Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1
I KÖRFUKNATTLEIKUR: BREIÐABLIK SIGRAÐIKEFLAVÍK í ÚRVALSDEILDINNI / C3 pló rgunfitat' ií> 1995 FOSTUDAGUR 1. DESEMBER BLAD BOLTON, enska úrvalsdeildarlidið sem Guðni Bergsson, landsliðsfyrirliði leikur með, sem hef- ur fjóra erlenda leikmenn í herbúðum sínum, hefur óskað eftir því að Guðni verði skráður sem Breti, þannig að liðið geti teflt fram öllum er- lendu leikmönnunum — þrír geta nú tekið þátt í hveijum leik. Reglur segja að erlendir leik- menn, sem hafa leikið fimnv ár samfellt í Eng- landi, skuli skráðir sem heimamenn. Guðni hefur ekki leikið samfellt í fimm ár, en aftur á móti samanlagt í fimm ár með Tottenham og Bolton. „Það eru helmingslíkur á að ég verði skráður sem heimamaður. Bolton hefur bent á að ég hafi þurft að fara heim um tíma vegna bak- meiðsla,“ sagði Guðni Bergsson. kém FOLK ■ SPÆNSKA smáliðið Salamanca hefur verið á höttunum eftir brasil- íska landsliðsmiðherjanum Romario, sem kjörinn var besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Banda- ríkjunum í fyrra. Hann leikur nú með Flamengo í heimalandinu, en nú virðist ljóst að hann fer ekki til spænska liðsins. ■ SALAMANCA hafði reiknað með fjárhagsstuðningi bandaríska íþróttavöruframieiðandans Nike, sem Romario er samningsbundinn en fyrirtækið ákvað síðan að taka ekki þátt í ævintýrinu. Forráðamenn- imir komust að þeirri niðurstöðu að flutningur Romarios til Salamanca kæmi sér vel fyrir fyrirtækið á Evr- ópumarkaði en staða þess á markaði í Suður Ameríku myndi hins vegar skaðast of mikið. ■ KRISTINN Björnsson, skíða- kappi, og félagar hans í landsliðinu, Arnór Gunnarsson og Haukur Arnórsson, kepptu í svigi í Vail í Bandaríkjunum í fyrradag, en fóru allir út úr í fyrri umferð. Þeir keppa í stórsvigi á sama stað í dag. ■ SIGURJÓN Arnarsson kylfing- ur úr GR keppti í vikunni á þriggja daga móti í Tommy Armour móta- röðinni í Bandaríkjunum. Leikið var á Eastwood vellinum í Orlando, sem er par 72 og SSS hans er 74. Sigur- jón lék á 222 höggum (73-73-76) og endaði í 29. sæti af 75 keppend- um, en mótið vannst á 210 höggum. ■ ANNIKA Sörenstam, 25 ára kylfingur, var á miðvikudaginn út- nefnd íþróttamaður ársins í Svíþjóð, er hún fékk hina svokölluðu Bragd- medalíu sem Svenska Dagbladet veitir og er sú útnefning sem hæst er skrifuð meðal slíkra þar í landi. Þetta er í fyrsta skipti í 70 ára sögu verðlaunanna að kylfingur verður fyrir valinu. 6 ■ SÖRENSTAM sigraði á sex stór- mótum í golfi á árinu, þ.á m. á opna bandaríska meistaramótinu. Að auki var hún efst á peningalista evrópsku og bandarísku mótaraðanna — þén- aði sem sagt mest allra keppenda á báðum á árinu — nokkuð sem engum golfleikara, hvorki karli né konu hef- ur áðurtekist. Sörenstam var í haust útnefnd sem óopinber heimsmeistari kvenna í golfi 1995. Fyrir aðeins 5 árum íhugaði Sörenstam mjög al- varlega að leggja golfið á hilluna, en hætti við það, með áðurgreindum afleiðingum. ■ ÓLAFUR Sveinsson leikmaður með 1. deildarliði Gróttunnar í handknattleik er kviðslitinn og verð- ur frá leikjum og æfingum næstu sex til átta vikumar. Siguröur Grétarsson ráðinn þjálfari Vals RÍKHARÐUR Daðason, knatt- spyrnumaður úr Fram, segist ekki taka ákvörðun um hvar hann leiki næsta tímabil fyrr en umjólin, en hann hefur rætt við þjálfara þriggja liða í 1. deild- inni hér á landi auk þess sem hann hefur rætt við Framara, en þar hefur hann alla tíð leik- ið. „Eg er í rauninni að bíða og sjá til hvað gerist hérna í Banda- ríkjunum og ef færi gefst gæti ég vel hugsað mér að leika í nýju atvinnumannadeildinni hér,“ sagði Ríkharður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég hef rætt við nokkur félög heima, en það er svo til allt á frumstigi. Ég skil að menn vilji fara að fá ákveðin svör frá mér, en mér er illa við að ganga frá hlutum yfir hálfan hnöttinn. Ég kem heim um jólin og þá verður væntanlega kpmið á hreint hvað ég geri. Ég er mjög þakklátur liðunum heima að gera mér þann greiða að bíða eftir svari frá mér, en ég vil bíða aðeins og sjá hver þróunin verður hér með deildina,“ sagði Ríkharður. Ríkharður vildi ekki nefna þau þijú félög sem hann hefur rætt við en vitað er að KR-ingar hafa rætt við hann og Luka Kostic, þjálfari játaði því í gær. „Ég er sáttur við hópinn þjá KR, en ef eitthvað kemur upp, hér heima eða erlendis mun ég skoða það,“ sagði Kostic í gær, en KR mun vera að Ieita sér að sterkum sóknarmanni. SIGURÐUR Grétarsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í knattspyrnu. Sigurður hefur undanfarin ár verið þjálfari fjórðu deildar liðs í Sviss, en áður en hann snéri sér að þjálfun var hann leik- maður í Sviss með Luzern og Grass- hoppers og varð meistari með báðum félögunum. Sigurður lék fjölda land- sleikja og var fyrirliði íslenska lands- liðsins síðustu árin áður en hann hætti. Sigurður er 33 ára gamall og hefur verið meira og minna í at- vinnumennsku síðan hann var 17 ára. Þá fór hann frá Breiðabliki til Þýskalands þar sem hann var í eitt ár, kom aftur heim til Breiðabliks en var síðan eitt keppnistímabil í Grikklandi og fór þaðan til Sviss þar sem hann hefur verið síðan. Forráðamenn Vals sögðu í gær- kvöldi að fyrirhugað væri að Sigurð- ur yrði þjálfari félagsins í einhver ár, en það væri ekki að fullu frágeng- ið hversu lengi, en hann kemur til starfa hjá félaginu 1. febrúar og mun Kristinn Björnsson sjá um þjálf- un leikmanna fram að þeim tíma. Sigurður mun hafa í huga að hafa mann sér til aðstoðar en ekki er enn frágengið hver það verður. Að sögn Valsmanna er búið að ganga frá samningum við svo til alla leikmenn liðsins frá því í sumar en þó er ljóst að Kristinn Lárusson fer í Stjörnuna og Davíð Garðarsson leikur með Þór næsta ár. Þegar Valsmenn voru spurðir hvort Sigurður ætlaði að fá einhvern liðsstyrk til Vals svaraði varafor- maður knattpsyrnudeildar: „Sigurð- ur kemur til starfa 1. febrúar til að þjálfa þá leikmenn sem við höfum núna. Við erum með sterkan hóp ungra leikmanna sem við erum stolt- ir af.“ Ríkharður íhug- ar að leika í Bandaríkjunum Sigurður fer að Hlíðarenda SIGURÐUR Grétarsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrnu, fór utan í atvinnumennsku 17 ára gamall en snýr senn aftur heim eftir 16 ára útiveru. Sigurður, sem lék með Breiðabliki á árum áður, tekur við stjórninni hjá Valsmönnum að Hlíðarenda. Hann er hér í leik með Grashoppers í Sviss. KNATTSPYRNA Bolton vill skrá Guðna Bergs- son sem Breta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.