Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 B 7 FERÐALÖG STÓRBROTIÐ landslag og óborganlegt útsýni. HJÓNIN Björg og Troels í 2.600 metra hæð yfir sjávar- máli, síðasta göngudaginn. var sérstakt íslandskvöld. Söngtext- arnir sem komu gegnum myndsím- ann voru nýttir vel. Troels Bendtsen tók sér gítarinn í hönd og stjórnaði söngnum, meðal annarra voru gömlu Savana-lögin ásamt nýrri alþýðulög- um sem íslendingar kunna vel. Næsti áfangastaður: eldfjallið Etna. Troels og Björg segja að þetta hafi verið ódýr ferð, 30 þúsund kr. á mann fyrir þjónustu og leiðsögn í Levico auk ferðakostnaðar að heim- an. Þau segjast ætla í aðra svona ferð með sama skipuleggjanda vorið 1997. Þá verður farið til Sikileyjar og eldfjallið Etna gengið. ■ Gunnar Hersveinn Ur leikfimi á itölsk fjöll ----------------------- GRÆNMETISFÆÐI ------------------------------ Uppóhaldsveiíingastaður Magnúsar Skarphéöinssonar hvalavinar með meiru FRÁ Stokkhólmi. Varö veikur eftir fyrstu heimsókn í Jurtagaröinn AGNÚS Skarphéð- insson, einn af sér- vitringum þessa lands, gerðist jurtaæta fyrir 23 árum, þegar hann var 17 ára. Eitt af því fyrsta sem Magnús gerir þegar hann kemur til útlanda, er að spytjast fyrir um góða veitingastaði fyrir jurta- ætur. „Ég hef slæma reynslu af því að fletta upp í bæklingum um við- komandi borgir, því þar er sjaldnast sagt frá góð- um veitingastöðum sem sérhæfa sig í jurtafæði. Því fer ég frekar á upplýs- ingamiðstöðvar fyrir ferðamenn, þótt best sé auðvitað að tala við þá sem búa í viðkomandi borg eða þekkja vel til hennar. Ég hef flett í gegnum upplýsingarit um Island, sem skrifuð eru fyrir ferðamenn, og kom- ist að því að við fáum fall- einkunn í þessu fagi eins og aðrir.“ Leið strax vel í Svíþjóð Uppáhalds veitinga- staður Magnúsar er Órtagarden, Jurtagarður- inn, sem er við Sergels Torg í uppáhaldsborg hans, Stokkhólmi, í uppá- haldslandinu - Svíþjóð. „Mér leið vel í Svíþjóð strax og ég kom þangað í fyrsta sinn, því mér fannst ég kominn heim,“ rifjar hann upp. „Það var árið 1979 og ég fann til öryggiskenndar þar. Ég er hrifinn af sænsku vandamálaumræðunni, því með því að tala um vandamálin finna Svíar lausnir á þeim.“ — Hvað finnst þér svona heillandi við Sví- þjóð? „Þar er ákveð- in ró sem erfitt • er að finna í hinu hraða þjóðfélagi hér. Gæfan hefur verið Svíum hlið- holl í að byggja upp mannlegt og jafnréttissinnað samfélag. Jurta- garðurinn er lítið dæmi um það.“ Magnús rifjar upp þeg- ar hann fór fyrst í Jurta- garðinn, árið 1981, en þá var hann vagnstjóri hjá SVR. „Ég var túlkur fyrir vagnstjóra SVR í orlofs- ferð til Stokkhólms. Meg- inástæða ferðarinnar var heimsókn í Volvo-verk- smiðjur og eitt kvöldið rölti ég inn í Jurtagarð- inn, en starfsfólk á upplýsingamið- stöð ferðamanna hafði mælt með staðnum. Þvílíkar kræs- ingar! Þarna svignuðu hlað- borðin undan veitingun- um. Ég hafði aldrei séð annað eins og ákvað þá þegar að smakka sem flesta rétti með þeim af- leiðingum að ég varð veik- ur af ofáti. Staðurinn er í senn glæsilegur, hátíð- legur og hversdagslegur. Þar er veisluhlaðborð á hveijum degi og ég borða yfir mig í hvert sinn sem ég fer þangað, þótt ég sé farinn að hafa hemil á mér í seinni tíð.“ Með sambönd á réttum stöðum Magnús er ákafur mað- ur, ástríðufullur og á ótal mörg áhugamál. Ekki verður dæmt um það hér hvort hann fer viljandi út af sporinu eða ekki, í blaðasamtali sem upphaf- iega átti að einskorðast við veitingastað í útlöndum. Umræðan fer öðru hvoru út í allt aðra sálma. Og alltaf talar Magnús af sama sannfæringarkraft- inum, hvort sem hann seg- ir álit sitt á strætisvögnum í Reykjavík, siðgæði Egypta, geimverum, trú- málum, mat eða sálar- rannsóknum, sem hafa verið ær hans- og kýr á síðustu árum. Hann gefur þá mynd af sjálfum sér að þrátt fyrir allt sé hann argasti nautnaseggur, a.m.k. þegar talið berst að mat. Skopskyn og glettni eru sem betur fer ekki langt undan: „Sem skóla- stjóri Sálarrannsóknar- skólans er ég kominn í svo góð sambönd við almættið, að ég er búinn að tryggja það að þegar ég kem til himna verða sömu veislu- borðin þar og í Jurtagarð- inum í Stokkhólmi.“ Notaleg sigling -Sérstaktvetrarverð. Til Evrópu með Laxfossi eða Brúarfossi. Fargjöld til 1. mars Við bjóðum nú sérstakt vetrarverð á siglingu til Evrópu. Siglt er með skipum Eimskips, Laxfossi og Brúarfossi frá Reykjavík til Immingham á Englandi, þaðan til Hamhorgar og Rotterdam. Leiðin liggur svo aftur til Immingham og síðan til Reykjavíkur. Góður viðurgjömingur er um borð; fimm þœgilega húnir þriggja manna klefar með sér baðherbergjum. Einnig býðst svíta með eigin setustofu. Sérstakur matsalur er fyrir farþega og erfulltfœði innifalið í verðinu. Um borð er einnig þægileg setustofa, gufubað og lítil fríhafnarverslun. M Immingham Hamborgar Rotterdam Til Reykjavíkur frá: Hamborg Rotterdam Immingham Hringferð: Aukagjald í svítu: 25% í klefa 2 í klefa 3 í klefa 19.500 13.500 12.500 21.500 14.500 13.500 34.000 23.000 21.500 39.000 26.500 24.500 24.000 16.500 15.500 19.500 13.500 12.500 51.500 35.000 32.500 Bra Brottför er frá Reykjavík á miðvikudagskvöldum klukkan 22. Komið er aftur til Reykjavíkur á sunnudagskvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.