Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNI í FJARSKIPTUM Póstur og sími ber höfuð o g herðar yfír keppinauta á íslenskum fjarskiptamark- aði. Forystumenn stofnun- arinnar búast við vaxandi Guðni Einarsson ræddi við Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sam- keppnissviðs P&S og Pétur Gunnarsson ræddi við Guð- keppni í fjarskiptum, ekki síst frá fjölþjóðafyrirtækjum. mund Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóra. Samkeppnin og einkaleyfið skilja Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkeppnissviðs Pósts og síma. SAMKEPPNISSVIÐ Pósts og síma (P&S) er öflug rekstrareining. Velta þess nemur um 20% af heildarveltu P&S og áætlað að hún verði um 1,7 milljarðar í ár og tæpir'2 milljarðar á næsta ári. Heildarvelta Pósts og síma 1994 var tæpir 10 milljarðar. Um fjórðungur tekna kom frá póst- þjónustunni og 7,5 milljarðar úr síma- rekstrinum. Fastir starfsmenn Sam- keppnissviðs eru um 80. Haraldur Sigurðsson verkfræðing- ur er framkvæmdastjóri hins nýstofn- aða Samkeppnissviðs P&S. Hann seg- ir stefnt að því að vinnu við aðskilnað Samkeppnissviðs frá einkaleyfís- rekstri P&S ljúki fyrir áramót. Undir Samkeppnissvið heyra farsímaþjón- ustumar (NMT-450 og GSM), boð- kerfíð, gagnaflutningsþjónusta, inn- kaup og sala notendabúnaðar, rekst- ur verkstæða, markaðsmál, fjölþjóða- samskipti og virðisaukandi þjónusta af ýmsu tagi. Haraldur segir að ákvörðun um aðskilnað rekstrarsviðanna hafi verið tekin á miðju starfsári og því hafi vinnan við uppgjörið orðið meiri en ella. Unnið er eftir skýrum vinnuregl- um og vinnan margþætt. „Það verður að tryggja að það verði hrein skil á milli þess sem verður eftir í einkaleyf- isrekstrinum og þess sem færist yfír í samkeppnisrekstur," sagði Haraldur. Samkeppnissvið hyggst færa út kvíamar og hefja alnetsþjónustu (Int- emet) fljótlega. „Við höfðum lokið við að undirbúa slíka þjónustu þegar tglið var æskilegt að fresta því,“ seg- ir Haraldur. Hann telur að sá frestur verði ekki nema um það bil til ára- móta, þegar fyrir liggur glöggt fjár- hagslegt uppgjör á milli einkaleyfis- rekstrar og samkeppnisrekstrar hjá Pósti og síma. Haraldur stefnir að því að leigja 2Mb gátt og bjóða eins góða þjón- ustu og kostur er. „Ég hef í huga að leigja línu frá einkaleyfmu annað- hvort austur eða vestur um haf og gera samning við alnetþjónustu þar. Veita síðan aðgang að alnetinu með öðrum hætti en nú býðst. Það verður lágt mánaðargjald og síðan greitt samkvæmt notkun. Þetta opnar fyrir þá viðskiptavini sem vilja komast inn á netið til dæmis fáa klukkutíma á mánuði. Þeir greiða þá nokkur hundr- uð krónur í stað þess að greiða nær tvö þúsund krónur á mánuði, eins og algengt er nú.“ Aukin afköst starfsmanna - Verður breyting á starfsmanna- fjölda Samkeppnissviðs í kjölfar skipulagsbreytinganna? „Starfsmönnum hefur fækkað undanfarið," segir Haraldur. „Við erum að hagræða, sérstaklega í rekstri Notendabúnaðardeildar. Ég hugsa að fjöldi starfsfólks breytist ekki mikið en reikna með framleiðni- aukningu á hvem starfsmann vegna áherslubreytinga í starfseminni." Þær áherslubreytingar eru meðal annars að færri munu starfa við við- gerðaþjónustu en fleiri við rekstur kerfanna. Þá verður fjölgað í mark- aðsdeild. „Við erum aðeins með einn mann þar en ég tel æskilegt að þeir séu þrír,“ segir Haraldur. Haraldur segir að Samkeppnissvið muni leggja sinn hlut í framlag P&S í ríkissjóð. Honum þykir það ekki óeðlilegt á meðan P&S er einkaleyfís- fyrirtæki með samkeppnisgrein. „Verði Póstur og sími að hlutafélagi verður olnbogarýmið allt annað,“ seg- ir Haraldur. „Þá megum við kaupa hluti í öðrum fyrirtækjum, stofna dótturfyrirtæki og getum ráðið meiru um launamálin." Við aðskilnaðinn færist Samkeppn- issviðið í hóp viðskiptavina einkaleyf- ishlutans og þarf því að semja um hvað það greiðir fyrir þjónustuna. „Línuleiga er til dæmis gríðarlega stór póstur hjá okkur. Fyrir hana greiðum við eins og óskyldur aðili úti í bæ,“ segir Haraldur. Skipulags- breytingin á ekki að verða til þess að gjaldskrá verði breytt í megin- atriðum en þó hafa GSM-gjöld lækk- að og hugsanlega fylgja önnur gjöld í kjölfarið. „Hins vegar er ég kominn í hóp þeirra sem kvarta undan hárri línuleigu," segir Haraldur og hlær. „Samkeppnissviðið nýtur ekki magn- innkaupa á línuleigu, andstætt því sem á við um suma aðra viðskipta- vini Pósts og síma.“ Búið er að semja um hvernig kostn- aður deilist á milli samkeppnissviðs og einkaleyfissviðs, til dæmis í far- símakerfinu. „Þessir samningar hljóta að verða fordæmi fyrir þau kjör sem væntanlegur samkeppnisað- ili í farsímakerfinu kemur til með að njóta,“ segir Haraldur. „Eflaust get ég svo reynt í félagi við hann að knýja á um betri kjör hjá einkaleyfis- sviðinu!" Samkeppnissvið er til húsa í elsta hluta húss P&S við Austurvöll og nýtur þjónustu stoðdeilda P&S á borð við bókhald, launabókhald og fleira. Samkeppnissviðið greiðir fyrir þá þjónustu sem það nýtur hjá stoðdeild- unum. Einnig er greidd húsaleiga vegna þeirrar aðstöðu sem Sam- keppnissviðið hefur í húsum Pósts og síma. Keppinautar Samkeppnissviðs hafa sagt að þeir treysti varlega að- skilnaði þessara deilda Pósts og síma á meðan ekki er skilið á milli með lögformlegum hætti og stofnað sér- stakt fyrirtæki um Samkeppnissviðið. Hvað fmnst Haraldi um það? „Ég lái þeim ekki vitund. Hér á landi er rótgróin vantrú á opinber fyrirtæki. Þess vegna göngum við ef til vill lengra en ella við að ganga frá aðskilnaðinum til að reka þessa ótrú til baka. Það má ekki finnast neitt dæmi þess að það sé verið að hygla að samkeppnissviðinu, þó við séum undir sama þaki.“ Sala notendabúnaðar í pósthúsum og símstöðvum út um landið hefur verið gagnrýnd af keppinautum. Þessir sölustaðir heyra undir einka- leyfisrekstur P&S en söludeild undir Samkeppnissvið. „Það er umsamið við umdæmin að þau taki notenda- búnað til umboðssölu, gegn ákveðinni hlutfallsþóknun. Þetta er hrein um- boðssala og við tökum á okkur meðal annars ábýrgðarviðgerðir og flutn- ingskostnað. Það verður sama verð á búnaði um allt land,“ segir Haraldur. - En hvað með aðra innflytjendur ijarskiptatækja? Fá þeir að selja í pósthúsum og símstöðvum? „Okkur er ekki kunnugt um eina einustu ósk frá þeim um að fá að setja sína vöru inn á símstöðvarnar til sölu,“ segir Haraldur. Á enga peninga Nefnd á vegum samgönguráðu- neytisins vinnur að því að meta verð- mæti Pósts og síma til að setja upp efnahagsreikning hugsanlegs hluta- félags. Haraldur segir að niðurstöður liggi ekki fyrir. Mikið fé hefur verið lagt í uppbyggingu farsímakerfanna undanfarinn áratug. Þessi búnaður er yfirleitt afskrifaður á 10 árum og því rétt búið að afskrifa fyrsta hlut- ann af NMT-kerfinu. GSM-kerfið er hins vegar ekki nema rúmlega árs- gamalt og búið að leggja í það um 600 milljónir, að sögn Haraldar. - Mun Samkeppnissvið borga fyr- ir þessi kerfi eða fá þau án endur- gjalds? „Það er ekki eins og þetta sé að verða sjálfstæður lögaðili. Ef það verður ákveðið að gera Samkeppnis- svið að sérfyrirtæki þá verður það í eigu Pósts og síma hf. og kerfin væntanlega stofnframlag í það fyrir- tæki,“ segir Haraldur. Seljendur fjarskiptabúnaðar hafa kvartað yfir því að frétta seint af opnun GSM-móðurstöðva og seinna en söludeildir P&S. Er ekki hægt að tilkynna þetta með fyrirvara? „Ég er nýbúinn að gefa út að áætluð opnun GSM-stöðva skuli til- kynnt með viku fyrirvara. Meira get- um við ekki,“ segir Haraldur. Hann segir að í vor hafi verið gefin út fram- kvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu GSM-kerfisins og hvar stefnt væri að opnun stöðva á fyrri og síðari árshelmingi. Þessi áætlun hafí verið send öllum seljendum íjarskiptabún- aðar. Ekki hafí verið hægt að gefa út nákvæmari áætlun með svo löng- um fyrirvara af tæknilegum ástæð- um. Við opnun GSM-stöðvar þurfi að samræma marga þætti, raflögn, uppsetningu loftneta, móðurstöðva og ganga frá símatengingu. Þá geta veður og ýmsar óviðráðanlegar tafír sett strik í reikninginn. Ekki fylgst með símasölu Einkaaðilar sem selja fjarskipta- búnað skrá notendur farsíma og selja GSM-símakort. Þeir hafa hreyft at-- hugasemdum við því að Samkeppnis- svið Pósts og síma muni eftir sem áður geta fylgst með því í gegnum skráningu notenda hvað hver selur. Er þetta eðlilegt frá samkeppnissjón- armiði? „Skráning símanúmera er ekki hjá samkeppnissviði heldur hjá einkaleyf- isþættinum, Umdæmi V,“ segir Har- aldur. „Það eru engin tengsl á milli skráningar notanda GSM-síma, það er sölu símakorts, og sölu þess tækis sem hann kaupir. Hann getur keypt tækið hvar sem er innanlands eða utan bg kortið annars staðar. Við verðum að vita hvað selt er af kort- um, því við opnum fyrir númerin í stöðinni. Við þurfum líka að vita hvað margir notendur eru því við byggjum upp innviði kerfisins í hlutfalli við fjölda notenda. Þótt við vitum hvað mikið selst af kortum höfum við eng- in tök á að skrá hvað mikið hver selur af notendabúnaði." Seljendur fjarskiptabúnaðar kvarta yfir því að fá enga umbun vegna umstangs við skráningu far- símanotenda. - Munt þú sem fram- . kvæmdastjóri Samkeppnissviðs krefl- ast þóknunar frá einkaleyfísrekstrin- um vegna skráningar símnotenda? „Það voru seljendur farsímanna sem óskuðu eftir því að fá að skrá notendurna til að geta afgreitt við- skiptavininn á einum stað. Það er hið besta mál. Mér fínnst ekki óeðlilegt ef Póstur og sími verður gerður að hlutafélagi að þama komi til greiðsla | fyrir þessa þjónustu til allra þeirra sem hana veita.“ - Er jafnræði með ykkur og I keppinautum í gagnaflutningum þeg- ar aðili sem kaupir gagnaflutning af Póst og síma og notar leigulínu teng- ist gagnaflutningsnetinu í næstu sím- stöð, en ef hann tengist keppinaut ykkar þarf hann að kaupa leigulínu áfram frá símstöðinni og til keppi- nautarins? „Við emm búnir að byggja upp . net frá Reykjavík og út um landið. Við borgum fyrir leigulínur alla þessa leið. Aðrir geta eins leigt línur fyrir i sig og byggt upp net. Við höfum gert þetta ódýrara fyrir notandann með því að setja upp afkastamiklar línur á lykilstaði úti á landi. Notend- ur þar í kring tengjast inn á þann stað og njóta svo samnýtingarinnar hingað suður. En til að þetta borgi sig þarf mikla gagnaflutninga." - Nú er öll símaþjónusta fijáls, nema rekstur talsímans sem verður } frjáls 1998. Á nokkur von á sam- keppni á því sviði? „Já, ég tel að það fari eins hjá * okkur og fór úti í Skandinavíu og víðar. Að erlendir aðilar komi inn og taki hluta millilandasímtala. Þau hafa verið einna arðvænlegust, kannski af því þau hafí verið hátt verðlögð. Það er ekki óraunhæft að ætla að fjarskipti lækki mjög mikið í verði á komandi árum. Það getur maður þakkað nýrri tækni og samkeppni. t Við verðum að fínna betri lausnir á betra verði til að lifa af í alþjóðlegri samkeppni." j Samstarf á alþjóðavísu - Hvað um samstarf Pósts og síma við erlend símafélög? „Ég tel útilokað annað fyrir Póst og síma hf. en að leita samvinnu við erlend símafyrirtæki, á sama- hátt og tíðkast um alla Evrópu í dag.“ Har- aldur segir að með slíkri samvinnu fengi Póstur og simi hf. tækifæri á í erlendum markaði og þá ætti fyrir- } tækið betra með að bjóða notendum i heildarlausnir í símamálum á alþjóða- * visu. Rekstrartekjur Pósts & síma 1990-96 Velta Söludeíldar 1995-96' Par af hagnaðui Mílljarðar kr. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Notendur mismunandi símkerfa 1995 NMT -farsímar Símanúmer í almenna kerfinu voru 148.300 um áramót en gætu nú verið nálægt 150.000 GSM -farsímar 8.293 21.297 2.119 1.1 .'95 30.11.'95 1.1.’95 30.11.’95 1.1:95 30.11:95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.