Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvorki torræð né skringileg „DYRNAR þröngu heitir borg á Silkieyju, hún er fáum kunn.“ Með þess- um orðum hefst nýjasta skáld- saga Kristínar Ómarsdóttur, Dyrnar þröngu. „Þetta er stað- ur sem á svar við öllum meinsemd- um mannlegs lífs,“ segir Krist- ín, „en er ekki Dyrnar þröngu sé aðgengilegasta bók Kristínar en dragi lesandann jafnframt á tálar. „Það fer tvennum sögum af verkum mínum: Sumum finnst það sem ég skrifa mjög að- gengilegt en aðrir segjast ékki skilja neitt;“ segir Krist- ín. „Eg lít hins vegar ekki á mig sem torræðan og Kristín Ómarsdóttir fullkomnari en hann birtist í bókinni. Mér fannst þægilegra að búa til stað sem enginn þekkir; þannig verður hann trúverð- ugri.“ I Dyrunum þröngu segir frá ævintýrum íslenskrar móður og eiginkonu á fram- andi slóðum. „Hún kemur inn í heim sem kemur skringilega fyrir sjónir, vill taka hana og gerir það í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Kristín. „Þetta er hefð- bundin ferðasaga í ævin- týralegum heimi.“ Á bókarkápu segir að skringilegan höf- und. Ég er þvert á móti, eins og flestir aðrir rithöfundar, tannhjól í einhverri stórri vél — bókmenntum." Kristín segir að „karl- mennskuhefðin" í bók- menntum dugi sér skammt og því geti hún ekki nýtt hana nema að takmörkuðu leyti í verkum sínum. „Þetta er hefðin sem fólk þekkir best og þarf því tíma til að venjast sögum sem sagðar eru á annan hátt. Flestir hlutir eru óaðgengilegir í fyrsta skipti.“ Á áhyggju- lausu vafrinu í Biðtíma kærleikans ÞETTA hverfi sem ég var komin í, Biðtími kærleikans, líktist alveg hinum hverfunum í borginni. Húsin voru gráleit og lítið útflúr- uð. Þröngar járngirtar svalir frá annarri hæð og uppúr en á svölun- um í þessari götu héngu til þerris óteljandi pör af hvítum sokkum sem draup af niður á stéttina. Dularfull og væmin þvottaefnis- lykt lá í loftinu, þvottategund sem ég kannaðist ekki við heiman frá mér en var örugglega mjög upp- byggileg fyrir sálina. Ekki hafði ég gengið lengi um hljóða götuna er dyr tóku að opn- ast og karlmenn komu út hálf- vankaðir á svipinn, í röndóttum náttfötum og inniskóm. Þeir héldu á mjólkurglasi í hendinni og bók undir arminum, gengu yfir götuna í næsta hús eða þamæsta og hurfu inn. Þar kviknaði ljós, kannski á þriðju hæð, kannski á fjórðu, og skuggar af manneskj- um flögmðu um þangað til slökkt var en allt annars staðar opnuð- ust dyr og maður á náttfötum og inniskóm út, haldandi á ljóskeri undir hendinni og bók undir arminum, gekk nokkur skref og hvarf um dyr næsta stigagangs eða þamæsta og þar kviknaði ljós, jafnvel á fimmtu hæð, og skuggar af manneskjum flögraðu um, bók- inni var veifað, það var slegist um hana, síðan er slökkt. Það hefði mátt kalla þetta hverfi Les- tíma kærleikans. Hér bera menn hver öðrum mjólkurglas seint á kvöldin og slást svo um bækur, það er aldeil- is. í því leiddi ég hugann að ís- lenskum rithöfundum, hvort ekki færi betur ef þeir drykkju meiri mjólk og slægjust nánar um bæk- ur seint á kvöldin í náttfötunum. Það væri leitun að íslenskum rit- höfundi og leitun að íslendingi sem viðurkenndi uppá sig náttföt- in. Svo hristi ég höfuðið afþví ég var svo ánægð með vaðstígvélin mín. Ef eitthvað hafði bjargað mér úr fangi einmanaleikans voru það þau: Aldrei hefur nokkur fuil- orðin manneskja orðið jafn ham- ingjusöm yfir einu gulu pari af vaðstígvélum, einsog ég var á röltinu um hrotufulla Götu bið- tíma kærleikans, með dropa af blautum táfýlusokkum í hausnum og maga fullan af pylsu með öllu. Og á peysunni, einsog íslensk börn að vorlagi, laus við fargan snjógallanna, og mátti vita að innan skamms hlyti ég að nálgast hótel og svo varð. Fang biðarinn- ar, hét það. Biðin er stærsta gjöf ástarinnar. Bíðutn af örlæti og ást. Að elska er að bíða. Að bíða er að elska einhvem annan en bara sjálfan sig. Sannaðu ást þína með ríkulegri bið. Bíður þú eftir honum/henni lengur en hann/hún bíður eftir þér? Höfum eitt hugfast, bíðum jafnt. Nýjar bækur Eyjar í eldhafi ÚT ER komin bókin Eyjar í eld- hafi, afmælisrit Jóns Jónssonar jarðfræðings, gefin út í tilefni 85 ára afmælis hans 3. október 1995. í bókinni eru 26 greinar, flestar um náttúru íslands. Þeim fylgir fjöldi uppdrátta og ljós- mynda. Þá er kafli í bókinni um ævi og störf Jóns Jóns- sonar og ritaskrá hans. „Höfundar bókarinnar eru 37 talsins, þar á meðal eru margir af helstu jarðvíðsindamönnum þjóðar- innar. Bókin, sem er '292 bls. að stærð, er hin glæsilegasta í alla stði og mikil fróðleiksnáma fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína á náttúru íslands," segir í kynningu. Útgefandi er Gott mál hf. -----» ------- Bók um börn alkóhólista ENDURÚTGEFIN hefur verið bók- in Uppkomin börn alkóhólista eftir Árna Þór Hilmarsson. Bókin fjallar um hegðunarmynst- ur og tilfinningalíf þeirra einstakl- inga sem nú eru fullorðnir en áttu þá reynslu sameiginlega að vera aldir upp á heimilum þar sem áfengi var misnotað. Bókin hefur verið uppseld hátt á annað ár og kemur nú út í annað sinn. Hún er 109 bls. í kiljubroti og kostar kr. 1.500. Útgefandi er höfundur. T Jón Jónsson Trú, von og kærleikur Sjómaður og hugvitsmaður Tímarit • ANDVARI, ritHins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 120. árgangur ritsins, hinn 37. í nýjum flokki. - Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Þorsteins Ö. Stephensens leikara. Höfundur er JónViðar Jónsson leikhúsfræð- ingur. í greininni er leiklistarferill Þorsteins ítarlega rakinn. Hann var einn af helstu leik- urum sinnar sam- tíðar, kunnur af sviðsleik sínum en þó einkum útvarps- leik um áratuga- skeið, en Þorsteinn var leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins 1947-74. Annað efnj And- vara er eftirtalið: Ragnhildur Richter skrifar alllanga grein um ritverk Jakobínu Sigurð- ardóttur. Þröstur Helgason skrifar „Vitið í óvitinu", um Engla alheims- ins eftir Einar Má Guðmundsson. Haukur Hannesson hefur þýtt kafla úr ferðadagbókum Jónasar Hallgrímssonar, kaflinn hefur ekki birst á íslensku fyrr. Sveinn Einars- ■ son skrifar grein um túlkun á Fjalla- Eyvindi Jóhanns Siguijónssonar, og hann hefur einnig búið til prentunar syrpu bréfa frá Jóhanni til forastu- manna Leikfélags Reykjavíkur. Þá er stuttur minningaþáttur, „Stóra systir“ eftir Jón Þorláksson bókbind- ara á Akureyri, sem lést 1951. Sonur hans, Baldur Jónsson prófessor, býr þáttinn til prentunar og skrifarform- ála. Fræðileg ritgerð eftir Ármann Jakobsson, um Pál Jórisson Skál- holtsbiskup og sögu hans, er birt í Andvara og heitir „Ástvinur Guðs“. Loks er í ritinu iangur þáttur eftir Gils Guðmundsson um Guðmund Davíðsson þjóðgarðsvörð og frum- kvöðul í náttúruvernd á íslandi. Ljóðaþýðingar eru I Andvara. Tvö Ijóð eftir þýska skáldið Friedrich Hölderlin hefur Hannes Pétursson þýtt og Baldur Oskarsson þýðir ljóð eftir spænsku skáldin Antonio Mac- hado og Juan Ramón Jiménez. Rit- stjórinn, Gunnar Stefánsson, skrifar ritstjómargrein, hugleiðingu um þjóð- ríkið. Andvari er 168 blaðsiður, Oddi prentaði. Aðsetur ritsins og dreifing er hjá Sögufélaginu, Fischerssundi 3. Verð til áskrifenda ogfélaga í Sögufélagi erkr. 1.330. í bókaversl- unumkr. 1.482. BOKMENINTIR Minningarbók I»ú ert mín Selma Rún og lækn- íirnir ætla að bjarga þér eftir Ólöfu de Bont Olafs. Höfundur gaf út 1995.111 síður. ÞÚ ERT mín Selma Rún og lækn- amir ætla að bjarga þér er óvenjuleg lesning. Hún fjallar um iíf og dauða lítillar stúlku og er skrifuð af móður hennar. Selma Rún fæddist verulega fyrir tímann en heilablæðing á öðrum degi virðist hafa ráðið úrslitum um fötlun hennar. Fötlunin varð bæði andleg og líkamleg og vegna hennar var oft erfitt að greina sjúkdóma bams- ins. Vegna blæðingar- innar og endurtekinnar sýkingar í ventla lagðist Selma Rún oft inn á sjúkrahús og þurfti að þola margar aðgerðir. Sýni, svæfingar, lyf og aukaverkanir voru dag- legt brauð sem þó var ekki hægt að venjast. Form bókarinnar er helsti köstur hennar en jafnframt stærsti gall- inn. Verkið lýsir tilfínn- ingum og þrautagöngu foreldris fatl- aðs bams, þrautagöngu vegna réttar og réttleysis fatlaðs ungbams í þjóð- félaginu. Einnig lýsir það þrautinni að gefast ekki upp og kannast við neikvæðu tilfinningarnar sem eru fylgifiskar mótlætisins. Minningar streyma í belg og biðu en ekki í tíma- legu samhengi. Því er oft erfitt að sjá fyrir sér líf Selmu Rúnar og ferlið í heild þegar mörgum hlutum þess er skeytt saman. Þroska og afturför bamsins ásamt sigrum og ósigrum í baráttu við „kerfið" er Iýst og fundinn samnefnari fyrir það sem endurtekur sig oft. Kosturinn við minningaformið er sá að það snertir lesandann dýpra en línuleg frásögn og nær þannig áhrifum sem vara lengur en ella. Höfundur kvartar yfir litlu upplýs- ingastreymi strax eftir fæðingu og að mest fyrír tilviljun hafi hann farið að kynna sér rétt og aðstæður fjöl- skyldna fatlaðra barna. Verkinu er á einhvern hátt ætlað að bæta úr þessu, það er reynslusaga en ekki fræðirit fagmannsins. Minningar gefa ekki nægilegt svigrúm til út- skýringa og því gagnast verkið ekki alltaf eins og skyldi. Dæmi um það er skortur á umfjöllun og útskýringu á liðveislu og stuðningsfjölskyldu, leikmenn þekkja ekki muninn áþess- ari aðstoð. Annað fær mun meira rúm eins og skammtímavistun og bamahjúkrun og er það vel. Framar- lega er ýmislegt gefíð í skyn um fortíð og fyrri reynslu höfundar sem nánar er sagt frá síðar en þangað til verður lesandi að geta í eyð- urnar sem er óþægilegt í þessu tilfelli. Samskiptum við sér- fræðinga hinna ýmsu stofnana eru gerð góð skil, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Það sem skín í gegn er að fötluð böm eru mis- jafnlega fötluð en alltaf er verið að reyna að finna einhveija staðla og flokka til að festa þau í. Börnunum fer ýmist fram eða aftur en lítið tillit er tekið til nýrra þarfa þeirra. Aðstandendur neita að skipa þeim í bása. Þroskaþjálfar og aðrir sem annast fatlaða og þroska- hefta dags daglega virðast eiga í samskiptaerfiðleikum við aðstand- endur. Þeir ná vel til barnanna og samstarfsaðila en það virðist taka þá lengri tíma að ná til fólks sem talar venjulegt mál. Verkið er bar- áttusaga. Barátta móður fyrir barni sínu, barátta upp á líf og dauða. Barátta sem gefur auðugra líf en skilur eftir sig mikið tóm. Barátta við óvæntar tilfinningar og nýja til- veru. Barátta sem hefur skilað ár- angri, meðal annars í þessu verki. Kristín Ólafs BOKMENNTIR Endurminningar ÓTTALAUS eftir Jósafat Hinriksson. Ævi- minningar. 301 bls. Útg. Skerpla. I»rentun: Gutenberg. Reykjavík, 1995. Verð kr. 3.480. KALLA má að Jósafat Hinriks- son hafi alist upp í smiðju föður síns. Það var austur á Norðfirði. Faðir hans var eldsmiður þar, hug- vitsamur, eftirsóttur og sívinnandi. Drengurinn var látinn taka til hendi strax og hann hafði aldur til. Því gafst minna tóm fyrir bernsku- brek og strákapör. í þá daga höfðu unglingar engan tíma til að verða vandamál. Nema telja skyldi til vandamála að Jósafat féll út úr gagnfræðanámi og þverneitaði að gefa sig að þvílíku fram- ar. »Hins vegar fór ég létt með vél- stjóranám síðar,« segir hann. Jósafat stundaði sjóinn frá unglingsárum og fram undir miðjan aldur. Með því að aðstoða föður sinn í smiðjunni sem þjónaði flotanum og svo með sjó- sókninni varð hann með tímanum handgenginn hverju einu sem til skipa taldist. Vinnubrögðum til sjós og lands lýsir Jósafat í þaula. Sjóferðasögur hans eru bæði ljósar og lifandi. Hann var meðal annars vélstjóri á Neptúnusi og sem slíkur hannaði hann þar og smíðaði fyrsta toghler- ann. Áð megninu til eru þetta end- urminningar sjómanns. Þá er staðháttum og mannlífi á Norðfirði lýst með ágætum. Faðir og móðir lifðu í samræmi við forn- ar dygðir, móðirin mild og um- hyggjusöm, faðirinn nákvæmur og strangur. Bæði voru mjög trúuð og guðrækin. Með vinnusemi og nýtni komst fjölskyldan vel af mið- að við örbirgð þá sem margan hijáði í kreppunni. Norðijörður átti að því leyti sammerkt við aðra staði af svipaðri stærð að þar bar fáeina kaupmenn og útgerðarmenn hátt yfir almenning. Þeir einir höfðu í hendi það vald sem pening- ar veita. í þá daga þótti alóþarft að fyrirfólkið væri að fela sinn heldrimanns brag. Þvert á móti þótti sjálfsagt að berast á ef mað- ur hafði efni á, svo í framkomu sem í klæðaburði og hí- býlaháttum. Harðdugleg- ir aflamenn voru þó ekki síður fyrirmynd ungling- unum. Þetta var hart' líf en heilbrigt. Eftir mörg ár á sjó axlaði Jósafat pokann sinn og fór í land. Og þá má segja að hann hafi tekið að feta í spor föður síns. Nema hvað fyrirtæki hans varð margfalt stærra. Eins og faðir hans forðum ól hann börn sín upp á verkstæðinu. Og dag einn spurðist að hann væri búinn að koma upp stóru minjasafni í tengslum við það. Þessar endurminningar Jósa- fats Hinrikssonar kenna þá lexíu að hver og einn verði að vinna fýrir gæfu sinni sjálfur. Ókeypis né fyrirhafnarlaust fáist hún ekki. Að lokum leggur hann frá sér töng og hamar og sest við skrift- ir. Árangur þess liggur nú ljós fyrir. Endurminningar hans eru bæði fróðlegar og áhugaverðar. Ekki er annað sýnna en vélstjórinn hafi farið létt með að skrifa þessa bók. Erlendur Jónsson Ólöf de Bont Jósafat Hinriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.