Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Fjórar þjóðir frá Balkanskaga eru með tryggt sæti til Spánar Átta þjóðir eru búnar að tryggja sér rétt til að leika í úrslitakeppni Evrópukeppninnar FJÓRAR þjóðir frá Balkan- skaga, þar af þrjár frá gömlu Júgóslavíu, hafa tryggt sér rétt til að taka þátt í Evrópu- keppni landsliða íhandknatt- leik á Spáni næsta sumar. Þær eru Rúmenía, Júgóslavía (Serbfa og Svartfjallaland), Króatfa og Slóvenía. Fimmta þjóðin, Makedónía, á einn möguleika á að komast til Spánar. Alls hafa átta þjóðir tryggt sér rétt til að leika á Spáni — gestgjafar Spánverja, Evrópu- meistarar Svía, Rúmenar, Króat- ar, Júgóslavar, Slóvenar, Tékkar og Danir, en um helgina kemur í ljós hvaða fjórar þjóðir fylgi þeim eftir, en allt bendir til að það verði: Ungveijar, Frakkar, Rússar og Þjóðveijar. Ef svo verður, fær það land sem verður efst af Júgóslavíu, Spáni, Danmörku, Tékklandi, Rúmeníu, Ungveijalandi og Slóveníu í EM, farseðil á ÓL í Atlanta, þar sem hin löndin, Rússland, Króatía, Sví- þjóð, Frakkland og Þýskaland hafa KORFUBOLTI þegar tryggt sér farseðilinn á ÓL, ásamt Hvíta-Rússlandi. Króatía og Slóvakía hafa tryggt sér rétt úr 1. riðli. Tékkland hefur tryggt sér úr 2. riðli, en baráttan ÍSLENSKU landsliðsmennim- ir í handknattleik voru væntanlegir til Poznan í Pól- landi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, eftir um sjö tíma rútuferð frá Hamborg, en iiðið lagði upp frá Reykjavík kl. 7.151 gærmorgun. Ástæðan fyrir því að landsliðið fór til Hamborgar og tók langferða- bifreið þar, var að Handknatt- leikssamband íslands sparaði sér um hálfa milljón króna á að fara ekki með flugi til Pól- lands. Þess má geta að HSÍ sparaði sér tvær miiyónir fyrr um annað sætið stendur á milli Makedóníu og Ungveijalands, sem eru bæði með 5 stig. Makedónía, sem vann Slóvakíu 28:26 á mið- vikudagskvöldið, á eftir að leika í í vetur, þegar landsliðið fór til Rúmeníu þremur dögum fyrr en áætlað var. Pólska landsliðið fór aftur á móti ekki frá íslandi fyrr en kl. 14.35. Á leið sinni til Keflavíkurflugvallar, skömmu fyrir hádegi í gær, komu leikmenn pólska liðsins við í Bláa lóninu. Þá voru ís- lensku leikmennirnir búnir að vera á ferð og flugi í fimm klukkustundir. Pólveijar fóru flugleiðina til Varsjár, með millilendingu í Kaupmanna- höfn. Kosice um helgina, en Ungveijar, sem töpuðu úti, 34:28, gegn Tékk- um, leika heima gegn þeim. Júgóslavía er komin áfram úr 3. riðli, en keppnin um annað sætið stendur á milli Frakka, sem eru með 4 stig, og Hvít-Rússa, sem eru með 2 stig. Þjóðimar mætast í tveimur leikjum um helgina — fyrst í Minsk og síðan í Besancon í Frakklandi. Rúmenar eru komnir áfram úr 4. riðli, en það kemur í ljós um helgina hvort Rússar eða íslend- ingar fylgja þeim eftir — til að íslenska liðið komist til Spánar verður það að vinna pólska liðið í Póllandi og Rúmenía að taka stig af Rússlandi í Moskvu. Danir eru komnir áfram úr 5. riðli, en keppnin um annað sætið stendur á milli Þýskalands og Sviss. Þjóðveijar, sem náðu betri árangri gegn Svisslendingum í leikjum þjóðanna, eru með 5 stig, Svisslendingar 3. Svisslendingar leika tvo leiki gegn Litháen í Sviss um helgina, en Þjóðveijar taka á móti Dönum í Hannover og leika síðan aftur gegn þeim í Randers. Andrés og Lúðvík vilja i stjórn KSÍ FJÓRIR núverandi stjórnar- menn í Knattspyrnusambandi Islands ganga úr stjóm á árs- þingi sambandsins, sem hefst í dag og verður á Scandic hótel Loftleiðum fram á sunnudag, en allir hyggjast þeir gefa kost á sér til endur- kjörs. Þá er vitað um forystu- menn úr röðum tveggja fé- laga, sem að auki gefa kost á sér í stjórnarkjöri þannig að ljóst er að kosið verður milli þessara sex um fjögur sæti. Þeir sem ganga úr stjóm nú em Guðmundur Pétursson, varaformaður KSÍ og for- maður landsliðsnefndar, Helgi Þorvaldsson, ritari og formaður mótanefndar, Jón Gunnlaugsson, formaður fræðslunefndar og hæfileika- nefndar, og Eggert Stein- grímsson, formaður ungl- inganefndar. Þeir sem sækj- ast eftir því að komast inn í stjórnina í fyrsta sinn era Lúðvík S. Georgsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR og Andrés Pétursson, fyrrum formaður knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Tveggja ára kjörtímabili formanns KSÍ lýkur um helg- ina. Eggert Magnússon, sem verið hefur formaður síðustu sex ár, gefur kost á sér áfram og ekki er vitað til þess að mótframboð sé á dagskrá. „Hvað er eiginlega aðþér dómari"? Pólverjar í Bláa lóninu - en íslendingar í rútu á leiðinni til Póllands KNATTSPYRNA Radja var frábær Dino Radja lék stórt hlutverk hjá Boston Celtics þegar liðið vann Detroit Pistons, 100:96, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann skoraði tólf af 29 stigum Sín- um í fjórða leikhluta og þá tók hann fimmtán fráköst í leiknum. Þá skoraði Dana Barros sautján stig fyrir Boston, sem vann aðeins sinn þriðja sigur í níu leikjum. Allan Houston skoraði 31 stig fýrir Detro- it og Grant Hill 29, auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Ellefu leikmenn komust á blað hjá Atlanta Hawks — flest stig skoruðu Ken Norman, 15, og Mo- okie Blaylock, 14, fyrir Hawks, sem vann Philadelphia 76ers 106:81. Jerry Stackhouse skoraði 22 stig fyrir gestina, sem hafa tapað átta leikjum í röð. Larry Johnson og Glen Rice skor- uðu báðir 25 stig fyrir Charlotte, sem vann sinn Qórða sigur í röð — 115:105 gegn New York. David Robinson skoraði flest stig sín í vetur, 33, þegar Spurs vann LA Clippers 105:86. Þá skoraði Chuck Person 22 stig fyrir Spurs — setti niður sex þriggja stiga körfur. Clippers hefur tapað níu leikjum í röð. Cedric Ceballos skoraði 24 stig og Vlade Divac 20 þegar Los Angel- es Lakers vann Phoenix Suns, 107:96. % m 1 ; LES Ferdinand og félagar í Newcastle leika gegn Arsenal á Hlghbury í átta llða úrslitum deildarbikarkeppninnar. Newcastle fer á Highbury Leikmenn Newcastle, sem lögðu Li- verpool að velli á Anfield Road í 16-liða úrslitum deildabikarkeppninnar, þurfa að fara í annan erfiðan útileik í 8-liða úrslitum - til Highbury í London, þar sem þeir mæta Arsenal. Leeds hafði heppnina með sér þegar dregið var í gær - fær Reading heim á Elland Road, en annars var drátturinn þannig: Aston Villa - Wolves Bolton eða Norwich - Birmingham eða Middlesbrough Arsenal - Neweastle Leeds - Reading Leikirnir fara fram 8. janúar. Guðni Bergsson og félagar náðu jöfnu gegn Norwich á Carrow Road, 0:0, og fær Bolton heimaleik eftir þrjár vikur. Þess má geta að Bolton lék til úrslita í deildabikarkeppninni sl. keppnistímabil - tapaði 1:2 fyrir Liverpool. „Það var gott að fá annað tækifæri og ég vona að við náum að klára dæmið heima - og fá síð- an heimaleik gegn Middlesbrough. Staða okkar í deildinni er ekki vænleg eins og er, við höfum verið óheppnir að tapa síð- ustu tveimur leikjum," sagði Guðni. Bolt- on leikur gegn Nottingham Forest í úr- valsdeildinni á morgun. „Það er nú að duga eða drepast hjá okkur.“ Newcastle er í efsta sæti hjá veðbönk- um í Englandi, varðandi deildabikar- keppnina, með 5-2, síðan koma Aston Viíla og Leeds 10-3, Arsenal 4-1, Middles- brough 7-1, Bolton 25-1, Wolves 33-1, Birmingham og Norwich 40-1, Reading 50-1. MÁLÞING um dómgæslu og dómaramál í íslenskri knatt- spyrnu verður haldið í tengsl- um við ársþing Knattsðyrnu- sambandsins. Málþingið hefst kl. 13.15 á morgun með setn- ingu Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. Halldór B. Jónsson, formaður dómara- nefndar, ræðir þvínæst um skipulag dómaramála hér á landi og siðan flytur Sæmund- ur Hafsteinsson sálfræðingur erindi um sálfræðUega þátt- inn. Því næst svara sjö valin- kunnir menn spurningunni um hvað sé að í íslenskri dóm- gæslu og hvað megi betur fara. Fyrst er það sjónarmið forystumanna, þeirra Þóris Jónssonar, formanns knatt- spymudeUdar FH, og Magnús- ar D. Brandssonar gjaldkera Þróttar. Bjarni Jóhannsson og Ingi Björn Albertsson ræða málið frá sjónarhóli þjálfar- ans, Haukur Magnússon, fyrr- um leikmaður Þróttar, skoðar þetta af sjónarhóli leikmanns- ins, Amar Björnsson frétta- maður Ríkisútvarpsins frá sjónarhóli íþróttafréttamanns- ins og að lokum mun Bragi Bergmann lýsa því hvernig dómarar líta á þessi mál. Almennar umræður með þátttöku framsögumanna verða að erindunum loknum og áætlað er að málþinginu Ijúki um klukkan 15.45. Stjórnandi málþingsins verður EUert B. Schram forseti ÍSÍ og er öllum heimiU aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.