sálgerðir Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leitað er að tengslum milli útlits og skapgerðar, enda fjallar ein af þekktari kenningum í sál- fræði þessarar aldar um flokkun persónuleika eftir líkamsvexti. I kenningu, sem þýski geðlækn- irinn Kretschmer setti fram árið 1925, lagði hann til grundvallar hugmynd um að ákveðin sál- gerð svaraði til ákveðins vaxtar- lags. Þykir áhrifa Jungs gæta í kenningu Kretschmers og einnig er sagt að hann hafi orð- ið fyrir miklumáhrifum frá þýska geð- lækninum Kraepelin, sem kom fram með einfalda \ flokkun á geðsjúkdómum \ aldamótin. Kretschmer skipti vaxtarlagi manna í þrennt og sagði mun- inn meira áberandi meðal karla en kvenna. Hann taldi sig hafa fundið út að geðklofi væri algengari Pönkarar vilja senda fró sér skýr skilo- boö og ýkja þess vegna hór- greióslu og klæöaburó. hjá grönnum mönnum og þeim sem væru kraftalega vaxnir, en feit- lagnir hefðu meiri tilhneigingu til að fá geðhvarfasýki. Hafa menn æ síðan velt vöngum yfir kenningum Kretschmers og sýnist sitt hverjum, þótt þeim virðist fremur fara fækk- andi sem aðhyllast þær. Silvia Bonino, ítalskur sálfræð- ingur og prófessor við Tórínó- háskóla, hefur meðal annars rann- sakað klæðaburð og hugarfar pönkara. „Þeir nota fatnað og fylgi- hluti til að hafa ógnvekjandi áhrif og til að finna samsvörun innan klíkunnar sem þeir tilheyra," segir hún. „Skilaboð sem þeir senda eru ýkt og þar af leiðandi skýr. Fötin eru áberandi og hárið oft litað rautt, grænt eða blátt, stundum rakað að MYNDSKREYTING við sögu af Pélri árásar- gjarna (til hægri) og Ola fórnarlambi (til vinstri). Pétur er greinilega stærri og vöðva- meiri, en svört og rauð föt hans vöktu einnig athygli sálfræðinga. SEX ára barn teiknar ógn- vald. Tákn eru óskýrari en hjá eldri börnum. um ss*® ÓGNVALDUR í augum 16 ára unglings er öróttur, með eyrnalokka og hanakamb. öðru leyti en því að hanakambur er látinn rísa á miðju höfði. Stíg- vél, keðjur og svartir leðuijakkar með axlapúðum eru oft hluti af heildarmyndinni. Með klæðaburði sínum vilja þeir sýna fólki að þeir hafi völdin, þeir séu reiðubúnir að ganga langt til að fá sínu fram- gengt og því sé ráðlegast að hlýða þeim.“ Föt sklpta meira máli á unglingsárum Þykir sálfræðingunum ljóst að föt skipti meira máli þegar fólk kemst á unglingsár og að skarpar línur í sniði beri vott um grimmd 12 ÁRA barn sýnir hér mann, sem vekur ugg hjá því. Föt og hárgreiðsla eru áberandi. og neikvæðni meðan mjúkar og ávalar línur einkenni hið blíða og góða. Þeir leggja áherslu á að ung börn sjái lífið á einfaldan hátt og oft nægi að klæðaburður skeri sig úr fjöldanum til að þau álíti að viðkomandi sé ógnvaldur. „Eldri börn geta byggt á reynslu þegar þau draga ályktanir og unglingur veit að sá sem vill vera ógnvekj- andi þarf ekki endilega að hnykla upphandleggsvöðva í tíma og ótíma, heldur getur hann notað föt til að senda skýr skilaboð til þeirra sem á vegi hans verða.“ ■ Brynja Tomer Verslunarskóla- nemarnir Hera Haróardóttir og Þórey Einars- dóttir fengu skemmtilega jmynd. Þær íóu aó gefa út dagatal. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ vinstri eru Ijósmyndararnir Tómas Jónsson, Egill Prunner og Vífill Prunner. Fyrirsæturnar eru íris María Stefánsdóttir og Bragi Elíasson. Dagatal svo þær hafi eitthvað skemmtilegt fyrir stafni „ÞETTA var bara hugmynd sem ég fékk í sumar, svo fór allt af stað eiginlega óvart,“ segir Ágústa Hera Harðardóttir, 17 ára Verslunarskólanemi, sem ásamt vinkonu sinni og skólasystur, Þóreyju Evu Einars- dóttur, hefur lagt dag við nótt undanfarið við að gefa út sérhannað dagatal. Ágústa Hera, eða Hera eins og hún vill láta DAGBJÖRT Reginsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Rán Ing- varsdóttir eru meðal Verslunarskólanemanna sem prýða dagatal Heru og Þóreyjar. kalla sig, og Þórey Eva leituðu lið- sinnis skólafélaga sinna sem tóku hugmyndinni um dagatalið fagn- andi. „Við fengum vini okkar úr skólanum, 10 stelpur og 4 stráka, í fyrirsætustörf," segja þær. „Svo fengum við aðstöðu í ljósmynda- stúdíói hjá Vífli og Agli Prunner sem tóku myndirnar ásamt Tómasi Jónssyni." Hera og Þórey gengu á milli verslana til að fá lánuð föt á fyrir- sæturnar. I leiðinni seldu þær aug- lýsingar undir myndirnar á dagatal- inu „til að fá smá pening upp í kostnað." Snyrtistofan Face sá um andlitssnyrtinguna gegn auglýs- ingu og auk þess kom við sögu „fullt af fólki sem hjálpaði mikið.“ Eftir heilmikla vinnu undanfarna daga og vikur er nú aðeins prentun- in eftir. Hera og Þórey Eva eru að leita tilboða en dagatalið á að prenta í 500 eintökum. Þær segjast þurfa að selja eintakið á 500 krón- ur til að ná inn fyrir kostnaði, en auk prentkostnaðar féllu til ýmis útgjöld vegna myndatöku og ann- ars. Dagatalið ætla þær til að byija með að selja í skólanum og síðan vinum og ættingjum. „Ætli það verði ekki í mörgum jólapökkum frá okkur í ár.“ En hvers vegna taka 17 ára Verslunarskólastúlkur upp á því að gefa út dagatal? „Þetta er gert til þess að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segja þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.