Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 C 3 Ekki allir upplýstir um öryggi barna í bílum UMRÆÐA hefur verið í gangi um öryggi barna í bílum undanfarnar vikur. Barnabílstólar og annar ör- yggisbúnaður hefur verið til umfjöllunar og sýnisi sitt hverjum. Skoðunarmenn Bifreiða- skoðunar íslands hf. sem skoða bifreiðir á hverjum degi hafa tekið eftir að ekki eru allir nógu upplýstir um frágang á öryggisbúnaði fyrir börn i bílum þó að flest- ir séu með þessi mál í góðu lagi. Vegna þessa var ákveðið að taka þetta mál fyrir og hafínn undirbúning- ur óg umræða um þetta inn- anfyrirtækisins. í verklagsreglum um skoðun ökutækja er ekki krafa um úttekt á öryggis- búnaði barna þó svo að umferðarlög kveði á um að börn yngri en 6 ára skuli nota slíkan búnað. Hvergi gefst betra færi á að taka slíkan búnað út en við reglu- bundna skoðun ökutækja. Öryggisdagur barnanna 27. apríl siðastliðinn stóð Bif- reiðaskoðun íslands ásamt fleiri aðilum að „Öryggisdegi barn- anna". Boðið var upp á fjöl- breytta dagskrá og öryggisbún- aður fyrir börn kynntur. Börn á sex leikskólum í Reykjavík og Kópavogi máluðu myndir tengd- ar umferðinni og voru þær til sýnis þennan dag og prýða nú skoðunarsali Bifreiðaskoðunar að Hesthálsi. Einnig var gest- um gefinn kostur á að leggja inn tillögu að slagorði um ör- yggi barna í umferðinni. Hörður Jónsson hlaut 1. verð- laun fyrir slagorðið „B = Barnið-Beltið-Bílinn (3B)" og hefur það síðan verið notað til minna fólk á öryggisbúnað. Segja má að þessi dagur hafi verið kveikjan að áhuga SKEL barnabílstólsins sem er næst barninu er nánast óskemmd en grindin virðist hafa gefið eft-v ir við höggið. Þ AÐ má teljast kraftaverki næst að ekki fór verr þar sem einu áverkarnir voru skurðir í andliti og á hægri hendi, sennilega eftir glerbrot. Morgunblaðið/Ásdís starfsfólks innan fyrirtækis- ins á þessu málefni og vakti það mikla athygli og meðal annars var Bifreiðaskoðun íslands valið „Fyrirmyndar- fyrirtæki" í fyrsta tölublaði Menningarhandbókarinnar sem var enn frekari hvatn- ing. I samvinnu við Umferðar- ráð var gefinn út bæklingur með ýmsum upplýsingum um öryggisbúnað barna í bflum og hafa skoðunar- menn dreift þessum bækl- ingi og gefið bíleigendum góð ráð ef þess hefur verið óskað. Skoðunarmenn Bif- reiðaskoðunar að Hesthálsi eru nú komnir með tölu- verða reynslu á þessu sviði og nýlega var haldið fræðsl- unámskeið á vegum fyrir- tækisins um öryggismál barna fyrir starfsfólk þess um allt land. Við undirbúning á áður- nefndu fræðslunámskeiði fyrir starfsmenn kom upp áþreifanlegt dæmi í umferð- inni þar sem barnabílstóll bjargaði að öllum líkindum lífi tveggja ára stúlku og sannaði þar með hvernig slíkur öryggisbúnaður getur skipt sköpum ef rétt er að málunum staðið. Ráögjöf boðin Slysið varð með þeim hætti að ekið var inn í hlið bifreiðar á þeim stað sem barnið sat í barnabílstól. Bíllinn skemmdist mikið og þarf vart að hugsa þá hugsun til enda hefði barnið verið óvarið. Við skoðun á barnabílstóln- um kom í ljós að.skelin sem er næst barninu er nánast óskemmd en grindin virðist hafa gefið eftir við höggið. Það má teljast kraftaverki næst að ekki fór verr þar sem einu áverkarn- voru skurðir í andliti og á hægri hendi, sennilega eftir glerbrot. Með sérstök- um velvilja foreldra barnsins gafst tækifæri til að kynna þennan at- burð á námskeiðinu. Hann vakti mikla athygli og sannfærði þátttak- endur á námskeiðinu um mikilvægi þess að nota góðan öryggisbúnað á réttan hátt í umferðinrii. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu fyrirtækisins á skoðunar- stöðvum um land allt með því að bjóða fólki ráðgjöf um hvaða örygg- isbúnaður hentar hverju barni eftir stærð og þyngd og leiðbeiningar um notkun barnabílstóla. Þeim sem vilja notfæra sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við næstu skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. ¦ Saf nar gömlum bílum STEFAN Hafþór Magnússon á Seljanesi safnar gömlum bílum og gerir þá upp. Stefán er starfsmað- ur Þörungavinnslunnar og notar frístundir sínar til þess að gera upp bíla sem eru komnir til ára sinna. Stefán á fjóra Land Rover bíla og sá elsti er frá 1951. Einn- ig er Stefán að gera upp Volgu frá 1959, Pobeda frá 1954 og Chevrolet vörubíl frá 1955. Flestum stundum eyðir Stefán í að gera upp gamla bíla og fær oft aðstoð frá bræðrunum á Grund, þeim Unnsteini Hjálmari og Guðmundi Ólafssonum, en bílar þeirra fækkukðu tölunni í snjóflóð- inu sem tók vélageymslu þeirra ásamt útihúsum síðasta vetur. Skoda Felicia selst vel FYRSTU tíu mánuði ársins seldust tæplega 171 þúsund Skoda bílar sem er 8% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 114 þús- und bílar seldir utan framleiðslu- landsins, Tékklands. Ný lína f rá Fiat FIAT kynnir á næsta ári nýjan bíl sem gengur undir vinnuheitinu 178. Þetta verður svokallaður heimsbíll því hann verður mark- aðssettur hvarvetna í heiminum. Bílinn verður frumkynntur í Bras- ilíu þar sem hann verður aðallega framleiddur. TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Grand Cherokee Laredo 4x4 árgerð '94 (ekinn 9 þús. mílur), Jeep Cherokee Sport 4x4 árgerð '94 (ekinn 18 þús. mílur), Chevrolet Camaro R.S. árgerð '92, Ford Bronco U-15 XLT4x4 (tjónabifreið) árgerð '93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 5. desember kl. 12-15. EnnfremuróskasttilboðíJ.I. CaseW-14hjólaskóflu 1 cu. yard 4x4 m/dieselvél, árgerð '75. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARN ARLIÐSEIGN A + EKIÐ var inn í hlið bifreiðar á þeim stað sem barnið sat í barnabílstól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.