Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 B ÞRIÐJUDAGUR 5. ÐESEMBER 1995 Nýjar bækur • SEX augnablik er eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er sjötta unglinga- bók höfundar sem einnig hefur sent frá sér þijár barnabækur. I kynningu segir: „Sex augnablik fjallar um reykvíska unglinga, m.a. Eirík, sem tekur sér það fyrir hendur að skrifa ævisögu sína, þótt ungur sé og vonast til þess að fá hana gefna út. Honum þykir rétt að vera hreinskipt- inn og draga ekkert undan. Kemur ýmislegt fram um samskipti hans við foreldra sína, fjölskyldu og vini sem margir unglingar kannast sjálfsagt við að hafa upplifað." Allt frá því fyrsta unglingabók Þorgríms Þráinssonar, Með fiðring í tánum, kom út hafa bækur hans orðið metsölubækur. Hefur hann hlotið Bama- og unglingabókaverð- laun Skólamálaráðs Reykjavíkur- borgar og menningarverðlaun VISA íslands. Bókin er 160 bls. og erprentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Einar Magnús Magnússon. Útgefandi erFróði. Verð Sex augna- biika er 2.190 kr. • ÖRLÖG eftir bandaríska rithöf- undinn Stephen King. Þetta er ell- efta bókin sem kemur út á íslensku eftir hann. Á frummálinu nefnist bókin „Dol- ores Claiborne" og kom fyrst út í heimalandi höfundar árið 1993. Eins og flestar fyrri bækur Stephens Kings naut hún mikilla vinsælda og var í margar vikur í efsta sæti banda- ríska metsölulistans. Þegar hefur verið gerð kvikmynd eftir bókinni og hefur hún einnig notið vinsælda. Bókin Qallar um miðaldra konu, Dolores Claibome, sem situr fyrir framan lögreglustjórann og ritara • hans í heimabæ sínum. Hún er grun- uð um að hafa orðið vinnuveitanda sínum að bana. Stephen King hefur oft verið kall- aður konungur spennusagnanna. Örlöger221 bls. ogerprentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda og kostar 2.390 kr. • Dularfulli ferjumaðurinn eftir Kristján Jónsson er komin út. „Lék Jóakim sundkennari tveimur skjöldum? Hver var Kjartan? Og hver vann skemmdar- verk á rólunni svo að Ari litli var nærri drukknað- ur? Ráða þeir Tóti svarti, lögreglu- þjónn og sam- starfsmaður hans, Gummi svakalegi, við að leysa úr þessu eða koma Jói, Kiddý, Munda og skát- amir enn til bjargar?" Ný bók eftir Kristján Jónsson með teikningum eftir Bjarna Jónsson. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.380 kr. • ÚT er komin bókin Lifandi leikur - tuttugu leikþættir handa börn- um og unglingum eftir séra Hrein S. Hákonarson. Þættimir byggjast flestir á frásögnum úr Nýja testament- inu og tveir þeirra eiga rætur sínar í Gamla testamentinu. Þá eru Ijórir þættir sem henta til flutnings á að- ventunni. Einn þáttanna fjallar sérstaklega um ferminguna og var fluttur í Ríkisút- varpinu á síðasta ári. „Þættirnir gera börnum og ungl- ‘ ingumkleiftaðupplifaýmsarsögur og stef á lifandi hátt og ferskan eins og nafn bókarinnar ber reyndar með sér. Bókin Lifandi leikur mun því nýtast vel í öllu skólastarfi sem og bama- og æskulýðsstarfi," segir í kynningu. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu að Langavegi 31 og kostar 2.500 kr. ' ogerhún 128 bls. BÓKMENNTIR F r æð i r i t THE TEXTUAL LIFE OF SAVANTS by Gísli Pálsson. Ethnography, Ice- land, and the Linguistic Tum. Studi- es in Anthropology and History, vol. 18. Harwood Academic Publishers, 1995. GÍSLI Pálsson hefur þegar hasl- að sér völl á alþjóðavettvangi sem mannfræðingur. Ritgerðir hafa birst eftir hann í viðurkenndum fræðiritum og bækur eftir hann hafa komið út hjá virtum útgáfu- fyrirtækjum. Sú bók sem hér um ræðir spannar vítt svið. Gísli kynn-, ir fyrri rannsóknir sínar í íslensk- um bókmenntaarfi, tungu og út- gerð og setur þær í nýstárlegt samhengi. Hann fjallar einnig um rannsóknir annarra mannfræðinga á íslenskri menningu og samfélagi og vegur þær og metur út frá sín- um niðurstöðum og aðferðum. Rauði þráðurinn í bókinni, sem skiptist í átta kafla, er ítarleg umfjöllun um aðferðafræði mann- fræðinnar, sem felur í sér uppgjör við fyrri aðferðir. Þar er einnig að fínna rökstuðning fyrir nýjum sjón- armiðum í fræðigreininni. I um- fjöllun sinni, sem er býsna þung lesning á köflum, kallar hann til vitnis fjölda fræðimanna, aðallega mannfræðinga og heimspekinga, sem fjallað hafa um eðli tjáskipta mannsins og möguleikana á því að afla þekkingar á lífínu sjálfu með því að búa til og greina texta og spá í það hvað að baki þeim býr. Mikil gróska hefur verið í að- ferðafræði mannfræðinnar undan- farna áratugi og sumir telja að starf rithöfundarins, skáldsins, sé náskylt starfi mannfræðingsins. Sá síðarnefndi verður að geta sett sig í spor þeirra sem hann er að skrifa um, eða að minnsta kosti að gera heiðarlega tilraun til þess. Túlkunarfræðin (hermeneutíkin) á rætur að rekja til túlkunarfræði guðfræðinga sem sífellt glíma við að túlka þann sannleika og það líf sem býr í heilögum textum og hvernig þýða eigi ritningarnar og heimfæra þær upp á aðstæður fólks í nútímanum. Mannfræðin er að hluta til þýðingarfræði sem varð til í skjóli heimsvaldastefn- unnar. Á blómatíma hennar voru mannfræðingar gerðir út af örk- inni til að skoða, skilgreina og út- skýra framandi menningarþjóðir. Með aðferðum sínum mynduðu þeir óbrúanlega gjá milli þeirra sem þeir voru að athuga og hinnar vestrænu vísindamennsku sem vildi vita eitthvað um þessar þjóðir. Gísla finnst textar yfirleitt vera þrándur í götu mannfræðinga. Þeir setja landamæri sem hindra trúverðuga orðun einstakrar og sammannlegrar reynslu. í þeim er fólgin firring frá því lífi, starfi og framleiðslu sem fólk tjáir sig um í samskiptum sínum við aðra. Text- arnir aðgreina heim náttúrunnar sem maðurinn er hluti af og heim táknanna sem gerir manninn mennskan. Mannfræðin hefur lagt sitt af mörkum til að viðhalda þess- ari óraunverulegu aðgreiningu og Gísli vill efla nýja aðferðafræði þar sem reynslan sem fæst í glímunni við náttúruöflin fær að ganga að þeirri orðræðu sem stjórnar að- Orðræði - mann- fræði gerðum og leggur á ráðin. Texti sem er úr tengslum við náttúr- una verður lokaður heimur sérfræðinga. Lögmál þess texta eru önnur en lögmál hinn- ar síkviku náttúru sem auðlindirnar eru hluti af og verður að taka tillit til ef nauðsynlegt jafnvægi á að nást milli náttúrunnar og mannfélagsins. Sumir textar öðlast sjálfstætt líf - trúar- legt gildi - og skapa vitund og móta atferli manna. Þeir fá á sig yfirnáttúru- legan kraft sem endurspeglar ekki lengur líf fólksins og reynslu nema ef vera skyldi á brenglaðan hátt. Galdrar eru dæmi um þetta og í fimmta kafla bókarinnar er gefið yfirlit yfir galdra á íslandi frá þjóð- veldisöld og fram á 17. öld. Nýjar rannsóknir á göldrum sýna svo ekki verður um villst hvernig sam- félagsgerð, hlutverkaskipan og valdahlutföll í samfélaginu móta heimsmynd og túlkun tákna og þann kraft sem samfélagið gefur þeim við vissar aðstæður. Sjötti kaflinn fjallar um þjóðlegt gildi íslenskrar tungu í aldanna rás. Höfundur bendir á að íslensk tunga hafi stirðnað í pólitísku hlut- verki sínu sem einingartákn og orðið til þess að viðhalda hug- myndafræði um stéttlaust þjóðfé- lag. Hann heldur því fram að tungumálið sé orðið að pólitískri trúfræði og gyðjan er fjallkonan fríð. Hann birtir mynd af henni á bls. 134. Hún er þar sýnd björt og mild en siðavönd, með sverð í annarri hendi og texta í hinni. Höfundur telur að félagslegi þátt- urinn í greiningu á þróun málsins hafi orðið útundan í umfjöllun fræðimanna og telur að hætta sé á að ríkjandi viðhorf hafi rofið tengsl málsins við líf fólks við ólík- ar aðstæður. Rannsóknir Gísla á málfari ólíkra hópa hafa sannfært hann um að tengsl máls og sarnfé- lags eru önnur og margbrotnari en íslenskufræðingar hafa viður- kennt. Þessi kafli bókarinnar er e.t.v. of langur fyrir íslenska les- endur en vafalaust gagnleg lesning fyrir erlenda fræðimenn með áhuga á íslenskri nútímamenn- ingu. I bók sinni fer Gísli vítt og breitt og langt til baka í hugmyndasög- una. Athyglisverð er umræða hans um afhelgun málaralistarinnar og tengsl hennar við frásagnarlistina. Málarar endurreisnar- tímans hættu að birta veruleikann í mynd frelsunarsögu kristn- innar og máluðu í þrívídd þar sem hlut- imir, náttúran og manneskjur fengu að njóta sín eins og fyrir- bærin sjálf komu þeim fyrir sjónir í „skepnu- skap“ sínum. Mál- fræðin er sérstakt tæki sem byggir upp myndir af þeim vera- leika sem mannfræðin fjallar um og í mál- fræðinni er bundið ákveðið vald. Ef ég man rétt þá var það sjálfur Nietzsche sem sagði að það væri ekki nóg að lýsa því yfir að guð væri dauður heldur þyrfti að leggja málfræðina niður til þess að þessi fullyrðing stæðist. Þegar skrifað mál nær undirtökum í menningunni þá tekur sagan og vitund mannsins á sig nýtt form. Þá kemur upp nýtt vandamál í sambandi við hinn síbreytilega og draumkennda veruleika, hvað þá heldur ef sú málfræði sem mann- fræðingurinn gengur út frá hefur ekkert gildi fyrir það hugarfar og það atferli sem hann er að athuga. Allir vilja halda í vonina um betri tíð og góða afkomu. Þess vegna era orðræður á margslunginn hátt tengdar sögulegum og félagsleg- um aðstæðum og ákveðnum regl- um um það hvernig leysa á við- fangsefni dagsins þó svo að póstmódernistarnir neiti þessu yf- irleitt. Orðræðan endurspeglar allt- af ákveðin valdahlutföll. En form hennar getur verið býsna mismun- andi og það getur verið afdrifaríkt hvernig orðræðan er upp byggð. Stundum fer hún eftir lögmálum harmleiksins, stundum gleðileiks- ins og stundum skáldsögunnar. Gísli fjallar um eigin reynslu af könnun á menningu og hugarheimi íslenskra sjómanna. Hann varð sjó- veikur (vígslan), en sjóaðist brátt og þá lagði hann frá sér pennann, skrifblokkina og segulbandið og fór að spjalla við sjómennina þar sem þeir voru við vinnu sína. Umbi í skáldsögunni Kristnihaldi undir jökli eftir Halldór Kiljan Lax- ness, sem ítarlega er fjallað um í þriðja kafla bókarinnar, varð líka veikur en gekk á endanum inn í sína eigin skýrslu þrátt fyrir aðvar- anir biskupsins. Gísli skoðar ferð Umba sem dæmi um vettvangs- könnun sem var dæmd til að mis- takast eins og margar aðrar. Séra Jón prímus hafði gefið textann upp Gísli Pálsson á bátinn, lokað kirkjunni og las ekki lengur í Biblíunni, en jökullinn var á sínum stað. Þess vegna gat enginn utanaðkomandi aðili verið viss um kristnihaldið þar og Umbi var gerður út af örkinni til að gefa skýrslu. Mistök Umba sýna hve hægt er að komast langt inn í annan heim með rangri aðferð. Ekki er vitað um afdrif Umba en Gísli Pálsson er prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands. Framtíð íslenskrar þjóðar veltur á útgerð og útgerð er í eðli sínu samskipti, eða orðræða, þar sem menning og náttúra era óaðskiljan- leg. í sjöunda kafla bókarinnar dregur Gísli saman athuganir sínar á fiskveiðistefnu íslendinga og sjó- mennskunni. Þetta era tveir heim- ar - tvö tungumál - annað mótað af líffræðingum og hagfræðingum og hitt af sjómönnum. Fyrri hópur- inn er fastur í lögmáli eigin rök- ræðu sem gerir upp á milli þjóðfé- lagshópa og byggðarlaga. En þetta lögmál hefur fengið gæðastimpil háskóla en er samt ekki í samræmi við hin óræðu og óútreiknanlegu öfl sjávarins. Heimsmyndir þessara hópa era gjörólíkar þótt þær renni stundum saman og viðfangsefnin snertist á ýmsan hátt. Gísli setur þetta vandamál upp á sama hátt og í öðrum köflum bókarinnar og vill efla markvissa staðbundna orð- ræðu um framkvæmdaatriði. Hann vill leysa upp mál sérfræðinganna , og koma þeim í beina snertingu við náttúrana og gera þá þannig I næma fyrir síbreytilegum birting- arformum afla hennar. Það er eina vonin til þess að þeir geti unnið út frá heildrænu sjónarmiði hvað varðar náttúrulegt jafnvægi, en á því byggist tilvera okkar sem þjóð- ar og mannkyns. Gísli mælir hvorki með harmleiknum eða gleðileikn- um sem handritsdrögum að orð- ræðu þessa jafnvægis heldur mæl- ir hann með formi skáldsögunnar. Í hápunkti skáldsögunnar getur leynst lausn sem var þar allan tím- ann. Gleðileikurinn er án raunveru- j legra átaka og lausn hans er yfir- i borðsleg. Um harmleikinn skulum við ekki tala. Hann er þegar í gangi og hefur skilið eftir sig spor sín bæði á afréttum og úti á rúmsjó. í þessari alvarlegu umfjöllun vitnar Gísli enn til Kristnihalds undir jökli og kallar eftir mönnum eins og Jóni prímusi í aðalhlutverk þessarar orðræðu jafnvægisins. Þeir eiga ekki að hafa neina fyrir- fram gefna kenningu, vera búnir að loka kirkjunni og hættir að lesa í Biblíunni, en hjálpa öllum sem með þurfa þar sem þeir era um- svifalaust svo lífið geti haldið áfram. En það má benda á það að Jón prímus hafði sína teoríu. Hann er mystiker þó svo að hann leitaði ekki að sameiningu við almættið með því að hafna þessum heimi eins og flestir mystikerar gera. .•> Hann lifði einmitt skilyrðislaust í þessum heimi og gekk út frá jafn- væginu. Jón prímus er ekki bara sköpun Halldórs Laxness. Eftir að austræn heimspeki og trúarhug- myndir fóra að berast hingað til landsins náðu þær furðu fljótt hylli hér á landi meðal fólks úr ýmsum þjóðfélagshópum. Það kæmi mér ( ekki á óvart þótt Gísli hefði sjálfur í fundið Jón prímus í vettvangsrann- sókn sinni suður með sjó. Pétur Pétursson Nýjar bækur Trúbador Rík- harðs ljónshjarta SKÁLDSAGAN Feginn mun ég fylgja þér eftir Gore Vidal er komin út. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal er einkum þekktur fyrir skáld- sögur um söguleg efni, svo sem allmargar bækur um atburði í sögu Bandaríkjanna, þar á meðal háðs- ádeiluna Washington D.C., og um gullöld Grikkja og Rómveija. Anth- ony Burgess hefur látið svo um mælt að Gore Vidal sé besti höfund- ur sögulegra skáldsagna sem nú er uppi. Fyrir stuttu komu út endur- minningar Vidals, Palimpsest. í bókinni Feginn mun ég fylgja þér er sagt frá því er Ríkharður ljónshjarta Englandskonungur er á leið heim úr krossferð í Landinu helga þegar óvinir hans taka hann höndum og halda hon- um föngnum á leynd- um stað. Trúbadorinn Blondel, vinur hans og hirðmaður, kemst und- an og einsetur sér að hafa upp á konungin- um. í kynningu segir: „Gore Vidal skrifar sögu þessa nokkram árum eftir að síðari heims- styijöld lýkur og ef betur er að gáð má sjá að höfundurinn, sem sjálfur var þátttakandi í styrj- ru öldinni, sér fyrir sér i hliðstæður við nútím- ; ann - miðaldirnar end- urspegla þann tíðar- anda sém skóp mestu hörmungar þessarar aldar." Björn G. Kemp þýddi söguna á ís- lensku. Útgefandi er Skerpla. Feginn mun ég fylgja þér er 208 blaðsíður. Skerpla annaðist hönnun og umbrot en bók- in er prentuð í Gutenberg. Bókin Feginn mun ég fylgja þér kostar 1.980 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.