Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 ÁSTRÍÐUSJÓMENNIRNIR ÞRÍR í BRÚNNI Á AFLASKIPINU GUÐBJÖRGU ÍS 46 •Guðmundur Einarsson skip- stjóri í stólnum, en frá 1966 eða í tæp 30 ár hafa feðgarnir Ás- geir og Guðbjartur einir stjórn- að í brúnni á fjórum af sjð skip- um Hrannar hf. á ísafirði með Guðbjargarnafninu. Vinstra megin er Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á sjö Guðbjörgum frá 1966 og hægra meginn Guð- bjartur Ásgeirsson skipstjóri frá 1970. Nýr skipstjóri ráðinn á aflaskipið Guðbjörgu ÍS ÞEGAR Guðbjörg ÍS46 lagði úr höfn á Isafirði á laugardaginn var í fyrsta sinn síðan vorið 1966 að skipstjóri var ekki Ásgeir Guðbjarts- son eða sonur hans Guðbjartur. Guðmundur Einarsson, skipstjóri frá Bolungarvík, er nú með skipið í fyrsta sinn. Frá því fyrsta Guðbjörgin var sjósett vorið 1956 hafa einungis tveir skipstjórar leyst af, Halldór Hermannsson haustið 1959 þegar Ásgeir fór á 120 tonna réttindanámskeið á ísafirði, og Amór Sigurðsson veturinn 1965- 1966 á meðan Ásgeir sat í stýrimannaskólanum í Reykjavík þá 38 ára gamall. I fyrsta skipti í 30 ár, sem hvorki Guðbjartur né Ásgeir eru með Gugguna Að öðru leyti var Ásgeir skipstjórinn án þess að taka sér frí á á fjórum fyrstu skipunum, þar til 1970 að Guðbjartur fór sinn fyrsta túr sem skípstjóri þá 21 árs. Byrjaði 14 ára á Venusi Ásgeir byrjaði sinn skipstjórnarferil á Bryndísi 14 tonna báti tvítugur að aldri, en 21 árs aldursmunur er á þeim feðgunum. Ásgeir byrjaði sjómennsku með föður sínum Guðbjarti Ásgeirssyni skipstjóra á Venusi 14 ára gamall upp á háifan hlut og þótti langir vikutúrarn- ir norður í Húnaflóa. Seinna var hann tæplega hálft ár við síldveiðar í norður- höfum og er að enda ferill sinn sem skipstjóri á verksmiðjutogara sem er úti vel á annan mánuð ef svo horfir. Þeir feðgar ættluðu báðir að verða sjómenn og ekkert annað. Guðbjartur segist hafa sótt margt til afa síns og nafna og oft endað daginn í rúminu hjá afa og ömmu á meðan fjölskyldurn- ar bjuggu báðar í Ásbyrgi. Nú fer skip- stjórnarferill þeirra þriggja feðganna að spanna heila öld nær óslitið og má segja að meiri breytingar hafi orðið á sjómennsku á þessum tíma, en næstu þúsund árin á undan hérlendis. Með kompás og vasaúr Ásgeir segist hafa byrjað með komp- ás, vasaúr, litla vasabók og kort og sótt í skammdegi og byl út á Hala án þess að tapa nokkru sinni áttum. Þá sigldi hann inn Sundin í þreifandi byl án þess að sjá baujurnar, en skynjaði fjöruborðið í gegn um mugguna. Nú hefur hann hvað mestar áhyggjurnar af að koma nýja skipinu um sundin með öllum tækjunum í brúnni. Ásgeir segist nú vera hættur og því komi til ráðning á öðrum skipstjóra, en það hefur samt fréttst að hann hafi tekið þátt í björgunarskóla sjó- manna hér á ísafirði um daginn, sem er nauðsynlegt til að geta endurnýjað skipstjórnarskírteini sitt um áramótin. Ástríðusjómaður eins og feðgarnir Guðbjörgin er nú að rækjuveiðum við Kolbeinsey undir skipstjórn Guð- mundar Einarssonar úr Bolungarvík, en hann hefur lengi verið 1. stýrimað- ur um borð. Feðgarnir segjast báðir vera sáttir við Guðmund enda þekki þeir hann af áralöngu farsælu sam- starfi, en Guðmundur er ástríðusjó- maður eins og feðgarnir og rær öll sumur í fríum á krókaleyfisbáti úr Bolungarvík, en hann og Einar Guð- mundsson faðir hans eru þekktir afla- menn. FÓLK íslendingum fjölgar hjá Nord Morue 9ÍSLENZKUM starfsmönn- um Nord Morue, dótturfyrir- tækis SIF í Jonzac í Frakk- landi, hefur farið fjölgandi að undanförnu, en þeir eru nú alls 5 að forstjóranum, Birgi Jó- hannssyni, meðtöldum. Unnar Þórðarson er framleiðslustjóri Nord Morue. Unnar hefur verið í þessu starfi í 8 mánuði, en hann er 32 ára gamall. Hann er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg í Dan- mörku með sérhæfingu í fram- leiðslustýringu í fiskiðnaði. Unnar lauk prófi þaðan 1991 og starfaði síðan í þrjú ár hjá Samskipum, fyrst deildarstjóri gámadeildar og síðan land- rekstrardeildar. Hann er Reyk- víkingur og hefur nær alltaf starfað við sjávarútveginn í ein- hverri mynd, en reyndar starf- aði hann sem ráðgjafi hjá Pósti og síma um tíina. Hann var eitt ár við netagerð í Tromsö í Noregi, en var svo 6 ár í Álaborg, en hann er kvæntur danskri konu, sem nú er á Is- landi að ljúka námi við Mynd- lista- og handíðaskólann. „Við erum hér með mjög fjöl- breytta framleiðslu, en undir mér starfa tveir menn sem eru ábyrgir fyrir vinnslulínunum og undir þeim starfa svo flokk- stjórar. Það er ekki fyrir einn mann að stjórna öllum þessum þáttum, en við erum að gjör- bylta framleiðlsunni og byggja upp kerfi sem hæfir þessari fjölbreyttu framleiðslu. Við erum einnig að færa alla vinnsl- una að gæðastöðlum Evrópu- sambandsins og það er tölu- verð vinna,“ segir Unnar. Þorvaldur Tryggvason hefur franska markaðinn á sinni könnu. Hann erfæddur 1963 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Með námi sínu þar vann hann meðal ann- ars með sendiherra Frakka á íslandi að útgáfu bókar um ísland á frönsku, en hann er kvæntur franskri konu. Að loknu námi lá leiðin strax utan til Frakklands og vann hann um tima að að kynningu og sölu á búnaði frá Marel og Borgarplasti, einkum Marel, þar til hann réðst til Nord Morue haustið 1994. „Við selj- um mikið af saltfiskflökum, bæði í neytendapakkningum og grófari umbúðum og töluvert af síld hér í Frakklandi. Vör- urnar fara inn á allar dreifileið- ir svo sem stórmarkaði, til heildsala og inn á fiskmarkaði, en hlutur stórmarkaða fer vax- andi. Við erum í mikilli nálægð Unnar Þoi’valdur Þórðarson Tryggvason Hafdís Jón Þór Vilhjálmsdóttir Haligrímsson við neytendur og getum boðið upp á fjölbreytt vöruúrval,“ segir Þorvaldur. Hafdís Vilhjálmsdóttir er sölustjóri fyrir ýmis markaðs- svæði, svo sem Brasilíu og It- alíu, sem eru stórir markaðir, og smærri markaði eins og Suður-Afríku, Barbados og fleiri. Hafdís er 35 ára, fráskil- in tveggja dætra móðir. Hún er stúdent frá Verzlunarskó- lanum og segist nánast alin upp hjá SÍF, en þar var hún með hléum í 15 ár. Hún segir að hjá sér snúist salan mest um þurrkaðan saltfisk, en síld- arsala til Ítalíu sé að aukast. „Eg hef verið hér hjá Nord Morue í tvö ár og kann vel við starfið. Hér er alltaf nóg að gera og enginn tími til að láta sér leiðast og tilbreytingin frá því að vera heima er mikil. Okkur gengur vel að aðlagast hér, þó stundum komi hlutirnir manni á óvart. Skólakerfið hér er töluvert frábugðið skólanum heima og kröfur til nemenda eru mjög miklar. Stelpurnar, sem eru 6 og 14 ára, hafa þó spjarað sig vel, enda er að flestu leyti gott að vera hér,“ ' segir Hafdís. Jón Þór Hallgrímsson er um þessar mundir að taka við rekstri kæligeymslu og dreif- ingarstöðvar SIF, sem byggð hefur verið við verksmiðju Nord Morue. Hann er fæddur árið 1963 og var til sjós á fyrri hluta starfsævinnar, en síðan sem verkstjóri hjá Þorbirninum í Grindavík í 7 ár. Hann fór svo til starfa hjá gæðaeftirliti SÍF í vor, en utan hélt hann að ál- iðnu þessu hausti. Eiginkona hans er Þóra Loftsdóttir og eiga þau þtjú börn. Jón Þór segir að starf sitt felist í að dreifa fiskinum til kaupenda eftir pöntunum, en SÍF á sjálft fiskinn í geymslunni og hefur flutt hann út að heiman. Með því móti sé hægt að þjóna við- skiptavinunum betur og hraða allri afgreiðslu verulega. „Við getum afgreitt pantanir inn á Spán til dæmis á einum degi og um alla Evrópu á einum til tveimur dögum. Þetta fyrir- komulag gefur því mikla mögu- leika og mér lízt mjög vel á þetta starf,“ segir Jón Þór. Saltfiskur að hætti íbúa Proven^e-héraðs SALTFISKUR er f hávegum hafður sem hátíðamatur í Suður-Evrópu. Á veitingahúsum er saltfiskurinn einn ■ jiiii «!■■■■, ^dýrasti rétturinn, enda ljúffengur og SiiliilJjiláliLLalmatreiddur á framandi hátt fyrir okkur íslendinga. Hér kemur eitt dæmi frá Provenge-héraði i Frakklandi. í réttinn, sem er fyrir ljóra, þarf: 500 gr saltfísk Kíló af tómötum Einn lauk Ólífuolíu Tvö hvítlauksrif 100 gr svörtar ólífur Steinselju Salt og pipar. Útvatnið saltfiskinn, léttsjóðið hann og roðflettið. Á með- an fiskurinn sýður er olía hituð á pönnu og niðurskornum lauk bætt við. Bætið við grófskornum tómötum, salti, pipar, steinselju og hökkuðum hvítlauk. Látið þetta malla í tuttugu mfnútur á pönnunni án þess að setja lok yfir. Að þvi búnu er saltfiskinum og ólffuRum (takið steinana úr fyrst) bætt við. Steikið áfram í tíu minútur. Berið fram mjög heitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.