Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1
c LAÐ ALLRA LANDSMANNA JtowgmMáltíb MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER BLAÐ B - ' ' ?Í ¦ . ¦ ¦ jg ¦ B^ 1 v' 4^| iF J h -Á MlMfl^^^ ..y^fe JSfe*;:,,, ^^^íi V • /'jB ¦HkÉÉ^'- £» ^Bft ^^___ ' ^ -->,..-... f . _^i |K> "^^^___ ZShliBSÍ s Jftaj^^^ s: -J 3 RUSLAN Ovtslnnikov gætl orðið fyrsti íslendingurinn sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum. Ruslan íslensk- ur ríkisborgari ¦¦¦j. *. —¦>. 3-j á! RUSLAN Ovtsinnikov, fimleika- maðurinn ungi frá Eistlandi sem hefur dvalið hér á landi við æf- ingar frá því í ágúst í fyrra, verð- ur íslenskur ríkisborgari á næstu dögum. Ruslan er 18 ára og bjó í Eistlandi, en þar sem hann talar ekki eistnesku fékk hann ekki ríkisfang þar í landi og kom því til Islands með þjálfara sínum í þeirri von um að fá íslenskt ríkis- fang. Allsherjarnefnd Alþingis hef- ur lagt fram frumvarp um veit- ingu ríkisborgararéttar og hefur frumvarpið farið í gegnum tvær umræður og því aðeins formsat- riði að samþykkja það á allra næstu dögum. Nefndin mælir með samþykki frumvarpsins þar sem lagt er til að 97 einstakling- ar fái íslenskan ríkisborgararétt og er Ruslan Ovtsinnikov einn þeirra. Ruslan, sem þarf að taka sér eitt íslenskt fornafn, er einn besti fimleikamaður heims í sínum ald- ursflokki. Hann undirstrikaði það í liðakeppni Evrópumóts unglinga sem fram fór í Péturs- borg í Rússlandi fyrir skömmu. Þar náði hann hæstu einkunn allra einstaklinga í samanlögðum árangri af sex áhöldum. Þar sem Ruslan hefur verið ríkisfangslaus hefur hann ekki haft keppnisrétt á alþjóðlegum mótum, nema þá í liðakeppni. íslenskur ríkisborgararéttur veitir honum keppnisrétt, m.a. á Evrópumóti unglinga sem fram fer eftir áramótin og síðan er hann auðvitað gjaldgengur á Ólympíuleikana í Atlanta. HANDKNATTLEIKUR Gísli ífjórða sætiáNM GÍSLI Kristiánsson úr ÍR hafnaði í 4. sæti í 99 kg flokki á Norðurl andam óti nu í ólympísk- um lyftingum sem fram fór í Skelleftá í Sví- þjóð um síðustu helgi. Hann lyfti 125 kg í snör- un, 160 kg í jafnhöttun og samanlagt 285 kg. Hann var eini íslenski keppandinn á mótinu. Besta afrek mótsins vann Norðmaðurinn Stian Grimseth í +108 kg flokki er hann snaraði 175 kg, jafnhattaði 215 kg og því samanlagt 390 kg. A þingi Lyftíngasambands Norðurlanda, sem haldið var í tengslum við mótíð, var Guð- mundi Sigurðssyni úr ÍR veitt heiðursorða sambandsins fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin í þágu í þróttíi r in nar. Bochum tapaði ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar hans í Boch- um töpuðu fyrir Duisburg, 0:1, á heimavelli i þýsku 2. deildinni í fyrrakvöld. Þórður var í byrjunarliðinu en var tekinn útaf á 60. mín- útu. Bochum er sem fyrr i efsta sætí með 39 stíg, en Duisburg í öðr u sætí með 35 stig eftír 18 umferðir. Hertha Berlín gerði jafntefli við Wolfsburg, 2:2, á laugardaginn. Eyjólfur Sverrisson hóf leikinn en var tekinn útaf í hálfleik. Hertha er í 10. sæti deildarinnar með 24 stig. Dregið á réttum tímaíParís DREGIÐ verður í undanriðla fyrir næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í París næstkomandi þriðjudag eins og ráð var fyrir gert. Ottast var að jafnvel yrði að fresta at- höfninni vegna verkfaUanna í Frakklandi, en alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) til- kynnti í gær að áætlun yrði haldið — dregið yrði í Louvre safninu á áður ákveðnum tíma. Floðljos vigð a Sauðárkróki TINDASTÓLL og Þór frá Akureyri eigast við í knattspyrnuleik í kvðld á Sauðárkróki, en þar í bæ hafa menn komið upp fl óðljósu m við malar- völlinn og verðaþau vígð í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30. Að sögn f orráðamanna Tinda- stóls breytír flóðl ýsingin öllu fyrir knattspyrnu- menn á Sauðárkróki og nágrenni því nú geta menn leikið knattspyrnu þar mun lengur en áður var hægt. Patrekur valinn í úrvalslid Evrópu PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður hjá KA, hefur verið valinn til að leika með úrvals- liði Evrópu gegn heimsmeisturum Frakka í Lúxemborg 22. desember. Leikurinn er í tilefni 50 ára afmælis handknattleikssamabnds Lúxem- borgar. Enginh leikmaður úr Evrópu- meistaraliði Svía er í liðinu, sem er skipað þessum leikmönnum: Irf- an Smajlargic, Cróatía Banka Zagreb (Króatíu), Iztok Puc, Pivo- varna Lasko Celje (Króatíu), Jordi Fernandez, Cajapontevedra Teucro (Spáni), Vassily Koudinov, Ivry (Rússlandi), Andrei Lavrov, Ivry (Rússlandi), Nenad Oerunicic, Bid- asoa (Júgóslavíu), Jozei Eles, Fotex Veszprem (Ungverjalandi), Eliodor Voicea, Elmshom (Rúmeníu), Dmitri Torgovanov (Rússlandi), Mikhail Jakimovitch, Teka Sant- ander (Hvíta-Rússlandi), Konstant- in Sharovarov, SKA Minsk (Hvíta- Rússlandi), Patrekur Jóhannesson, KA, Lars Christiansen, Kolding IF (Danmörku), Goran Stojanovic, Rauða Stjarnan Belgrad (Júgóslav- íu). Tveir leikmenn koma frá sama liðinu - Rússarnir Koudinov og Lavrov, sem leika með Parísarliðinu Ivry. KNATTSPYRNA: JÚRGEN KLINSMAIMN MEÐ 4 + 2 GEGN BENFICA / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.