Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 24
GLYMJAIVi VETUR - Allir vegir færir. Finnsku Nokia-nagla dekkin hafa þótt reynast vel þegar menn eru komnir út á hálan ís. „JUKEBOX" komust f tfsku á sjötta áratugnum en hurfu sfðan af sjónarsviðinu. Nú bendir margt til að tfmi þeirra sé að renna upp aftur með tilkomu geislatækninnar. haJLiim l'ÍBÍIH HJOLREIÐAR IIUSISUII hafa til skamms tíma þótt henta illa í siyó og hálku en nú er öldin önnur. Meö háþróuðum fjallaþjólum og ýmsum sérbúnaði fyrir vetrar- þjólreiðar, svo sem nagladekkj- um og sérhönnuðum vetrar- fatnaði, eru hjólreiðamönnum allir vegir færir hvort heldur er í blindbyl eða grimmdarfrosti. Nagladekkm gera að sjálf- sögðu útslagið. A hálu svelli og ísingu bíta naglarnir sig í klak- ann og í sr\jó auðvelda þeir yfir- ferðina, þótt auðvitað séu tak- mörk fyrir hversu mikill snjó- þunginn má vera. En það gildir líka um farartæki á fleiri þjólum. Finnar hafa gegnt foryst- uhlutverki á sviði framleiðslu á nagladekkjum fyrir reiðhjól og hafa stundað þá iðju í áratugi. Hér á landi eru á boöstólum dekk frá Finnlandi af gerðinni Nokia sem þótt hafa reynast vel, en vegna styrkleika nagl- anna þola þau að bjólað sé á auðu malbiki án þess að vart verði við slit að marki. Gripið í dekkjunum er gróft, sem gefur góða spyrnu í snjó og hliðarnar eru sérstyrktar og húðaðar með þykku gúmmíi þannig að dekkin þola talsvert hnjask. Framleiðsla þessara dekkja er dýr enda handunnin og kosta þau því talsvert meira en veryu- legt fjaUahjóladekk, eða á milli 3.300 til 3.500 krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá hjól- reiðaversluninni Erninum, þar sem Nokia-dekk eru m.a. á boðstólum. Einnig er á boð- stólum sérhæfð og dýrari út- gáfa frá Nokia, sem er breiðari og meö fleiri nöglum. Þau dekk eru hugsuð fyrir hjólreiðar utan vegar og við sérlega erfiðar aðstæður. ^NÝI OG GAMLI TÍMINN - Baldur Brjánsson veitingamaðui’ flettir i gegnum lagalis- tann á nýja geislaspiJaranum. Gamla, jukeboxið“ af Austurbar er hinsvegar í nýjum vistarverum í Eldsmiðjunni.. sem slanguryrði í Bandaríkjunum yfir dufl, daður, dans og samkvæmislíf. ► Joe Á blómaskeiði ,jukeboxanna“ á sjötta áratugnum voru skráð yfir 700 þúsund slík í Bandaríkjunum, en síðan hurfu þau nánast af sjónarsviðinu á sjöunda áratugnum. Síðustu tölur um fjölda ,jukeboxa“ eru 225 þúsund, og fer þeim hratt fjölgandi. ► Joe Jackson, nýbylgjutónskáld og tónlistarmaður, sem hlaut alheimsfrægð fyrir plötu sína Look Sharp (1978), hef- ur verið ötull í tilraunum með hljóð og tóna. Fjölhæfni hans á þessu sviði kem- ur meðal annars vel fram á hljómplöt- unni Jumpin’ Jive, sem er einskonar óður til ,jukebox-tónlistar“. ► Philip Glass, fæddur í Baltimore 1937, einn af þekktustu franiúrstefnu- tónlistarmönnum sinnar kynslóðar, samdi óperu árið 1990, sem hann kallar Hydrogen Jukebox, eða vetnisdansbox, þar sem byggt er á margmiðlunartækni níunda áratugarins. upp ► Fyrsta ,jukebox“ sem vitað er um var sett upp í veitingahúsinu San Francisco's Palais Royal Saloon árið 1889. Það var ný útfærsla á uppfynd- ingu Edisons, „grammófóninum", og hafði fjórar hlustunarpípur, þannig að fjórir gátu notið tónlistarinnar í senn. ► Orðið ,jukebox“ kom fyrst fram undir lok íjórða áratugarins, en þá fór þetta fyrirbæri að ryðja sér verulega til rúms í Bandaríkjunum í kjölfar vaxandi vinsælda sveifludjassins. Orðið er dregið af afrísku orði ,jook“, sem notað var Morgunblaðið/Sverrir LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 Hvers vegna skemmast hálskirtlar? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIRSVARAR SPURNINGUM LESENDA Ónæmis- kerfið Spurning: Hvemig getur maður styrkt ónæmiskerfið? Svar: Ónæmiskerfi líkamans er einkum nauðsynlegt til að vinna á sýklum sem berast inn í líkamann og þannig ver það okkur fyrir sýkingum. Besta ráðið til að styrkja ónæmiskerfið er að lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að borða hollan og fjölbreyttan mat, fá daglega hæfilegt magn vítamína og steinefna, stunda hóflega líkams- þjálfun og fá góða hvíld á hverri nóttu. Fyrir utan þessar almennu ráðleggingar eru ekki þekkt nein einfold ráð til að styrkja ónæmiskerfíð nema hvað talið er að sumar bólusetningar hafi tímabundið örvandi áhrif á ónæmiskerfið (einkum berkla- bólusetning og inflúensubóluset- ning). Við sumum illkynja sjúkdómum eru gefin lyf sem örva vissa þætti ónæmiskerfisins en þau er ekki hægt að nota til að örva eða styrkja ónæmiskerfið al- mennt. Spurning: Er algengt að háls- kirtlar í börnum skemmist? Hvers vegna gerist það og hver eru einkennin ef slíkt á sér stað? Svar: Hálskirtlar og nefkirtlar eru í raun alls ekki kirtlar heldur eitlar (kirtlar gefa frá sér safa, eitlar eru hluti af vömum líka- mans gegn sýklum). Við hálsból- gu nær sýkingin oft til þessara eitla og einkennin eru særindi í Skemmdir hálskirtlar hálsi, kyngingarerfiðleikar, sót- thiti, höfuðverkur og hrollur. Hálseitlarnir verða oft rauðir og bólgnir og stundum gengur úr þeim gröftur. Stundum geta myn- dast ígerðir eða graftarpollar í eða undir hálseitlunum og getur slíkt valdið endurteknum hálsból- gum. Áður fyrr var slíkt algengt í börnum og unglingum og voru hálseitlamir (og nefeitlarnir) þá yfirleitt fjarlægðir. Nú til dags em skemmdir hálseitlar fremur sjaldgæfir og má eflaust rekja það til þess að slæm hálsbólga er oftast læknuð fljótt með sýkla- lyfjum. Ef hálseitlar eða nefeitlar skemmast er oft bót að því að fjarlægja þá. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim ligg- ur á itjai-ta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum á milli klukkan 10 og 12 i síma 569 1100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.