Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 BLAD Viðtal 3 Birgir Jóhanns- son, fram- kvæmdastjóri Nord Morue AflabrÖgð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Sjávarútvegur í Rússlandi á leið upp úr öldudaln- um BEITA 8 BALA Á DAG • ÞÆR stöllur LiJja Guðjóns- dóttir og Bylgja Jónsdóttir komu frá Sandgerði til Ólafsvík- ur til að vinna við beitingu. Þær Morgunblaðið/Alfons beita nú krókana lyá Garðari II SH og gefa körlunum ekkert eftir, beita hvor um sig 8 bala ádag. íslensk fiskilifur útílokuð af markaði í Þýskalandi íslensk lifur var útilokuð af Þýskalandsmarkaði fyrir nokkrum vikum síðan vegna þess að skordýraeitrið klórdan fannst í meira magni í lifrinni en þýskar reglugerðir leyfa. Að sögn Gríms Valdimarssonar forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins er magnið sem þýskar reglur leyfa tíu sinnum minna en almenn alþjóðamörk. íslenska fyrirtækið Triton hefur flutt um 70 tonn af fiskilifur til Þýskalands á þessu ári. Inniheldur og mikið af skordýraeitrinu klórdan „Það hefur nú verið haft að við- kvæði í starfsgreininni að vandræðin af þessu tagi komi alltaf fyrst frá Þýskalandi," segir Grímur. „Sérfræð- ingarnir verða að rökstyðja hvað rétt- læti það vísindalega að henda vöru, sem er með eitt lægsta klórdan magn í heimi, út af markaðinum. Þá segja þeir sem svo að við efnabreytingar sem verði við neyslu geti myndast hættuleg efni og á meðan þeir viti ekki meira njóti neytandinn vafans." íslenska lifrin undir við- miðunarmörkum annars staðar „Þetta hefur að vissu marki haft áhrif,“ segir Örn Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Tritons, sem flutt hefur 70 tonn af lifur til Þýskalands á þessu ári. „Klórdan er flokkur úrgangsefna og í þýskri reglugerð er kveðið svo á að hámarksmagn megi vera 0,01 mg á kíló. I öðrum löndum ESB er kveðið á um að hámarksmagn sé 0,1 mg á kíló eða þá að alls ekkert ákvæði er um þetta magn. í löndum utan ESB sem eru mjög kröfv.hörð, eins og Bandaríkin, er magnið 0,3 mg.“ Hann segir að íslenska lifrin hafi mælst með 0,03 til 0,05 mg á kíló af klórdan og sé því langt undir viðmiðun- armörkum í öllum ríkjum utan Þýska- lands. „Staðan er sú að samkvæmt þessum staðli hefur lifur frá íslandi verið dæmd ósöluhæf í Þýskalandi," segir hann. „Það má geta þess að Triton hefur tekist að byggja þarna upp mjög góðan markað hjá stórum og virtum fyrir- tækjum. Við höfum verið í sambandi við heildarsamtök þýsks fiskiðnaðar og verslunar með fiskafurðir í Þýska- landi. Þau byijuðu á því að ganga úr skugga um það, að þarna væri ekki um prentvillu að ræða í reglugerðinni. Svo reyndist ekki vera, en þau hafa núna snúið sér til heilbrigðisráðu- neytisins og farið þess á leit að á með- an að þetta mál sé skoðað frekar, verði ákvæðið tekið úr gildi um stundarsak- ir. Ekki hefur borist svar við því og við það stendur í augnablikinu." Þýskaland bestl markaðurinn Örn segir að útflutningur Tritons til Þýskalands á þessu ári hafi verið 70 tonn. „Öll lifur er uppseld hjá okkur, en ný vertíð hefst í janúar,“ segir hann. „Við erum að reyna að fá þetta leið- rétt svo hægt sér að byija á því að endurnýja sölusamninga fyrir næstu vertíð.“ Fréttir Markaðir Mikið fryst og saltað af síld • ÞAÐ stefnir í metvertíð í frystri síld í ár og hafa út- flytjendur endurskoðað áætlaða heildarþörf til að uppfylla gerða samninga. Þannig hefur áætluð heild- arþörf fyrir frysta síld verið aukin úr 25 þúsund tonnum í 38 þúsund tonn. Þar af telur IS sig þurfa 20 þúsund tonn og SH 18 þúsund tonn. Síldarútvegsnefnd áætlar heildarþörfina um 23 þús- und tonn sem er þrjú þúsund tonna aukning frá því sem áður var talið duga./2 Uppgangur hjá Nord Morue • MIKILL uppgangur hefur verið hjá Nord Morue, dótt- urfyrirtæki SIF í Jonzac í Frakklandi, undanfarin ár. Frá því SÍF keypti fyrirtæk- ið 1990, hefur framleiðslan verið meira en þrefölduð og velta þess hér um bil líka, án þess að starfsfólki hafi fjölgað. Veltan á síðasta ári var um 3,3 milljarðar króna og framleiðslan 9.100 tonn. Afkoman hefur verið góð, en síðustu árin hefur fyrir- tækið verið að skila eigend- um sínum á íslandi um 100 milljónum króna árlega./5 Möguleikar í Namibíu • EFTIR árangursríka sjáv- arútvegssýningu „Fish Africa ’95“ sem lauk um helgina er íslenska sendi- nefndin nú stödd í Walvis bay í Namibíu þar sem hún á fundi með sjávarútvegs- fyrirtækjum og opinberum aðilum. Að sögn Stefáns L. Stefánssonar frá viðskipta- skrifstofu utanríkisráðu- neytisins, sem fer fyrir sendinefndinni, eru veruleg- ir möguleikar fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki i Namibíu./7 Nýr maður með Guðbjörgu ÍS • ÞEGAR Guðbjörg ÍS 46 lagði úr höfn á Isafirði á laugardaginn var í fyrsta sinn síðan vorið 1966 að skipstjóri var ekki Ásgeir Guðbjartsson eða sonur hans Guðbjartur. Guðmundur Einarsson, skipstjóri frá Bol- ungarvík, er nú með skipið í fyrsta sinn. Frá því fyrsta Guðbjörgin var sjósett vorið 1956 hafa einungis tveir skipstjórar leyst af./8 Aflinn að engu orðinn • ALLIR bolfiskstofnar við austurströnd Bandaríkj- anna eru nú í lágmarki. Á næsta ári er áætlað að að- eins 4.000 tonn af þorski verði veidd þar, sama magn af ufsa, ekkert af ýsu og þúsund tonn af karfa. Mest- ur er samdrátturinn í þorsk- inum, en í fyrra varð þorsk- afli á þessu svæði 22.000 tonn og er áætlaður 18.000 á þessu ári. Ysuaflinn í ár er áætlaður þúsund tonn og sömu sögu er að segja af karfanum, en þalið er að af ufsa veiðist 6.000 tonn í ár. Aætluð veiðabróuiL^g Bandaríkjanna á nokkrum tegundum við austurströndina Þús. tonn 18 6 6 1 1 1 94 95 96 94 95 96 9495 96 94 95 96 Þ0RSKUR ÝSA UFSI KARFI Helmild: Groundfish Forum - réðstetnurit Ýsuafli er áuppleið Áætluð veiðaþróun , Kanadamanna á nokkrum tegundum 1 við austurströndina f 94 95 96 94 95 96 94 95 96 94 95 96 Þ0RSKUR ÝSA UFSi KARFI • STAÐAN við austur- strönd Kanada er einnig slæm. Þorskstofninn þar er í sögulegu lágmarki og al- gjört veiðibann á svokölluð- um norðurslóðarþorski. Leyfilegt er að veiða 10.000 tonn af þorski í ár og sama veiði er áætluð á næsta ári. Ysuveiðin er hins vegar að auskast lítillega og er áætl- uð 10.000 tonn á næsta ári. Ufsaafli er á sömu nótunum, en lang mest má veiða að karfa, þó afli af honum sé á niðurleið. I fyrra veiddust 49.000 tonn, 36.000 tonn er veiðin áætluð í ár og 30.000 á því næsta./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.