Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 D 13 Háhýsi stöðutákn þjóð- anna í Austur-Asíu Kuala Lumpur. HÁHÝSI í Kuala Lumpur verða tákn Malaysíu um hagvöxt, vel- gengni og framfarir þegar smíði þeirra lýkur á næsta ári. Háhýsin í Kuala Lumpur eru tveir turnar, sem eru ætlaðir fyrir skrifstofur og verða á 88 hæðum. Turnarnir verða 450 metra háir sjö metrum hærrri en Sears-turninn í Chicago, sem nú er hæsta bygging heims. Talið er að kostnaður við að koma upp þessum mestu háhýsum heims muni nema 800 milljónum dollara, en metið mun ekki standa lengi. Fleiri stórar byggingar eru í smíð um í Austur-Asíu. Þjóðir heimshlut- ans keppast við að reisa voldugar skrifstofubyggingar, hótel, fjölbýl- ishús og húsasamstæður fyrir auð- uga skjólstæðinga og her fjárfesta, erlendra og innlendra, sem vilja hagnast á blómlegri uppbyggingu í Austurlöndum fjær. Þjóðarmetnaður Mörg háhýsin eru reist með öflugum stuðningi ríkisstjórna, sem fylgja eindreginni þjóðernisstefnu og telja byggingarnar mikilvægasta táknið um þann mikla árangur, sem þjóðir Austur-Asíu hafa náð í efna- hagsmálum. Stuðningsmenn slíkra háhýsa telja þau einnig eðlilega ráðstöfun vegna skorts á lóðum í stórborgum heimshlutans. Andstæðingar þeirra telja að þeim miklu fjármun- um, sem fari í þessar framkvæmd- ir, væri betur varið til að draga úr fátækt og mengun, sem eru alvarlegt vandamál í mörgum borgum Asíu. Þjóðir Austur-Asíu eru ráðnar í að standa vestrænum þjóðum fram- ar í smíði háhýsa og feta í fótspor Bandaríkjamanna, sem reistu sér minnismerki með hærri og hærri byggingum þegar auður þeirra og veldi jókst á árum áður. Searsturninn, sem lokið var við 1974, var hærri en turnar World Trade Center byggingarinnar í New York, sem voru 419 metra háir, og Empire State Building sem var 381 metri. „Við vildum byggja fallegustu turna heims,“ segir Abdul Rahman, sem stjórnað hefur framkvæmdum við turnana í Kuala Lumpur. Bygg- ingarnar eru að mestu í eigu Petr- onas-olíufyrirtækis Malaysíu. „Við sýnum líka heiminum að við eru þróað iðnríki," sagði Rahman. Allra hæstir í Kína Ef allt fer eftir áætlun ljúka Kín- veijar við að reisa hæstu byggingu heims 1997 Chongqing-turninn, sem verður 457 metra hár. Chongq- ing er helzta borg Sichuan-fylkis, heimkynna Deng Xiapings, valda- mesta manns Kína. Met Chongqing verður þó skammætt. Japanskt fyrirtæki hefur skýrt frá fyrirætlunum um að reisa 460 metra háan turn, Shanghai World Financial Center, í stærstu borg Kína og helztu fjármálamiðstöð landsins. Japanska fyrirtækið er deild í Mori-byggingafyrirtækinu og stendur fyrir samtökum, sem munu verja um 750 milljónum doll- ara til framkvæmdanna og þeim á að ljúka 2001. í Hong Kong hefur grunnur ver- ið lagður að jafnvel enn hærri bygg- ingu, Nina-turninum. Ef áætlanir standast verður hann hæsta bygg- ing heims 1998 468 metra hár. I september skýrðu þrír indónes- ískir auðmenn frá fyrirætlunum um að reisa 500 metra háan turn til TEIKNING af turnunum í Kuala Lumpur. fjarskipta og fleiri nota í Jakarta fyrir árið 2000 og mun smíði hans kosta 400 milljónir dollara. í neðri hluta turnsins verða hótel, verslanamiðstöð og skrif- stofur. Ef þessi turn verð- ur reistur verður hann þriðja hæsta ijarskipta- bygging heims. Asíski draumurinn Sérfræðingur Brook- ings-stofnunarinnar í Washington segir að óþarflega mikið hafi verið byggt í borgum á við Ku- ala Lumpur, Jakarta, Bangkok, Shanghai, Pek- ing, Seoul og Kaohsiung á Taiwan og of lítið hugsað um holræsi, vatnsveitu- kerfi og götur. Indverskur arkitekt segir að smíði hæstu bygg- inga heims geti talizt byggingaafrek, en enginn sigur í byggingarlist. „Nýju byggingarnar í Asíu eru engin nýjung heldur eftiröpun,“ segir hann. „Asíumenn lifa í draumi, en sá draumur er amerísk millistéttarlág- kúra, sem Ameríkumenn höfnuðu sjálfír fyrir mörg- um áratugum. Asíumenn vilja endurgera þennan draum af því að við eigum peninga.“ Aukinn áhugi á atvinnu- húsnæði í SÍÐASTA fasteignablaði Morg- unblaðsins var auglýsing frá fasteignasölunni Borgum þar sem auglýst var til sölu atvinnu- húsnæði víða á höfuðborgar- svæðinu. í samtali við fasteignablaðið sagði Ægir Breiðfjörð hjá Borgum að frá sínum bæjardyrum séð væri eftirspurn eftir atvinnuhús- næði að aukast. „Það sem maður hefur orðið var við upp á síðkastið er að fjárfestar eru farnir að huga að slíkum eignum og leita þá helst að húsnæði þar sem fastir leigu- samningar fylgja. Því traustari sem leigutakarnir eru þeim mun girnilegra er atvinnuhúsnæðið fyr- ir fjárfestana. Það er líka alltaf eftirspurn eft- ir litlu atvinnuhúsnæði. Bæði fyrir litlar skrifstofu og líka fyrir lítil verkstæði, þá er góð aðkoma lyk- ilatriði. Ekki er aukið framboð á atvinnuhúsnæði merkjanlegt, enda er verðlag ennþá lágt, nema þá helst á mjög góðu húsnæði og vel staðsettu. Fyrir skrifstofuhúsnæði eru Skeifan, Suðurlandsbraut og Múlahverfi vinsælir staðir, Lauga- vegurinn er aftur orðinn mjög eft- irsóttur fyrir verslunarrekstur. Lánamöguleikar eru orðnir fjöl- breyttari hvað snertir atvinnuhús- næði. Það gerir m.a. tilkoma fjár- festingasjóða. Mér virðist þróunin vera sú að smáatvinnurekendur og meðalstór fyrirtæki séu farnir að líta í kringum sig eftir húsnæði til kaups, fremur en að vera á leigumarkaðinum eins og algengt hefur verið seinni árin. Verð er mjög breytilegt á atvinnuhúsnæði, allt frá 20 þúsund til 40 þúsund kr. fermetrinn fyrir iðnaðarhús- næði, eftir ástandi eignarinnar og staðsetningu. Skrifstofuhúsnæði getur kostað allt frá 30 til 40 þúsund kr. á fer- metrann, en getur farið upp í 60 þúsund krónur á fermetrann fyrir sérlega gott húsnæði.“ K-irJ 'j'Jninuii'jii uuJubíjórí. ílyjunijinji ú-j'J U-'JUU. Kríjjjúji Krb'jújjhjyjj jyJúni. SUÐURLANDSBRAUT 14. 3. HÆÐ (HÚS B&L) S 5 888 222 FAX 5 888 221 Skráðu eign þína í sölu hjá okkur. Það borgar sig örugglega, því að Borgareign býður betur. Opið um helgina frá kl. 12-14. Einbýli - raðhús Lindasmári - Kóp. - glæsieign Vorum að fá raðhús sem er ca 190 fm á tveimur haeðum. Húsið er fullb. og allt hið vandaðasta. Eign sem kemur þægil. á óvart. Verð 13,8 millj. Áhv. 6,2 millj. Grasarimi. Fullb. vandað parh. á tveimur hæðum ásamt bllsk. ca 170 fm. Á neðri hæð eru stofur, eldh. og gestasn. Á efri hæð 3 svefnherb., sjónvhol og baðherb. Áhv. 4-5 millj. Verð 12,6 millj. Kambasel. Vorum að fá I einkasölu sérl. vandað endaraðh. á tveimur hæðum. 4-5 svefnh. Góðar stofur, arinn o.fl. Bjl- skúr.Áhv. allt að 6,0 millj. í góðum lán- um. Verð 13,0 millj. Bústaðahverfi. Vorum að fá i sölu raðh. á tveimur hæðum auk kj. við Tunguveg ca 110-115 fm. Eigna- skipti mögul. á ódýrari eða bein sala. Verð 8,3 millj. í Suðurhlíðum - Kóp. séri. glæsil. parh. á tveimur hæðum ca 250 fm við Bakkahjalla. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 9,9 mlllj. Hæðir VANTAR 4RA-5 HERB. í HLÍÐUM OG NÁGR. - SKIPTI Á 3JA HERB. í HAMRAHLÍÐ Hvammsgerði Vorum að fá f sölu efri hæðina I þessu fal- lega þríbhúsi. Ib. er 3ja herb. ca 90 fm. íb. og hús í mjög góðu ástandi. Sérinng. Suð- ursv. Vel viðhaldin eign á vinsælum stað. Verð 7,5 millj. Áhv. 4,4 millj. Hjallavegur. Glæsll. hæð ásamt 38 fm bíisk. Hæðln skiptist m.a. i stofu og 3 herb. Allt nýtt m.a. nýjar innr., gólfefni, lagnir o.fl. Glæsil. eign. Áhv. ca 5,1 mlllj. Verð 9,5 millj. Hringbraut - Rvík. Faiieg ca so fm sérhæð. Verð 7,4 millj. Rauðalækur. vorum að fá í söiu miðh. [ fjórbýlish. sem er ca 121 fm ásamt 25 fm bílsk. Eignask. möguleg. á 3ja-4ra herb. ib. Verð 9,5 milij. Hverafold 116 - hæð + auká- íb. Efri hæð: Forstofa, hol, góð stofa, 2 svefnh., gott eldh. og baðherb. Stórar suðursv. Ca 30 fm bllsk. Eigninni fylgir sér ca 50 fm íb. á jarðh. Fullb. og vönduð eign. Verð 13,0 millj. Spóahólar - m. 35 fm bíl- skúr. Vorum að fá I sölu mjög góða ca 95 fm 4ra herb. ib. á 2. hæð ásamt tvöf. bílskúr. Ib. og hús I mjög góðu ástandl. Getur vérið laust strax. Verð 7.950 þús. Áhv. ca 4,5 mlllj. Fífusel. Vorum að fá í sölu 3ja-4ra herb. Ib. á einum besta útsýnisst. I Rvfk. Blokkin hefur öll verið tekin I gegn og Steni-klædd. Vönduð eign. Verð 7,5 millj. Rauðás. Vorum að fá í sölu stór- góða 3ja-4ra herb. Ib. á tveim hæðum. Vönduð eign á fráb. útsýnisstað. Verð 8,4 millj. Vesturbær. Falleg ca 105 fm Ib. á 2. hæð I nýl. lyftuh. við Grandaveg. Áhv. ca 4,8 millj. byggsj. Verð 9,9 millj. Jörfabakki. góö 101 fm ib. á 1. hæð. Aukaherb. í kj. Verð 7,4 millj. Veghús. Vorum að fá i sölu einkar glæsil. ca 115 fm íb. á 2. hæð. 26 fm bllsk. Áhv. 5,3 mlllj. (40 ára húsnl.j. Verð 9,9 mlllj. Alfheimar - Rvík. caioofmíb.á3. hæð. Laus strax. Verð 7,3 millj. Háaleitisbraut. Góðcanofmíb. + bílsk. Verð 8,3 millj. 3ja herb. Nökkvavogur - 3ja 4ra herb. Halló Hafnarfjörður. vorum að fá í sölu við Álfaskeið 4ra-5 herb. íb. með bíl- sk. Mikið endurn. Parket o.fl. Verð 8,5 millj. Áhv. 4,5 millj. Sólheimar - skipti á minni. 4ra herb. 100 fm íb. á 3. hæð ásamt bílsk. Gott útsýni til allra átta. Stórar suðursv. Þvherb. í Ib. Áhv. 2,3 millj. Verð 10,3 millj. Inn við Sund. Góð 4ra herb. íb. á 1. hæð inn v. Kleppsveg 96 fm. Stutt er í alla þjón. Mögul. skipti á stærra i næsta nágr. Verð 7,5 millj. Vorum að fá í einkasölu stóra 3ja herb. bjar- ta kjíb. í þessu fallega tvibhúsi. Ib. í toppá- standi. Verð 6,8 millj. Áhv. ca 3,6 millj. Ofanleiti. Góð ca 90 fm 3|a herb. Ib. á 1. hæð. M.a. góð stofa. Sór af- glrtur suðurgarður. Gott eldhús, 2 svefnherb. og baðherb. Sérþvottahús. Getur verið laus fljótl. Verð 8,7 mllij. Gamli bærinn. Falleg 3ja herb. ca 70 fm ib. á 1. hæð I gömlu en góðu tvlbhúsi viö Norðurstlg. Hús og ib. I góðu standi. Verð 5,9 mlllj. Bjartahlíð - Mos. Vorumaðfá í sölu fallega ca 105 fm endalb. á 1. hæð I glæsll. fjölb. í Mosfellbæ. Áhv. ca 5,2 mlllj. Verð 7,9 mlllj. Flétturimi - Grafarv. Mjög góð og vönduð 4ra-5 herb. ca 120 fm endalb. á tveimur hæðum. Fullb. og vönduð eign. Ib. fylgja tvö stæði I lokuðu bllskýli. Verð 9,2 millj. Hraunbær. Falleg ca 80 fm íb. á 1. hæð. Áhv. ca 2,6 millj. Verð 6,3 millj. Inn við Sund. Góö ca 75 fm íb. á 1. hæð. Áhv. ca 2,5 millj. Verð 7,3 millj. Kjarrhólmi. Falleg ca 75 fm íb. á 2. hæð. Áhv. ca 4,2 millj. þar af 3,5 í húsn- stjl. til 40 ára. Verð 6,5 millj. Hrísrimi - lúxusíbúð - gott verð. Til sölu einstakl. glæsil. ca 91 fm lb. Sérsmíðaðar innr. Parket. Sérþvottah. I fb. Verð 7,9 millj. Hraunbær. Vorum að fá I sölu góða 3ja herb. íb. með aukaherb. á jarðh. Nýl. innr. Parket á gólfum. Verð 6,7 millj. Hamraborg. Tvær 3ja herb. íbúðir. Verð frá 5,9 millj. Vorum að fá I einkasölu 2ja herb. I á 2. hæð, endalb. á efstu hæð. Hús og sameign I góðu ástandi. Verð 5,5 millj. Austurbrún - 2ja. Góö 2ja herb. (b. á 2. hæö I lyftuh. Húsvörður o.fl. Áhv. byggsj. 3,1 millj. Vallarás. Falleg og rúmg. ca 55 fm lb. á 5. hæð I lyftuh. Suðursv. Parket. Áhv. ca 2,4 millj. Verð 4,9 millj. Skógarás. Góð ca 84 fm íb. á 1. hæð. Áhv. ca 4,0 millj. Verð 6,4 millj. Skipti möguleg á 4ra herb. ib. Skógarás - skipti á 10-11 millj. kr. eign. Falleg og vönduö ca 70 fm íb. á 1. hæö ásamt góðum bílsk. Suðurverönd og gott útsýni. Verð 7,5 m. Áhv. 4 m. Gnoðarvogur. ca éo fm íb. á 2. hæð I fjölb. Áhv. byggsj. 2 miilj. Verð 5,4 millj. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. Ib. með bílsk. sem má kosta allt að 8,5 millj. Reykás. Falleg ca 70 fm íb. á 1. hæð Vönduð eign á góðum stað. Verð 6,4 mil Rofabær. Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. góð lán ca 2,6 millj. Verð 4,9 mlllj. Næfurás. Glæsil. ca 80 fm ib. á 3. hæð. Stór stofa. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Vandaðar innr. Parket. Áhv. ca 5 mlllj. byggsj. til 40 ára. Verð 7,5 millj. Hamraborg - Kóp. - góður kostur fyrir eldri borgara. Vorum að fá í sölu mjög góða ca 60 fm íb. á 3. hæð I lyftuh. Gott útsýni. Verð 5,3 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.