Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNY FRIÐRIKSDÓTTIR + Guðný Friðriksdóttir fæddist ÍO. ágúst 1908 á Stóra-Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvammstanga 26. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 30. nóvember. ÞEGAR ég fer að rifja upp minn- ingabrot um Guðnýju frænku, eins og hún var kölluð, rifjast um leið margt annað upp, sem ég, útlend- ingurinn, hef heyrt hana segja um gamla tímann á íslandi. Sögur um baðstofuna í torfhús- um, en málverk af slíkum bæ, nánar tiltekið Bjargi, prýddi stofu- vegg Guðnýjar eins og ótal manna- myndir, og sagði hún mér sögur af þeim öllum. Hún var hress og full af frásagnargleði, talaði um gamla fólkið, sem á þessum mynd- um virðist vera svo hraust og kjarkað, en er nú löngu farið. Ég hafði mjög gaman af að hlusta á hana, ekki síst þegar hún opnaði skúffuna og dró fram silfrið og slaufuna sem tilheyrði fallegu peysufötunum hennar. Þá steig þessi gamli heimur ljóslifandi fram og Guðný hló og sagði frá ferð einni á sveitaball sem þær fóru nokkrar stelpur saman á hestunum sínum, sennilega á kreppuárunum, og dönsuðu undir björtum himni, en undir morgun riðu þær heim og mættu til mjalta. Og hún sýndi mér beltið, útsaumað fínum málm- þræði, skartgripur út af fyrir sig, og sagði brosandi, að þá hafí verið mikið dansað, þegar hún var ung. Það sæist á beltinu, að aftan sé útsaumurinn allur orðinn slitinn, þar sem dansherrarnir lögðu hönd sína. Ekki voru þó allar sögurnar ein- tóm gleði, því hún rifjaði líka upp fyrir mér erfiðið á Bjargi, þegar öllu fénu var fargað og Páll, maðurinn hennar, varð að snúa sér að hrossasölu til að halda fjölskyld- unni uppi. En svo lauk hún frásögn sinni með því að lýsa björtum sum- ardögum á klöppunum austan við Bjarg, þar sem minnisvarðinn um Ásdísi, móður Grettis, hefur verið reistur. Ég hitti Guðnýju fyrst veturinn ’78-’79, þá stikluðumst við Arin- björn í rökkrinu yfir Miðfjarðar- ána, sem þá var ísilögð. Svo sá ég Guðnýju koma á hestbaki að Brekkulæk, þá var sumar, til að finna systur sína. Guðný mun hafa verið vel rúmlega sjötug þá, og síðan kom hún á dráttarvél. Áin var greinilega enginn farartálmi fyrir athafnakonuna Guðnýju á Bjargi. Síðastliðinn vetur var áin gaddfrosin mánuðum saman og við Jóhann litli fórum einn bjartan dag yfir til hennar bara til að banka upp á hjá henni. Við áttum von á gestum og máttum ekki stansa lengi í þetta sinn, en ekki máttum við fara án þess að þiggja hress- ingu, þó ekki væri nema konfekt- mola úr dós. Og svo spjölluðum við um þennan langa vetur, og fór hún loks með vísu sem þau Arin- björn eignuðu sér er hann dvaldi sem smákrakki um tíma á Bjargi: „Ég bíð eftir vori í brekkunni minni, því bærinn er lítill og þröngt er þar inni. ..“ og hljómaði Guðný þá eins og ung kona. Aldir og tímabil hverfa, en það er það mannlega sem deyr og við söknum, sem þó mun lifa á meðan við minnumst þess. Minning Guðnýjar Friðriksdóttur er björt. Fyrir hönd móður minnar og dóttur, Arinbjarnar, Sindra og Jó- hanns, Guðrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé ha'ndrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAD/\ UGL YSINGAR Laus staða Laus er til umsóknar staða forstöðumanns endurskoðunardeildar hjá ríkistollstjóra- embættinu. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með eftirliti sem ríkistollstjóraembættið fer með, lögum samkvæmt, vegna starfa tollstjóra og starfs- manna þeirra við endurskoðun og tollheimtu í öllum tollumdæmum landsins. í samvinnu við ríkistollstjóra gerir hann starfsáætlun og fjárhagsáætlanir fyrir sína deild og hefur frumkvæði að samstarfi við aðrar deildir embættisins og embætti toll- stjóra og sýslumanna. Leitað er að manni sem getur veitt deildinni öfluga faglega forustu og haft frumkvæði að frekari þróun á sviði endurskoðunar og ann- ars eftirlits með toliheimtu ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem lögfræðingur, viðskiptafræðingur af endur- skoðunarsviði eða löggiltur endurskoðandi, hafi unnið við rannsóknar- eða endurskoðun- arstörf og getið sér orðstír sem stjórnandi. Laun eru samkyæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist embætti ríkistollstjóra eigi síðar en 5. janúar 1996. Ríkistollstjóri. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bjarkarhlíð 4, Egilsstöðum, þingl. eig. Gísli Bjarnason, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og sýslu- maðurinn á Seyðisfirði 8. desember 1995 kl. 14.00. Múlavegur 17, Seyðisfirði, þingl. eig. Magnús Stefánsson og Lilja Kristinsdóttir, gerðarbeiöendur Búnaðarbanki (slands, Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 7. desember 1995 kl. 14.00. 1. desember 1995. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Uppboö Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjáif- um sem hér segir: Fiskverkunarhús við Dalbraut, Snæfellsbæ, þingl. eig. Fiskiðjan Dal- ur, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins, föstudaginn 8. desember 1995 kl. 13.45. Hellisbraut 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Þ. Sigurðsson og Bryndís Snorradóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og lifeyrissjóður Vesturlands, föstudaginn 8. desember 1995 kl. 13.00. Ólafsbraut 32, Snæfellsbæ, þingl. eig. Kjartan F. Jónsson, gerðar- beiðandi Féfang hf., föstudaginn 8. desember 1995 ki. 15.00. Stekkjarholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þorgeir G. Þorvaldsson og Lovísa Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 8. desember 1995 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 1. desember 1995. TIL S0LU«< Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðjudaginn 5. desember 1995 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7 og víðar (inngangur frá Steintúni): 1 stk. Saab 9000 Turbo bensín 1991 1 stk. Range Rover bensín 4x41989 1 stk. Nissan Pathfinder bensín 4x4 1990 3 stk. Toyota HiLux D.c. disel/bensín 4x4 1988-92 2 stk. Nissan Patrol disel/bensín 4x4 1987 1 stk. Mitsubishi L-300 bensín 4x41989 1 stk. Toyota Corolla station bensín 4x4 1990 1 stk. Toyota Tercel station bensín 4x4 1986 1 stk. Subaru Legacy bensín 4x41990 3 stk. Subaru 1800 station bensín 4x41987 1 stk. Subaru 1800 H.b. bensín 4x4 1983 1 stk. Ford Escort bensín 1985 1 stk. Ford Econoline E-250 disel 4x2 1991 (11 farþ.) 1 stk. Ford Econoline bensín 1 stk. Toyota Hi Ace bensín (skemmdur) 1 stk. Bedford bensín (slökkvibifreið) 1 stk. hengilyfta Til sýnis á Litla-Hrauni v/Eyrarbakka 1 stk. rafstöð Shannon 57 kw m/sjálfvirkum ræsibún-1988 aði Til sýnis hjá birgðástöð Vegagerðarinnar í Grafarvogi, Rvík: 4x2 1980-88 4x4 19991 4x2 1966 1989 1976 1970 1981 1 stk. snjótönn/kastplógur á vörubíl Mino 1 stk. snjóvængur á veghefil Viking PCH-3 1 stk. spíssplógur á veghefil A-W Giant V Til sýnis hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði 1 stk. vegþjappa Dynapac DD.21 6,8 tonn Til sýnis hjá Sjómælingum íslands, Seljavegi 32 1 stk. AGFA RPS 2024 MK 4 prentiðnaðar Ijósmyndavél (repromaster). Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstödd- um bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Ath.: Inngangur í port frá Steintúni. M RÍKISKAUP Ú t b o & s k i I a árangril BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, BRÉFASÍMI 562-6739 Uppboð bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn . desember, á Eldshöfða 4, athafnasvæði öku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýsiumaðurinn í Reykjavík. Einbýlishús íFossvogi Tii sölu er nýlegt, vel staðsett hús á tveimur hæðum. I húsinu er eldhús, 4 svefnher- bergi, húsbóndaherbergi, stofa, borðstofa og garðstofa. Bílskúr. Þeir, sem vilja fá frekari uppl. vinsamlegast sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl., merkt: „Vandað - 17638“, fyrir 7. des. Slllá auglýsingor KROSSINN Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN Ath.: Opið hús frá kl. 14-17. Á boðstólum verður heitt kakó, vöfflur og rjómi o.fl. Kaupfélagið yerður opið. Allir velkomnir að kíkja inn. Ath.: Við erum flutt í nýtt hús- næði ÍHIiðasmára 5-7, Kópavogi. Fjáröflunarnefndin. fcímhjólp Opiðjólahús í dag kl. 14-17 er opið hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Lítið inn og spjallið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni og Dorkas-konur annast með- lætið. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Við tökum lagiö saman kl. 15.30. Takið með ykk- ur gesti. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Við minnum á árlega hátíðar- samkomu Samhjáipar í Fila- delfiu á morgun, fyrsta sunnu- dag í aðventu, kl. 16.30. Samhjálp. Borg Ijóssins Samkoma í Góðtempiarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.30. Guðbjörg Þórisdóttir prédikar. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Óli Ágústsson. Þriðjudagur: Jólasamvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Lofgjörðar- og bænastund ásamt biblíukennslu kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagur 3. des. kl. 13.00 Rjúpnadalir - Selfjall - Lækjarbotnar Gengið meðfram Sandfelli um Rjúpnadali, á Selfjall (238 m) og þaðan í Lækjarbotna. Komið til baka um kl. 17. bægileg og fjöl- breytt gönguleið. Brottför frá Umferöarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verð kr. 1.000, frítt fyrir börn m/fullorönum. Áramótaferð í Þórsmörk Greiðið farmiða sem fyrst vegna mikillar aðsóknar. Ferðafélag Islands. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.