Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 1
í augca óreióunnar — Ijóóabók Einars Más/2 Ljóó dagsins valin af Sigurbirni biskupi/3 Hvar er menningin?/4 Smásögur Ágústs Borgþórs/4 Nýjar bækur Sigurðar A. Magnússonar, Sigurðar Pálssonar og Kristínar Ómarsdóttur/5/6/7 Oróræói — mannfræói/8 MENNING LISTIRH PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 BLAÐ • Tl ÍJÍ. nr 'lt f)J Fást í örbók HEIMSBOKMENNTIR eru nú fáan- legar í örútgáfu. Unnt er fá Fást eftir Johann Wolfgang von Goethe í innbundinni bók sem er 38x53 millimetrar og 688 síður. Verðið er 34,80 þýsk mörk. Dekameron Boccacios allur (100 sögur) fæst í 10 bindum, samtals 4.039 síður. Verðið er 148 mörk. Útgáfan í Leipzig Það er Miniatúr Buch Verlag í Leipzig sem gefur bækurnar út í þessu formi. Forlagið höfðar með þessari útgáfu sérstaklega til bóka- manna og safnara. Sagnfræðirit og ævisögur tónlistarmanna, Mozart, Bach og Haydn eru meðal þeirra, eru komnar út hjá forlaginu. Miklar vinsældir bókanna hafa verið uppörvandi fyrir forlagið, enda eru nú hvers kyns örbækur og örverk meðal þess sem fólk sækist eftir. Á alþjóðlegu Bókastefnunni í Frankfurt í haust vakti sýningarbás Miniatur Buch Verlag mikla at- hygli. Þetta var einna fyrirferðar- minnsti básinn, en rúmaði meira af sígildu lestrarefni en flestir aðr- ir. Það er til dæmis hentugt fyrir ferðamenn að geta tekið með sér verk eins og Fást og Dekameron án þess að borga fyrir umframfar- angur. Svignir nakinn BOKMENNTIR Ljðöaþýðing PENNINN HVASSI eftir Seamus Heaney. Þýðmg eftir Karl Guðmimdsson. Prentun Gutenberg. Bjartur 1995 — 78 síður. 1.980 kr. MÖRG ár eru síðan Karl Guðmundsson birti fyrstu Heaney-þýðingar sínar í Lesbók Morgunblaðsins og svo komu fleiri, m.a. í Ljóðaárbók 1988. Karl hefur verið gagntek- inn af þessu verkefni, en ekki heltekinn því að hann hefur þýtt fleiri höfunda auk þess að sinna leiklistinni. Engum dylst sem les þýðingar Karls á ljóðum Heaneys að hér liggur mikil vinna að baki og má í vissum tiivikum segja rann- sókn. Skáldheimur Heaneys sem .er afar írskur krefst þekkingar á írskum skáldskap, sögu, náttúru og þjóðháttum. Það sakar ekki heldur að vera vel að sér í menningar- sögu heimsins yfirleitt. Heaney verður ekki skilinn til hlítar án lærdóms sé hægt að tala um skilning þegar hin ljóðræna skynjun hans er annars vegar. Ýmislegt hjá honum verður ekki skilgreint nema á kostnað hins skáldlega og slíkt er best að hætta sér ekki út í. Bragur og bragform eru Karli Guðmunds- syni hugleikin og hann leggur upp úr slíku í þýðingum sínum. Karl nær með þessum hætti hrynjandi frumljóðsins, en hefur líka tilhneigingu til ljóðstafasetningar og ríms að íslenskum hætti. Á þessu fer yfirleitt vel, en ef ég ætti að finna að þýðingar- hætti Karls (smávægilegar aðfinnslur og deilur um smekk, vei!) þá væri það helst eilitið fornlegt orðaval á stöku stað. Stund- um fer það þó vel. Norður-írland og Jótland Skáldið er frá Norður-írlandi og yrkir oft um átökin þar, en yfirleitt óbeint. Eitt þekktasta ljóðið þessa efnis er Tollund- maðurinn sem að nafninu til fjallar um lík sem fannst heillegt í jóskri mýri eftir 2.000 ára legu þar. Líkið var með snöru um hálsinn og bar þess merki að ekki hafði verið allt með kyrrum kjörum á öldum áður. I upphafi ljóðsins kveðst Heaney ætla að fara til Árósa að skoða þennan fund. Undir lokin er þó ljóst að hann þarf ekki að fara langt: PENNINN hvassi er nýútkomið úrval ljóða írska Nóbelsskáldsins Seamus Hea- neys í þýðingu Karls Guðmundssonar. Þar úti á Jótlandi í mannvígahreppunum fornu verð ég sem áttlaus, vansæll og heima. Grábalamaðurinn er annað ljóð um sama efni og með sömu hugmyndatengslum. Heaney yrkir líka í Utfararsiðum um Gunnar á Hlíðarenda í haugi sínum kveðandi um sæmd. Það ljóð vitnar eins og fleiri ljóð skáldsins um raunsæi sem stundum kallar á nöturleik: „Eg axlaði eins konar vígslu/ manndóms með því að lyfta/ undir ættmenna kistur. Þeir voru lagðir til// í óhreinum stofum,/ augnlokin gljáðu,/ deighvítar hendurnar/ hlekkjaðar talna- böndum." í öðrum hluta ljóðsins birtist til- efni þess: „Nú þegar fréttir flæða/ um morð á meðal granna,/ þráum við helgis- iði/ og hrynbundna venju;“ Ljóðið er um nauðsynlegar sættir þjóðar sem þrátt fyrir ágreining á sér sama uppruna. Holdleg Ijóð Ástríður og holdlegar kenndir eru fylgifiskar skáldskapar Heaneys líkt og margra annarra skálda og er gaman að sjá hvernig hann kemur orðum áð þeim án þess að flekka hrein klæði ljóðsins. Föðurtún segja frá heimsókn á slóðir skáldsins Thomas Hardy. Furuborðið sem Hardy skrifaði við er einfalt og smátt, ímynd ögunar og rúmið ekki stórt. Gestirnir líkjast aftur á móti ráðvilltum elskendum úr sögum skáldsins, „ásóttum kyrrðina um hádag/ í djúpri tröð munúðar/ burkna og fiðrilda“. Þar spinna þeir þátt „af okkur: ógleymanlegan/ sem ekki má nefna“. Það sem ósagt er látið og munúðarfullar náttúrumyndirnar gæða ljóðið lit; það verður í senn um fólk og skáldskap. Persónur holdgast. Reynitré með varalit Það er ekki nýtt að skáld persónugeri náttúruna, en Heaney er óvenju nærgöngull í þeim efnum. Hann yrkir til dæmis um reynitré sem er eins og stelpa með varalit: Reynitré eins og stelpa með varalit. Milli vegar og hjávegar elrin álengdar, í rekjunni drjúpandi einræn innan um sefið. Þarna eru leirublóm héraðshreims og eilífðarblómin með tárhreinan tón og andráin er syngur fugl í næstu nánd við hljómfall þess er til ber. í Harmatölum Svignis (Sweeneys), hins óða konungs íra sem er dæmigerður fyrir þjóðina og títt nefndur í fornkvæðum og sögum kemur hann fram á svið ljóðsins „vindstrýktur, nakinn/ eins og vetrar tré/ fært í svart frost/ og freðna mjöll“. Líkingar sínar sækir þó Heaney í fleira en tijágróður, en náttúra írlands, sveit og strönd, er samófin ljóðheimi hans. Heaney yrkir þó fyrst og fremst um fólk, hið mannlega. Ég held að vinsældir hans eigi sína skýringu í því. Hann nýtur óvenjulegrar hylli af svo tormeltu skáldi að vera. Bæta má því við að í ljóðum Heaneys er oft frásögn, saga, enn fremur dramatík. Það gildir um jafn ólík ljóð og Endalok náttúruskoðunar og Lögreglumaður kveður dyra og jafnvel hin einkennilegu og snjöllu ljóð: Af landamærum ljóðsins og Af lýðveldi samviskunnar. í fróðlegum inngangi Thors Vilhjálmssonar er vikið að ýmsu sem er til marks um viðleitni Heaneys í skáldskapnum og sumt sem þar kemur fram getur auðveldað skilning á skáldinu. Ég sakna aftur á móti greinargerðar frá þýðandanum, leiðbeininga sem telja verður bráðnausynlegar fyrir aðra en þá sem eru handgengnir Heaney og veröld hans. Úr þessu má bæta í enn fyllra og stærra Heaney-úrvali sem hér með er skorað á Karl Guðmundsson að gera að veruleika með fulltingi hins bjartsýna útgefanda, Snæbjörns Arngrímssonar. Jóhann Hjálmarsson Karl Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.