Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNII FJARSKIPTUM AÐSENDAR GREINAR Ekkí íslenskur mark aðnr heldur al- þjóðlegt umhverfi KEPPINA UTAR Pósts og síma segja að sú mismunun sem felist í yfirburðastöðu Pósts og síma um- fram einkafyrirtækin á markaðin- um standi eftir óleyst þótt Pósti og síma verði breytt í hlutafélag. Hvað segir þú um það? „Póstur og sími hefur um árabil haft hér einkarétt á fjarskiptum. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að þegar einkarétturinn er af- numinn erum við langstærstir á markaðnum. Ég tel að það taki ákveðinn tíma að byggja upp sam- keppni við okkur. Við höfum hins vegar verið að hraða formbreytingu á Póst- og símamálastofnun í hlutafélag til að jafna samkeppnisstöðu. Ég tel mik- ilvægast fyrir þá sem keppa við okkur að þeir geti keppt við okkur sem hlutafélag sem hefur ekki ríkissjóð heldur aðeins hlutaféð á bak við sig.“ Þið hafið verið gagnrýndir fyrir að halda ykkur ekki við þau svið þar sem þið voruð fyrir afnám einkaréttar heldur hasla ykkur völl af fullu afli á nýjum sviðum og taka svigrúm af einkaaðilum, t.d. varðandi GSM-þjónustu og nú er Internet-þjónusta Pósts og síma sögð á döfmni. „Ég get ekki svarað því öðru en svo að við lítum á Internetið sem óaðskiljanlegan hluta af þeirri þróun sem nú á sér stað í fjarskiptum. Ef þetta sjónarmið hefði komið upp 1932 þegar fyrstu símnot- endumir urðu sjálfvirk- ir hefðu menn getað sagt: Af hveiju eruð þið ekki bara í handvirkri þjónustu og látið aðra um sjálfvirknina? Þá væri einfaldlega enginn Póstur og sími til í dag. Internetið er okkar leið til að fylgja þeirri þróun sem á sér stað almennt í fjarskiptum." Er fyrirsjáanlegt að innlendir aðilar geti keppt í alvöru við Póst og síma meðan fyrirtækið beitir öllu sínu afli á öllum sviðum fjarskipta? „Ef menn kynna sér skýrslur frá Evrópusambandinu um þróun þess- ara mála kemur í Ijós að þar líta menn svo á að þau fyrirtæki sem í dag hafa einkarétt muni um all- langan tíma fyrst og fremst fá samkeppni frá starfandi símafyrir- tækjum í öðrum löndum. Sem sagt, samkeppnin verður ekki strax til innanlands heldur frá erlendum stórfyrirtækjum. Ég hef ekkert á móti því að hér innanlands verði til öflug sam- keppni við Póst og síma og mundi í sjálfu sér fagna því en vil þá að við fáum að njóta jafnréttis til að keppa við þessa erlendu aðila og séum ekki stöðvaðir á einhverjum ákveðnum. sviðum. Við verðum að hafa í huga að til loka ársins 1997 er millibils- ástand í þessum málum. Fram að þeim tíma hefur samgönguráðu- neytið tekið þá ákvörðun að skipta fjarskiptasviði Pósts og síma í tvennt þannig að sú vara og þjón- usta sem er í samkeppni verður eins og mögulegt er aðskilin fjár- hagslega frá öðrum rekstri fjar- skipta. Hins vegar hafa samkeppn- isyfirvöld engar kröfur gert um ,,lögskilnað“ þannig að til yrðu tvö algjörlega sjálfstæð fyrirtæki. Það mundi veikja stöðu okkar gagn- Fj arskiptamarkaðurínn er fyrst og fremst al- þjóðlegur samkeppnis- markaður, segir Guð- mundur Bjömsson að- stoðarpóst- og síma- málastjóri í samtali við Pétur Gunnarsson. Guðmundur vitnar til ESB-skýrslu um að evr- ópsk símafyrirtæki sem haft hafa einkarétt muni almennt ekki búa við innlenda samkeppni í bráð heldur fyrst og fremst keppa við erlend stórfyrirtæki. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og simamálasljóri. vart samkeppni. Við teljum heppilegra að hafa Póst og síma áfram eitt fyrirtæki til að standa í samkeppninni við fyrirtæki sem bjóða alhliða þjón- ustu. Erlendis er að að verða til víðtækt samstarf erlendra símfyrir- tækja til að geta boðið sem besta heildarþjónustu. T.d. hafa þýski og franski síminn tekið upp slíkt sam- starf við bandaríska fyrirtækið Sprint; MCI hefur myndað við- skiptablokk með BT og norska og danska símanum. Þriðja dæmið er Uniworld, samstarfsverkefni sænska, hollenska, spænska sím- ans og AT&T í Bandaríkjunum. Þetta eru sjónarmiðin sem við höfum á lofti til að halda fyrirtæk- inu saman sem einni einingu og mér finnst það skrítið á sama tíma og verið er að byggja upp stórfyrir- tæki á íslandi sem geta tryggt at- vinnu og skapað atvinnutækifæri skuli menn vera að höggva í Póst og símamálastofnun." Er eðlilegt að hagsmunir Pósts og síma gagnvart hugsanlegri er- lendri samkeppni hafi úrslitaáhrif á innlenda viðskiptaumhverfíð? „Ég lít svo á að með því fijáls- ræði sem komið er í fjarskipti og mun stóraukast í ársbyijun 1998 séum við fyrst og fremst orðnir hluti af alþjóðlegum markaði. Ég tel að það sé ekki hægt að skipta markaðnum upp í innlenda og er- lenda aðila. Fjarskipti eru alþjóð- leg. Ég tel að þetta sé alþjóðlegur fjarskiptamarkaður þar sem það er mjög þýðingarmikið að Póstur og sími fái að keppa á jafnréttis- grundvelli. íslenski fjarskiptamark- aðurinn er ekki þannig upp byggð- ur að það sé hægt að vernda litla íslenska aðila sem vilja keppa við Póst og síma eða aðra á markaðin- um. Þó íslenski markaðurinn sé ekki stór er hann nógu stór til að erlend fyrirtæki selja hingað ýmsa vöru og á sama hátt verða erlend síma- fyrirtæki að mínu mati reiðubúin að leita inn á þennan litla íjar- skiptamarkað. Þeir innlendu aðilar sem keppa við Póst og síma verða þess vegna ekki bara í samkeppni við Póst og síma heldur í alþjóðlegu umhverfi. Eins og er bjóðum við ekki upp á Internet-þjónustu, hvað sem verð- ur, en ekkert bannar erlendum sím- fyrirtækjum sem hér heija starf- semi að bjóða upp á Internet-þjón- ustu á íslandi. Ég reikna með þeirri samkeppni fyrr en seinna. Hví skyldum við ekki hella okkur út í þann slag? Sem víðtækust sam- keppni á sviði fjarskipta er auðvitað af hinu góða. Það sem ég er fyrst og fremst með í huga er að Póstur og sími fái þá að taka þátt í þeirri auknu sam- keppni án þess að fyrir- tækið sé skemmt. Með því á ég við að Pósti og síma sé ekki meinuð einhver sú starfsemi. sem stofnunin býður upp á í dag, t.d. sala á notendabúnaði eins og kröfur hafa verið gerð- ar _um. Ég þekki ekkert land þar sem símafyrirtæki á fjarskiptamarkaði fær ekki að selja not- endabúnað. Þegar við fáum samkeppni er- lendis frá - ég segi ekki ef, heldur þegar - og erlend fyrirtæki fara að opna útibú hér þá hygg ég að þeim verði ekki bannað að selja fjarskiptabúnað enda getur enginn bannað þeim það. Hvers vegna á þá að banna Pósti og síma að keppa við þessa aðila á jafnréttisgrundvelli?" Er Póstur og sími að leita er- lendra samstarfsaðila? „Ekki eins og er en við gerum okkur grein fyrir að á ákveðnum sviðum getum við orðið að leita eftir samstarfi, t.d. hvað varðar þjónustu við alþjóðleg stórfyrir- tæki. Alþjóðlegt samstarf snýr ekki nema að litlu leyti að hinum al- menna notanda en gengur að miklu leyti út á lausnir fyrir alþjóðleg fyrirtæki. En jafnframt hyggja fýr- irtæki á landvinninga í samkeppni við innlenda aðila.“ Getur Póstur og sími búið sig undir erlenda samkeppni með því að leita samstarfs við innlenda einkaaðila í stað þess að færa út kvíarnar? „Slíkt samstarf er ekki fráleitt en þyrfti að byggjast á einhverju sem er beggja hagur, t.d. að við getum lagt til fjarskiptaþekkingu og aðrir hugbúnaðar- og tölvuþekk- ingu. Við höfum mikla ijarskipta- þekkingu, aðrir hafa hugbúnaðar- og tölvuþekkinguna. í sameiningu tel ég að við getum gert góða hluti erlendis." Morgunblaðið/Þorkell TVÍBURARNIR Guðmundur Karl og Pétur komnir á Landspítala eftir flug frá Grænlandi. Þeir eru í hópi þeirra fjölmörgu er notið hafa þjónustu á Barnaspítala Hringsins. Jólakaffi Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn sem stofnað var árið 1904 hefur frá upphafi starfað ötullega _að líknarmálum á ís- landi. í upphafi starfs síns studdu þær snauða og færðu til að mynda fátæk- um sængurkonum fatnað og mjólk. Seinna réðist Kven- félagið Hringurinn í það þrekvirki að reisa og reka Kópavogs- hælið, sem á þeim tíma var notað til endurhæfingar ber- klasjúkra. Reksturinn fjármögn- uðu Hringskonur með rekstri kúa- bús. Kópavogshælið gaf Kvenfé- lagið Hringurinn seinna ríkinu. Undanfarna áratugi hefur Kvenfélagið Hringurinn af óbi- landi eldmóði og bjartsýni stutt Jólakaffi kvenfélagsins Hringsins verður á morgun, sunnudag, á Hótel íslandi. Asgeir Haraldsson rekur hér nokkur atriði úr sögu Barnaspítala Hringsins. Barnaspítala Hringsins. Sá bak- hjarl er veikum börnum á íslandi ómétanlegur. Söguleg atriði Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska konan á Alþingi, gerði byggingu Landspítalans að einu aðalbaráttumáli sínu. Landspítal- inn tók síðan til starfa árið Í930. Árið 1957 var fyrst opnuð barnadeild innan veggja spítal- ans. Við það tækifæri sagði Krist- björn Tryggvason, fyrsti íslenski prófessorinn í barnalækningum, eftirfarandi: „Með þessu hefur þriðjungur þjóðarinnar eignast sína fyrstu spítaladeild, 100 árum eftir að fullorðna fólkið fékk sína.“ Var hér ljóslega langþráðu markmiði náð. Það var einkum fyrir óbilandi kjark og þrautseigju Kvenfélags- ins Hringsins sem þessi áfangi náðist. Soffía Haraldsdóttir, þá- verandi formaður Hringsins, sagði af þessu tilefni: „Við fögn- um innilega en munum ótrauðar halda áfram söfnun fyrir full- komnum barnaspítala. Áhuginn mun ekki minnka við að sjá þennan árang- ur.“ Orð Soffíu voru vissulega sönn. Kven- félagið Hringurinn hélt áfram fórnfúsu starfi sínu og 26. nóvember 1965 flutt- ist barnadeild Land- spítalans í það hús- næði sem hún hefur verið í æ síðan. Frá þeim tíma kallast deildin Barnaspítali Hringsins í viður- kenningarskyni við Kvenfélagið Ilring- inn. Á öllum starfstíma Barnaspít- ala Hringsins og barnadeildar Landspítalans hefur hann átt Kvenfélagið Hringinn að öflugum bakhjarli. Fjölmörg tæki til lækn- inga, umönnunar og eftirlits erú gjafir Hringsins. Meira að segja rúm og innanstokksmunir hafa þær gefið spítalanum. Hér er um ómetanlegan stuðning að ræða. Fyrir skömmu sótti starfsfólk Barnaspítala Hringsins íslenska tvíbura til Grænlands eins og fram hefur komið í fréttum. Allur búnaður í ferðinni voru gjafir frá Kvenfélaginu Hringnum. Saga Kvenfélagsins Hringsins og' saga Barnaspítala Hringsins eru samofnar. Mikill stuðningur Hringskvenna er spítalanum ómetanlegur og starfsfólkinu stöðug hvatning. „Hringskaffi“ Á morgun, fyrsta sunnudag í desember, verður haldið svokall- að Hringskaffi á Hótel íslandi og hefst það klukkan 14. Við þetta tækifæri selja Hringskonur mikið af lostæti og ágætu kaffi ásamt með jólakortum. Jafn- framt er happdrætti með mörg- um veglegum vinningum. Allur ágóði Hringskaffisins rennur til styrktar nýjum Barnaspítala Hringsins. Hringskonur eiga heiður skilinn fyrir allt það fórnfúsa sjálfboða- starf sem þær vinna að líknarmál- um á íslandi, einkum í þágu veikra barna. Það er von mín að sem flestir sjái sér fært að sýna Kven- félaginu Hringnum stuðning í verki á morgun í Hringskaffinu og njóta um leið frábærra veit- inga. Sameiginlegt markmið er að hér rísi sérhannaður barnaspítali, veikum börnum til gagns og þjóð- inni til sóma. Höfundur er prófcssor og for- stöðulæknir Barnaspítala Hrings- ins, Landspítalanum. Ásgeir Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.