Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAQNAFRÉTTIR * GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • ÍMorgmtMafriti Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 1. desember 1995 Blað 0 Umhverfis- málin ráða UMHVERFISMÁL eru ráðandi þáttur í stefnumörkun við end- urskoðun aðalskipulags á Stokkseyri sem nú er unnið að. í og við Stokkseyri er (jöl- breytt fuglalíf, sögulegar minj- ar og víða kjörið svæði til fjöl- breyttrar útivistar. / 2 ► Turnarnir skipta málí TURNAR setja mikinn svip á hús. Þótt ekki séu margar hallir á Islandi niá víða finna turna. Þeir eru kannski ekki stórir, ekki skrautlegir og ek! garnlir en hvernig litu viðkon andi hús út ef ekki væru turn arnir? / 18 ► Ú T T E K T Skipulag með tölvutækni V VIÐ endurskoðun aðal- skipulags í Garðabæ fyr- W ir tímabilið 1995 til 2015 sem staðið hefur að undan- förnu hefur tölvutæknin verið notuð til hins ítrasta. Landið var skannað eftir Ioftmyndum og síðan unnið með þær og fleiri gögn sem tölvurnar voru mataðar á en með þessu móti er unnt að prenta út á fljótlegan og ódýran hátt . hugmyndir um skipulagið á hinum ýmsu stigum. Örn Arnar Ingólfsson sem er kortagerðarmaður og annar eigenda tölvuþjónustunnar ís- grafs og arkitektanir Einar Ingimarsson og Pálmar Óla- son segja að það sé nánast bylting að vinna skipulag með þessum tækjum. Auðvelt sé að kynna hugmyndir um skipulag á myndrænan hátt fyrir nauðsynlegum stjórnum og nefndum en áður þurfti að miklu leyti að handteikna og lita slík gögn. í þessu tilviki er tölvan látin keyra út gögn og upplýsingar á þann hátt sein menn óska. Hugbúnaðurinn heitir Oddviti og gefur líka þann möguleika að sköða landslag og hugsan- leg áhrif mannvirkja á um- hverfi og þannig hafa Vega- gerðin og Landsvirkjun notað þessa leið t.il að meta um- hverfisáhrif vegna fram- kvæmda. / 14 ► Minni sala á íbúðum - verð á stórum eign- um lækkar um 7% ÖRLÍTIÐ minni hreyfing virðist vera á sölu íbúða á höfuðborgar- svæðinu ef marka má tölur um sölu fjögurra herbergja íbúða fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þannig skiptu 418 slíkar íbúðir um eigendur í ár en 425 á síð- asta ári. Meðalstærð íbúðanna er um 100 fermetrar. Á síðasta ári bár- ust Fasteignamati ríkisins alls 5.911 samningar um íbúðasölur og var velta þeirra alls 15.439 milljónir króna. í nýju fasteignamati sem er að koma út kemur fram að mat á stórum eignum á höfuðborgarsvæð- inu hefur verið lækkað um 7%. í yfirliti frá Fasteignamati ríkis- ins um sölu fjögurra herbergja íbúöa kemur fram að fermetraverð hefur einnig farið lækkandi á þessu ári. Á það við. fram á mitt ár en fer síðan hækkandi í júlí og september en var lægra í ágúst. Meðalverð á fermetra fjögurra herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu var 71.985 krónur í janúar 1994 en 66.174 í jan- úar í ár. Fermetraverðið er síðan á bilinu 66-67 þúsund krónur í febrú- ar til maí, hækkar í rúmar 70 þús- und krónur í júní og júlí en lækkar í ágúst í 65.962. í september var það 68.627. Fasteignamat ríkisins byggir mat sitt á sölusamningum sem fast- eignasalar skila. Hefur stofnunin nú um 80 þúsund samninga í gagna- grunni sínum sem nær aftur til ár- ins 1982. Fasteignamat stórra eigna hefur verið lækkað um 7% og segir Örn Ingvarsson hjá Fasteignamat- inu að það eigi fyrst og fremst við um eignir á höfuðborgarsvæðinu en það gildi í raun um stórar eignir víðs vegar um landið. Byggir þetta mat á söluskýrslum og er verið að færa matið nær söluverði en stórar eign- ir hafa undanfarin ár selst nokkuð undir fasteignamatsverði. Sala 4 herbergja íbúða á höfuð- borgarsvæðinu jan.-sept. 1994-95 jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar bjóða nú íbúðarlán til 15-25 ára. Lánin eru ætluð til kaupa, endurbóta eða viðhalds á húseignum eða til endurfjármögnunar skammtímalána. Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) með mánaðarlegum afborgunum sem taka mið af vísitölu neysluverðs. Vextir eru fastir, á bilinu 6,8% - 8,5% og miðast við veðsetningarhlutfall og áhættumat. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar í viðkomandi sparisjóðum. Þú átt góðu láni að fagna hjá sparisjóðunum. SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR «P> SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA SPARISJOÐUR REYigAVÍKUR OG NÁCRENNIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.