Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þægilegur að Innan En sé bíllinn klossaður að utan má segja að andstaðan blasi við hið innra. Þar er hann fyrst og fremst rúmgóður og þægilegur og á það nánast við um alla hluti innan stokks. Sæti eru fyrir 9 manns í þremur bekkjum. Öku- mannsstóllinn er sér með hefð- bundnum stillingum en farþeg- amir tveir í framsætinu fá engu þokað um sitt sæti nema það sé tekið með sem aukabúnaður. Armpúði er fyrir ökumann og sömuleiðis við sætin í aftari bekkjunum tveimur. Gott er að komast inn og út í öll aftursætin um stóra hliðarhurðina sem er rennihurð. Slíkur hurðabúnaður er hins vegar alltaf galli, ekki síst á fólksbíl þar sem margir ganga um og hver maður þarf nánast alltaf að taka eina tilraun til að loka áður en það heppnast tryggilega. Hér væri betra að hurðin opnaðist á hefðbundinn hátt - látum vera að það sé renni- hurð á sendibílnum þar sem sami maður sýslar við hana í dagsins önn. Farangursrými er allgott þrátt fyrir þrjár sætaraðir og má þar koma inn allmörgum töskum og vamingi. Aðbúnaður ökumannsins er líka með ágætum. Nokkuð hátt er upp í bflinn og heldur eru fram- hurðimar stífar viðureignar en þær mýkjast trúlega þegar bíllinn er kominn í ærlega notkun. Öku- maður getur komið sér allvel fyr- ir við stýrið og nýtur útsýnisins því menn sitja hátt í Boxer. Hlið- arspeglar eru stórir og er auð- velt á allan hátt að eiga við bílinn í akstri. Gírstöng er á nokkuð óvenjulegum stað (eitthvað varð að vera með sínu sérstaka sniðin hjá Frökkum) eða í mælaborðinu en hún venst vel en heyrist samt heldur leiðinlega til hennar þegar skipt er - það jaðarar við ein- hvers konar dósahljóð. En að öðru leyti er allt yfirbragðið við stjómtækin með heldur geðugu móti. Rösk dfsllvél Þessi gerð af Boxer var búin 2,5 lítra og fjögurra strokka dísil- vél með forþjöppu og er ein 103 BOXER frá Peugeot virðist nokkuð stór og umfangsmikill en hann er hinn liprasti í akstri. framdrifinu eingöngu eða aldrifi. Verðið er á sama hátt all fjöl- breytilegt. Sendibíllinn kostar frá um 1,9 uppí rúmar þrjár milljón- ir króna, pallbílamir milli 1,6 og 2,4 milljónir og fólksbíllinn kost- ar 2,3 milljónir með bensínvélinni og framdrifinn, 2,9 sé hann tek- inn með aldrifi og dísilbíllinn kostar 2,5 með framdrifinu og um þrjár milljónir með aldrifí. Boxer frá Peugeot keppir hér meðal annars við Ford Transit, Volkswagen Transporter og Sprinter frá Mercedes Benz og blandar þessi fjölhæfi bíll sér í harðan slag. Þar hefur hann ýmislegt til að bera og góða sam- keppnisstöðu - stendur kannski helst veikt þar sem er lítill staðal- búnaður hvað þægindi varðar. En lipurðin og fjölbreytileginn í útfærslum að öðru leyti gefur honum góða stöðu. ■ Jóhnnnes Tómasson Viðbragð Lipurð Eyðsla Gir- skipting AUK 9 manna smárútu er Boxer fáanlegur sem sendibíll eða með palli. ÁGÆTT er að komast út og inn í aftursætin. Þannig kosta samlæsingar 20 þúsund krónur, hitaðir og raf- stýrðir speglar annað eins, still- ing á farþegasæti kr. 14.000, rafmagn í rúðum 20 þúsund krónur og hemlalæsivöm 140 þúsund kr. í allri meðhöndlun innanbæjar er Boxer næsta auðveldur við- fangs. Hann leggur mjög vel á, er innan við 5 metra langur og þó að hann sé nærri tveggja metra breiður er hann auðveldur sem fólksbíll í stæðum og þrengslum og er ekkert að marka ytra útlit hvað þetta varðar. Þeg- ar menn hafa sest undir stýri og tekið til við aksturinn er hann nánast leikur. Margbreytllegur Eins og áður er getið er Boxer fáanlegur í margbreytilegri mynd. Níu manna smárúta, sendibfll í þremur lengdum 4,65, 5,05 eða 5,5 metrar, með háum eða lágum toppi með eða án glugga, sem pallbíll með einföldu eða tvöföldu húsi og allir eru boðnir með tveggja lítra bensín- vél sem er 110 hestöfl eða 2,5 lítra dísilvélum með eða án for- þjöppu, 86 eða 103 hestöfl. Og þeir eru einnig fáanlegir með AFTURHURÐIN er tvískipt. Boxer er snarpur sem fólksbíll BOXER er nafn á 9 manna fjölnota bíl, sem franski bílaframleiðand- inn Peugeot hefur sent frá sér og hefur nú rekið á fjörurnar hérlend- is. Fyrstu bflamir komu í vor en síðan voru ekki teknir fleiri fyrr en með árgerð 1996 sem nú era komnir. Boxer er til í mjög mörg- um útgáfum, er framdrifmn en fáanlegur með aldrifí, með bensín- eða dísilvélum, sem sendibfll, pallbfll í nokkram lengdum með ein- földu eða tvöföldu húsi eða 9 manna fólksflutningabíll og virðist hér vera um fjölbreyttan og áhugaverðan bfl að ræða. Þegar hefur orðið vart við áhuga leigubflstjóra á Boxer í leiguaksturinn ognokkr- ir sendibflar era komnir á götuna. Meðal annars hefur Póstur og sími keypt nokkra. Við kynnum okkur í dag 9 manna Boxer smárút- una með dísilvél og forþjöppu en slíkur bfll kostar rúmlega 2,5 milljónir króna. Það er fljótsagt að útlitið á Boxer er ekki beint aðlaðandi eða nýtískulegt. Hér hefur notagildið verið látið ráða ferðinni enda er hér einkum um atvinnubfl að ræða. Bfllinn er allhár, breiður og frekar síður og ósköp einfald- lega klossaður eða klunnalegur útlits. Framendinn einn hefur til- burði til að vera ávalur og með eitthvað skemmtilegri línum en bfllinn að öðra leyti. Þar er hall- andi framrúðan mest áberandi, stutt vélarhúsið er líka hallandi, aðalluktimar láta ekki bera mik- ið á sér en stuðarinn er heldur fyrirferðamikill og með loftrist- um. hestöfl. Hún er vel rösk, getur knúið 1.600 kg þungan bílinn í 140 km hámark og er ekki lengi að rífa hann af stað. Heldur virk- ar hún hávær en það verður lítið áberandi á þjóðvegaakstri. Eyðsla innanbæjar er sögð 9,7 lítrar. Að framan er Boxer með gormafjöðrum en blað- fjöðram að aftan. Margs konar auka búnaður er fáanlegur í Boxer en segja má að staðalbún- aður bflsins sé fremur tak- markað- BÆÐI eru fáanlegar bensín- og dísilvélar. Boxer DLX í hnotskurn Dísilvél: 2.446 rúmsentimetr- ar, Qórir strokkar, forþjappa, 103 hestöfl. Framdrifínn. Níu manna. Fimm gíra handskipting. Vökvastýri. Gormafjöðran að framan, blaðfjaðrir að aftan. Lengd: 4,65 m. Breidd: 1,99 m. Hæð: 2,13 m. Hjólhaf: 2,85 m. Þyngd: 1.600 kg. Hæð undir lægsta punkt: 18 cm. Eyðsla í bæjarakstri: 9,7 I. Stærð eldsneytistanks: 80 1. Staðgreiðsluverð kr.: 2.527.000. Umboð: Jöfur hf., Kópa- vogi. ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.