Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 2
2 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirheitin rætast BÍLHEIMAR flytja eftir helgi í nýtt húsnæði að Sævarhöfða. Um er að ræða viðbyggingu við hús Ingvars Helgasonar hf., alls um 2.000 fermetra. Þegar fyrirtækið var stofnað fyrir þremur árum settu eigendur sér það markmið að það skilaði hagnaði innan þriggja ára og að það yrði komið í eigin hús- næði á sama tíma. Fyrirheitin hafa ræst. Iðnaðarmenn voru að störfum þegar blaðamaður leit þar við fyrir helgi og virtist því sem brugðið gæti til beggja vona með það. Enn virtist langt í land með að húsið væri tilbúið til notkunar. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmda- stjóri, benti þó á að óvarlegt væri að breyta út af hefðinni. íslending- ar væru frægir fyrir að vinna í skorpum og gera hið ómögulega á skömmum tíma. Með nýja húsnæðinu batnar einnig mjög öll aðstaða til sölu á notuðum bílum en ráðgert er að stærsti hluti þeirra verði undir þaki. Júlíus Vífill er ekki í vafa um að það skili sér í betri þjónustu því erfitt sé að skoða bíla að vetrarlagi- utan húss sem eru jafnvel undir snjóalögum. Auk þess standi bílar oft undir skemmdum ef þeir eru lengi óhreyfðir utanhúss. Ingvar Helgason hf. keypti um- boð þau sem Sambandsfyrirtækið Jötunn hafði átt um margra ára skeið fyrir þremur árum og stofnaði þá Bílheima. Umboðin voru Opel, GM og Isuzu. Nú hefur bæst við Saab. Strax í upphafi voru gerðar áætlanir um að nýja fyrirtækið skil- aði hagnaði strax á þriðja ári og byggt yrði yfir fyrirtækið einnig á þriðja ári starfseminnar. Nú hefur hvort tveggja ræst því Júlíus Vífill segir að miðað við sex mánaða upp- gjör sýni Bílheimar góða útkomu. Bjart er innandyra í nýja húsinu að Sævarhöfða og hátt til lofts. Nyrst í salnum verður sýningarsal- ur fyrir nýja bíla Bílheima og verð- ur þar hægt að koma fyrir allt að 20 bílum án þess að þröng verði á þingi. Norðarlega í salnum verður móttökuborð og aðgengi inn í syðri hluta hússins þar sem notaðir bílar verða seldir. Varahlutalager verður í nýja húsinu og austan megin er verkstæðið. ■ VIANO kemur á markað á næsta ári og boðar komu Mercedes-Benz inn á fjölnotabílamarkaðinn. Viano - V-línan f rá Mercedes-Benz EKKERT lát er á kynningum á nýjum bílum hjá Mercedes-Benz. Nú hefur þýski eðalbílaframleið- andinn, sem hyggst láta til sín taka á fleiri mörkuðum, tilkynnt komu sína inn á fjölnotabílamark- aðinn. Viano, V-línan frá Merce- des-Benz, verður fáanlegur sem 1997 árgerð. Þetta er sjö sæta bíll með miklu farangursrými og loftfjöðrun og dísilvél með for- þjöppu og millikæli, svo ekki fer fyrirtækið langt frá þeirri ímynd sinni að framleiða lúxusbíla fyrir þá efnameiri. Ekki er langt síðan ný C-lína Mercedes-Benz leit dagsins ljós og á þessu ári kom breytt E-lina á markaðinn. Fyrirtækið hefur einn- ig kynnt nýjan sportbíl, SLK, og nú er komið að fjölnotabílnum Viano. Viano er sannkallaður fjöinota- bíll því hægt er að breyta innan- rýminu á alla vegu, fjarlægja sæti, koma fyrir festingum fyrir reiðhjóí eða skíði, breyta því í skrifstofu á hjólum svo eitthvað sé nefnt. Viano rúmar sjö manns í sæti. Hvert sæti í bílnum, eða stóll, er með þriggja punkta öryggis- belti, beltastrekkjara og höfuðpúða og hægt er að snúa stólunum í miðröðinni við. Mest getur farangursrýmið orð- ið 4.500 lítrar en þegar bíllinn er látinn rúma sjö manns í sæti er það um 580 lítrar, eða um 55 lítr- um meira en í S-stallbaknum. Viano verður boðinn í þremur meginútfærslum þannig að hver bíll getur orðið æði sérstakur í inn- anrými og búnaði, eða allt frá því að duga vel til frístundaiðkunar til þess að vera virðulegur og leður- klæddur. Loftfjöðrun og gripstýring Öryggisþátturinn varð ekki út- undan við hönnun Viano því bíllinn er m.a. með loftfjöðrun að framan og hinni nýju spólvörn eða grip- stýringu Mercedes-Benz, ETS, vökvastýri, líknarbelgi fyrir öku- mann og farþega í framsæti, ABS- hemlalæsivörn, rafdrifnar fram- rúður og litað gler. V-línan verður sett á markaðinn með tveimur vélargerðum, þ.e. 2,3 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli og 2,3 lítra bensínvél. A sumum mörkuðum verður Viano fáanlegur með 2,0 lítra bensínvél. 2,8 lítra, sex strokka bensínvél verður fáanleg 1997. ■ Hvaða Ijósabúnaður er leyfður ú ökutækjum? EINS og allir vita er skylda að aka með ljósin kveikt allan sólarhring- inn hér á landi og flestir munu vera þeirrar skoðunar að slíkt sé mikilvægt öryggisatriði og fáir eru til að andmæla því núorðið. Um- ferðarlögin kveða svo á í 32. grein að slíkt sé skylt við akstur vélknú- inna ökutækja og sagt er í fyrstu málsgrein þeirrar greinar að „lög- boðin Ijós eða* önnur viðurkennd ökuljós skulu jafnan vera tendr- uð“. Ég ætla að gera hér að um- talsefni það sem ég tel að iesa megi út úr þessu orðalagi í umferð- arlögunum. Það sem ekki er leyft er bannað Ljósabúnaði ökutækja er lýst á mjög skilmerkilegan hátt í reglu- gerð sem sett er með umferðarlög- unum og nefnist reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Þar er því m.a. lýst hvaða kröfur eru gerðar til ljósabúnaðar á flestum þeim ökutækjum sem mega vera í umferðinni. í reglugerðinni segir beinlínis að bönnuð séu önnur ljós en þau sem heimiluð eru í texta hennar eða öðrum reglugerðum sem ráðuneytið setur. Hugsunin að baki þessu hlýtur að vera sú að ljósabúnaður sé það mikilvægur að ekki komi til greina annað en gera fyllstu kröfur til hans og miða þar við það besta í heiminum. Notkun aukabúnaðar Oft sést í umferðinni að öku- menn nota ýmsan aukaljósabúnað Sumir ökumenn líta á þokuljós sem eins konar dagljósabúnað. Eiríkur Hreinn Helgason segir slíka notkun undanteking- arlítið óheimila. sem ekki er hluti af áskildum ljósa- búnaði bíla heldur telst til svokall- aðs leyfðs búnaðs. Sá búnaður er þá ætlaður til notkunar við tiltekin skilyrði og aðstæður en alls ekki til að láta Ioga á honum þegar ökumanni þóknast. Það er einkum tvennt sem ég vildi nefna L þessu sambandi en það er annars vegar þokuljós og hins vegar þokuaftur- ljós og notkun þeirra. Þokuljósin eru sjálfsagður ör- yggisbúnaður við þær aðstæður sem umferðarlögin heimila notkun þeirra en það er í þoku, þéttri úr- komu eða skafrenningi sem slíkt er heimilt. Slíkar aðstæður, bæði innanbæjar og utan, leyfa að þoku- ljósin séu notuð að því tilskyldu að búnaður þeirra og frágangur sé í lagi. Þokuljósin má nota hvort heldur er með stöðuljósum eða lág- ljósum. Mjög oft sést til ferða ökumanna sem kjósa að hafa þokuljósin kveikt við bestu akstursaðstæður jafnt að nóttu sem degi og líta jafnvel á þau sem eins konar dag- ljósabúnað. Slíkt er undantekning- arlítið óheimilt en þó þekkist að einstöku bílategundir fáist viður- kenndar með þokuljós sem dag- ljósabúnað að ákveðnum ströngum skilyrðum uppfylltum, t.d. um styrk ljósanna og staðsetningu. Almenna reglan er sú að notkun þokuljósa er bönnuð ef akstursað- stæður gefa ekki tilefni til, þ.e. í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenn- ingi. Um þokuafturljós gildir hins vegar einföld regla. Þau má ekki nota í þéttbýli heldur aðeins í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi utan þéttbýlis. Skýringin á því er fyrst og fremst sú að þessi ljós eru mjög sterk, valda glýju og óþæg- indum og geta valdið því ef þau loga að hemlaljós sjást illa eða alls ekki. Hér væri ástæða til að fjalla um notkun á öðrum búnaði eins og ljóskösturum og vinnuljós- um en það bíður betri tíma. Eiríkur Hreinn Helgason er kennari í Lögregluskóla ríkisins. FLV er blendingur af fjölnotabíl og stórum hlaðbak. Toyota FLV eðalvagninn TOYOTA telur að eftirspurn eftir stallbökum og fjölnotabílum aukist í framtíðinni, bílum sem í senn upp- fylla óskir bílkaupenda um ríkmann- legan búnað og þægindi og nýjan lífstíl meginþorra bílkaupenda. Toy- ota telur sig hafa fundið svarið við þessum óskum í fimm manna hug- myndabílnum FLV, sem er blending- ur af fjölnotabíl og stórum hlaðbak og var kynntur á bílasýningunni í Tókíó fyrir skemmstu. FLV er egglaga bíll með sportleg- um línum, 4,75 m langur, 180 m breiður og 1,50 m hár. Innanrýmið sem nýtist farþegum er meira en áður hefur tíðkast í bílum af þessari stærð. Allt í hönnun hans miðast við að auka þægindi og vellíðan farþeg- anna, sætin eru í ákjósanlegri hæð til þess að setjast inn í bílinn eða stíga út úr honum, fóta- og höfuð- rými er nægt og innrétttingin er öll úr gæðaefnum. Afturhleri bílsins opnast hátt upp frá stuðara og hægt er að leggja fram aftursætisbökin og auka þar með verulega farangursrými bílsins. Leiðsögutölva og tölvupóstur í miðjustokknum er leiðsögutölva bílsins og aðrar upplýsinganámur fyrir ökumanninn. Tölvupóstur sem sendur er í gegnum GSM-símann birtist þar á skjá en á öðrum skjá er hægt að horfa á myndbönd með fullkomnu hljóði. í miðjustokknum er einnig loftkælingin staðsett. Þriggja lítra, V6 vél knýr FLV áfram og til að bæta aksturseigin- leikana er bíllinn með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.