Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fl^jpsiifrlaMfr 1995 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR2. DESEMBER BLAÐ D Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari Ætlum að klára þetta ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur síð- asta leik sinn í riðlakeppni Evópukeppninnar í dag. Leikið verður gegn Pólverjum og fer leikur- inn fram í í borginni Poznan og hefst kl. 15.30 að íslenskum tíma. Ferðalagið til Poznan var nokk- uð langt og örugglega þreytandi því eftir að hafa flogið til Hamborgar þurftu leikmenn að ferðast með langferðabíl í 11 klukkustundir og komu ekki á áfangastað fyrr en um miðja nótt. „Það er allt gott af okkur að frétta. Við erum búnir að ná úr okkur f erðaþreytunni og það fer vel um menn hér," sagði Þorbjörn Jensson landsl- iðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Strákarnir eru hressir og það er góður andi í hópnum og allir staðráðnir í að klára þetta," sagði Þorbjörn um leikinn í dag. Örebro tilbúið ad borga 8 millj. fyrir Sigurð en ÍA vill meira ÍA býður Sigurði þriggja ára framlengingu á samningi hans — til 1999 II | FORRÁÐAMENN íslandsmeistara ÍA leggja mikla áhersfu á að I -wi.sb^iv, ¦ Brun- meistar- inn byrjar mjög vel LUC Alphand frá Frakklandi byrjar keppnistímabihð í brun- inu vel, en hann sigraði á fyrsta heimsbikarmótinu í bruni sem fram fór í gær í Vail i Colorado. Skilyrði voru einstaklega góð og þvi ákvað Alphand að vera seint í röðinni og var númer 27, og þetta herbragð hans heppnaðist. Hann skiðaði svo til óaðfinnan- lega og sigraði á einni mínútu 37,93 sekúndum. „Ég fann ekki fyrir taugaspennu, var mjög afslappaður og tók alla áhættu sem ég gat. Þetta var mjðg þægilegt allt saman," sagði Alphand eftir sigurinn. Norðmaðurinn Lasse Kjus varð að sætta sig við annað sætið, en hann kom í mark á 1.38,47 og er þetta í áttunda sinn sem hann verður í öðru sæti á heimsbikarmóti. Patrick Ortlieb frá Austurríki varð þriðjiá 1.38,61 ogfjóðrivarð Xavier Gigandet frá Sviss, fékktímann 1.38,74. Svfinn Fredrik Nyberg kom á óvart og krækti sér í fimmta sætíð á 1.38,76, en hann var með rasnúmer 63 og bjuggust fáir við að maður sem væri svo aftarlega í ráshópnum kæmi til með að blanda sér í toppbar- áttuna. Nýliði i heimsbikarmun, Roland Assinger frá Austur- ríki, sýndi að vel er þess virði að fylgjast með honum á næstu árum, en hann varð sjötti. FORRÁÐAMENN íslandsmeistara ÍA leggja mikla áherslu á að halda Sigurði Jónssyni hjá f élaginu, en sænska 1. deildarliðið Örebro, sem Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson eru hjá, hef- ur sem kunnugt er boðið honum samning. Sigurður telur boð sænska félagsins mjög f reistandi og hef ur áhuga á að fara utan, en stjórn ÍA telur hins vegar tilboð sænska liðsins ekki viðun- andi. Örebro hefur boðið 800 þúsund sænskar krónur í Sigurð — andvirði 8 milljóna króna, skv. heimildum Morgunblaðsins, en forráðamenn lAtelja Sigurð mun meira virði og hafa reyndar ekki enn svarað tilboði sænska f élagsins. Haft var eftir Sven Dahlkvist, þjálfara Örebro, 5 sænsku blaði í vikunni að hann væri hissa á að hafa ekki fengið svar við tilboði sínu. „Maður er farinn að furða sig á því hvað sé á seyði þarna á Akranesi, fyrst ekkert heyrist frá þeim. Sigurð- ur hefur sjálfur talað við formann ÍA og á milli þeirra er til munnlegt samkomulag um að Sigurður megi fara frá liðinu. Samkvæmt mínum upplýsingum eru þó aðrir í stjórn ÍA á öðru máli, enda hefur Sigurður skriflegan samning við félagið." Sigurður á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við ÍA og í framhaldi af áhuga Svíanna hefur stjórn félagsins ákveðið, í þeirri von að halda honum á Akranesi, að bjóða honum þriggja ára samning til viðbótar því eina ári sem hann^ á eftir, þannig að hann verði hjá ÍA næstu fjögur keppnis- tímabil - til hausts 1999. Slíkt til- boð verður Sigurði gert um helgina, skv. heimildum Morgunblaðsins. Dæmið verður lagt þannig upp að fari Sigurður ekki utan næsta haust framlengist samningur hans sjál- krafa til þriggja ára. „Það er ljóst að bæjarbúar leggja mikla áherslu á að halda Sigurði og við erum sama sinnis í stjórninni," sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér frekar um málið en vísaði á Guðjón Þórðarson, framkvæmdastjóra félagsins. „Guð- jón fer með þessi mál fyrir okkar hönd og hann að ræða við Sigurð um hugsanlega áframhaldandi veru hans hjá félaginu." Forráðamenn Örebro hafa lýst því yfir, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, að félagið sé ekki til- búið að hækka tilboð sitt til Akurnes- inga. Staðan virðist því þannig í dag að ef stjórn ÍA snýst ekki hugur varðandi þá upphæð sem Svíarnir hafa boðið, verði ekkert af því að Sigurður leiki með Örebro næsta sumar. Sigurður Jónsson er 29 ára. Hann hefur nú verið fjögur leiktímabil með ÍA að nýju, eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku í Englandi. Þar lék hann með Sheffield Wednesday og Arsenal en varð að hætt vegna meiðsla. SiGURÐUR Jónsson, Akurnesingur. Hann telur tilboð sænska félagsins Örebro freistandl en forráðamenn ÍA eru ekkl elns ánægðir með það sem Svíarnir hafa boðið í landsliðsmann- Inn og vllja fá meira fyrlr kappann. Þóðverjar fá góðan vasa- pening fyrir sigur LANDSLIÐSMENN Þýskalands í knattspyrnu fá heldur betur góða vasapeninga ef þeir verða Evrópumeistarar f Englandi, eða andvirði 4,5 niillj. ísl. kr. á mann. Þessi bónusgreiðsla er jafnmik- il og haskólakennarar hafa í árslaun í Þýskalandi. En sagan er ekki öll sðgð, þvi að leikmennirnir fengu 450 þús. kr. fyrir hvern leik sem þeir léku í undankeppninni. Sigur í Englandi þýðir að þeir leikmenn sem hafa leikið alla leikina í undankeppninni og verða með í Englandi fá 9 millj. ísl. kr. fyrir þátttöku sína í Evrðpukeppni landsiiða, en þess má geta að hver leikmaður þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1990 á ítaliu, fékk 5,6 inillj. króna. KNATTSPYRNA: FIMM NYIR ÞJALFARAR í 1. DEILDINNINÆSTA SUMAR / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.