Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR • • hafa verið sett upp á 400-500 íslenskum heimilum Lögregla eða slökkvilið látin vita þegar ástæða þykir til Securitas og Vakt24 heyja nú verðstríð, en Vari tekur ekki þátt í því. Verð er nokkuð misjafnt og skilmálar sömuleiðis, fannst Brynju Tomer sem spurðist fyrir um algengustu öryggiskerfí fyrir heimili. • • RYGGISKERFI hafa verið talsvert í umræðu undan- farið og af frásögnum tais- manna öryggisþjónustufyrirtækja að dæma, má ætla að milli 400 og 500 heimili í landinu hafi slíkan búnað. Seeuritas og Vakt24 hafa háð verðstríð síðustu daga og í auglýsingum hefur komið fram að Securitas lánar öryggiskerfi endur- gjaldslaust, en í augiýsingum Vakt- ar24 hefur verið bent á að mán- aðargjald hjá Securitas er talsvert hærra en mánaðargjald Vaktar24. Securitas I öryggiskerfí Securitas er reyk- skynjari, tveir hreyfískynjarar og sírena. Kostaði slíkt kerfi um 120 þúsund krónur til skamms tíma, eða þar til farið var að lána það endurgjaldsiaust. Hannes Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Securitas, segir að vaxandi sam- keppni hafí orðið til þess að fyrir- tækið fór að bjóða búnaðinn að láni. „Við önnumst líka eftirlit með búnaðinum og kostaði það áður 7-8 þúsund krónur á ári, en er nú ókeypis." Kerfíð er tengt stjómstöð fyrir- tækisins og berst stjómstöð viðvör- un ef það fer af stað. Hannes seg- ir að þá sé öryggisvörður fyrir- tækisins sendur á staðinn. „Við- skiptavinir greiða ekkert fyrir út- kall, en ef öryggisvörður sér merki um innbrot kallar hann á lögregiu. Ef um eldsvoða er að ræða er siökkvilið kallað út.“ Hannes segir að mánaðargjald sé 4.056 krónur og uppsagnarfrest- ur þrír mánuðir. Þó sé miðað við að kerfí sé ekki tekið niður nema um áramót, svo frestur geti orðið allt að 15 mánuðir. Sem dæmi má nefna að segi viðskiptavinur kerf- inu upp í febrúar þarf hann að greiða af því fram til næstu ára- móta, en segi hann því upp þegar styttri tími en þrír mánuðir eru til áramóta þarf hann að greiða af því til þamæstu áramóta. Að sögn Hannesar eru 200-300 heimili á landinu með öryggiskerfí frá Securitas. Vakt24 Vakt24 er nýtt fyrirtæki. Það er sérstakt að því leyti að ekki eru starfandi svokallaðir öryggisverðir þar, heldur hefur fyrirtækið gert samning við bílstjóra Hreyfíls. Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Vaktar24, segir að öryggiskerfí fyrirtækisins sé þráð- iaust og kosti 78.460 krónur. Mán- aðargjald sé síðan 1.200 krónur og uppsagnarfrestur þrír mánuðir. Eft- irlit með kerfínu segir Haraldur að muni kosta frá 1.200 krónum á ári. Raunar kemur fram í upplýs- ingabæklingum Vaktar24 að mán- aðargjald er misjafnt eftir því hvort kerfíð gerir stjórnstöð viðvart um leið og öryggiskerfí fer í gang eða hvort það er tengt heim til vina eða vandamanna. Fram kemur að möguleikar eru fjórir og er mánað- argjald á bilinu 0-1.800 krónur. 1.200 kr. mánaðargjald sem Har- aldur nefnir, gerir ráð fyrir að þeg- ar kerfi fari í gang hringi það fyrst í tvo vini eða vandamenn og ef þeir svara ekki síma, hringir kerfið í stjómstöð Vaktar24 eða Hreyfíl. Ef stjórnstöð Vaktar24 eða Hreyfli berst viðvörun um öryggis- kerfi sem farið hefur af stað, er bílstjóri frá Hreyfli sendur á stað- inn. „Bílstjóri í nágrenni staðarins fer þangað, en vitaskuld fer enginn í útkall sé hann með farþega í bíln- um,“ segir Haraldur. „Bílstjóri kannar ummerki, til dæmis hvort reykur sést, gluggar hafa verið brotnir eða annað sem bendir til að bruni hafí komið upp eða inn- brot framið. Ef reykskynjari sendir boð í stjómborð okkar látum við slökkvilið vita og biðjum það að vera í viðbragðsstöðu. Ef ástæða er til, hringir bílstjóri samstundis í slökkvilið og kallar það á staðinn. Séu ummerki um innbrot er kallað í lögreglu." Að sögn Haraldar er ekki greitt sérstaklega fyrir útkall nema um hafi verið að ræða vítavert kærú- leysi að hálfu húsráðenda. „Undir það gæti til dæmis fallið húseig- andi sem kveikir á öryggiskerfínu og fer síðan út, en skilur svaladyr eftir opnar.“ Spurður hversu marg- ir íslendingar hefðu fengið sér ör- yggiskerfi Vaktar24 svarar Har- aldur því að þeir séu á bilinu 65-70. Vari Viðar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Vara, segist að svo stöddu ekki hafa sambærilegt öryggiskerfí og Securitas og Vakt24. „Við höf- um þó mjög fullkomið, þráðlaust kerfi, sem sett hefur verið upp í 100-200 húsum á landinu. Því til- heyrir reykskynjari, vatnsnemi, hurðarofí, þráðlaus fjarstýring með neyðarhnappi og rafmagnsvara, sem gefur merki ef öryggi fer af húsi.“ Viðar segir að 80-120 þús- und krónur kosti að setja slíkt kerfí upp og mánaðargjald sé 4.378 krónur. Uppsagnarfrestur er sex mánuðir. Kerfið er tengt stjórnstöð Vara og ef það gefur merki er öryggis- vörður sendur á staðinn. „Um leið og kerfi gefur merki hringjum við í viðkomandi hús til að kanna hvort einhver'er heima. Ef svo er ekki, er öryggisvörður sendur með lykií á staðinn og hafí réykskynjari gef- ið merki köllum við út slökkvilið, en ef merki berst um vatn, innbrot eða að öryggi hafi farið af, sendum við út öryggisvörð til að kanna aðstæður. Hann gerir lögreglu við- várt ef ástæða þykir til.“ Iðgjald stundum lægra Sum tryggingarfélög veita slátt af iðgjöldum bruna- og inn- brotstryggingum ef öryggiskerfí er í húsi. Haft var samband við þrjú tryggingafélög og kom fram að Sjóvá-Almennar og Trygging- amiðstöðin veita 5-10% afslátt ef sett hefur verið upp öryggiskerfí sem tengt er stjómstöð öryggis- þjónustufyrirtækis. Stakur reykskynjari eða varð- hundur teljast til dæmis ekki næg ástæða til að veittur sé afsláttur af iðgjöldum. Hjá Vátryggingafé- lagi Islands fengust þær upplýs- ingar að í F+ tryggingum félagsins væri þegar gert ráð fyrir öllum afslætti sem hægt væri að veita og því væri ekki veittur aukaaslátt- ur þótt öryggiskerfi væri í húsinu. Morgunblaðið/Júlíus ELDSVOÐI í Reykjavík. INNBROTUM hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Jólí Hagkaup HAGKAUP í jólaskapi, er yfirskrift- in á Hagkaupsblaðinu sem er ný- komið út. Um ér að ræða blað sem Hagkaup hefur gefíð út mánaðar- lega frá apríl síðastliðnum, en það er fyrst og fremst hugsað sem þjón- usta við fólk sem býr utan höfuð- borgarsvæðisins. Allar vörur sem kynntar eru í blaðinu, jafnt matvör- ur sem aðrar vörur, er hægt að panta í gegnum póstlista, sem og reyndar allar aðrar vörur sem Hag- kaup selur. Hagkaupsblaðið er gefið út í rúmlega 90 þúsund eintökum og er dreift á á hvert heimili í landinu. Að þessu sinni er meðal annars lögð áhersla á jólavömr í blaðinu. Nýtt Eðal- konfekt NÝTT belgískt konfekt, Eðalkon- fekt, er komið á markað. Því er pakkað í sérhannaðar umbúðir hjá Samveija í Kópavogi, en það er verndaður vinnustaður fólks sem er að fóta sig í lífinu eftir að hafa átt við vímuefnavanda að glíma. Konfektið fæst í 250 g, 500 g og 1 kg pakkningum. Auglýsinga- stofan 7 Himinn hannaði umbúðirn- ar sem framleiddar eru af Umbúð- amiðstöðinni, en starfsþjálfunar- staðurinn Orvi framleiðir öskjurnar. Eðalkonfekt verður kynnt helg- ina 2.-3. des. í Kaupfélagi Kjalar- nesþings, 10-11 í Glæsibæ og KEA Hrísalundi Akureyri. * I neytendalögum eru ákvæði sem auðvelda samanburð Afborgnnarkj ör eru mismunandi AFBORGUNARKJÖR em mismun- andi milli verslana, greiðslukortafyr- irtækja og banka. Standi til að kaupa vömr á slíkum kjömm getur borgað sig að bera mismunandi kjör sem í boði eru. Lög um neytendalán hafa verið sett í flestum löndum Evrópu. Starfs- fólk Samkeppnisstofnunar vill benda neytendum á að í kjölfar gildistöku EES-samningsins vom á síðasta ári sett sérstök lög um neytendalán hér- lendis. í Iögunum em ákvæði sem auðvelda samanburð afborgunarkj- ara. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdótt- ur hjá Samkeppnisstofnun er í lögum um neytendalán kveðið á um að án nokkurra skuldbindinga eigi neyt- endur rétt á að fá upplýsingar um staðgreiðsluverð, vexti og allan kostnað af láni. Gæta þarf þess að lánin séu sambærileg, þ.e. að bæði séu til dæmis annaðhvort verðtryggð eða óverðtryggð. Neytendur ættu að bera saman árlega hlutfallstölu kostnaðar sam- bærilegs láns í banka, verslun eða hjá þjónustufyrirtæki. Þar sem talan er Iægst er hagstæðasta lánið að fá. Þá segir Anna Birna að neytendur eigi rétt á að greiða hraðar af láni en samningur segir til um og lækka þannig kostnað. - Koma kvartanir vegna neytend- alána á borðið til ykkar? „Það er lítið enn sem komið er, þetta er það nýtt. Sem dæmi má nefna að neytendasamtökin kvörtuðu t.d. yfír því að bókaforlag seldi bæk- •Hvað þarf að tilgreina í lánssamningum? 1. Höfuðstóll. 2. Fjárhæð útborgunar. 3. Vextir. 4. Heildarlántökukostnað- ur. 5. Árleg hlutfallstala kostn- aðar. 6. Heildarupphæð sem á að greiða þ.e. samtala höfuðstóls, vaxta og lán- tökukostnaðar. 7. Greiðsluyfirlit. 8. Gildistími lánssamnings og skilyrði uppsagnar hans. ur með láni til allt að 20 mánaða í formi skuldabréfs eða raðgreiðs- lusamnings án þess að upplýsa um kostnað. Bókaforlaginu var bent á að lánveitandi yrði að upplýsa neyt- anda um heildarlántökukostnað í krónum og árlega hlutfallstölu kostn- aðar. Bókaforlagið tók athugasemd- imar til greina. Burðargj ald 17 - 2 0 % ódýrara hjá DHL DHL hraðflutningar hf. bjóða 17-20% ódýrari póstburðargjöld undir jólakort til útianda nú fyr- ir jólin en Póstur og simi. Auk þess sækja starfsmenn fyrirtæk- isins jólakortin til viðskiptavina sinna ef kortin eru 20 talsins eða fleiri. Þjónustan býðst íbúum höfuðborgarsvæðisins sem og öðrum sem búa á stöðum þar sem DHL hraðflutningar hafa um- boðsmenn en að sögn Björns Ein- arssonar, sölustjóra, eru það fyrst og fremst íbúar Reykjavík- ur og nágrennis sem nýta sér þjónustuna. Burðargjald DHL hraðflutn- inga undir jólakort til Evrópu er 29 kr. fyrir kort sem vega 0-20 g og 56 kr. fyrir kort sem vega 20-50 g. Burðargjald Pósts og síma fyrir samsvarandi jóla- kort eru 35 kr. og 70 kr. í flug- pósti til Evrópu skv. gjaldskrá fyrirtækisins. Til landa utan Evr- ópu kostar 45 kr. undir bréf undir 20 g en 88 kr. undir bréf sem vega 20-50 g. Til samanburð- ar kostar burðargjald fyrir létt- ari kortin 55 kr. hjá Pósti og síma og 110 kr. fyrir þyngri bréfin. Síðasti dagur til að nýta sér þjónustu DHL hraðflutninga er 11. desember ef kortin eiga að fara til Bandaríkjanna, Kanada eða annarra landa utan Evrópu, 14. desember til Evrópu utan Norðurlandanna og 15. desem- ber ef þau eiga að fara til Norð- urlandanna. Að sögn Björns eru kortin álika lengi að berast viðtakend- um og ef þau eru send með Póst og síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.