Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Þai er kægt ai laia f eriamenn ai jaiarsvæium FERÐ AÞJ ONU STU AÐILAR Þingeyjarsýslum, auk margra ann- arra lengra að komna, sóttu Mý- vetninga heim fyrir skömmu í þeim j tilgangi að sækja ráðstefnu um I framtíð ferðaþjónustu á jaðarsvæð- ' um. Vandamál svokallaðra jaðar- svæða, eða svæða sem eru utan hefðbundinna ferðamannaleiða um landið, var viðfangsefni ráðstefn- unnar. Sérstaklega var rætt um aðgang erlendra ferðamanna að þessum svæðum. Katrín Eymunds- dóttir, bæjarfulltrúi á Húsavík og eigandi Gistiheimilsins Kötukot, sagði m.a. að jaðarsvæði væru langt frá aðalsamgönguæð íslands við umheiminn. Dvalartími erlendra ferðamanna styttist sífellt og_á 2ja daga ferðalagi til íslands væri dýrara og óhagstæð- ara að flytja ferðamenn um langan veg út á land en að dvelja á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæðuna má þó líka reka til okk- ar sem rekum fýrirtæki á jaðar- svæðum," sagði Katrín. „Ferða- þjónustuaðilum úti á landsbyggð- inni hefur ekki verið tamt að til- einka sér þau vinnubrögð sem þarf til að „veiða“ ferðamenn. Oft vant- ar mikið upp á markaðsþekkingu, þjónustan er oft ekki nóg og afþrey- ingarmöguleikar fáir.“ I umræðum vinnuhóps um menn- untunarmál og þjónustu komu fram svipuð viðhorf. Rætt var að mark- aðsþekking væri ónóg og að úr því þyrfti að bæta með hagnýtum mark- aðsnámskeiðum. Ferðaþjónstuaðilar úti á landi þyrftu að fá upplýsingar um erlenda markaði, upplýsingar um þær rannsóknir og kannanir, sem til eru á íslandi um erlenda ferðamenn auk almennra upplýsinga um sölukerfi og dreifíngu. Umræða um sölukerfi og þekk- ingu á markaði tengdist m.a. fram- söguerindi Úlfar Antonssonar, yfír- manns innanlandsdeildar Úrvals Útsýninar. „Það er allt of algengt,“ sagði Úlfar, „að ferðaþjónustuaðilar úti á landsbyggðinni komi of seint með upp- lýsingar um þjónustu sína. Undirbúningur og sala á ferðum til íslands erlendis, fer fram mörgum mánuðum áður en ferðamennimir skila sér til ís- lands.“ Jón Halldór Hannesson, ferða- þjónstuaðili að Hjarðarbóli, sagði það reynslu sína að erlendir ferða- menn kæmu ekki til íslands til að skoða þéttbýli. Á nokkrum árum Ferðamenn koma ekki til að skoða þéttbýli _ Morgunblaðið/Ámi Sæberg NÁMASKARÐ í Mývatnssveit er meðal svokallaðra jaðarsvæða, eða svæða sem eru utan hefðbundinna ferðamannaleiða um ísland. hefur Jón Halldór byggt upp og selt ferðir þar sem áherslan er á útiveru, náttúruskoðun. Að mati hans vantar mikið upp á að afþrey- ing á landsbyggðinni sé viðunandi. Magnúsar Oddsson, ferðamála- stjóri, tók undir að afþreýing yrði að vera til staðar ef vekja ætti áhuga ferðamanna á tilteknum svæðum. Ekki væri nóg að byggja hótel eða flugbraut. Magnús sagði einnig að bjóða yrði upp á aðra valmöguleika í ferðaþjónustu á haustin og vorin heldur en að sumri til ef takast ætti að lengja ferða- mannatímabilið. Margrét Jóhannsdóttir, ráðu- nautur Bændasamtakanna í ferða- þjónustu, kynnti hugmynd að stefnumótun sem hefði græna ferðaþjónustu að leiðarljósi. Ahersl- an liggur ekki i að einblína ein- göngu á fá og stór ferðaþjónustu- svæði heldur að örva svæðisbundinn rekstur og fjölga gestum sem víð- ast um landið. Hugmyndafræði grænnar ferðaþjónustu felur í sér ferðamennsku í minni hópum, sem oft á tíðum er ekki jafn arðvæn- leg, það eru fleiri þátttak- endur í sölu- og ákvörðun- arferlinu sem þá tekur oft lengri tíma og er dýrara. Margrét lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að byggja upp græna ferðamennsku en til þess þyrfti aðstoð frá opinber- um aðilum t.a.m. með stefnumótun. „Græn ferðamennska er ekki fram- tíðarlausn,!“ sagði Margrét, „heldur ákveðin leið sem við ættum að fara við uppbyggingu." Stefnumótun var einnig umræðu- efni Smára Sigurðssonar, lektors við Háskólann á Akureyri og ráð- gjafa hjá Iðntæknistofnun. Hann ræddi um stefnumótun út frá sam- keppnisstöðu þjóða og í framhaldi af því hvemig fyrirtæki næðu best ár- angri. Meðal þeirra þátta, sem Smári kynnti sem mikilvægasta við gerð stefnumótunar er samspil stjórnvalda, frumgreina eða frumfyrirtækja, stoðfyrirtækja, al- menna þjóðkosta og eftirspurn. Áætlun eða stefnumótun sem inni- héldi slíka þætti ætti að henta bæði fyrirtækjum og landssvæðum við uppbyggingu. ■ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Græn ferðamennska ekki fram- tíðarlausn Skyggnst um við Skjálfanda Laxamýri. Morgunbladið. GÖNGUFERÐIR fólks hafa aukist mikið á undanförnum árum og má víða sjá fólk á ferli sér til heilsubótar og dægradvalar. Sumir kjósa að ganga hefð- bundnar gönguleiðir í nágrenni bæja og bústaða, en aðrir vilja fara á fjöll eða eitthvert annað þar sem færri eru á ferli. Stundum leynast áhugaverðir staðir nærri byggð, þó ekki sé þar mannmargt, en það má segja um • fjöruna og mellöndin inn af aust- anverðum Skjálfanda. Þetta er stórt svæði þar sem sandur og melgresi hafa skipt á milli sín landinu, en þegar innar dregur sér í hraunhellur og kletta sem eru í útjaðri Aðaldalshrauns. Gróður er blásinn og hefur lát- ið undan síga á undanförnum árum. Nú hefur hins vegar verið hafist handa við áburðargjöf og sáningu sem gerð er af Land- græðslu ríkisins. Norðan Aðaldalsflugvallar er vegarslóði inn í landgræðslugirð- inguna þar sem hægt er að ganga áleiðis til sjávar. Vegur þessi hef- ur verið notaður um árabil til ' þess að flytja rekavið til bæja, en misjafnt er eftir árum hve mikið rekur og viðurinn er af ýmsum toga. Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÆRVÍKURBJARG við ósa Laxár og Grísatungufjöll í austri. Land þetta var snemma á öld- um eign Grenjaðarstaðar og Múla sem nyljuðu það timbur er til féll. Skógarhögg var og stundað í hrauninu. Land í nýju Ijósi í fjörunni er útsýni fagurt og sér víða. í austri gnæfa Grísat- ungufjöll og Ærvíkurbjarg skreytir landið yfir ósum Laxár. Húsavík blasir við og syðsti hluti Tjörness, en í vestri gnæfa Víkna- fjöll. I suðri má sjá dali og heiðar héraðsins frá nýjum sjónarhóli og öldur hafsins taka á sig margar myndir í norðri. Duglegir göngumenn ganga í vesturátt allt til ósa Skjálfanda- f^jóts og enda för sína á Sandsbæj- um. Aðrir ganga sömu leið til baka eða velja leiðina meðfram bökkum Laxár. Þá er möguleiki að ganga í landi Sílalækjar til suðurs sem endar í vestanverðum Kálfadölum. Eitt er víst að gaman er að skyggnast um á fáfarnari stöðum og sjá landið í nýju ljósi. UM HELGINA Ferðafélag íslands Helgina 1.-3. des. verður farið í aðventuferð í Þórsmörk. Brott- för er kl. 20 á föstudagskvöld. Gist verður í Skagfjörðsskála í Langadal. Sunnudag 3. des. verður farið í gönguferð um Rjúpnadali, Sei- fjall og Lækjarbotna. Farið verð- ur af stað frá Umferðarmiðstóð- inni, austanmegin og Mörkinni 6 kl. 13. Gengið meðfram Sand- felli um Rjúpnadali, á Selfrjall og þaðan í Lækjarbotna. Komið til baka um kl. 17. Útivlst Sunnudag 3. des. verður farin valin leið úr Lýðveldisgöngunni 1994. Lagt verður af stað frá Ingólfstorgi kl. 10.30 og gengið sem leið liggur inn í árið 2004. Ætlunin er að gefa fólki hugmyn um hvernig verði umhorfs hér upp úr aldamótum. Fróðir menn verða með í för. Göngunni lýkur um kl. 14. Fararstjóri verður Einar Egilsson. ■ HVERNIG VAR FLUGIÐ? Viðvörunarljós, ákeyrsla og bilun á leið til Hew Yoik FALL er fararheill átti ekki við þeg- ar undirritaður hugðist fara með flugi 615 til New York 10. nóvem- ber si., því eftir að hafa lent í hremm- ingum á leið út á völl, sem ekki verða frekar raktar hér, beið bréf í móttöku sem sagði að „af tækniá- stæðum" yrði ekki flogið með Boeing 757 þotu til New York, heldur myndi 737 vél hlaupa í skarðið, en 757-vél- in var víst föst í Ósló vegna bilunar. Þetta þýddi að sætamerkingar áttu ekki við lengur, heldur ríkti fijálst sætaval að sögn innritunarstúlkna. Aukinheldur yrði lent í Bangor að taka eldsneyti, því flugþol 737 vélar- innar er minna, en það þýddi klukku- stundar töf. Ég átti bókað flug til Chicago sama kvöld, en tíminn rúm- ur svo klukkutími til eða frá skipti engu máli. Um það leyti sem búast mátti við að farþegar yrðu kallaðir um borð kom tilkynning um að flugvélinni til New York seinkaði um tvær klukku- stundir, og við eftirgrennslan kom í Ijós að hún hafði orðið fyrir bíl á vellinum. Starfsfólk Flugleiða hélt ró sinni og greiddi úr vandamálum farþega sem sáu skyndilega fram á að þeim myndu missa af tengiflugi, fundum og fleiru. Til að stytta biðina var svo öllum boðið að fá sér mat og drykk á kostnað félagsins. Tíminn fram að flugtaki, á meðan gert var við skemmdirnar, leið því tiltölulega fljótt. „Nei, nei, ég vil fara úr vélinni11 Nokkuð stapp var að koma far- þegum fyrir um borð og ekki allir sáttu við sætaskipan; þannig lenti ungur Hollendingur, sem hafði stytt sér stundir með bjórdrykkju, á milli tveggja gamalla kvenna, en félagar hans sátu nokkrum sætaröðum aft- ast. Það þýddi þó ekki að deila við flugfreyjur, sem stýrðu öllum af röggsemi í sæti sín. Loks hófst flug- tak, hreyflum var gefið inn og vélin þaut af stað. Áður en hún komst á loft snarhemiaði hún og fjölmargir farþega æptu upp yfir sig af skelf- ingu, þar á meðal gömul kona til hliðar við mig sem greip þéttings- fast í handlegginn á mér og stundi upp: Við erum að farast! Eftir smá bið kom flugstjórinn í kallkerfið og sagði eitthvað á þá leið að það hefði kviknað viðvörunarljós, sem hefði slökknað rétt í þessu og því ekki annað en gera aðra tilraun. Þá hróp- aði konan við hlið mér, sem var orð- ið náföl, upp yfir sig: Nei, nei, ég vil fara úr vélinni og byijaði að losa sætisólina. Það tókst að tala hana til og í annarri atrennu komumst við í loftið. Flugið í átt að Norður-Ameríku gekk slysalaust, en í stað Bangor var lent í Goose Bay á Nýja-Skot- landi. Tvær eldri frúr sem sátu fyrir aftan mig til hliðar og brostu í sí- fellu, sallarólegar hvað sem á gekk, spurðu hvort við værum lent í New York. Þegar þær heyrðu að við vær- um komin til Kanada tókust þær á loft af hrifningu í sætunum og önn- ur þeirra byijaði að taka myndir af náttmyrkrinu utan við vélar- gluggann með lítilli imbavél. Stansið í Goose Bay var ekki nema hálftími og flugið til New York þaðan stutt. Við lendingu í New York fór ekki á milli mála að farþegum létti til muna, ekki síður en flugfreyjum, sem stóðu sig með mikilli prýði eins og ævinlega. Ferðin til New York tók hálfan sólarhring eða þar um bil, og fjögurra tíma hvíld fyrir flug til Chicago morguninn eftir. M Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.