Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 1
VIANO FRA MERCEDES-BENZ - LJOSABUNAÐUR A ÖKUTÆKJUM- ÖRYGGIBARNA í BÍLUM - PEUGEOT BOXERREYNSLUEKW - TOYOTA FLV V Við lanum vkkur Söhunenn bifrriðaunibooanna annast útvegun '*>/ lánsins á 15 mínútum GUdiirhf DÓTWRftmSTAKI ISLANOS8ANKA SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 BLAÐ c Tímamét hjtj Suzuki og Ismu Smíða f leiri bíla utan Japans ÞAÐ ÞYKIR tímanna tákn fyrir bflaðiðnaðinn í Japan að tvö fyrir- tæki á þessu sviði, Suzuki Motor Co. og Isuzu Motors Ltd., smíða orðið fleiri bíla utan Japans en innan þess. Fyrirtækin gera ráð fyrir því að ekki verði samdráttUr í framleiðslu þeirra á fjárhagsár- inu vegna aukinnar starfsemi utan Japans. Hátt gengi japanska jensins hefur hvatt japanska bflafram- leiðendur til að færa framleiðsl- una úr landi á undanförnum árum. Fjárfestingar í verksmiðj- um erlendis hafa hins vegar vald- ið fjármálasérfræðingum í Japan áhyggjum vegna þróunar í bfla- iðnaði og öðrum mikilvægum iðn- greinum heima fyrir. Fréttaskýr- endur og fjármálasérfræðingar í Japan eru sammála um að enn frekari samdráttur sé óhjá- kvæmilega framundan í japönsk- um bflaiðnaði og meðan svo er eykst þrýstingur á eigendur fyr- irtækjanna að flytja starfsemina úr landi. Þeir segja að afleiðing- arnar fyrir japanskt efnahagslíf verði enn áhrifameiri ef stór fyr- irtæki eins og Toyota Motor Corp. og Nissan Motor Corp. auka starfsemina utan Japans á kostnað starfseminnar innan- lands. ¦ Tigran er komin BÍLHEIMAR hf. flytja í nýtt hús- næði í Sævarhöfða eftir helgi. Til þess að fagna þessum tímamótum í sögu fyrirtækisins, sem er þriggja ára á þessu ári, verður sýning um næstu helgi á Opel, Saab og Isuzu. Bflheimar hafa fengið fyrsta Opel Tigra sportbílinn til landsins og verð- ur hann sýndur í fyrsta sinn hér á landi á sýningunni. Tigra er lítill sportbítl með 1,4 lítra, 16 ventla vél, ákaflega snarpur og meðfærilegur bfll. Hann Iiggur vel á végi en vinnslan í vélinni er mest á háum vélarsnúningi, eða í kringum 4 þúsund snúninga á mín- útu. Þá hraðar hann sér með þeim hætti að hver einasti stóri sportbíll mætti vera fullsæmdur af. Tigran sem hingað er komin er með rafstýrðri sóllúgu og öðrum aukabúnaði og kostar nálægt 1.800 þúsund kr. Billinn verður þó almennt fluttur inn með öðrum búnaði og verður verðið eitt- hvað í kringum 1.650 til 1.700 þús- und kr. Tigran verður eins og fyrr segir trompið á sýningu Bílheima um næstu viku en auk þess verður sýnd- ur Astra langbakur Club sem er bet- ur búinn en GL. Hann er með velúrá- klæði, samlitum stuðurum og á 14" álfelgum og með lituðu gleri. Þessi bfll verður boðinn á sérstöku sýning- arverði vegna flutningsins. Einnig verður til sýnis Saab og Isuzu Crew Cab með splunkunýrri 3,1 lítra dísilvél með forþjöppu. Alpha- -Exiga MIKILL fjöldi nýstárlegra hug- myndabíla var sýndur á bílasýn- ingunni í Tókió í október. Su- baru sýndi hugmyndabílinn AIpha-Exiga sem fellur í sama flokk og annar hugmyndabíll sem Toyota kynnti við sama tækifæri, FLV, þ.e.a.s. flokk stórra eðalbila. AIpha-Exiga rúmar sjö manns i sæti í þrjár sætaraðir en undir vélarhlifinni er nýlega hönnuð sex strokka vél. Bíllinn er fjórhjóladrifinn en með öllu er óljóst með áform Subaru með þessum bfl og eins hvort hann verði nokkru sinni framleiddur. ¦ Verð á Explorer XLT lækkar um 400.000 kr. VERÐ á Ford Explorer XLT hefur verið lækkað um 400 þúsund kr. Bfllinn kostar nú sjálfskiptur, með 4,0 líira, V6 vél, 160 hestafla 3,5 milhonir kr. Hann er með ABS- hemlalæsivörn, loftkælingu, raf- drifnum rúðuvindum, hraðastilli, útvarpi/segulbandi, álfelgum og tveimur líknarbelgjum. Áður kost- aði bíllinn 3,9 milh'ónir kr. Brimborg býður Explorer í fjór- um útfærslum. XLT kostar eins og fyrr segir 3,5 milljónir kr. en 3,4 milljónir kr. með fimm gíra hand- skiptingu. Ný útfærsla sem kallast Executive er með sama búnaði og XLT en að auki GSM síma, fjar- stýrðum samlæsingum, þjófavörn og rafstýrðum stólum. Hann kostar 3,7 milljónir kr. Einnig er Explorer fáanlegur í lúxusútfærslunum Eddie Bauer og Limited. Egill Jóhannsson framkvæmda- stjóri segir að þrennt hafi hjálpað til við að ná niður verðinu. í fyrsta lagi hafi náðst góðir samningar við Ford, lágt gengi dollarans hafi hjálpað til og Brimborg hafi lækkað sína álagningu. ¦ Spegla og Ijósabúnaöur í rútur, vörubíla, vagna, vinnvélar og kerrur á afar hagstæöu veröi. ®lStilling SKEIFUNN111 • SlMI: 588 9797 ¦# BILAHORNK) varahlutaverslun Hafnarfiaroar Reykjavikurvegi 50 • SlMI: 555 1019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.