Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4
' 1 Reuter ÚRSLIT RAVN Jensen og Daugaard, leíkmenn Bröndby, kljást hér um boltann við Rómverjann Franc- esco Moriero (nr. 7) í leik liðanna í gærkvöldi. Roma komst áfram í fjórðu umferð UEFA-keppn- innar með því að skora á lokamínútu lelksins, 3:1, og vann því samanlagt 4:3. Knattspyrna Evrópukeppnin Síðari leikir í þriðju umferð UEFA- keppninnar: Bremen: Werder Bremen - PSV Eindhoven....0:0 25.077. ■PSV vann samanlagt 2:1. Róm: Roma - Bröndby..................3:1 Francesco Totti (23.), Abel Balbo (71.), Amedeo Carboni (89.) - Peter Möller (84.). 46.000. ■Roma vann samanlagt 4:3. Barcelona: -S- Barcelona - Sevilla...............3:1 Jose Maria Bakero (61.), Gica Popescu (80.), Roger Garcia (82.) - Gabriel Moya (81.). 80.000. ■Barcelona vann samaniagt 4:2. Lyon: Lyon - Nott. Forest................0:0 40.000 ■Nottingham Forest vann samanlagt 1:0. Lissabon: Benfica - Bayern Miinchen..........1:3 Valdo Filho (13.) - Jiirgen Klinsmann (33., 66.), Andreas Herzog (83.). 17.000. ■Bayem Munchen vann samanlagt 7:2. Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Miami.........121:120 Denver - Detroit.........85:82 Íshokkí NHL-deildin NY Rangers - Anaheim......5:1 Amerískur fótbolti NFL-deildin Detroit - Chicago.........27:7 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: ....20 Kaplakriki: FH - Stjaman ....20 KA-hús: KA - ÍBV ....20 Selfoss: Selfoss - UMFA ....20 Seljaskóii: ÍR - Haukar ....20 Valsheimili: Valur- Víkingur ....20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Smárinn: Breiðablik - Keflavtk .. ....20 Bikarkeppni kvenna: Sauðárkrókur: UMFT-ÍS ....20 Klinsmann varia vinsæll í Lissabon! Jiirgen Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins og framhetji hjá Bayem Miinchen, var maður leiksins á Leikvangi ljósanna í Lissabon í gærkvöldi; skoraði tvívegis í 3:1 sigri Bayern í síðari leiknum gegn Benfica í Evrópukeppni félagsliða. Klins- mann gerði því samtals sex mörk gegn Benfíca, því hann kom knettin- um fjórum sinnum í netið í fyrri leikn- um. Bayem komst örugglega áfram í átta liða úrslitin, sigraði samanlagt 7:2. Austurríski landsliðsmaðurinn Andreas Herzog gerði þriðja mark Bayem í gær — en hann kom inná sem varamaður fyrir Mehmet Scholl seint í leiknum. Brasilíumaðurinn Valdo Filho hafði gert fyrsta mark leiksins fyrir portúgalska liðið. Barcelona og PSV Eindhoven, sem bæði hafa sigrað í Evrópukeppni meistaraliða eins og Bayern, komust einnig í átta liða úrslit UEFA-keppn- innar í gær. Barcelona sigraði Sev- illa, sem er einnig frá Spáni, 3:1 á heimavelli og 4:2 samanlagt og PSV gerði markalaust jafntefli gegn Bremen í Þýskalandi. Sigraði því samanlagt 2:1. Leikurinn í Bremen var mjög góður, þrátt fyrir erfiðar aðstæður — kalt var og völlurinn harður, en bæði lið léku vel og fengu ágætis færi, áttu t.d. bæði skot í stöng. Bremen hefði átt að geta sigr- að; liðinu hefur gengið illa í þýsku deildinni í vetur, en í gær kom vel í Ijós hvers leikmenn þess eru megnug- ir. Þetta var besti leikur þeirra í vet- ur en það dugði ekki til. Ronald Waterreus, markvörður PSV, sem varði nokkrum sinnum mjög vel í fyrri hálfleik, fór meiddur af velli í seinni hálfleiknum en Stan- ley Menzo, sem kom inná í hans stað, var ekki síðri: varði einu sinni á undraverðan hátt frá Dietmar Bei- ersdorfer. Nottingham Forest, sem einnig er fyrrum Evrópumeistari, er eina enska liðið sem kemst eitthvað áleið- is í Evrópukeppninni í vetur; liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lyon í Frakklandi í gær og fer því áfram á markinu sem Paul McGregor gerði í fyrri leiknum. Forest, sem var án Hollendingsins Bryan Roy sem er meiddur, hefði átt að komast yfir á fimmtu mín. er Stephen Howe klúðr- aði gullnu tækifæri. En eftir það tóku heimamenn völdin og sóttu nær látlaust. Forest lék hins vegar sterka vörn sem heimamenn náðu sjaldan að brjóta niður þrátt fyrir mikla pressu og Mark Crossley varði nokkr- um sinnum frábærlega. Roma tapaði 1:2 gegn Bröndby í Danmörku í fyrri leiknum en sigraði 3:1 á heimavelli í gær og fer áfram. En það var ekki meira en svo; Amedo Carboni gerði þriðja markið, sem tryggði Roma sæti í 8-liða úrslitun- um, á síðustu mínútu. Þrír laikir eru enn eftir í þessari umferð. Real Betis fær Bordeaux í heimsókn i kvöld og á morgun eig- ast við Sparta Prag og AC Milan og Lens mætir Slavia Prag. Flugvél með leikmönn- um Juventus snúið við SVO gæti farið að ekkert verði af leik Steaua Búkarest og Juvent- us I Evrópukeppni meistaraliða í kvöld — flugvél þeirri sem flutti leikmenn Juventus til Búkarest í gær var snúið við vegna srýó- komu og lenti hún i Sofíu, höfuðborg Búlgariu, 500 km sunnan við Búkarest. Forráðamenn Juventus höfðu samband við höfuð- stöðvar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til að tilkynna hvernig í pottinn væri búið, þar sem í reglum UEFA segir að lið verði að vera mætt á keppnisstað sólarhring fyrir leik. Það var heldur ekki möguleiki fyrir leikmenn Juventus að fara með járn- brautarlest frá Sofíu, þar snjókoman kom í veg fyrir það. Juventusliðið flaug á endanum aftur heim til Tórínó á Ítalíu og reynt verður að fara tíl Búkarest í dag. Ef samgöngur liggja enn niðri vegna veðurs, mun leikur liðanna fara fram eftir viku, miðvikudaginn 13. desember. íÞRúrn FOLK ■ SÆVAR Pétursson, fyrrum leik- maður með knattspyrnuliði Vals er lék á Nýja-Sjálandi sl. sumar, hefur skipt yfír í Breiðablik. Sævar er 21 árs miðvallarleikmaður. Hreiðar Jónsson, leikmaður Þróttar Reykjavík, hefur einnig gengið frá félagskiptum yfír í Breiðablik. ■ BOLTON festi í gær kaup á mið- vallarspilaranum Scott Sellars frá Newcastle á 750 þús. pund. Sell- ars, sem er 30 ára fyrrum leikmaður Leeds og Blackburns, mun leika sinn fyrsta leik með Boiton gegn Liverpool á laugardaginn. ■ SELLARS mun taka stöðu enska ungmennaliðsmannsins Alans Thompsons hjá Bolton, sem hefur verið settur í þriggja leikja bann vegna agabrots. ■ EUGENIO Fascetti hefur tekið við starfí þjálfara Bari, sem rak þjálfara sinn Beppe Materazzi um helgina, eftir sjötta tapleik liðsins í röð. ■ FASCETTI, sem er 57 ára, er fyrrum þjálfari Lazíó — hann hefur unnið sem útvarpsþulur að undan- fömu. ■ SIEGFRIED Held, fyrrum landsliðsþjálfari íslands er sagður vera á heimleið frá Japan um ára- mótin og telja margir að hann muni taka við einhveiju liði í 1. deildinni. Held hefur fylgst vel með þýsku knattspymunni og fær meðal annars myndbandsspólu með leikjum hverr- ar umferðar senda til Japans. ■ DORTMUND var um helgina valið lið ársins af þýska blaðinu BILD og sjónvarpsstöðinni ARD, en þetta er árleg viðurkenning sem veitt er. Michael Schumacher kappaksturs- hetja Þjóðverja var valinn íþrótta- maður ársins við sama tækifæri. ■ NEDO Sonetti, þjálfari ítalska knattspymuliðsins Tórínó síðustu 14 mánuði, var í gær rekinn úr því starfí eftir slakt gengi liðsins undanf- arið. Kornið sem fyllti mælinn var greinilega 0:5 tap gegn nágrönnun- um í Juventus sl. sunnudag. Tals- maður liðsins sagði ekki ljóst hver tæki við liðinu en ítalska ríkissjón- varpið sagði að eftirmaður Sonettis yrði Franco Scoglio, sem áður hefur þjálfað Genúa, Udinese, Bologna og Messina. Vialli bestur hjá World Soccer ÍTALSKI landsUðsmaðurinn Gianluca Vialli, framherjinn frábæri hjá Juventus, varð efstur í kjöri enska knatt- spyrnutímaritsins World Socc- er um knattspyrnumann árs- ins. Það eru lesendur blaðsins sem senda inn atkvæðaseðla og fékk Vialli 18,6 af hundraði atkvæða. Félagi hans hjá Juv- entus, hinn ungi og stórgóði Alessandro Del Piero, sem einnig er landsUðsmaður, varð annar i kjörinu — nærri 10% á eftir Vialli, og þriðji varð þýski landsHðsfyrirliðinn JUrgen Klinsmann hjá Bayern Mtinch- en, sem lék með Tottenham í Englandi á síðasta keppnis- tímabili. Tveir titlar fóru til Ajax HOLLENSKA liðið Ajax, sem varð Evrópumeistari sl. vor með sigri á AC Milan í úrsUta- leik, var kjörið lið ársins l\já World Soccer og þjálfari Ajax, Louis Van Gaal, varð efstur í vali blaðsins á þjálfara ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.