Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 17 VERIÐ Morgunblaðið/Kristján KONURNAR á bandinu bíða spenntar eftir að fyrstu rækjurnar renni eftir færibandinu. Ein fullkomnasta rækjuvinnsla landsins RÆKJUVINNSLA Fiskiðjusamlags Húsavíkur var gangsett í nýju hús- næði í gær. Verksmiðjan var flutt úr húsnæði á Höfðanum og í stærra húsnæði neðan við Bakka og þar hefur verið komið upp einni full- komnustu rækjuverksmiðju lands- ins. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar tæknimenn, iðnað- armenn og starfsfólk FH voru að undirbúa gangsetningu í gær. Heild- arkostnaður við uppsetningu verk- smiðjunnar og byggingu frystiklefa við hana er um 180 milljónir króna. Hlutur rækjuvinnslunar alltaf að aukast Hlutur rækjuvinnslunar hefur verið stöðugt að aukast hjá FH á síðustu árum og er nú um 2/3 af heildarveltu fyrirtækisins. Um 5.000 tonn af rækju fóru í gegnum gömlu verksmiðjuna á, ári og segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri FH, að sú verksmiðja hafi í raun verið yfir- keyrð miðað við þann vélakost sem þar var. Hann vonast til að geta keyrt um 6-7.000 tonn í gegnum nýju verk- smiðjuna en afkastageta hennar með góðu móti er um 8.000 tonn á ári. I verksmiðjunni er fullkomin pökk- unarlína og er gert ráð fyrir að hluta rækjunnar verði pakkað beint í neyt- endapakkningar. Afgangshús við höfnina „Það hefur legið fyrir lengi að Rækjuvinnsla Fiskiðjusamlags Húsavíkur gang- sett í nýju húsi verksmiðjan yrði flutt um set, enda staðsetning hennar á Höfðanum ekki góð og þar er heldur enginn frystiklefi. Þetta er í raun þriðja rækjuverksmiðjan sem við hönnum en það áraði ekki alltaf vel í þessari vinnslu þannig að menn vildu ekki fara í stórar framkvæmdar. Síðan var ákveðið að láta slag standa og ráðast í þetta stóra verkefni. Vegna samdráttar í veiði bolfísks áttum við um 1.000 fermetra hús afgangs nið- ur við höfn og það hentar vel fyrir þessa starfsemi. Að auki hefur verið byggður frystiklefi sem tekinn verð- ur í notkun í febrúar," segir Tryggvi. Allur vélbúnaður gömlu verk- smiðjunnar hefur verið settur upp í nýja húsnæðinu, fyrir utan það að keyptir voru nýir frystiskápar. Til viðbótar fjárfesti FH í mjög full- komnum vinnslubúnaði og er rækju- vinnslan ein sú fullkomnasta á land- inu í dag. Unnið á tveimur vöktum „Við gerum ráð fyrir því að unnið verði á tveimur vöktum í nýju verk- smiðjunni en unnið var á þremur vöktum í hinni verksmiðjunni og all- ar. helgar. Þá er einnig gert ráð fyr- ir að helgarvinnan minnki. Það er ekki gert ráð fyrir að starfsfólki fækki sem neinu nemur en aftur á móti verður samdráttur í vinnutíma. Um 50 manns hafa starfað í rækju- vinnslunni." Hráefnisöflun rækjuvinnslunnar hefur gengið vel, enda hefur veiði verið mjög góð að undanförnu. Tryggvi segir að fyrirtækið eigi nú töluvert mikið magn af óunninni rækju. „Það verður því hægt að keyra verksmiðjuna rösklega í byrj- un og svo er að sjá hvernig það gengur." Sala á afurðum rækjuvinnslunnar gengur vel og er fyrirtækið með lít- ið af óseldri rækju. Mest er selt á markaði í Bretlandi en einnig í Dan- mörku, Þýskalandi og Frakklandi. „Við höfum hingað til pakkað rækju til stærri notenda og pökkun- arstöðva sem þá endurpakka vörunni áfram. í nýju verksmiðjunni er full- komin pökkunarlína fyrir smápakka og því gerum við ráð fyrir að á þessu verði breyting." Tryggvi segir að ágætis verð hafi fengist fyrir afurðirnar og vonandi verði það áfram.,, Rækjuverðið hækkaði mikið fyrir um einu og hálfu ári og menn njóta þess ennþá. Hins vegar hefur leiguverð á kvóta hækkað mikið og við skulum vona að hægt verði að reka þetta með einhverjum hagnaði áfram,“ sagði Tryggvi Finnsson. TRYGGVI Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, og Peter Fischer, tæknimaður frá Elbiscan, fylgjast með vinnslulínunni. FRÉTTIR : EVRÓPA Semja við Banda- ríkin um tollamál „Fátæku ríkin fjögur“ krefjast sára- bóta vegna tollalækkana í landbúnaði Washington. Reuter. EVROPUSAMBANDIÐ og Banda- ríkin náðu í gær samkomulagi um bættan aðgang bandarískra útflytj- enda að Evrópumarkaðnum. Með æssu er Bandaríkjunum bætt upp )að óhagræði, sem þau urðu fyrir er Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu í ESB um síðustu áramót og tollar á ýmsum vörum, sem Bandaríkjamenn hafa flutt til þess- ara ríkja, hækkuðu. Jafnframt var samið sérstaklega um umdeilt fyrirkomulag Evrópu- sambandsins við útreikning tolla af innfluttu korni og hrísgrjónum frá Bandaríkjunum og féllu Banda- ríkjamenn frá kröfu sinni um úr- skurð í málinu af hálfu Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO). Bandaríkin hafa krafizt þess að ESB hætti að nota fast viðmiðunar- verð við útreikning tolla o'g meti fremur hverja sendingu afkorni eða hrísgijónum fyrir sig. ESB heitir því nú að halda öllum upplýsingum til haga_og endurgreiða áílt það, sem kann að vera oftekið í toll. Samkvæmt meginsamkomulag- inu lækka tollar meðal annars á hrísgijónum, hnetum, gæludýra- fóðri, kirsubeijum, laufi í blóma- skreytingar, kröbbum og ýmsu öðru sjávarfangi, nærri 200 kemískum efnum, krossviði, dagblöðum, tau- efni, litskiljum, litsjám, sveiflusjám og hálfleiðurum. Mestu tollalækkanirnar verða á hálfleiðurum, landbúnaðarvörum og kemískum efnum, að sögn Mickeys Kantor, viðskiptafulltrúa Banda- ríkjastjórnar. Viðskiptaþvinganir ef samkomulag er ekki innsiglað fyrir áramót Ráðherraráð Evrópusambands- ins verður að samþykkja báða samningana. Ráðið kemur saman næstkomandi mánudag, en emb- ættismenn segja ólíklegt að það muni staðfesta samningana þá. Ástæðan er sú að „fátæku ríkin fjögur“, þ.e. Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland, krefjast sárabóta fyr- ir það tjón, sem þau telja tollalækk- anir á landbúnaðarvörum valda sér. Talið er að málið geti því frest- azt þar til á fundi landbúnaðarráð- herra ESB 19. desember. Þá eru síðustu forvöð að innsigla sam- komulagið, því að hafi samkomulag ekki náðst um áramót munu Banda- ríkin beita Evrópusambandið við- skiptaþvingunum. Reuter ÞÝZKI seðlabankinn er stundum sagður fyrirmynd hins evr- ópska seðlabanka framtíðarinnar vegna stefnufestu sinnar og aðhaldssemi. Hér heilsast þeir Hans Tietmeyer, aðalbankastjóri þýzka seðlabankans (t.h.) og Alexandre Lamfalussy, yfirmaður Evrópsku gjaldmiðilsstofnunarinnar (EMI), sem er undanfari evrópsks seðlabanka. Á milli þeirra stendur Theo Waigel, fjár- málaráðherra Þýzkalands. Þremenningarnir sóttu fund gjald- miðilsnefndar ESB fyrr í vikunni. Efnahags- og myntbandalagið Spánn og Austurríki stefna að stofnaðild Vín. Reuter. AUSTURRÍKI og Spánn stefna staðfastlega að því að verða stofn- ríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) er sameiginleg Evr- ópumynt verður tekin upp í byijun árs 1999. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi Franz Vranitsky, kanzlara Austurríkis, og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, kom fram að þeir væru engu að síður sam- mála um að ekki mætti slaka á þeim kröfum, sem gerðar væru til aðildarríkja EMU um staðfestu í peninga- og ríkisfjármálum. „Við erum sammála um að það á ekki að þynna út skilyrði aðildar að Efnahags- og myntbandalaginu og að ekki eigi að breyta tímaáætl- uninni,“ sagði Vranitsky. Gildistöku má ekki seinka Gonzalez sagðist sammála Jacqu- es Santer, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, um að seinkun á gild- istöku EMU gæti stefnt áformunum um sameiginlega mynt í hættu. „Það er rétt hjá Santer að seinkun getur haft i för með sér eilífa töf,“ sagði hann. Spænski forsætisráðherrann, sem jafnframt er forseti ráðherra- ráðs ESB, sagði að Evrópuríkjum bæri skylda til að þrýsta á um skjót- an evrópskan samruna og stækkun Evrópusambandsins. „Skýrslur sýna að stækkun verður mun ódýr- ari en áður var spáð,“ sagði hann. „Það er siðferðileg og pólitísk skylda okkar að stefna að einingu Evrópu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.